Alþýðublaðið - 27.01.1967, Side 11

Alþýðublaðið - 27.01.1967, Side 11
✓ Xngstu keppenduruir á stökkmóti Skíðamóts Sigluf jarðar 1967. Fram vann Víking í gærkvöld fóru fram tveir leik- ir í I. deild íslandsmótsins í hand- knattleik í íþróttahöllinni. Fram sigraði Víking með 22 mörkum gegn 19. Staðan i hléi var 13:9 fyrir Fram. Vikingur byrjaði leik- inn mjög vel og um tíma var stað- an 5:1, en þá skoruðu Framarar fimm mörk í röð. Þó sigur Fram væri naumur var hann verðskuld- aður. Síðari leikurinn var milli Vals og Armanns, og lauk honum með verðskulduðum sigri Vals 25:20. , Staðan í hálfleik var 13:7. Fyrsta mark leiksins skoruðu Ármenningar en síðan tóku V^ls- ”nenn forystuna og héldu henni út Ieikinni. ★ VIÐRÆÐUR OM RISAÞOTU BONN: Franskir, brezkir og vestur-þýzkir ráðherrar koma saman til fundar í Bonn í dag að ræða um fyrirhugaða smíði farþegaþotu, sem á að taka 300 farþega. Engin endanleg ákvörð un hefur verið tekin um smíði þotunnar. Samkvæmt ákvörðun Skíða- sambands íslands fer hið árlega landsmót íslenzkra skíðamanna fram á Siglufirði um komandi páska. Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg sér um framkvæmd mótsins og er undirbúningur þeg- ar hafinn og dagskrá ákveðin. En siglfirzkir skíðamenn bíða ekki aðgerðarlausir eftir lands- mótinu heldur stunda skíðaíþrótt- ina a£ kappi. Frá áramótum hef- ur hinn gamalkunni skíðakappi Jónas Ásgeirsson starfað sem þjálfari á vegum Skíðasambands- ins og lagt aðaláherzlu á hinar norrænu greinar, göngu og stökk. Hefur þátttaka í námskeiðum hans verið mikil, bæði af ugum sem öldnum, en þeim er nú því miður lokið og Jónas farinn til starfa annarsstaðar á , norður- landi. Skíðamót Siglufjarðar (meist- aramót) stendur nú yfir og hófst það um siðustu helgl með keppni í göngu, öllum aldursflokkum. Um síðustu helgi ,var keppt í stökki sömu aldursflokka og næstu helg- ar verða svo notaðar fyrir alpa- greinarnar. Þátttaka í mótinu er allgóð og áhugi mikill. Úrslit í þeim greinum móts- ins sem þegar er lokið urðu þessi: Úrslit í göngu laugardaginn og sunnudaginn 14.—15. janúar: " . t 6—8 ára 1. Þorst. Sæb. Sigurðss. 13 ' 55 2. Sigurbj. R. Antonss. 14 00 3. Kristjón Kristjánss. 17 33 9 — 11 ára 1. Þórhallur Benediktss. 13 45 2. Hallgrímur Sverriss. 16 39 3. Rögnvaldur Gottskálkss. 16 47 12—13 ára 1. Sigurgeir Erlendss. 13 32 2. Þórhallur Gestss. 14 04 3. Sturlaugur Kristjánss. 14 36 14—16 ára 1. Ólafur Baldurss. 13 08 2. Sigurður Steingrímss. 13 13 3. Ingólfur Jónsson 15 38 17—19 ára 1. Sigurjón Erlendss. 53 27 20 ára og eldri 1. Þórhallur Sveinss. 47 45 2. Gunnar Guðmundss. 47 56 3. Haraldur Erlendss. ! 49 28 Úrslit i stökki laugardaginn og sunmidaginn 21.—22. j anúar: 6—8 ára 1. Hörður Júlíusson 5,5 m og 6,5 m 125,0 stig. 2. Ólafur Marteinsson 4,00 m og 3,75 m 112,0 stig. 3. Birgir Ólafsson 3,00 m og 3,50 m 104,8 stig. 9—11 ára 1. Andrés Stefánss. 7,50 m og 7,75 m 124,7 stig. 2. Ásmundur Jónsson 8,00 m og 7,25 m 124,3 stig. - 3. Rögnvaldur Gottskálkss. 6,25 m og 8,00 m 121,8 stig. 12—13 ára 1. Guðmudur Ragnarss. 15,5 m. ogl3,5 m 133,0 stig. Framhald á 14. síðu. Jónas Ásg-eirsson, skíðakennari, með áhugasömum nemendum. Frjálsíbróttamót í íþróttahöllinni í Laugardðl Á morgun kl. 4 fer fram innan- félagsmót í frjálsum íþróttum í íþróttahöllinni í Laugardal. Keppt verður í eftirtöldum greinum. 3x40 m. hlaupi, 3x40 m. grinda- hlaupi, hástökki með atrennu, þrí- stökki án atrennu og langstökki án atrennu. Yngsti keppandinn í stökk keppn inni, 6 ára gamall. Ahugi á skíðaíþróttinni er mikill á Siglufirði: Þátttaka er mjög góö á Skiðamóti Siglufjarðar 27. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.