Dagur - 04.10.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 04.10.1997, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 4.0KTÓBER 1997 - V SÖGUR OG SAGNIR k. A Afdrifaríkt ástarfar í álfheimum Einn kynsælasti íslend- ingur sem um er getið, er séra Einar Sigurðs- son í Eydölum. Lengi voru ættir raktar til hans, enda var þar margt um presta og forstandsfóik, og því fyrir- ferðarmikið í ættarskrám. Til er saga af því þegar fyrst átti að forfæra Einar og hvernig kynsældin var á hann lögð. Er hún á þessa leið.Einar var smali hjá Sigurði föður sínum á Hrauni í Aðalreykjadal í æsku sinni. Var hann þá þar um bil 12 vetra gamall þegar saga þessi gerðist, er nú verður frá sagt. Einar fór eitt sinn að gæta kinda föður síns og var annar drengur með honum nokkuð eldri. Ekki er getið nafns hans né afkvæmis, þó tahð sé að margt manna sé af honum komið, og að hann sjálfur yrði merkismaður. En er þeir komu á þær stöðvar sem kindurnar áttu að vera fundu þeir þær ekki held- ur kom yfir þá viUa.Varð þá fyrir þeim hóll einn og voru opnaðar dyr á honum. í dyr- unum stóð kona ein fuUorðin að sjá. Heilsaði hún þeim að fyrra bragði og bauð þeim koma inn til sín meðan éUð væri, því ekki væri ratfært heim, enda þyrftu þeir ekki að hugsa tU að finna kindurnar fyrr en élinu létti. Misjafnir rekkjunautar Pilturinn sem með Einari var, gekk fúslega að þeim kosti, en Einar var aUt tregari en lét þó tU leiðast. Fylgdi konan þeim inn í hólinn og var þar fagurt um að Utast. Þar var annar kvenmaður, ungur á að Hta, fagur og þekk'legur. Var það dóttir eldri konunnar. Þær voru hinar ræðnustu og sérlega alúðlegar. Veittu þær þeim góðan beina. Um kvöldið þegar hátta skyldi bauð sú eldri smala- drengnum að sofa hjá sér. Gekk hann að því greiðlega. En Einar skyldi sofa hjá dóttur hennar. Var hann næsta feim- inn og tregur tU þess, en þó fór svo að hann háttði hjá henni. Um morguninn snemma reis smaladrengurinn upp frá eldri konunni. Var hún þá glöð og kát, því hann hafði verið ótrauður að veita henni alla bh'ðu um nóttina eftir vUja hennar. Einar UtU stóð Uka upp frá stúlku sinni, og var yngri kon- an aUt daufari við hann, því hann hafði ekki svo mikið sem snúið sér að henni um nóttina. Prestar að sumu undar- legir Um morguninn fengu þeir góðan beina hjá mæðgunum og var þá upplétt og komið gott veður. Fylgdu þær þeim út fyrir hólinn og mælti gamla konan vel fyrir rekkjunaut sín- um. Sagði hún að hann og hans niðjar skyldu vera hinir mestu gæfumenn. „En þér Einar UtU, er það að segja, að forlög þín eru mikU, og muntu verða hinn kynsælasti maður á landi hér. En fyrir það að þú settir þig á móti vUja okkar, læt ég það ummælt, að ýmislegt mótlæti fylgi afkomendum þínrnn aUt í munda Uð. Þaðan af mun það heldur tU hagsmuna snúast. En flestir munu þeir prestar verða, og þó að sumu undar- legir“. Að svo búnu héldu þeir heimleiðis, fundu féð og farn- aðist vel. Haft er fyrir satt, að eldri konan og smaladrengur- inn hafl átt barn saman, og meðal afkomenda þeirra var séra Sæmundur Hólm á Helgafelli, Ustrænn gáfumaður en undarlegur í háttum. Sjálf- ur hélt hann því fram að vera kominn af álfum. "mkíwmmmwm KHiVi Microsoft bina Dagskrá: 8:30-9:00 9:00-10:00 10:15-11:00 11:15-12:00 12:00-13:00 13:00-13:45 14:00-14:45 ¥ N Á M S T E F N A U M TÆKN OG1 LAUSNfl Forritun Nettækni Stjórnun Skráning og morgunhressing Opnun Skúli V. Ólafsson Inngangur Tónninn gefinn. Framtíðarsýn Microsoft. Jens Moberg, forstjóri markaðsmála Microsoftá Norðurlöndum. Active Server Pages Kynning, yfirlit og forritun á Active Server Pages síðum ásamt notkun Adive Data Objeds við gagnagrunnstengingar á vef. Finnur Breki Þórarinsson Windows 98 í netumhverfi Zero Administration. Windows Scripting Host. Adive Desktop. Vélbúnaðarstuðningur. Benedikt Friðbjörnsson Jóhann Áki Bjömsson Lækkun rekstrarkostnaðar Er lækkun rekstrarkostnaðar raunhæf? Greining rekstrarkostnaðar tölvukerfa og leiðir til lækkunar. Skúli V. Ólafsson Gagnvirkarvefsíður Dynamic HTML, virkir gagnastraumar. Finnur Breki Þórarinsson Stjórnun netkerfa Netstjórnun. Notkun System Management Server. Zero Administration fyrir Windows. Hlutverk MS Management Console. Jóhann Vilhjálmsson Upplýsingar á takteinum Hraðari ákvarðanataka með betri upplýsingum. Auðveldari dreifing á upplýsingum. Vöruhús gagna. Intranet. 0m Arason 10. október á Hótel Loftleiðum Matur Dreifð vinnsla (1) Hlutaforritun og dreifð vinnsla. AdiveX miðlarar og stjórntæki. Grundvallaratriði COM. Magnús Guðmundsson Dreifð vinnsla (2) Hagnýting DCOM. Forritun og rekstur á Transadion Server. Message Queue Server og framtíð dreifðar vinnslu. Magnús Guðmundsson 15:00-15:45 Forritun fyrir Exchange og Outlook 97 Adive Messaging, VBScript, AdiveX Ásgrímur Skarphéðinsson 16:00-16:45 16:45- Exchange 5.0 og Internetið Stuðningur Exchange 5 við POP3, SMTP, NNTP, LDAP og vefskoðara. Uppsetning á Exchange 5 miðlurum og biðlurum. Nýjungar í Exchange. Oddur Valur Þórarinsson Skipulagning upplýsingaumhverfis Míkilvægi greiningar. Skipulagning og undirbúningur við uppbyggingu upplýsingaumhverfis. Ásgrímur Skarphéðinsson Windows NT 5.0(1) Helstu nýjungar í NT 5.0 Eyjólfur Ólafsson Jóhann Vilhjálmsson Horft til framtíðar Windows 98, NT5.0 o.fl. nýjungar frá Microsoft. Aron Pétur Karlsson Windows NT 5.0 (2) Öryggismál og skipulagning. Uppfærsla í Adive Diredory. Breyting á notkun umdæma með tilkomu Active Diredory Services Eyjólfur Ólafsson Jóhann Vilhjálmsson Microsoft Certified Soluti on Provider Upplýsingamiðlun á Interneti Exchange. Internet Information Server. Virkir gagnastraumar. Jóhann Áki Björnsson Samantektog námstefnulok Lokahóf Verð kr. 15.000,- með námsgögnum og veitingum. Skráningarsími 563 3122 Bréfasími 568 8487 http://www.ejs.is/namstefna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.