Dagur - 04.10.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 04.10.1997, Blaðsíða 1
Laugardagur 4. október 1997 80. og 81. árgangur- 187. tölublað Harkaleg fóstureyðing lilns „lærða" og illa Ung stúlka í kirkjufötum á Möðruvöllum. Myndin er gerð af málaranum F.C. Lund laust fyrir 1860. Stúlkan er ekki nafn- greind, en myndin er greinilega gerð til að sýna hvernig spariklæðnaður stúlknar var á þeim tíma. Kirkjuna sem á myndinni sést reisti Stefán amtmaður Þórarinsson og var hún oft kölluð Stefánskirkja. Hinn glæsilegi turn var reistur 1856, en féll í kirkjubruna 1865. Svona leit kirkjan út á dögum Jóns „lærða“ Jónssonar, hins heiftúðlega heittrúarprests, sem sagt hefur verið frá í tveim þáttum í íslendinga- þáttum. Hinn þriðji og síðasti birtist í þessu tölu- blaði, og segir þar frá afdrifum Sigríðar dóttur hans, sem hann lék svo grátt og æfilokum hans sjálfs. Jón prestur lét jarða sig fyrir kirkjudyrum á Möðruvallaklaustri svo að kirkjugestir gætu lesið viðvörunarorð hans sem klöppuð voru á stein- inn. En þegar kirkjan brann féll turninn ofan á steininn og braut hann og svona leit hann út þegar séra Ágúst tók mynd af honum 1964.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.