Dagur - 04.10.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 04.10.1997, Blaðsíða 6
T VI- LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 MINNINGARGREINAR Ragnheiður Eiríksdóttir frá Valadal Ragnheiður Eiriksdóttir er fædd að Auðnum í Sæmund- arhlíð Skagafirði 20. október árið 1920. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 26. sept- ember 1997. Ragnheiður var dóttir hjónanna Eiríks Sigurgeirssonar, fæddur 24. september 1891 dáinn 13. maí 1974, og Kristínar Vermundsdótt- ur, fædd 20. júh' 1898 dáin 11. nóvember 1973. Eirfkur og Kristín voru kennd við bæinn Vatnshlíð Austur-Húna- vatnssýslu. Ragnheiður giftist Gissuri Jóns- syni frá Valadal í Skagafirði 30. maí árið 1940 og hafa þau verið gift síðan en shtu sambúð árið 1972. Þau eru kennd við bæinn Valadal. Ragnheiður og Gissur eignuðust 6 börn og eru fimm þeirra á lífi. Elst er Valdís Gissurardóttir. fædd 31. ágúst 1941 að Valadal. Sam- býlismaður hennar er Haukur Ingvason og búa þau í Litladal í Lýtingsstaðahreppi. Valdís og Haukur hafa eignast fimm börn en elsta barn þeirra, Snæbjört Edda, lést af slysförum árið 1965. Haukur og Valdís hafa eignast sjö barnabörn en tvö þeirra, tvíburar, létust skömmu eftir fæðingu. Næst kemur Jón Gissurarson fæddur 5. nóvember 1946 að Vala- dal. Jón er giftur Hólmfríði Ingi- björgu Jónsdóttur og búa þau að Víðimýrarseli Seyluhreppi. Jón og Hólmfríður eiga fjögur börn og tvö barnabörn og eru þau öll á lífi. Þriðji í röðinni er Friðrik Giss- urarson fæddur 21. mars 1949 að Valadal. Friðrik er giftur Ester Selmu Sveinsdóttur og búa þau að Helgubraut 3 í Kópavogi. Friðrik og Ester eiga þrjú börn. Fjórði í röðinni er Eiríkur Krist- ján Gissurarson fæddur 6. júni 1953 að Valadal. Kristján á fimm börn og eitt barnabarn. Sambýlis- kona Kristjáns var Anna Fjóla Gísladóttir og hafa þau hætt sam- búð, þau eiga tvö börn. Hin þrjú börnin átti Kristján fyrir. Fimmti í röðinni er Stefán Giss- urarson fæddur 3. janúar 1957 að Valadal. Stefán er ókvæntur og barnlaus. Yngsta barnið, stúlka, var fædd andvana en fullburða á Sjúkrahúsi Sauðárkróks 1963. Útför Ragnheiðar fer fram frá Glaumbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður að Víðimýri. Þegar ég lít um öxl á þessum tímamótum þegar þú hefur kvatt hið jarðneska líf mamma mín hrannast minningarnar upp í huga mér, enda höfum við búið nær samfellt saman í rúm fjörutiu ár. Samkomulag okkar hefur allan þennan túna verið ákaflega gott. Það sem ég man fyrst eftir gerðist í eldhúsinu heima í Vala- dal, ég þá sennilega ekki farinn að ganga. Ég sat á eldhúsborðinu hjá vaskinum og grét, mig vantaði pel- ann minn. Þú varst eitthvað að sýsla við mat á eldavélinni og pelinn minn var hálfur ofam' katlinum. Mér fannst pelinn aldrei ætla að koma og ég grét og grét. En svo eftir heila eilífð að mér fannst kom pelinn. þu tókst mig í fangið og settist með mig á stól og gafst mér pelann. Þú tókst þétt utan um mig lagðir höfuðið að stórum og hlýjum barmi þfnum og' kysstir á koRÍon, rérir fram og aft- ur og talaðir hlýtt til mín og raulaðir barnagælu. Nú voru allar áhyggjur á bak og burt. Hvað þurfti maður meira í þessum heimi, nei þetta var sko allt sem litill snáði þurfti til að leysa allar heimsins áhyggjur. Ætið síðan var faðmlag þitt svo hlýtt og veitti svo mikið öryggi að það gat leyst ótrúlega erfið mál. Ég sem þetta skrifa er yngstur þeirra barna sem lifðu. Ég vil lýsa þér mamma mín á eftirfarandi hátt. Þú varst lágvaxin en samt svo stór, samanrekin með stóran barm og mjög sterk, fríð með dökkt hár og leist alltaf út fyrir að vera yngri en þú varst. Afskaplega vinnusöm, iðin, ósérhlífin, hreinskilin, heiðar- leg, blíð, félagslynd og einföld. En þó fyrst og fremst varstu góð móð- ir, góður vinur og hornsteinn heimilisins. Þinn stærsti galli var sá að kvarta aldrei við aðra yfir þínum erfiðleikum heldur barst þú þraut- ir þínar í hljóði. Þegar þú iluttir að Valadal um 1940 þá m'tján ára gömul og giftist pabba tókstu strax við erfiðu heimili. Margt heimilisfólk og margir gestir en afskaplega lítil þægindi til að létta þér störfin. Þannig var það allan þinn bú- skap í Valadal, ekkert rafmagn, engin þvottavél eða önnur nútíma þægindi. Og svo komu börnin hvert af öðru og heimilishaldið varð æ erf- iðara. Á sumrin komu oft böm úr Reykjavík og dvöldu yfir sumarið, þá voru stundum 14-16 manns í heimili og oftast allt karlmenn nema þú og Valla systir. Eins og algengt var á þessum tíma voru ekki mikil auraráð á þínu heimili en þó aldrei fátækt eins og ég skilgreini fátækt á þeim tíma, en eflaust væri talið fátækt í dag. Þú leystir öll heimihsverkin af mikifii prýði. Þú vannst aldrei mjög hratt en afskaplega iðin og einhvern vegin laukstu öllum þín- um verkum án þess að maður velti því nokkuð fyrir sér hvernig þú færir að þessu, verkin kláruðust bara svona. Þú varst alltaf að. í rauninni gerði ég mér ekki fyllilega grein íyrir því mikla vinnuálagi sem hefur verið á þér á þessum tíma, fyrr en ég fór að hugsa um mig sjálfur og síðustu árin að aðstoða þig eftir að kraftar þínir þrutu. Hvernig í ósköpunum fórstu að þessu öllu saman? Elda mat, baka brauð, þvo allan þvott og skúra, gera saft og prjóna, sauma, strokka og gera slátur, já lifrar- pylsan þín var sú besta í heimi. Svo bakaðir þú líka fyrir kvenfé- lagið stundum, já og margt margt fleira. Einu sinni spurði ég þig að því hvernig þú hefðir farið að þessu öllu saman. Þú svaraðir í ró- legheitunum, „nú maður bara vann sín verk“, svona var það ein- falt. Ég tel að einn af þínum bestu kostum hafi emrnitt verið þessi einfaldleiki. Já til hvers að vera að flækja málin þegar hið einfalda er það besta. Þitt uppeldi á börnum þínum var talsvert grópað í þennan ein- faldleika. Þú bara sagðir, „það sem manni er bannað að gera það ger- ir maður ekki og það á bara að segja satt og eins og hlutimir eru“. Á þínu heimili var mikil reglusemi, efcki reykt og h'tið drukkið. Þú sagðir bara, „það á ekki að vera með reyk og vín innan um börn“, svo einfalt var það. Ekkert þinna barna hefur reykt. Allt þitt uppeldi var grópað í hin gömlu og góðu gildi þ.e.a.s. boðorðin tíu. Enda man ég að þú lagðir talsvert upp úr því að boðorðin tíu væru lærð utanbókar. Þú lagðir afskaplega mikið upp úr jólunum. Já þá var nú gaman í gamla bænum mamma mín. Allt skrúbbað og skúrað, bær- inn prýddur með kertum og heimagert jólatré með logandi kertum og kúlum á. Við krakkarn- ir fórum í bað í stórum bala. Já ekki dróstu af þér þá að gera jólin eins hátíðleg og hægt var. Það var afskaplega jólalegt þarna í gamla bænum í lokuðum Valadalnum með kerti og lampa. Svo klæddir þú mig í nýja milli- skyrtu og matrosafótin sem voru svo óskaplega fín. Ég held að þetta hafi verið mín fyrsta nýja milli- skyrta, þá flögra eða fimm ára. Á þeirri stundu var ég alsæll, ég varð allt í einu svo óskaplega stór kominn í nýja búðarskyrtu með sniði eins og þeir fullorðnu. Ég man líka að þú varst svo ánægð að geta klætt mig í ný föt, tókst litla snáðann brosandi í fangið og kysstir á kinnina og sagðir um leið, „þú verður svo stilltur í kvöld“. Það stóð ekki á því ég var stilltur það kvöld. Einn af þínum bestu kostum var sú mikla bh'ða sem í þér bjó, þó sérstaklega gagnvart börnum. Þú hafðir alveg afskaplega gott lag á þeim. Enda heyrði ég oft fóik segja, „Ragna hefur alveg sérstakt lag á börnum". Það var þetta sak- Iausa, virðulega og blíða andlit og huggandi rödd þín sem hafði þessi áhrif á börn. Það var bara ekki hægt að vera óþekkur í návist þinni. Mjög sjaldan þorðum við systk- inin að brúka munn við þig og pabba, enda gastu orðið afskap- lega vond, sennilega eins vond og þú gast verið bh'ð. Þegar þannig stóð á varðstu mjög stór og eins gott að leggja niður skottið og leita sátta. Þótt sum barnabörn og barna- barnabörn þín væru óþekk og kæmust upp með að brúka munn við sína foreldra, voru þau ákaf- lega stillt í návist þinni, enda tel ég að minning þín í þeirra huga sé hin góða amma og langamma. Þú varst alfarið á móti því að láta börn horfa á glæpamyndir í sjón- varpinu, enda ekki gott fyrir börn. Öðru fólki varstu ákaflega hjálpsöm, sérstaklega ef einhver átti bágt, alltaf boðin og búin að hjálpa öðrum. Gestrisni þín var al- veg sérstök enda komu margir að Valadal og svignuðu þá borð und- an brauði og hnallþórum. Þegar ég var tíu ára þá lenti ég í alvarlegu slysi og missti vinstri handlegg við öxl eftir að hafa fest í drifskafti. Eftir þetta urðu tals- verðar breytingar á okkar högum, það var eins og eitthvað brysti í þér. Enda var þetta þriðja áfallið á rúmum ijórum árum sem þú varðst fyrir. Misstir barnabarn af slysförum tveim. árum áður og fæddir sjálf andvana fullburða barn tveimur árum þar á undan. Þessi þrjú áföll vörðuðu öll börn og börn' var það sem þér var kær- ast. Einnig hafði samband þitt og pabba heldur verið að versna. Löngu seinna spurði ég þig um samband ykkar pabba. Þú svarað- ir. „Hann Gissur minn var aldrei vondur við mig en við vorum bara svo ólík.“ Ef þú hefur einhvern tímann verið reið út í pabba varstu það ekki lengur enda gastu aldrei verið reið við nokkurn mann nema stutta stund. Þú sagð- ir, „þeir sem eru reiðir, þeim h'ður illa“. Eftir að ég lent í þessu alvar- lega slysi fórstu að ala meiri önn fyrir mér en þér tókst að ofvernda mig ekki enda vissir þú að það var ekki gott fyrir mig. Ég á þér það mest að þakka hvað ég kom vel út úr þessum erfiðleikum mínum. Tókst þér að gera hlutina svo ein- falda en samt svo góða. En oft held ég að þú hafir verið hrædd um mig þegar ég var eitt og annað að bralla. Áhyggjur þínar voru ekki minni þegar ég var orðin eldri og var að stampast um ijöll og firnindi með byssu, út á sjó á trillunni eða akandi á ofsahraða með aðra hönd á stýri. Þú sagðir bara, „elsku Stefán minn farðu nú varlega og gerðu ekkert af þér og láttu mig vita hvar þú ert.“ Stund- um sagðir þú ef ég var að fara út að skemmta mór, „drekktu þig nú ekki alveg blind fullan drengur og vertu nú svo ekki að stríða nein- um.“ En oft varstu vakandi ef ég kom seint heim. Ákaflega sjaldan varst þú á móti því sem ég var að bralla en ef þú varst á móti ein- hverju varstu ákaflega föst fyrir, enda kom þá oft í ljós að það sem ég hugðist gera var bölvuð vit- leysa. Árið 1968 fluttum við suður en pabbi varð eftir í Valadalnum. Fyrstu árin á eftir fórum við norð- ur og dvöldum þar á sumrin en svo fór að við fluttum endanlega suður og pabbi flutti til Jóns sonar síns enda hafði gamh bærinn í dalnum lokið sínu hlutverki og fór hann í eyði 1972. í seinni tíð hef ég dáðst af því hvernig þú fórst að aðlagast nýjum aðstæðum í henni Reykjavík. Bóndakonan sem var frekar ein- angruð í Valadalnum og aldrei unnið hjá öðrum nema þegar þú varst krakki og unglingur. En á þínum yngri árum varst þú oft lán- uð eins og kallað var á aðra bæi til ýmissa starfa. Sennilega hefur sú reynsla í mannlegum samskiptum komið sér vel við nýjar aðstæður í borginni. Þú varst líka með mig og Kidda bróðir minn báða á viðkvæmum aldri, ég ellefu ára og Kiddi fimmt- án ára. Ég er alveg sannfærður um það aö. þu varst oft kvíðin og þá sér- staklega yflr því að við bræðurnir mundum lenda í elnhverjum vand- ræðuni- . Þú leigðir íbúð á Hverfisgötunni og fórst að selja mönnum mat, vera með kostgangara eins og kallað var. Við bræðurnir fórum í skóla, bera út og selja blöð. Mjög fljótlega eftir að ég byrjaði í skólanum kynntist ég mínum bestu vinum og hafa nokkrir þeirra verið mínir bestu vinir síð- an. Ég tel að þú hafir lagt margt til að svo varð. Þú gerðir aldrei athugasemd við það þó nokkrir strákar væru hjá mér eitthvað að ólátast. Allir gestir voru velkomnir á þitt heimili hér eins og áður. Síðan fluttum við á Grundarstíg og þá fórst þú að vinna f hann- yrðaverslun hjá Ólafi kaupmanni. Enn og aftur sýndir þú fádæma aðlögun, þú sem hafðir nánast enga skólagöngu fengið varst nú farin að mæla efni, reikna og sýna lipurð við afgreiðslu. Sennilega hefur þetta verið þinn léttasti og besti tími á þinni löngu viimuævi, alltaf að liitta fólk og spjalla enda mikil félagsvera. Á þessum árum eignaðist þú marga vini af báðum kynjum og oft var gestkvæmt á þínu heimili. En svona varstu, mikil félagsvera, kát og skemmtileg og fórst oft að dansa og syngja. Aldrei sá ég á þér áfengi, þú sagðir bara, „ég þarf ekki vín til að skemmta mér.“ En svo hætti Ólafur með búðir sínar vegna aldurs og þú fórst að vinna í fatahreinsun og sfðan í þvottahúsi ríkisspítalanna þar sem þú vannst meðan kraftar leyfðu. Þá varstu aftur komin í stritið og erfiðið og vannst alltaf þar sem álagið var mest en kaupið var óskaplega lágt. En þú varst nú ekki að kvarta yfir kaupinu frekar en öðru. Þú sagðir, „það borgar sig ekki alltaf að vera rífast um kaup- ið þá hækka bara allar vörur um leið.“ Svona var nægjusemi þín mikil. Árið 1977 hittir þú hann Matta í danssveiflu í Alþýðuhúskjallaran- um. Fyrst sá ég Matta á Matstofu Austurbæjar þar sem þú vannst aukavinnu á kvöldin við skúringar. Ekki leist mér á kappann en karl- inn vandist og áður en langt um leið var hann fluttur inn. Matti er hinn besti karl og hef- ur verið góður vinur minn og fjöl- skyldunnar síðan. Alltaf var gott samkomulag ykkar á milli og þegar heilsu þinni fór hrakandi vék hann aldrei frá þér hvað sem á gekk þar til yfir lauk. Ég vil nota tækifærið og þakka þér Matti minn fyrir þann ómetan- lega stuðning sem þú sýndir móðir minni alla tíð og þó sérstaklega í hennar veikindum. Árið 1979 keyptum við okkur íbúð saman við Rauðarárstíg og síðan við Háteigsveg. Þú og Matti keyptuð ykkur íbúð saman árið 1984 við Stangarholt og bjóstu þar sem cftir var. Mamma mín! Ákaflega varstu hreinskilin, kannski stundum um of. Einstaka sinnum gastu stuðað fólk, þú sagðir bara eins og þér fannst og það kom fyrir að tengda- börnin fóru í smá fýlu en það var bara allt í lagi, þú sagðir aldrei annað en það sem satt var. Ég var oftast sammála því sem þú sagðir um tengdabörnin og brosti ég þá stundum í laumi, En þinn Stærsti galli var sá og er hann það eina 9em mér hefur sárnar við þig, en það var að þú kvartaðir aldrei þó eitthvað væri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.