Dagur - 08.10.1997, Síða 4

Dagur - 08.10.1997, Síða 4
4- MIÐVIKUDAGVR 8.0KRTÓER 1997 Tkgpr FRÉTTIR L Bessastaðir á Álftanesi. Þar eru áætluð verklok á næsta ári og má búast við að heildarkosstnaður endurbóta verðir kominn yfir milljarðinn. Bessastaðir í 9S0 milljóiiir A Bessastöðum á enn að breyta og bæta fyrir 85 milljónir á næsta ári. Aformað er að gera við suðurálmu, þar sem móttökusal og bókhlöðu er að finna. Heildarkostnaðurin við Iagfæringar á Bessastöðum verð- ur þar með kominn í rúmar 950 milljónir á árunum 1989-98. Líklegt er að upphæðin komist yfir á annan milljarðinn fyrir verklok, sem áætluð eru árið 1999. Raunar eru á öðrum fjárlagalið áætlaðar 3 milljónir í viðhald á Bessastöðum á næsta ári. Tíu milljóna „leikfang“ í nýju fjárlagafrumvarpi er lagt til að næstu tvö ár verði 5 milljónir lagðar í að gera upp embættisbifreið Sveins heitins Björnssonar for- seta. Talið er að endurbygging bílsins geti kostað allt að 10 milljónir. Bílgreinasambandið, sem átti frumkvæðið að framkvæmdinni, mun sjá um hinn helming kostnaðarins. Og 80 milljóna rekstur Framlag vegna opinberra heimsókna á vegum forsetaembættisins er áætlað 16,5 milljónir á næsta ári, sem þýðir fjórðungshækkun milli ára. AIls er áætlað að rekstur embættisins kosti um 80 milljónir króna. Framlag ti! ríkisstjómar hækka um 17% i fjáriagafrumvarpi. Sumt má hækka meira Fjárveiting til ríkisstjórnar hækkar um 17% vegna ákvarðana Kjara- dóms og kjaranefndar upp í 85 milljónir á næsta ári. Laun ráðherra og aðstoðarmanna þeirra eru greidd af þessum lið. Alltaf „vitlaust“ veður á Akureyri Margir þeirra sem þurfa að treysta á veð- urspár í sínu starfi, t.d. flugmenu, eru mjög óhressir með þær veðurfiregnir sem berast frá veðurathug- unarstöð Veðurstofu íslands við lögreglu- stöðina á Akureyri. Þannig mældust 5 vindstig við lögreglustöðina mánudaginn 29. september sl. þegar vindstyrkinn sló niður í 11 til 12 vindstig á flugvellinum. Þetta er ekki einu sinni viðmiðunarveður, sagði við- mælandi Dags. Magnús Jónsson veðurstofu- stjóri segir það ekki hafa komið tii tals að færa veðurathugunina frá Iögreglustöðinni, en það gæti komið til tals ef gerðar yrðu sól- arhrings veðurathuganir á Akur- eyrarflugvelli sem stæðust ákveðnar gæðakröfur. Það mæli einnig gegn færslu á veðurathug- uninni að Akureyri er ein elsta veðurathugunarstöð Iandsins og ef athugunin væri færð inn á flugvöllinn væri ekki hægt að bera saman mælingar í Akureyr- arbæ 100 ár aftur í tfmann við mælingar inn á flugvelli. Þegar athugunarstöðvar hafa verið fluttar t.d. til Akurnes eða í Hjarðarnes, eða um 5 km leið, þá hefur Veðurstofan ekki talið sér fært að bera þær mælingar sam- an við fyrri mælingar. Bent hefur verið á að við Iög- reglustöðina hafa risið byggingar, m.a. hátt fjölbýlishús sunnan hennar og Oddfellowhúsið vest- an hennar. „Það er alveg rétt að sunn- anáttin er trufluð af þessu stóra, græna húsi sunnan Iögrglustöðv- arinnar en vestanátt er ekki jafn tíð og áhrif Oddfellowhússins því ekki eins mikil. Fleiri þáttum höfum við velt fyrir okkur, t.d. trufla stór hús í nágrenninu úr- komumælingar en hitamælingar ættu að truflast minna. Að sum- arlagi hefur það áhrif á hitamæl- ingar að mælaskýlið stendur á malbikuðu bifreiðastæði og í sterku sólskini hitnar það meira en gras og þar af leiðandi verður einhver skekkja, jafnvel 1 til 2 gráður,“ segir Magnús Jónsson. Veðurstofan greiðir fyrir átta athuganir á sólarhring allan árs- ins hring um 100 þúsund krónur á mánuði og með launatengdum kostnaði nema útgjöld Veðurstof- unnar nær 1,4 milljónum króna. Þessi greiðsla rennur í sjóð sem lögreglumenn á Akureyri ráða yfir, enda hér um að ræða vinnu umfram venjulega vinnuskyldu lögreglunnar. — GG Urðun í Fiflholti er enn mótmælt Hemtssýning Um 40 milljónir eru áætlaoar á næsta ári til að kosta þátttöku íslands í heimssýningunni í Lissabon, til viðbótar 20 milljónum í fjárauka- lögum þessa árs. Einkaaðilar ætla að „splæsa" 15 milljónum af þeim 75 milljónum sem þátttakan kostar. 100-kall á fermetra Áformað er að innheimta húsaleigu hefjist hjá framhaldsskólunum á næsta ári, 100 kr. á m2 á mánuði, eða samtals 170 milljónir á árinu. Peningana íyrir Ieigunni fá skólarnir með hækkuðu framlagi úr ríkis- sjóði. Húsaleigutekjurnar á að nota í viðhald skólanna til viðbótar 30 milljóna leigutekjum þeirra vegna hótelrekstrar á sumrin. Húsnæði framhaldsskólanna er talið um 191.000 fermetrar. Deilt niður á 17.650 nemendur sem innrituðust í skólana f haust koma tæpir 11 fermetrar að meðaltali á haus. Nágraimar fyrirhug- aðs urðimarstaðar sorps af Vesturlaudi í laudi Fíflholta á Mýr- um fdru á fund um- hverfisráðherra á dög- imuni og kynutu hon- um sjónarmið sín. “Frá okkar bæjardyrum séð eru Samtök Sveitarfélaga á Vestur- landi að ganga á hlut komandi kynslóða með þeim Hnnubrögð- um er einkennt hafa allt er varð- ar fyrirhugaða sorphauga," segir Guðrún Jónsdóttir frá Einholt- um, einn fjórmenningana, en þetta kemur fram í Skagablað- inu-Vesturlandi í dag. Hún segir þar að fyrirhugaðir sorphaugar í Fíflholtum hafi ver- ið ræddir vítt og breitt á fundin- um með ráðherra. „Þá kynntum við ráðherra kannanir þær er við höfum gert á tilkostnaði við brennslustöð fyrir Vesturlands- kjördæmi, hugmyndir okkar um nýtingu orkunnar sem þar verður til og þá bentum við ráðherra sérstaklega á að miðað við þær kröfur sem settar eru fram af sldpulagsstjóra og einnig eru í Mengunarvarnareglugerð 48/1994 er alveg ljóst að einung- is Akranes gæti mögulega urðað sitt sorp í Fíflholtum, ef til kæmi, því það er eini staðurinn í öllu kjördæminu sem kominn er með gámastöð og sorpflokkun,“ segir Guðrún. Hún bendir á að yrði sorp frá öðrum stöðum kjördæm- isins urðað væri að öllum líkind- um verið að þverbrjóta þær kröf- ur sem settar yrðu í starfsleyfi fyrir sorphaugana. - OHR

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.