Dagur - 08.10.1997, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 8.OKTÓBER 1997 - S
ÞJÓÐMÁL
Taívanar vildu fnnd með
Verslimarráði
Sendinefndin frá Taív-
an sem nú er stödd á
íslandi reyndi fyrir
komu sína að fá fund
með Vilhjálmi Egils-
syni, framkvæmda-
stjóra Verslunarráðs.
Verslunarráð varð
ekki við því og er sú
skýring gefin að Vil-
hjálmur er staddur í
útlöndum.
Birgir Armannsson, lögfræðingur
hjá Verslunarráði, staðfestir að
leitað hafi verið eftir fundi. „Þeir
höfðu samband við Vilhjálm í
siðustu viku og óskuðu eftir því
að hitta hann. Vilhjálmur fór
hins vegar í morgun [í gær] á
fund í Portúgal og þess vegna
datt þetta upp fyrir. Mér vitan-
lega verður enginn fundur, en ég
útiloka ekki að Vilhjálmur hafi
vísað á einhverja aðra í viðskipta-
lífinu," segir Birgir.
„Aðallega utanriMsmál
Birgir vill að öðru Ieyti Iítið tjá sig
um hvort fundur Davíðs Odds-
sonar og LIi Chen, varaforseta
Taívans, muni hafa langvarandi
afleiðingar á íslenskt efnahagslíf.
„Mér finnst þetta aðallega utan-
ríkismál frekar en viðskiptamál.
Við höfum hins vegar sagt að við
séum reiðubúnir að ræða við alla
sem hafa áhuga á að versla við Is-
lendinga."
Fundur Davíðs Oddssonar og
Lli Chen, varaforseta Taívans,
fer fram í dag og sýndu Kínverjar
klærnar í gær. Þeir frestuðu í
gærmorgun viðskiptafundi með
íslenskum fyrirtækjum í mót-
mælaskyni og vöruðu erlend ríki
við að taka á móti varaforsetan-
um, sem Kínverjar viðurkenna
ekki sem þjóðarleiðtoga. Taívan
er hérað í Kína að þeirra mati.
Viðskipti Islendinga og Kín-
veija hafa margfaldast að undan-
förnu og hefur verið rætt um
Kína sem eitt helsta sóknarsvæði
fyrir útflutning sjávarafurða.
- BÞ
Sægreifaiunmæli
dauð og ómerk
Upp
setning
fjárlaga
gagn
rýnd
Fyrsta umræða um fjárlaga-
frumvarpið hófst á Alþingi í gær.
Sú breyting sem orðið hefur á
uppsetningu Ijárlagafrumvarps-
ins var fyrirferðar mikil i um-
ræðunni. Fjármálaráðherra,
Friðrik Sophussyni, varð tíðrætt
um efnahagsbata, trausta stöðu
og stöðugleika í ríkisfjármálun-
um. Hann sagði að helstu þætt-
ir fjárlagafrumvarpsins væru að
frumvarpinu væri skilað með af-
gangi, lækkun útgjalda og og
skatttekna sem hlutfall af vergri
landsframleiðslu og að lánsljár-
þörf ríkisins minnkaði um 8
milljarða króna á næsta ári.
Gagnrýni stjórnarandstæð-
inga var á sömu nótum og kom
fram í Degi í viðtölum við tals-
menn hennar í síðustu viku.
Gagnrýnt er hversu erfitt er að
bera þessi fjárlög saman við íjár-
lög síðasta árs vegna breyttrar
uppsetningar. Þetta hafi verið
gert þrátt fyrir óskir þingmanna
um samanburðarhæfni með því
að setja fram gildandi fjárlög á
skýran hátt.
Þeir gagnrýna líka að selja á
eignir til að sýna tekjuafgang.
Þeir gagnrýna niðurskurð í heil-
brigðis- og tryggingakerfinu og
að svo kallað góðæri skili sér
ekki til almennings. — S.DÓR
Ritstjórl Helgarpósts-
ins dæmdur til að
greiða Hreggviði Jóns-
syni miskabætur og
ummæli um „sæ-
greifann46 dæmd dauð
og ómerk.
I Héraðsdómi Reykjavíkur kvað
Valtýr Sigurðsson í gær upp þann
úrskurð að ummæli sem birtust í
Helgarpóstsfrétt um Hreggvið
Jónsson, framkvæmdastjóra á
Stöð 2, skyldu dauð teljast og
ómerk. Ritstjóri Helgarpóstsins,
Páll Vilhjálmsson, var dæmdur
til að greiða Hreggviði 100 þús-
und króna miskabætur, en
Hreggviður vildi fá alls Ijögurra
milljóna króna miska- og skaða-
bætur.
Ungt fólk með hlut-
verk hefur breyst í frí-
kirkjusöfnuð sem
heitir íslenska Krists-
kirkjan.
Páll Vilhjálmsson var dæmdur til að greiða
Hreggviði Jónssyni bætur vegna ummæla
Helgarpóstsins.
Meiðyrðamálið höfðaði Hregg-
viður vegna fréttar í HP 27. febr-
úar, en þar var Hreggviður kall-
aður sægreifi og sjónvarpsmóg-
Nýr fríkirkjusöfnuður bættist í
hóp trúfélaga á Islandi um síð-
ustu helgi, en þá var samtökun-
um Ungt fólk með hlutverk
breytt í sjálfstæðan fríkirkjusöfn-
uð með Friðrik Ó. Schram sem
prest.
ull. Hann var sagður hafa svindl-
að til sín milljónahlut í útgerðar-
félagi með því að hafa 7-9 millj-
ónir króna af trillusjómanni með
svindli.
Valtýr Sigurðsson héraðsdóm-
ari komst að þeirri niðurstöðu að
Hreggviður hefði ekki svindlað á
umræddum trillusjómanni og
benti á að málið hefði farið til
rannsóknar hjá RLR og þar hafi
ekki þótt ástæða til að rannsaka
það frekar. Hann benti á að
ákvæði um tjáningarfrelsi leysi
blaðamenn ekki undan því að
byggja umijöllun sína á vandaðri
könnun á staðreyndum.
Auk 100 þúsund króna miska-
bóta er Páli gert að greiða Hregg-
viði 150 þúsund króna birtingar-
kostnað og 300 þúsund króna
málskostnað. Þá var Páll dæmd-
ur í 2 5 þúsund króna sekt til rík-
issjóðs. — vj
Ungt fólk með hlutverk hefur
starfað frá 1976, en starfið hefur
nú þróast í evangelísk-Iútherska
kirkju með sama kenningagrund-
völl og þjóðkirkjan. Ahersla verð-
ur lögð á samfélagshópa í heima-
húsum og guðsþjónustur. - FÞG
Nýr fríkirkjusöfnuður
Vilja
dragaúr
ofbeldi
Steingrímur
J. Sigfússon
og Sigríður
Jóhannes-
dóttir hafa
Iagt fram
þingsályktunartillögu um að-
gerðir til að draga úr ofbeldis-
dýrkun og framboði ofbeldisefn-
is. Áætlun þar um miðist við að
takmarka hverskonar ofbeldi,
misþyrmingar, limlestingar og
manndráp, í myndefni sjóvarps-
stöðva, kvikmyndahúsa og á
myndböndum, tölvuleikjum,
Ieiktækjum og Ieikföngum sem
byggjast á ofbeldi, ofbeldi á
tölvunetum, ofbeldi á sýndar-
veruleikatækjum, ofbeldisefni í
bókum, blöðum og tímaritum og
annað efni sem tengist ofbeldi.
Réttur
foreldra X*
verði
aukinii
Þingmenn-
irnir Jó-
hanná Sig-
urðardóttir,
Kristín Ast-
geirsdóttir,
Margrét Frímannsdóttir og Öss-
ur Skarphéðinsson hafa lagt
fram þingsályktunartillögu um
að fela ríkisstjórninni að skipa
nefnd sem hafi það verkefni að
tryggja betur rétt foreldra til
launa í Ijárveru úr vinnu vegna
veikinda barna. Niðurstaða
nefndarinnar skal lögð frá á
haustþingi 1998.
Bætt siðferði
Komin er
fram þings-
ályktunartil-
laga þess
efnis að rík-
isstjórnin
skipi nefnd
til að kanna
h v e r n i g
bæta megi
siðferði í opinberri stjórnsýslu.
Kannaðar verði þær skráðu og
óskráðu reglur sem í reynd ríkja
um embættisfærslur í opinberri
stjórnráðstöfun opinberra fjár-
muna. Það eru kratarnir Jó-
hanna Sigurðardóttir, Ásta R.
Jóhannesdóttir, Össur Skarp-
héðinsson og Gísli S. Einarsson
sem bera þingsályktunartillög-
una fram.
Sala ríkiseigna
Svavar Gestsson hefur lagt fram
fyrirspurn til fjármálaráðherra
um sölu á ríkiseignum frá 1991.
Hann vill fá að vita hvað var fyr-
ir þær greitt og hvernig. Sam-
kvæmt hvaða heimildum þær
voru seldar og hvernig málin
voru lögð fyrir Alþingi.
Bann við áreitni
Þingmenn úr öllum flokkum,
undir forystu Guðnýjar Guð-
björnsdóttur, hafa lagt fram
frumvarp um að kynferðisleg
áreitni verði bönnuð á vinnu-
stöðum og í skólum. Frumvarp-
ið var lagt fram á síðasta þingi
en hlaut þá ekki afgreiðslu.
- S.DÓR