Dagur - 08.10.1997, Side 7

Dagur - 08.10.1997, Side 7
ÞJÓÐMÁL MIBYIKUDAGVR B. OKTÓBER 1997 - 7 Framtídarblaó - þar sem dagur rís Greinarhöfundur segist bíða bjartsýnn eftir róttæku og heiðarlegu biaði. Hér taka Elías Snæland Jónsson ritstjóri og Eyjólfur Sveinsson útgáfustjóri á móti fyrstu eintökunum af Degi. - mynd: hilmar SVAVAR mr GESTSSON m ALÞINGISMAÐUR SKRIFAR afe * á Þegar Þjóðviljinn hætti útgáfu var það mikið áfall fyrir lýðræð- ið á Islandi; þá hvarf róttæk gagnrýnin umræða út úr fjöl- miðluninni smátt og smátt og að Iokum þurrkaðst hún alveg út. Bestu sprettirnir eftir það til gagnrýninnar umræðu voru Spaugstofu þættirnir sem voru oft hárbeitt þjóðfélagsádeila. Það verður líka að nefna í þessu sam- bandi Atla Rúnar Halldórsson og frásagnir útvarpsins af stjórn- málum í hans tíð sem fóru ævin- lega í taugarnar á stjórnvöldum - líka þeim sem ég var hluti af. Það má líka nefna í þessu sam- hengi ágætar rispur í Alþýðu- blaðinu undir ritstjórn Hrafns og Ossurar. Og ég nefni líka Vikublaðið þar sem Páll Vil- hjálmsson fór af stað með beitta þjóðfélagsrýni á stundum. Svo eru til góðar einstakar greinar; margir lausapennarnir eru góðir og ég nefni einnig Jónas Krist- jánsson sem oft er beittur, stund- um of, finnst mörgum, líka mér, en leiðarar hans eru beittustu leiðarar íslenskra blaða. Að öðru leyti er DV ekki ýkja gagnrýnið blað og dálítið yfirborðslegt í fréttatökum að ekki sé meira sagt. Mikið frelsi þóttust menn hafa fundið þegar DV fór að birta greinar eftir menn úr öðrum flokkum: það gerir Mogginn nú orðið b'ka, en þær breyta ekki því að hvorugt þessara blaða er beitt í þjóðfélagsrýni sinni. Morgun- blaðið er stundum beitt í leiður- um samanber nýlegan leiðara um Hafnarhúsið eða skrif þess um veiðileyfagjald þar sem blað- ið er á móti Sjálfstæðisflokkn- um; ég er þó ekki sammála þeim skrifum ber að taka fram. En á öðrum sviðum er Morgunblaðið ótrúlega b'kt gamla íhaldsmál- gagninu að undrum sætir; má þar benda á þá þjóðhöfðingja- meðferð sem margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fá þar í sam- anburði við aðra stjórnmála- menn að ekki sé minnst til dæm- is á fréttir úr borgarstjórn Reykjavíkur sem eru eins og fornsögur fyrir þá sem kynntust Morgunblaðinu fyrr á árum. Það vantar með öðrum orðum almennilegt íslenskt blað sem þorir að rífa kjaft, þorir að tala þegar aðrir þegja, er ekki upptek- ið af sjálfu sér (sem Dagur/Tím- inn var) sem er ekki að reyna að troða skoðunum sfnum á ein- staklingum í vinstri hreyfingunni upp á lesendur sína heldur er al- mennt metnaðarmikið blað sem setur sér það markmið að verða í fyllingu tímans að minnsta kosti eins stórt og Morgunblaðið. Og þetta óskabíað mitt leggur ekki menn í einelti; það flettir upp málefnum, opnar sýn, er með öðrum orðum framtíðarblað - þar sem dagur rís. Markaðsfjölniiðlar hafa enn brugðist Eitt af því sem fór verst með Þjóðviljann var það þegar rit- stjórar blaðsins fóru að nota blaðið til að hafa áhrif á einstaka menn og einstök málefni í Al- þýðubandalaginu. Það var erfið- ur tími og ég vona að enginn flokksformaður í sögunni þurfi að búa við annað eins og undir- ritaður á þeim árum. En það gæti einmitt orðið banabiti Dags ef hann legðist í leiðangur gegn þeim sem vilja standa að blað- inu, þannig að Dagur yrði ekki almennt róttækt blað heldur blað fyrir þá sem drekka saman rauðvín í hluta af póstnúmeri hundrað og eitt. Með öðrum orðum: Dagur þarf að helja sig upp fyrir dægurþras og ríg sem alltaf verður til alls staðar í öll- um hreyfingum. Ritstjóri Dags má því ekki nota blaðið gegn þeim sem honum finnast Ieiðin- legir í vinstrihreyfingunni né heldur með þeim sem honum eru sérstaklega þóknanlegir. Það er með öðrum orðum farið fram á það að ritstjórar Dags séu full- komnir. Það er ekki lítil krafa en það er sama krafan og allir les- endur gera alltaf til allra blaða. Þess vegna bara sanngirniskrafa. Markaðsfjölmiðlarnir hafa brugðist í sumar; það kemur greinilega í ljós að markaðsfjöl- miðlarnir eru of uppteknir við að sinna eigendum sínum og hags- munum þeirra. Og af sjálfum sér. Þeir telja vænlegast að hjakka í sama farinu; telja að þar með geti þeir í rauninni tryggt eigendum sínum öruggasta af- komu. Pétur Blöndal alþingis- maður sagði mér frá því um dag- inn að erlendur fyrirlesari hefði á ráðstefnu um siðferði í við- skiptum komist svo að orði að það væri of þröngt að taka bara tillit til shareholders, hluthaf- anna, það yrði að taka tillit til stakeholders, það er þeirra sem eiga eitthvað í húfi í sambandi við rekstur fyrirtækisins, sem eru viðskiptamenn þess og starfs- menn. Blað eins og Dagur má ekki taka bara tillit til shareholders hann verður að taka tillit til stakeholders; allra sem hlut eiga að máli. Það getur verið erfitt; það getur til dæmis orðið erfitt þegar eigendurnir eiga í fyrir- tækjum sem sinna algerlega ólík- um hagsmunum. Eyjólfur Sveinsson á til dæmis hlut í fjölda fyrirtækja sem fást við allt annað en blaðaútgáfu. Þegar Dagur hefur sýnt að hann segi frá þeim og hagsmunatengslum þeirra þá er hann orðinn frjáls; þá rís loksins nýr Dagur. Þangað til bíðum við bjartsýn. Eftir blaði sem er róttækt og heiðarlegt. Ávarp til íslendmga Nytjastofnar sameign þjóðarinnar! íslandsmið hafa verið sameign þjóðarinnar frá öndverðu. A þessari öld háðu Islendingar harða baráttu fyrir því að aðrar þjóðir viðurkenndu eignarrétt Is- lendinga á miðunum. Nýting fiskimiða landsins hefur lagt drjúgan skerf að framförum og velsæld þjóðarinnar á 20. öld. Með lögunum um stjórn fisk- veiða og framsali ríkisvaldsins á sameign þjóðarinnar til ein- stakra manna og félaga án þess að gjald komi fyrir, er brotið gegn eignarrétti þjóðarinnar, horfið frá leikreglum Iýðræðis og jafnréttis. Fiskimiðin eru í raun að hverfa úr eign íslensks almenn- ings til kvótaeigenda þrátt fyrir þau ákvæði 1. gr. laga um stjórn fiskveiða, að nytjastofnar á Is- landsmiðum séu sameign þjóð- arinnar og að úthlutun veiði- heimilda samkvæmt Iögunum myndi ekki eignarrétt eða óaftur- kallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildunum. Þetta samræmist ekki hagsmunum og réttlætiskennd þjóðarinnar né hefð í nýtingu fiskistofna. Sjálfstæðisbarátta 19du aldar og sóknin til lýðveldis á fyrri hluta 20du aldar var ekki aðeins háð til að losna undan erlendri áþján, heldur einnig til að losna undan sérdrægu forréttindakerfi fyrri alda. Frelsi, réttlæti ogjafn- rétti allra til atvinnu, búsetu, menntunar og velsældar hafa verið hornsteinar íslensks samfé- Iags. Með Iögunum um stjórn fiskveiða er þeim hróflað en höft, forréttindi, ójöfnuður og ranglæti sett í staðinn. Islend- ingar geta aldrei unað slíku til langframa. Við, sem setjum nöfn okkar hér undir, skorum á alla íslend- inga, hvar í flokki sem þeir standa, að taka saman höndum með okkur í samtökum til að try'ggja að þjóðin öll njóti réttláts arðs af sameign sinni - Islands- miðum. Þetta verða samtök sjálf- stæðra Islendinga sem una ekki óréttlætinu lengur, - SAMTÖK UM ÞJÓÐAREIGN. Ágúst Einarsson, Reykjavík, alþing- ismaður, Arnbjörn Gunnarsson, Grindavík, skipstjóri, Ami Jónasson, Garði, skipstjóri, Bárður G. Hall- dórsson, Bessastaðahreppi, mennta- skólakennari, Bjarni Arason, Hafn- arfirði, hljómlistarmaður, Bjarni Bragi Jónsson, Reykjavík, hagfræð- ingur, Bjarni Finnsson, Reykjavík, kaupmaður, Flosi Ólafsson, Reyk- holtsdal, leikari, Grétar Már Jóns- son, Sandgerði, form. Skipstjóra- og stýrimannafél. Vísis., Guðmundur Erlendsson, Höfn, stýrimaður, Guð- mundur Kristjónsson, Ólafsvík, skip- stjóri, Guðmundur Ólafsson, Reykjavík, hagfræðingur, Gylfi Þ. Gíslason, Reykjavík, fyrrum ráð- herra, Halldór Bjarnason, Mosfells- bæ, framkvæmdastjóri, Halldór Her- mannsson, ísafirði, skipstjóri, Har- aldur Sumarliðason, Reykjavík, for- maður Samtaka iðnaðarins, Hólmar Víðir Gunnarsson, Þorlákshöfn, skipstjóri, Ingólfur Karlsson, Grindavík, skipstjóri, Jón Arason, Þorlákshöfn, skipstjóri, Jón Ás- bjömsson, Reykjavík, fiskútflytjandi, Jón Sigurðsson, Reykjavík, fyrrum frkv.stj. Isl. járnblendifélagsins, Jónas Árnason, Reykholtsdal, rithöf- undur, fyrrv. alþingismaður, Karvel Pálmason, Bolungarvík, fyrrv. al- þingism., Kolbrún Halldórsdóttir, ísafirði, bæjarfulltrúi, Kristinn Am- berg, Grindavík, skipstjóri, Kristján Kristjánsson, Akureyri, heimspek- ingur, Lúðvík Emil Kaaber, Reykja- vík, lögfræðingur, Markús Möller, Reykjavík, hagfræðingur, Matthías Bjarnason, Reykjavík, fyrrv. ráð- herra, Njörður P. Njarðvík, Reykja- vík, prófessor, Ólafur Hannibalsson, Reykjavík, blaðamaður, Pétur Sig- urðsson, Isafirði, forseti Alþýðusam- bands Vestfjaröa, Sigríður Þorgeirs- dóttir, Reykjavík, heimspekingur, Sigurður R. Ólafsson, ísafirði, for- maður Sjómannafélags Isfirðinga, Sigurður T. Sigurðsson, Hafnarfirði, formaður Verkamannafélagsins Hlíf- ar, Stefán Erlendsson, Hveragerði, stjórnmálafræðingur, Steingrímur Hermannsson, Garðabæ, seðla- bankastjóri, Sveinn Tryggvason, Kópavogi, fiskverkandi, Valdimar Jó- hannsson, Mosfellsbæ, fram- kvæmdastjóri, Vilhjálmur Árnason, Reykjavík, heimspekingur, Þórarinn Eldjárn, Reykjavík, rithöfundur, Þór- ir Sigurðsson, Akureyri, kennari við sjávarútvegsdeild Háskólans á Akur- eyri, Þórólfur Matthíasson, Reykja- vík, hagfræðingur, Þorsteinn Gylfa- son, Reykjavík, prófessor, Þorsteinn Jóhannesson, ísafirði, yfirlæknir, Þorvaldur Elbergsson, Grundarfirði, skipstjóri, Þorvaldur Gylfason, Reykjavík, prófessor. Stofnfundur Samtaka um þjóðareign verður haldinn á Grand Hótel við Sigtún í kvöld, miðvikudaginn 8. okt. 1997 og hefst kl. 20.30. Þangað eru allir velkomnir sem taka undir mark- mið samtakanna.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.