Dagur - 08.10.1997, Page 9

Dagur - 08.10.1997, Page 9
f —ur MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997 - 9 erfiðlelkiiin Ekki var á fundarmönn- um á Austur- velli að heyra að þeir væru mjög trúaðir á orð Friðriks. Einn þeirra, Sveinn Páls- Sveinn Pálsson: son, starfaði í Fyrir einstakling er aldarfjórðung í staðan að verða álverinu í ískyggilega erfið. Straumsvík. „Þótt ég hafi það ekki slæmt persónulega er ábyggilega fjöldi af fólki af minni kynslóð sem á í erfiðleikum. Þar á ég einkum við það fólk sem með Iífeyrissjóðn- um og ellilífeyrinum er að fá um 60 þúsund krónur og þarf að greiða sína skatta og skyldur af því. Og að taka staðgreiðslu af þessum smánarupphæðum er auðvitað út í hött. Er sátt kynslóðanna að rofna? „I þjóðfélaginu eru menn sem eru duglegir og afla sér mikið meiri peninga en aðrir og það þarf ekki aldursmun til þeirra hluta. Og ekki þarf ég að kvarta. En fyrir einstakling í sinni eigin íbúð er staðan að verða ískyggi- lega erfið,“ segir Sveinn. hingað til eins og héðan í frá halda áfram... [mikill hlátur] ...hér eftir sem hingað til vinna að því að allir Islendingar, bæði þeir sem eru aldn- ir og hafa skilað sínu dagsverki og hinir yngri geti lifað hér í landinu í sátt.“ Mismimim kynslóða Aðalheiður Olafsdóttir fór á eftirlaun fyrir tveimur árum síðan en starf- aði lengstum hjá bílastöð- inni Þrótti og áður töluvert Aðalheiður Ólafs- við uppfartn- dóttir: Við jetum ingar. sýnt tilve urétt okkar með áþreif- „Ég er hing- anlegum hætti. að komin til að sýna samstöðu með minni kyn- slóð. Mér finnst ekki nógu vel farið með okkur í sambandi við bæði greiðslu ellilífeyris og greiðslur úr lífeyrissjóði. Það hefur skerst svo mikið.“ - Er verið að skilja kynslóð eldri borgara eftir í þjóðfélaginu? „Já, mér finnst það. Það er allt of mikil mismunun í þjóðfélaginu og þá ekki síst kynslóðamismun- ur. Ég vil kannski ekki beint tala um svik, en bilið á milli er orðið það mikið að það virðist varla geta rætt saman, yngra fólkið og það eldra. Þetta er orðið einum of mikið, ástandið. Trúlega verða okkar aðgerðir til að eitthvað verður gert, en ég hef ekki milda trú á þessum mönnum til stórra hluta. Það gæti breyst ef sam- staðan er nægilega mikil. Þetta er orðinn það stór hópur í þjóð- félaginu að hann hlýtur að geta sýnt tilverurétt sinn með áþreif- anlegum hætti,“ segir Aðalheið- ur. Bamings- hljóð Hannes Tómas- son er 84 ára og starfaði í 30 ár á sjónum, en síð- ustu starfsárin hjá Skeljungi. „Við erum auð^itað að heimta meira kaup og aftur meira kaup. Og minni skatta. Það er alltof mikið tekið af manni í skatta. Við hjónin eru samtals með um 100 þúsund krónur á mánuði og mér finnst að kaupmátturinn hafi dregist saman, aðallega vegna þess að skattarnir hafa hækkað. Það er orðið erfiðara að lifa á þessu.“ Hannes segist heyra það á hljóðinu í gamla fólkinu að það sé full þörf á aðgerðum sem duga. „Það er mikið barningshljóð f fólki. Sumir segjast þó eiga nóg af peningum og fara út á hveiju ári, en ég er þó að mörgu leyti sam- mála þeim sem tala um að kyn- slóðasáttin sé í hættu og að það sé verið að koma aftan að gamla fólkinu. En ég er aftur á móti ekk- ert sérstaklega bjartsýnn á árang- ur. Ég er búinn að vera fjöldamörg ár í þessum samtökum og mér finnst forystan vera ansi dauf í þessu eða lítið hlustað á hana. Aður var t.d. mikið talað um að við slyppum við fasteignagjöldin, en það er ekki komið ennþá,“ seg- ir Flannes. Viljum réttlæti Áslaug Tulinius: Ellilífeyririnn ætti að vera 30 þúsund krónur en ekki 18 þúsund. Áslaug Tulinius var í rúm tutt- ugu ár baðvörð- ur í Álftamýrar- skóla. „Ég er hingað komin til að sýna samstöðu, enda veitir ekki af, því það er verið að rífa niður það vel- ferðarkerfi sem við byggðum upp. Við viljum og heimtum réttlæti og ef réttlætinu hefði verið fullnægt væri ellilífeyr- irinn ekki 18 þúsund í dag, heldur um 30 þúsund.“ Áslaug segir stóru málin vera launin og skattlagninguna. „Eini gróðinn fyrir okkur er að launin hækki og skattleysismörkin lækki. En í mörg ár eru þeir búnir að vera að plokka af okkur á ýmsan hátt. T.d. með því að þvinga okkur til að kaupa dýrustu íbúðirnar sem völ er á. Þetta er allt svona. Það er alls ekki hægt að segja að við fáum á ævikveldinu að njóta ávaxta okkar erfiðis. Vonandi verður það. Ég er alveg til í að mæta í svona aðgerðir til að svo verði,“ segir Áslaug. Eg fæ aldrei gluggaumslög. Eg fæ þjÓTiustu! --------------•--------1 Þess vegna er ég í Vörðunni! Landsbanki íslands Einstaklingsviöskipti TraustiB er H j 4 þér og i b y r g ð i tt hjá okkur 4-

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.