Dagur - 08.10.1997, Page 12
t
12- MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997
ÍÞRÓTTIR
Ferdiitand út úr enska hópnum
Framherjinn Les Ferdinand, sem nú leikur með Tottenham, dró sig í
gær út úr enska Iandsliðshópnum sem mætir Itölum á Olympíuleik-
vanginum í Róm á laugardag. Astæðan er að magaverkir hafa hrjáð
Ferdinand, sem er annar leikmaður sem dregur sig út úr hópnum á
stuttum tíma. Fyrrum félagi Ferdinand hjá Newcastle, Robert Lee,
gerði hið sama í vikunni. Englendingum dugir jafntefli í leiknum á
Iaugardag til að tryggja sér öruggt sæti á heimsmeistaramótinu í
Frakldandi á næsta ári.
Pippen undir hnífínn?
Forráðamenn Chicago eru þessa dagana að gera upp hug sinn, hvort
einn lykilmanna liðsins, Scottie Pippen, þurfi að gangast undir upp-
skurð á vinstra fæti. Pippen meiddist í úrslitakeppninni í fyrra, en
spilaði engu að síður út keppnina. Pippen á enn í meiðslum, fjórum
mánuðum síðar, en ef hann verður skorinn upp, þá verður hann frá í
að minnsta kosti tvo mánuði.
O’Neill besti stjórinn
Martin O’Neill, framkvæmdastjóri Leicester, var kjörinn besti fram-
kvæmdastjóri septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. O’Neal
fékk afhentan skjöld að því tilefni fyrir leik Leicester við Derby í fyrra-
kvöld, en Leicester mátti þola ósigur, 2:1.
ULoyd í welska hópinn
Gary Lloyd, leikmaður með enska utandeildarfélaginu Barry Town,
var valinn í welska landsliðshópinn sem mætir Belgíu á laugardaginn.
Lloyd sem er 23 ára er fyrsti utandeildarleikmaðurinn til að vera val-
inn í welska hópinn síðan í seinni heimsstyrjöldinni og engan skyldi
því undra að leikmaðurinn hafi verið hissa. „Mér var sagt að Bobby
Gould (landsliðsþjálfari Wales) vildi tala við mig og fyrst hélt ég að
það væri grín,“ sagði Lloyd, sem valinn var í hópinn vegna meiðsla
tveggja varnarmanna.
Nær Els að verja titiliim?
Emie Els, sem unnið hefur hina óopinberu heimsmeistarakeppni í
holukeppni í golfi á Wentworth-vellinum sl. fjögur ár, fær erfiðan
andstæðing til að glíma við í fyrsta leik. Els Iendir á móti annað hvort
Jesper Parnevik eða Ian Woosnam, en þeir eigast við í dag.
„Það er sagt að allt gott hafi enda, en ég er rólegur og hlakka til að
takast á við verkefnið," segir Els, sem hefur leikið Wentworth-völlinn
á 63 höggum undir pari, í sínum síðustu níu viðureignum.
Ástralinn Steve Elkington, sem einnig er talinn nokkuð sigur-
stranglegur, mætir annað hvort Vijay Singh frá Fiji eða Tsukasa
Watanabe frá Japan. Bandaríkjamaðurinn Brad Faxon leikur gegn N-
Iranum Darren Clarke í dag, um það hvor þeirra mætir Colin
Montgomerie. Loks mætir Phil Mickelson frá Bandaríkjunum Frank
Nobilo frá Nýja Sjálandi í dag, en sigurvegarinn úr þeirri viðureign
leikur gegn Nick Price frá Zimbabwe á morgun.
Souness reMnn frá Torino
Graeme Souness, sem tók við þjálfarastöðunni hjá ítalska 2. deildar-
Iiðinu Tórínó í sumar, var í gær látinn taka pokann sinn, vegna slæms
árangur liðsins. Eftirmaður hans er Eduardo Reja, sem þegar hefur
tekið við stjórninni.
Tórinóliðið sem stefndi að því að endurheimta sæti sitt í 1. deild-
inni, með Souness við stjórnvölinn, hefur farið illa af stað í vetur og
liðið er nú í 15. sæti deildarinnar, með sjö stig úr fyrstu sex leikjum
sínum. Náðarhögg þjálfarans kom um síðustu helgi, þegar Torino
mátti þola slæman skell, 4:0 fyrir Verona. Þrátt fyrir uppsögnina,
mun Souness starfa áfram hjá ítalska félaginu, í öðrum verkefnum.
BELl ^ Sxh ^Py\ 6 riN
1 iftUMFERÐAR W RÁÐ
Frá undirritun samnings KKÍ og Féiags eggjabænda. - mynd: hilmar
Eggj abikarkeppniii
hefst airnað kviild
hreysti þeirra er neyta eggja auk
þess sem eggjabændur eru
ánægðir með að styrkja íþrótta-
hreyfinguna og það góða málefni
sem hún stendur fyrir. Verðmæti
samnings KKÍ og Félags eggja-
bænda er sem nemur tveimur
tonnum af eggjum á ári.
Eins og menn muna frá síðasta
ári fær sigurvegarinn vegleg pen-
ingaverðlaun. Það er því morg-
unljóst að annað liðið fer ríkara
frá úrslitaleiknum en það kom
meðan tapliðið fer spælt.
- GÞÖ
í sextán liða úrslitum Eggjabik-
arkeppninnar leika úrvalsdeild-
arliðin tólf svo og fjögur efstu
liðin í fyrstu deildinni. Leikin er
tvöföld umferð, heima og heim-
an. Einn athyglisverðasti leikur-
inn í fýrstu umferðinni er vafa-
lítið leikur Skallagríms og Tinda-
stóls. Þessi lið léku einmitt sam-
an í fyrstu umferð DHL-deildar-
innar, á Sauðárkróki, og þá kaf-
sigldu heimamenn lánlausa
Skallana. Nú fær Skallagrímur
tækifæri til að rífa sig upp og
hefna ófaranna. Sama má segja
um Ieiki IR og KFI. Þessi Iið
léku einnig saman í fyrstu um-
ferð íslandsmótsins og þá unnu
ísfirðingar auðveldan og sætan
sigur á Hellisbúunum í Breið-
holtinu. IR átti hins vegar ágæt-
an leik á móti Keflvíldngum á
sunnudaginn og eru því til alls
líklegir annað kvöld. Eggja-
bikarkeppnin verður leikin mjög
þétt og því auðvelt og spennandi
að fylgjast með henni. Átta liða
úrslitin verða 23.-26. október,
Opna Reykj avikurmótid
Breiðablik varð Reykjavíkur- næsta árið. Það eru því engir Lokastaðan í B-deildinni:
meistari í B-deiId Opna Reykja- Reykjavíkurmeistarar f Reykjavík Breiðablik 12 stig
víkurmótsins sem nú er nýlokið. þetta árið. Liðin sem þátt Fylkir 8 stig
Blikarnir kepptu sem gestir í B- tóku í B-deildinni voru, auk Fjölnir 6 stig
deildinni og líkt og gestirnir í A- Breiðabliks, Leiknir, Árvakur, Árvakur 4 stig
deildinni, Tindastóll, fóru þeir Fjölnir, Hrönn, Léttir og Fylkir. Hrönn 4 stig
yfrr lækinn með bikarinn sem Léttir 4 stig
geymdur verður í Kópavogi Leiknir 2 stig
Þessi lið mætast
Dregið var í sextán liða úrslit Eggjabikarkeppni KKI og Félags
eggjabænda í gær. Eftirtalin lið leika saman í fyrstu umferð, 9.-
12. október:
Fimmtudagurinn 9. október:
Stjarnan-Keflavík
Leiknir-UMFG
Breiðablik-Njarðvík
Valur-Haukar
Föstudagurinn 10. október
KFÍ-ÍR
Þór Ak.-ÍA
Snæfell-KR
Tindastóli-Skallagrímur
Laugardagurinn 11. október
Keflavík-Stjarnan
UMFG-Leiknir
Njarðvík-Breiðablik
Haukar-Valur
Sunnudagurinn 12. október:
ÍR-KFÍ
ÍA-Þór Ak.
KR-Snæfell
Skallagrímur-Tindastóll
Ásgarður kl. 20:00
Austurberg kl. 20:00
Smárinn kl. 20:00
Valsheimilið kl. 20:00
IsaQörður kl. 20:30
Höllin ld. 20:00
Stykkish. kl. 20:00
Sauðárk. kl. 20:00
Keflavík kl. 16:00
Grindavík kl. 16:00
Njarðvík kl. 16:00
Strandgata kl. 14:00
Seljaskóli kl. 20:00
Akranes kl. 20:00
Seltjarn. kl. 20:00
Borgarnes kl. 20:00
KKÍ kyniiti, á blaða-
mannafimdi í gær,
þriggja ára samning
sem sambandið heíur
gert við Félag eggja-
bænda. Eggjabændur
eru nýr kostunaraðili
fyrirtækj abikar-
keppni KKÍ sem hefst
annað kvöld.
undanúrslitin, sem verða í Laug-
ardalshöllinni, verða Ieikin 13.
nóvember og úrslitaleikurinn fer
fram tveim dögum síðar, laugar-
daginn 15. nóvember kl. 16:00.
Aukum eggjaneysluna
Eggjabændur hyggjast nú auka
eggjaneyslu landsmanna til
muna. Besta fyrirmynd sem þeir
sjá fyrir sér, sem eggjaneytendur,
eru frískir og öflugir íþrótta-
menn sem geisla af krafti og
snerpu. Körfuknattleiksmenn
urðu fyrir valinu sem ímynd