Dagur - 08.10.1997, Page 13

Dagur - 08.10.1997, Page 13
MIDVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997 - 13 ÍÞRÓTTIR Kristiim á Hlíðarenda Kristiim Bjömsson verður næsti þjálfari Vals. Gengið verður frá samningi milli Kristins og knatt- spymudeildar Vals í dag. Valsmenn ganga frá samningi við Kristinn Björnsson, þjálfara Leifturs, í dag um að hann taki að sér Valsliðið á næsta keppnis- tímabili. Kristinn tekur við starf- inu af Þorláki Arnasyni sem tók við liðinu á miðju sumri eftir að Sigurður Grétarsson var rekinn úr þjálfarastarfinu á Hlíðarenda. Atvinna Kristins í Reykjavík á stóran þátt í þeirri ákvörðun hans að flytja sig aftur suður yfir heiðar. Kristinn er ekki ókunnugur á Hlíðarenda en hann tók við Val eftir að Hörður Hilmarsson var Iátinn taka pok- ann sinn, 8. ágúst 1995. Þá var liðið í harðri fallbaráttu og átti sjö leiki eftir af tímabilinu. Liðið vann fimm leiki af þessum sjö og hélt sæti sínu í deildinni. Kristinn tók við liði Leifturs fyrir síðustu Ieiktíð og voru miklar væntingar gerðar til hans og liðs- ins. Margir góðir leikmenn voru fengnir norður en árangurinn lét lengi á sér standa. Leiftursmenn náðu þó þriðja sæti deildarinnar með mikilli baráttu seinni hluta Islandsmótsins og geta vel við unað. Ægir Olafsson, fram- kvæmdastjóri Leifturs, sagði að Kristinn hefði sagt starfi sínu Kristinn Björnsson. Láms aítur á heima- slddir Lárus Grétarsson, sem þjálfaði lið Gróttu í 3. deildinni á sl. sumri, hefur verið ráðinn af knattspyrnudeild Fram til að hafa yfirumsjón með yngri flokkum félagsins. Lárus sem á nokkra íslandsmeistaratitla að baki með yngri flokkum Fram, mun þjálfa 3. og 4. flokk félags- ins. Þríríbanni Þrír meistaraflokksleikmenn voru úrskurðaðir í bann af aga- nefnd KSÍ í gær. Hlynur Stef- ánsson tekur út bann vegna brottvísunar í bikarúrslitaleikn- um sl. sunnudag og Karl Finn- bogason fékk sína sjöttu áminn- ingu í sama leik. Báðir fá þeir eins leiks bann. Þá var Kristinn Lárusson, leikmaður Stjörnunn- ar, úrskurðaður í tveggja leikja bann, en hann var rekinn af velli gegn Val í lokaumferð íslands- mótsins. Hilmar löglegur með KA Hilmar Bjarnason, sem gekk í raðir 1. deildarliðs KA í hand- knattleik í sumar, er nú loksins orðinn Iöglegur með Iiðinu. Hilmar náði sáttum við fyrrum félag sitt, Eintracht Hildesheim, sl. föstudag og var í leikmanna- hópi KA í Evrópuleiknum í Lit- háen, um síðustu helgi. HANDBOLTI Fjórða umferð 1. deildar karla í handknattleik fer fram í kvöld og þá fara einnig fram þrír Ieikir í 1. deild kvenna. Eftirtalin lið mætast. 1. deild karla: KA-Fram ÍR-Stjarnan UMFA-HK ÍBV-Valur Haukar-FH Víkingur-Breiðabl. 1. deild kvenna: Fram-Vfkingur FH-ÍBV Grótta/KR-Valur kl. 20:00 kl. 20:00 kl. 20:00 ld. 20:00 kl. 20:30 kl. 20:30 kl. 18:30 kl. 18:30 kl. 18:30 Ómar hættir með Þórsara Ómar Torfason til- kynnti knattspyrnu- deild Þórs í fyrradag að hann hyggðist segja upp samningi sínum um þjálfun meistarafiokksins. Ómar skrifaði undir þriggja ára samning sl. haust, sem var uppsegjanlegur af heggja hálfu í þessum mánuði. „Við erum ekki farnir að leita að eftirmanni Omars, en það verður gert á næstu dögum,“ sagði Jó- hannes Ófeigsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs. „Þetta kom nokkuð snöggt uppá, ástæð- an sem Ómar gaf okkur var lang- ar fjarvistir frá íjölskyldu sinni og hann hefði ekki hug á lands- byggðarþjálfun í bráð. „Mér finnst ekki ólíldegt að menn hafi áhuga á einhverjum sem er á svæðinu og geti verið með hópinn allt árið. Það er hins vegar enginn inni í myndinni Ómar Torfason. ennþá,“ sagði Jóhannes. Formaðurinn sagðist ekki bú- ast við því að miklar breytingar yrðu á leikmannahópnum, farið yrði að semja við leikmenn eftir að nýr þjálfari hefur verið ráð- inn. Afram yrði byggt á heima- mönnum, en Þórsliðið sem skip- að var mörgum ungum leik- mönnum sl. sumar hafnaði í 5. sæti í 1. deildinni. Guðmimdiir með tHboð frá Bodö Guðmundur Benediktsson er kominn heim úr Noregsreisu sinni þar sem hann kannaði að- stæður hjá fyrstu deildar félag- inu Bodö Glimt. Guðmúndi leist vel á allar aðstæðurt hjá Bodö sem nú hefur gert honum tilboð um að Ieika með með því. Ekki veitir liðinu af góðum knatt- spyrnumanni þar sem það ráfar um neðri hluta deildarinnár. Það eru fleiri lið en Bodö sem vilja fá Guðmund Benediktsson í sínar raðir. Samkvæmt heimild- um Dags eru Skagamenn meira en fúsir til að ráða hann til sín. Guðmundur, sem lengi var méiddur á hnéi á þessu leiktíma- bili, Var alls ekki ánægður í her- búðum KR f sumar og lýsti því yfir á dögunum að hann færi frá félaginu ef ekki yrðu gerðar rót- tækar breytingar í Vesturbænum. Hvaða breytingar hann átti við er ekki ljóst en nú lítur út fyrir að þessi frábæri knattspyrnumaður sé aftur á leið í atvinnumennsk- una. - GÞÖ lausu í gær og því væru þeir þeg- ar farnir að leita að nýjum þjálf- ara. Leiftursmenn ræddu óform- lega við Atla Eðvaldsson á dög- unum og það skýrist á næstu tveim dögum hvort þeir fari út í formlegar viðræður. Ægir sagði jafnframt að ekki yrði gengið í gerð nýrra leikmannasamninga fyrr en þjálfari hefði verið ráð- inn. - GÞÖ fll Atvinna Vantar starfskraft til starfa sem fyrst við afgreiðslustörf á þjónustustöð félagsins við Tryggvabraut Akureyri. Leitað er að starfskrafti með reynslu í þjónustu- störfum, sem er tilbúinn að leggja sig fram um að skapa fyrirmyndar þjónustustöð í samvinnu við aðra starfsmenn félagsins. Umsóknarblöð liggja frammi á skrifstofu Olís Tryggvabraut (ekki svaraði í síma). Öllum umsóknum verður svarað. Olís-þjónusta. Kosningar um sameiningu 11 sveitarfélaga í Skagafjarðarsýslu Sveitarstjórnir eftirtalinna 11 sveitarfélaga; Hofshepps, Skefilstaðahrepps, Hólahrepps, Lýtingsstaðahrepps, Staðahrepps, Rípuhrepps, Fljótahrepps, Viðvíkur- hrepps, Skarðshrepps, Seyluhrepps og Sauðárkróks- bæjar, hafa samþykkt tillögu sameiningarnefndar þess- ara sveitarfélaga um að kosið verði um sameiningu þeirra, laugardaginn 15. nóvember næstkomandi. Vegna þessa munu utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefjast miðvikudaginn 15. október nk. og ljúka laugar- daginn 15. nóvember nk. Hægt er að kjósa utan kjörfundar á skrifstofum sýslu- manna og umboðsmanna þeirra um land allt. Þeir sem samþykkja tillöguna skrifa „Já“ á atkvæðaseð- ilinn, en þeir sem ekki samþykkja tillöguna skrifa „Nei“ á atkvæðaseðilinn. Verði tillaga um sameiningu felld í einhverju/um sveit- arfélaganna í sameiningarkosningunum þann 15. nóv- ember nk. en að lágmarki 2/3 sveitarfélaganna (átta sveitarfélög) samþykkja tillögu um sameiningu, hafa of- annefndar 11 sveitarstjórnir einnig samþykkt þá tillögu sameiningarnefndar að kosið verði aftur um samein- ingu þann 29. nóvember nk. og þá einungis um sam- einingu þeirra sveitarfélaga sem samþykkja sameingu í kosningunum þann 15. nóvember. nk. Ef samkvæmt ofangreindum skilyrðum verður kosið aftur um sameiningu þann 29. nóvember nk. mun ut- ankjörfundaatkvæðagreiðsla vegna þeirra kosninga heQast þann 18. nóvember nk. og ljúka laugardaginn 29. nóvember nk. Hægt verður að kjósa utan kjörfundar á skrifstofum sýslumanna og umboðsmanna þeirra um land allt. Þeir sem samþykkja tillöguna skrifa „Já“ á atkvæðaseð- ilinn, en þeir sem'ekki samþykkja tillöguna skrifa „Nei“ á atkvæðaseðilinn. F.h. sameiningarnefndar BjarniJónsson, starfsmaður sameiningarnefndar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.