Dagur - 11.10.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 11.10.1997, Blaðsíða 2
t 2 - LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 FRÉTTIR Sigurjón Gunnsteinsson hefur beðið iengi eftir þvf að fá að boxa á löglegan hátt. M/kill uppgangur er í ástundun ólympískra hnefaleika og er viðbúið að 46 ára gamalt bann muni brátt numið úr gildi. mynd: gs Boxið leyft á ný? Það er ekki bara bannað að boxa á íslandi heldur er einnig dlöglegt að eiga boxhanska. Nú hyllir imd- ir að breyting verði á. Nefnd hefur verið skipuð á vegum menntamálaráðherra til að kanna hvort rétt sé að Ieyfa ólympíska hnefa- leika á íslandi eftir 41 árs bann. Siguijón Gunnsteinsson fór á fund ráðherra í vikunni og tók Björn Bjarna- son málaleitaninni vel að sögn Sigur- jóns. „Hann sagði að búið væri að skipa nefnd sem er að endurskoða íþróttalögin. Formaður nefndarinnar á eftir að hafa samband við mig til að kynna sér málið og upp úr því fer bolt- inn vonandi að rúlla," segir Siguijón. Frá 13 ára upp í áttrætt Siguijón hefur æft hnefaleilm f fimm ár ásamt félögum sínum. Aður æfði hann karate og Tae Kwondo en nú er hann búinn að stofna klúbb sem heitir Hnefaleikafélag Beykjavíkur. Að sögn hans stunda nú um 100 manns á öll- um aldri hnefaleika í Reykjavík. Þeir eru allt frá 13 ára aldri og upp í gömlu íslandsmeistarana sem eru komnir yfír áttrætt. Forráðamenn íþróttahreyfíngarinnar hafa jafnframt sýnt málinu ábuga en hendur manna eru allbundnar þar sem boxið er sannarlega bannað með lög- um. Meira að segja er bannað að eiga boxhanska. Siguijón segir bannið al- gjöra tímaskekkju. „Island er eina landið sem bannar þetta. Kína bannaði þetta á tímabiii en hætti við. Það eru nánast engin meiðsli í þessu. Þetta er ekkert líkt atvinnuhnefaleikum keppn- islega séð.“ - Ekkert boxað í klessu? „Nei, alls ekki. Það hefur enginn feng- ið glóðarauga í hringnum síðustu fimm árin hvað þá dottið niður. Það kemur fyrir að einhver slasar sig á því að kýla í sekkinn en það er það eina.“ Ilefnd buffaða blaðamannsins? Hnefaleikasinnaðir Islendingar hafa boxað í meinum frá árinu 1946 og seg- ir Sigurjón frá forvitnilegri útgáfu af orsök bannsins. „Eg hef heyrt að blaðamaður í Reykjavík hafí verið kýld- ur niður á veitingahúsi og hjólað í það af miklum krafti að láta banna boxið í hefndarskyni. Tveir læknar komu að þessu máli einnig. Ég sel þó ekki sög- una dýrar en ég keypti hana, en þetta hafa menn haft í flimtingum," segir Siguijón. En hvað fínnst honum um að vera sífellt að fremja lögbrot? „Ég hef alveg sloppið við dómsmál enda er ekkert gert í hnefaleikum sem ekki er leyfilegt í karate. Ég hef tvíveg- is verið kærður og m.a.s. af íþróttafull- trúa ríkisins í annað skiptið. Ég sagði hins vegar við Iögguna að það væri allt í lagi að kalla þetta einhverju öðru nafni en hnefaleika ef það væri málið. Þannig sér maður hvers konar vitleysa þetta er. Ríkissaksóknari vísaði hins vegar í bæði skipti málinu frá en ég veit un einn í Keflavík sem fór fyrir dóm. Saksóknari tapaði því máli.“ — bþ Það eru ekki bara flugfélög 1 sem yfirbóka. Þaimig liafa jm boðskortin á frumsýning- ■W I inguna á nýju kvikmyndina Æ Perlur og s\in. væntanlega verið nokkru fleiri en sætin í | Stjörnubíó. í það minnsta urðu sumir frumsýningar- gestanna frá að hverfa því húsið var orðið troð- fullt. Aðrir létu sig hafa það að standa allan tím- ann eða sitja á göngunum. í heita pottinum um dag- iim var fullyrt að lætin útaf heimsókn taívanska vara- forsetans hingað til lands hafi komið fáum meira á óvart en honum sjálfum. Hann hcfði komið til að hitta mr. Oddsson, en ekki Davíð heldur Magnús, ferðamálastjóra. Nú segir sagan að Taívanbúam ir hafi verið mjög hissa á þvl hversu illa hann hafi verið að sér í ferðamálunum og séu sann- færðir um að hópferðir í þcnnan kofa út á landi, sem hann bauð þeim í, eigi ckki eftir að seljast vcl, en forsætisráðherra bauð þeim sem kunnugt er í sumarbústað sinn í þjóðgaróinum. í heita pottinum á Akureyri telja menn sig nú vita nokkuð ömggalega um að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að sækja bæjarstjóraefnið sitt til ísafjarðarbæjar. Þetta segja menn að sé sag an á bak við þá ákvörðun að láta kjömefnd stilla upp listanum. Reyndar segja sumir llka að andstæð- ingar „Dodda Blonun" Þórarins B. Jónssonar hyggist sauma að honum en hann hefur verið í_ öðm sæti listans.... Lfnuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hveijum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tfma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Hæg breytileg átt. Léttskýjað allra austast fram að hádegi en annars smáskúrir eða slydduél. Hiti 1 til 7 stig, hlýjast sunnan til en kaldast við norður ströndina. ðrið kl.12 á hádegi * Færð á vegum Fært var fjaUabílum um Kjöl í gær en fjaUvegir á miðhálendi voru taldir ófærir. Ekki var vitað um færð á hálendisvegum á Suðurlandi. Hálka var á Hrafnseyrarheiði, þæfingur á Þorskafjarðar- og Lágheiði. Hálka var á Víkur- skarði og í Ljósavatnsskarði og almennt hálka og þæfingur á heiðum og lág- lendi á Norðaustur- og Austurlandi. Hellisheiði eystri var ófær en greiðfært um aðra þjóðvegi landsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.