Dagur - 11.10.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 11.10.1997, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR H.OKTÓBF.R 1997 - S FRÉTTTR Verslimarmeuii á barmi kLofiiings Klofiiingur blasir viö landssambandi versl- imarmanua, ef mála- miðlimartillaga sem lögð var fram á þingi þess í gær verður ekki samþykkt. „Það fer eftir því hver viðbrögðin verða við kröfum Verslunar- mannafélags Reykjavíkur um að skapa vettvang fyrir fræðslu- og upplýsingastarf innan Lands- sambands verslunarmanna, sem ég tel að hafi skort, hvort VR segir sig úr landssambandinu eða ekki. Eg er þeirrar skoðunar að einmitt skorturinn á þessu sé ástæða þess ágreinings sem nú er uppi. Menn hafa ekki haft neinn vettvang, sem landssarn- bandið á að vera, til að ræða málin, skiptast á skoðunum og freista þess að ná saman í stefn- um,“ sagði Magnús L. Sveins- son, formaður VR, í samtali við Dag um þann alvarlega ágrein- ing sem uppi er innan Lands- sambands verslunarmanna. Þing sambandsins hófst í gær. Mjög alvarlegur ágreiningur er innan Landssambands versl- unarmanna um þær kröfur VR sem að framan greinir. Það eru ekki allir sammála VR mönnum og ljóst er á viðtölum við Magn- ús L. Sveinsson og Ingibjörgu Guðmundsdóttur, formann Landssambands íslenskra versl- unarmanna, að sambandið er komið fram á hengiflug klofn- ings. „Eg vona að það takist leysa ágreininginn og bjarga sam- bandinu. Eg vona að sá vettvang- ur sem við erum að reyna að skapa okkur hér á þinginu verði samþykktur. Þar er um að ræða skipun nefndar til að fara í þessi mál. Eg trúi því að þetta nefnd- arstarf dugi til þess að við finn- um sameiginlega leið,“ sagði Ingibjörg Guðmundsdóttir, for- maður LIV, í samtali við Dag. Magnús L. bendir á að ef VR annars vegar og félögin út á landi hins vegar eiga ekki sam- leið í grundvallaratriðum eins og kjaramálum og skattamálum til ASI, eins og verið hefur og rammasamning varðandi störf lífeyrissjóðina, þá hljóti VR að spyija hvað sé þá eftir? Til hvers þá að vera í sambandinu, spyr Magnús L. „Eg held að margt af þessum ágreiningi sé tilkominn einmitt vegna þess að ekki var til vett- vangur til að ræða saman,“ sagði Magnús L. Sveinsson A þinginu í gær kom fram til- laga um að skipa nefnd sem vinni að því breyta landssam- bandinu og tryggja það að vett- vangur verði fyrir félögin, hvar sem þau eru stödd á landinu, til þess að ræða saman og sam- ræma sjónarmið. Nefndin á að skila af sér fyrir 1. oktober á næsta ári. -S.DÓR Þaö er betra að hafa bindishnútinn i lagi hvað sem á dynur. Frá þingi LÍV í gær. Gullæði erhafið! margir munu hagnast vel á þessu móti.“ Sigfús vill ekki láta hafa neinar tölur eftir sér um leiguverð á íbúð- um en blaðið hefur pottþéttar heimildir fyrir því að blokkarí- búð á Akureyri hefur verið leigð á 100.000 krón- ur yfir mótstím- ann en mótið stendur í fimm daga. Hvað verð- ur þá hægt að fá fyrir stórt einbýl- ishús? Samkvæmt heimildum Dags er nánast frá- gengið að Sam- vinnuferðir Landsýn muni fljúga beint til Akureyrar vegna mótsins. Fleiri aðilar hafa sýnt miklu að sækjast. - BÞ málinu mikinn áhuga enda eftir Fedgar létust Sigfús Helgason, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna, á von á 8000 útlendingum á mótið. Forsjálir Akureyringar eru þegar farnir að gera leigusamninga við útlendinga og eru ótrúlegar upphæðir í boði fyrir skamman tíma. Ingvi Hrafn verður fréttastjóri á nýju út- varpsstöðinni. Nýút varpsstöð Ný útvarpsstöð sem Jón Axel Óíafsson hefur forgöngu fyrir, fer í loftið innan tíðar. Islenska fjölmiðlafjelagið hefur verið stofnað að baki stöðvarinnar sem mun senda út allan sólarhring- inn. Fréttir og tónlist verða uppi- staðan í dagskrá. Kunnir einstaldingar hafa ver- ið ráðnir til stöðvarinnar, þ.ám. Ingvi Hrafn Jónsson sem verður fréttastjóri, Ágúst Héðinsson mun stýra dagskrá, Valdís Gunn- arsdóttir verður dagskrárgerðar- maður og Rúnar Sigurbjartsson mun gegna stöðu útvarpsstjóra. í fréttatilkynningu kemur fram að 230 manns hafi sótt um vinnu þegar félagið auglýsti eftir starfs- fólki á dögunum. Aðsetur stöðv- arinnar verður að Hverfisgötu 46. - BÞ Það vantar mjög gisti- pláss á Akureyri næsta sumar vegna landsmóts hesta- manna og dæmi um að iiieiiii leigi blokkar- íbuð í eina viku á 100 þúsund. Gífurlegur áhugi er fyrir Lands- móti hestamanna sem fer fram 8. júlí næsta sumar á Melgerðis- melum í Eyjafjarðarsveit. Að sögn Sigfúsar Helgasonar, sem fer með framkvæmdastjórn mótsins, hefur markaðssetning tekist mjög vel. Hugmyndir um beint flug hafa mælast sérlega vel fyrir á meginlandi Evrópu. „Við þóttumst bjartsýnir þegar við gerðum ráð fyrir að 3.000- 5.000 manns myndu koma frá útlöndum en núna stefnir í að þetta verði allt að 8.000 manns. Við höfum fengið mikinn ijölda fyrirspurna frá fólki varðandi gistingu. Það er Iangt síðan allt gistirými var fullpantað á þessu svæði og fólk er farið að leita bæði austur í Aðaldal og vestur í Skagafjörð." Þótt níu mánuðir séu til stefnu er þegar búið að ganga frá nokkrum samningum á milli íbúðareigenda sem ætla að leigja út húsakynni sín og ferðamanna. „Gullæðið er hafið," segir Sigfús. „Það skilar sér ekki til okkar hcstamanna en það er ljóst að Feðgar, faðir og tveggja ára son- ur hans, létust í alvarlegu um- ferðarslysi sl. fimmtudagskvöld. Atburðurinn átti sér stað á Vest- urlandsvegi við Leirvogsá. Tveir bílar skullu harkalega saman og var fjölskylda í öðrum bílnum. Fjölskyldufaðirinn og sonur voru látnir þegar að var komið, en móðir barnsins liggur þungt haldin á gjörgæsludeild, sem og ökumaður hins bílsins. Þá keyrði þriðji bíllinn á hina tvo, en í honum slasaðist enginn alvarlega. Nöfn hinna látnu hafa ekki verið upplýst. — fþg Hafna prof- kjöri á Akur- eyri Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins á Akureyri ákvað á fimmtudags- kvöld að kjósa 8 manna kjör- nefnd. Kjörnefndin á að skila fulltrúaráðinu tillögu um skipan framboðslista sjálfstæðismanna við bæjarstjórnarkosningarnar vorið 1998. Endanleg skipan listans er í höndum fulltrúaráðs- ins. Við síðustu kosningar var viðhaft prófkjör. D-listinn á 3 fulltrúa í bæjar- stjórn Akureyrar og hefur enginn þeirra lýst yfir því að hann hygð- ist hætta setu í bæjarstjórninni. Líklegt má telja að kjörnefrid skili tillögu sinni í desember- mánuði og framboðslistinn verði tilkynntur í byrjun næsta árs. Fyrsti fundur kjörnefndar verður 20. október nk. Anna Þóra Bald- ursdóttir, lektor við kennaradeild HA, var kjörinn formaður full- trúaráðsins í stað Andra Teits- sonar, sem er að flytjast til Reykjavíkur. — GG Þroskaþjálfar í verkfau Þroskaþjálfar hjá ríki og Reykja- víkurborg hafa einróma sam- þykkt að boða til verkfalls 3. nóv- ember næstkomandi hafi ekki samist fyrir þann tíma. 182 greiddu atkvæði af 227 og sögðu allir já utan einn sem skilaði auðu. Þroskaþjálfar krefjast 100.000 kr. í byrjunarlauna í lok samn- ingstímabils. Samningaviðræður hafa Iegið niðri að undanförnu en búið er að bjóða þeim 89.000 kr. Því ber enn mikið á milli. Landssamtökin Þroskahjálp lýsti í gær þungum áhyggjum af stöðu mála. — BÞ Bömá máJþingi A máþingi sem embætti um- boðsmanns barna heldur á Akur- eyri í dag munu börn og ungling- ar bera upp fyrirspurnir til nokk- urra fyrirmenna um málefni sín, og taka þátt í umræðum. Þingið verður haldið í Menntaskólanum á Akureyri og hefst kl. 13.30. Flutt verða erindi um málefni unglinga og barna og kemur inn- legg í umræðuna víða að. Að lok- um verður fyrirspurna- tími þar sem sitja fyrir svörum þessi: ráðherrarnir Guðmundur Bjarnason og Halldór Blön- dal, Einar Njálsson bæj- arstjóri á H ú s a v í k , Kristín Sig- fúsdóttir formaður áfengis- og Mmuvarnanefndar AkurejTar og Sigfríður Þorsteinsdóttir formað- ur Eyþings. Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, setur þing- ið, en því stjórnar Tryggvi Gísla- son skólameistari. Þórh/ldur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.