Dagur - 11.10.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 11.10.1997, Blaðsíða 4
4- LAUGARDAGVR ll.OKTÓBER 1997 rD^tr FRÉTTIR Brotajitáhnur fluttur af Háfsfjöru Fyrirtækið Hringrás byijar á næstu vikum að flytja á brott brotajárn úr Víkartindi, þar sem hann liggur á Háfsfjöru eftir að skipið var skorið þar í sundur í sumar. Afráðið var að bíða til haustsins með þá flutninga, eða þar til kviksyndi sandsins myndi fijósa. „Þá verður sandurinn alveg einsog malbik,“ segir Heimir Hafsteinsson, oddviti í Þykkavabæ, og að þá skapast bestu og raunar einu aðstæðurnar til að flytja járnið á brott. Vill leggja áfengisvamanefnd niður Svanur Kristinsson, formaður áfengisvarnanefndar Selfoss, lagði til á síðasta fundi nefndarinnar að hún verði Iögð niður frá og með næsta kjörtímabili og verkefni hennar falin félagsmálaráði bæjarins. I samtali við Dagskrána segir Svanur að hann telji að verkefnum nefndarinnar sé altjend betur fyrir komið hjá félagsmálaráði, en það sé í meiri og betri tengslum við bæjarlífið en áfengisvarnanefndin. Dagskráin segir í frétt sinni að nefndarmenn hafi tekið misvel í þessa róttæku hugmynd Svans. Kynna gufuna sem orkugjafa Stofnað hefur verið til stefnumótunarverkefnis í atvinnumálum og markaðssetningu Hveragerðis sem ferðmannabæjar. Dagskráin hefur eftir Olaf Forberg, verkefnisstjóra, að meðal annars verði lögð á það áhersla að kynna gufu sem orkugjafa, til dæmis fyrir Qárfestum. „Gufan er ódýr og vistvænn orkugjafi sem er lítið kynnur," hefur blað- ið eftir Olaf. Forvltiii Hjörleifur Guttormsson hefur lagt fram Alþingi fímm fyrirspurnir til iðnaðarráðherra. Hann spyr um álbræðslu Norsk Hydro á Islandi, stöðu viðræðna við Atlantsál-samsteypuna vegna álbræðslu á Keilis- nesi, kfsilmálmverksmiðju á Reyðarfírði, sölu á raforku um sæstreng til útlanda og stóra olíuhreinsunarstöð hérlendis Kjör stjómenda Pósts og sima Ogmundur Jónasson vill fá að vita hver séu kjör stjórnenda Pósts og síma og leggur fram fyrirspurn til Halldórs Blöndal samgöngu- málaráðherra þar um. Hann vill fá að vita hver séu kjör 10 æðstu stjórnenda fyrirtækisins og hvernig þau eru ákveðin. Hvort það sé í laun- um, í öðrum beinum fjármunum, í bifreiðum eða öðru. Þá spyr hann sérstaklega hvort keyptar hafi verið bifreiðar sérstaklega fyrir þessa einstaklinga og þá hverja og hvað það hafi kostað. ViH HaUdór veg? Hjörleifur Guttormsson spyr Halldór Blöndal samgönguráðherra að því hvort hann sé tilbúinn að beita sér fyrir því að samhliða lagningu nýs kafla á hringvegi frá Langadal að Armótaseli verði lagður nýr veg- ur frá Brunahvammshálsi stystu leið suður hringveg sem Iiður í stór- verkefninu yfir Fjöllin. Breyta lögum um umboðsmaim bama Þau Kristjana Bergsdóttir, Jón Kristjánsson og Hjálmar Arnason hafa Iagt fram lagafrumvarp um breytingu á lögum um umboðsmann barna. Þau leggja til að 8. gr. laganna hljóði svo: Skýrsluna skal prenta og birta opinberlega fyrir 1. september ár hvert og taka til umræðu á Alþingi. — S.DÓR Um milljón rjúpur bíða veiðimanna i vetur. F/ngÍTin skortur á jólarjúpu Rjúpnastofninn stærri en árum sam- an. Samt talin hætta á svæðisbundinni of- veiði í nágrenni Reykjavikur. Rjúpnaveiði hefst eftir tæpa viku og eru menn bjartsýnir á góða vertíð. Það byggist annars vegar á því að stofninn er stærri nú en verið hefur um margra ára skeið og einnig hafa hausthlýindin mögulega áhrif. „Eg hef rætt við menn í smalamennsku um allt land og þeir hafa víða séð veru- Iega mikið af fugli," segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skot- veiðifélags Islands. Ólafur Nielsen fuglafræðingur er sérfróður um rjúpnastofninn. „Hann er á uppleið. Það þarf að fara 6 ár aftur til að finna jafn- mikið og núna samkvæmt taln- ingum. Hretið í vor hefur ekki haft áhrif á stofnstærð," segir Ólafur. Mflljón rjúpur á landinu Leiða má getum að þ\á að um milljón fuglar séu í rjúpnastofn- inum. I fyrra voru skotnir um 150.000 fuglar. Sumir fræði- menn áætla að um 10% stofns- ins séu veidd árlega en veiðihlut- fallið er mjög misjafnt eftir hér- uðum. Langmesta sóknin er í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. „Það gæti verið svæðisbundin of- veiði þar en ég get ekki fullyrt um það. Á öðrum svæðum er aft- ur mjög lítið veitt. Veðurfarið ræður alltaf miklu en ég er á móti þessum aflamóral. Menn eiga bara að líta á þetta sem sport,“ segir Ólafur. Aðeins hefur ræst úr gæsa- veiðinni en hún er þó léleg um allt land og spilar votviðri þar inn í. Síðustu gæsirnar fara að lík- indum utan í mánaðarlok. Sam- kvæmt upplýsingum blaðsins eru líkur á að gæsaveiði verði mun minni en í fyrra. — BÞ Háspeimulína fer í iimbveríismat Umliverfisáhril af lagningu háspeunu- línu yfir lönd jarða í Grímsnesi metiu, en ýmsir höfðu mót- mælt. Davíð herst við Golíat, segir hóudi í Grímsnesi. Umhverfísráðherra hefur ákveð- ið að metin skuli umhverfisáhrif af lagningu 400 KW háspennu- línu frá Tungnársvæðinu að Sandskeiði, en þessi framkvæmd er fyrirhuguð vegna virkjunar- og stóriðjuframkvæmda. Landeig- endur í Grímsnesi og Náttúru- verndarsamtök íslands kærðu að umhverfisáhrif af þessari fram- kvæmd skyldu ekki metin. Landsvirkjun bar því við gagn- vart kærendum að iðnaðarráð- herra hefði veitt leyfi til fram- kvæmdanna árið 1991 og þá væri lagning Iínunnar jafnframt inni á staðfestu aðalskipulagi sveitarinnar. Leyfi iðnaðararráð- herra miðast hinsvegar við 220 KV línu, færri turnstæði og ekki jafn breiðar þverslár í möstrum og nú stendur til að setja upp. - Með þetta til hliðsjónar telur Guðmundur Bjarnason um- hverfisráðhera að rétt sé að Skipulag ríksins meti umhverfis- áhrif af Iagningu línunnar, en taka ber fram að lög um um- hverfismat tóku gildi árið 1993 - það er eftir að iðnaðarráðherra gaf sitt Ieyfí út. I samtali við Dag sagðist Tómas Brandsson, bóndi á Ormsstöðum í Grímsnesi, fagna því að ráðherra skyldi setja málið í þennan farveg. „Það var þetta sem við báðum um, enda teljum við ekki eðlilegt að leggja há- spennulínu hér þvert yfir vin- sælasta útivistarsvæði landsins. Við viljum að línan verði lögð ofan við byggðina, inni á hálend- inu,“ sagði Tómas. Hann sagði að Landsvirkjun hefði boðið eig- endum þeirra jarða í Grímsnesi, sem línan á að liggja yfír, bætur - en þær hefðu ekki hugnast mönnum; svo lágar hefðu þær verið. „Það er gott að vita til þess að nú eigi að meta umhverfisáhrif af lagningu þessarar háspennu- línu og það gefur okkur bændum von. Hinsvegar vitum við að Landsvirkjun hefur víða ítök í stjórnkerfinu og því erum við hér í hlutverki Davíðs á meðan þeir Ieika Golíat," sagði Tómas Brandsson. — SBS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.