Dagur - 11.10.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 11.10.1997, Blaðsíða 2
U- LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 rD^tr HÚSIN í BÆNUM Suðurgata 14 FREYJA JÓNSDÓTTIR SKRIFAR SuÐURGATAN er með elstu götum í borginni. I gegnum tíðina hefur hún gengið undir fleiru en einu nafni, Karkjugarðsstígur og Kirkjustræti. Frá fyrstu dögum Reykjavíkur hefur verið stígur þar sem gatan er nú, þar var leið að Hólakoti sem var á þeim slóðum örlítið ofar en Suðurgata 16 er og Melkots sem var neðar. Árið 1840 var farið að jarða í kirkju- garðinum við Suðurgötu og var þá stígurinn kallaður Kirkjugarðs- stígur og síðan Kirkjustræti. Gár- ungar bæjarins kölluðu stíginn Kærlighedsstíg vegna gönguferða ungra para. I Ofvitanum eftir Þórberg Þórðarson er stígurinn nefndur Líkhússtígur. Nú heitir stutt gata milli Hólatorgs og Suð- urgötu Kirkjugarðsstígur. I janúar 1906 kaupir Ólafur Árnason af Ásgeiri Sigurðssyni 2120 ferálna lóð við Suðugötu. Lóðin er á milli húslóðar Ásgeirs og stígs þess er liggur að Suður- götu upp að Hólakoti. Hann fær leyfi til þess að bygg- ja hús á lóðinni, 16 x 16 1/2 álna að grunnfleti auk útskots, 8 1/2 x 1 1/2 álnir. Fyrsta brunavirðingin á húsinu var gerð í oktober 1906. Þar seg- ir að húsið sé með 3 1/2 álna risi, byggt af bindingi, klætt utan með plægðum 5/4" borðum með pappa, listum og járni yfir, og með járnþaki á plægðri 5/4“ borðasúð, með pappa í milli. Inn- an á binding er pappi og milligólf í öllum bitalögum. Á framgafli hússins er útskot og sami bygg- ingarmáti. Niðri eru þijú íbúðarherbergi, eldhús, tveir gangar og einn fast- ur skápur, sem allt er þiljað og herbergin með striga og pappír á veggjum og loftum. Allt málað. Þar eru tveir ofnar og ein eldavél. Uppi eru Qögur íbúðarherbergi, gangur og salerni, allt þiljað með striga og pappa á veggjum, súð og loftum, allt málað. Þar eru þrír ofnar. Á þriðja bitalagi er gólf úr plægðum 1“ borðum. Kjallari með steinsteypugólfi er undir öllu húsinu, 3 3/4 á hæð. f hon- um eru Ijögur geymslurými. í húsinu eru ennfremur dæla, vatnspípur, kranar og þtjár skólp- þrær. í manntali frá árinu 1907 búa í húsinu: Ólafur Árnason kaup- maður, fæddur 23. febrúar 1863 á Þverá í Vindhælishreppi, Mar- grét Árnason kona hans, fædd 9. janúar 1873 á Skagaströnd, börn þeirra: Árni, fæddur 12. maí 1897, Ingólfur, fæddur 4. febrúar 1901 og Svanlaug, fædd 19. febr- úar 1896, öll fædd á Stokkseyri. Ennfremur voru á heimilinu: Sesselja Knútsdóttir, fædd 10. nóvember 1863 í Tungu í Akra- neshreppi og Henretta Ásmunds- dóttir vinnukona, fædd 4. desem- ber 1881 í Beruneshreppi. Ólafur Árnason var sonur Árna Jónssonar danebroksm., og konu hans Svanlaugar Björnsdóttur. Ólafur fór ungur a5 stunda versl- unarstörf bæði innanlands og í Kaupmannahöfn. Hann kom á fót verslun á Stokkseyri 1894 og tók við verslun Stokkseyringafé- lagsins. Hann vann einnig að ýmsum úrbótum þar á staðnum og stofnaði Kaupfélagið Ingólf 1907 og var framkvæmdarstjóri þess. Hann stóð einnig að stofn- un hlutafélagsins Höfn. Hann var talinn mjög vel efnaður maður. Ólafur Árnason lést 2. júní 1915. Kona Ólafs var Margrét dóttir Friðriks Möllers póstafgreiðslu- manns. Hún var systir Ólafs Frið- rikssonar ritstjóra. Árið 1921 bjó Ólafur Friðriksson í húsinu hjá systur sinni. Hann og kona hans Anna höfðu verið í í Rússlandi og tekið þar að sér munaðarlausan dreng. Drengurinn var með augn- sjúkdóm sem yfirvöld hér töldu smitandi og var drengnum vísað úr landi. Til átaka kom við húsið þegar sækja átti drenginn og urðu menn Ólafs að láta í minnipok- ann. Drengurinn var tekinn af þeim og sendur til Kaupmanna- hafnar þar sem hann læknaðist af sjúkdómnum. Mörgum árum síð- ar kom hann til íslands en festi hér ekki rætur og fór fljótlega af landi brott. Frá árinu 1943 er til góð lýsing á húsinu Suðurgötu 14. Þá höfðu verið gerðar nokkrar breytingar eins og að flytja eldhúsið í út- byggingu. Þá segir að húsið sé einlyft með kjallara, porti og risi, með tveimur gluggakvistum og eins og áður segir, byggt af bind- ingi og með jámi á veggjum og þaki. Á aðalhæð eru þijú íbúðar- herbergi, forstofa, gangur, verönd og fastur skápur. Allt þiljað og strigalagt, veggfóðrað og málað. I rishæð eru Ijögur íbúðarherbergi og gangur. Allt með sama frá- gangi og á aðalhæðinni. A skammbitum er gólf og þar uppi er eitt íbúðarherbergi, þiljað og málað og þurrkloft. I kjallara hússins er eitt íbúðarherbergi, þiljað og málað og fjögur geymsluherbergi. Við vesturgafl hússins er viðbygging, einlyft með skáþaki byggð eins og það. Þar er eitt íbúðarherbergi, eld- hús, tveir gangar, fjórir fastir skápar. Allt þiljað, strigalagt, veggfóðrað og málað. Um vorið 1917 fær Margrét Árnason leyfi til þess að reisa smáhýsi í garðinum. Það var gert af timbri með einum glugga sem vísaði að götunni og stígnum heim að húsinu. Ekki er vitað hvað húsið var lengi í garðinum en það er nokkuð langt síðan það var fjarlægt. Margrét og Ólafur Árnason slitu samvistum. Eftir það skrif- aði hún sig Friðriksdóttur. Hún bjó áfram í húsinu ásamt börnum sínum sem öll gengu menntaveg- inn. Samkvæmt íbúaskrá frá árinu 1920 eiga heima á Suðurgötu 14: Margrét Árnason ekkja og synir hennar, Ami, Ingólfur og Þórólf- ur sem var í barnaskóla en eldri bræðurnir í menntaskóla. Þá er annað heimili í húsinu og þar bjuggu: Ragnar Pálsson Leví kaupmaður, fæddur 13. janúar 1882 á Neðra-Núpi í Fremri- Torfustaðahreppi, Húnavatns- sýslu, Margrét Leví kona hans, fædd 26. júní 1891 í Vatnsleysu- strandarhreppi ásamt börnum sínum: Rögnu, Páli og Einari Sig- urði. Á heimilinu var einnig Jenný Sigurðardóttir námsmær, fædd 9. janúar 1900 í Grindavík og Kristín Jónsdóttir vetrarstúlka, fædd 15. desember 1893 að Fossi í Staðarhreppi. Árið 1939 var sett ný girðing við götuna með steyptum vegg og trégirðingu ofan á. Árið á eftir var fengið leyfi til þess að breyta gluggum á kjallara hússins. Bifreiðaskúr var byggður við húsið 1947. Hann er úr stein- steypu, múrhúðaður á timbur að innan, með skeljasandi að utan, upphitaður, ósundurhólfaður og tekur tvær bifreiðar. Margrét Friðriksdóttir Árnason lést 29. október 1956. Heildverslun Péturs Péturs- sonar hefur um árabil verið starf- rækt f húsinu og er húsið eign heildsölunar. Árið 1980 voru byggðar svalir á húsið og 1983 var byggt ofan á bílskúrinn. Helga Gunnarsdóttir teiknaði svalirnar en Gunnar Hansson bygginguna ofan á bílskúrinn. Meðal þess sem heildverslun Péturs Péturssonar flytur inn er gjafa- og snyrtivara undir þekkt- um merkjum eins og Schwarzkopf. Heimildir frá Borgarskjalasafni og Þjóðskjalasafni. k MINNINGARGREINAR k A Erlendur Glslason TlLV'ERAN ER ÓNEITANLEGA einum lit fá- tækari, nú þegar Lindi í Dalsmynni er farinn frá okkur. Hann sem hefur svo lengj verið hluti af Iífi okkar. Lindi var góður nágranni okkar Austhlíðinga til margra ára og hélt mildlli tryggð við okkur Hlíðarfólkið eftir að hann flutti í Bergholt. Þegar Rúna frænka og Lindi bjuggu í Dalsmynni var mikill sam- gangur á milli bæjanna og oft handa- gangur í öskjunni. Dalsmynniskrakk- amir og stelpuskottumar frá Austur- hlíð sóttu oft kýrnar saman og frændsystkinin reyndu gjaman með sér í íþróttum og þá var nú eins gott íyrir stelpumar að girða pilsin ofan í buxumar svo þær yrðu ekki eftirbátar strákanna. Það var glímt og slegist, hlegið og grátið. Lengi vel var sá siður í heiðri hafður að krakkamir komu saman í veislukaffi til slaptis í Dals- mynni ogAusturhlíð. Þá var nú vel tek- ið á móti lágvöxnum og borðin hlaðin kökum og heitt kakó á boðstólnum. Og þegar messað var í Othlíð gekk öll hersingin saman og fullorðna fólldð bar krakkana yfír Andalældnn. Það var skipst á að safna saman mjólldnni á hestvagni frá Uthb'ð, Dalsmynni og Austurhlíð og koma henni að Múla, þar sem mjólkurbíllinn sótti hana. Þá var staldrað við á bæjunum og spjallað saman. Svo þegar böm Austurhlíða- systranna komust á legg, þá léku þau sér við börn Dalsmynnisbamanna sem voru í sveit hjá afa sínum, og áífam tengdust þessar fjölskyldur í ýmsum uppátækjum, reiðtúmm og öðmm æv- intýmm. Og alltaf var Lindi einhvern veginn eins og óbreytanlegur ættfaðir Ásta Jónsdóttir Mig langar til að MINNAST Ástu systur minnar með nokkrum fátæk- Iegum orðum, því orð verða fátækleg þegar dauðinn ber að dyrum með svo tiltöluega skömmum fyrirvara. Þegar ég undir tvítugsaldri fór úr föðurhúsum til vinnu á Húsavík var Hátún mitt annað heimiii. Þar var ég í fæði og húsnæði og fannst Ástu og Hermanni ekkert annað koma til greina. Svo þegar ég kynntist Þor- björgu konu minni árið 1962 fannst Ástu sjálfsagt og eðlilegt að hún fly- tti til mín inn á hennar heimili. Vor- um við þar lengi tíma og var hún vakin og sofin við að við hefðum það sem best. Þau tólf ár sem ég bjó á Húsavík með fjölskyldu minni var Ásta okkar stoð og stytta gegnum þykkt og þunnt. Þorbjörg þurfti nokkrum sinnum að vera á þeim tíma, og það var eins og Ásta finndi á sér ef eitt- hvað var að, og var komin og tók að sér að sjá um allt hjá okkur, hvort sem það var á nóttu eða degi. Var Ásta oft með Eyrúnu, eldri dóttur okkar, í Iengri eða skemmri tíma. Þar sem er hjartarúm, þar er hús- rúm. Það finnst mér eiga mjög vel við Ástu. Alltaf var gestagangurinn mikill í Hátúni, bæði í mat, kaffi og gistingu. Þarna þótti öllum gott að koma, og Ástu og Hermanni fannst ekkert sjálfsagðara meðan húsið tók við. Þau voru jafnan með gamanyrði og bros á vör þó oft væri hávaði og Iæti í okkur yngra fólkinu. Elsku systir. Þið Hermann voruð okkur ómetanlegar hjálparhellur meðan við bjuggum á Húsavík og ég vil segja undir ykkar verndarvæng, að slíkt fáum við seint fullþakkað. Nú ert þú farin þangað sem við för- um öll, en minningin góða lifir og verður ekki frá okkur tekin. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Kæri mágur. Þú og þitt fólk eigið alla okkar samúð og megi Guð styrk- ja ykkur í sorginni. Þórólfur og Þorbjörg yfír öllu saman. Á kveðjustund er gott að rilja upp samverustundir með Linda í gegnum árin: Smalamennskur í mýrinni, skóg- inum eða uppi á Ijöllum. Hlíðaréttir, réttarsúpur og söngur, og svo ótal margt fleira í hversdeginum sem gefur lífínu gildi. Og oft var setið \ið eldhús- borðið í Dalsmynni á síðkvöldum og spjallað um heima og geima eftir að Lindi og Snati urðu einir í kotinu. Þá var kaffíð stundum bragðbætt með eð- alvíni að höfðingjasið. Lindi var gestglaður og félagslyndur maður og hann hafði yndi af að dansa. Við konumar í þessari fjölskyldu eigum góðar minningar af dansgólfinu í faðmi Linda og alltaf krafði hann okkur um alvöru kossa því hann vildi ekki sjá neina herðablaðakossa! Það sem okkur þótti hvað vænst um, var hvernig hann var alltaf sami Lindinn, hvort sem var í Dalsmynni eða Bergholti, og hvort sem hann var fertugur eða áttræður. Að leiðarlokum þökkum við Linda fyrir nágrennið og samfylgdina og kveðjum hann með virðingu. Allirjrá Auslu rhlíða rbæj unum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.