Dagur - 21.10.1997, Side 3

Dagur - 21.10.1997, Side 3
Þ R IÐJUDA G UR 2 1. OKTÚB ER 19 9 7 - 19 Thyytr. LÍFIÐ í LANDINU 9 kílómetrar til næstu „borgar- menningar" á Selfossi. Það er fátt í nágrenninu sem togar mannskapinn til sín, nema ef til vill Þjóðveldisbærinn f námunda við Búrfellsstöð. Aftur á móti er staðurinn fínn fyrir þá „þorps- búa“ sem vilja njóta náttúrunnar í göngu um fjöll og firnindi - ef þeir mega vera að því. Atta koni.r vinna við að elda ofan í mannskapinn og þeirra fremst fer Sigríður Friðriksdóttir ráðskona. Eru karlarnir með- færilegir? „Já, já, við tökum þá og ölum þá upp um leið. Hér í mötuneytinu er aginn til staðar og það fer enginn inn á skóm og þeir hlýða öllu sem við segjum. Þeir kvarta aldrei yfir matnum, en eru stundum að reyna að panta rétti - en við hlustum ekk- ert á það. Þeir vilja helst kjöt, en við reynum annars að hafa gott úrval í boði,“ segir Sigríður. „Þeir gegna öllu sem Sigríður segir, hverju einasta orði,“ skítur Einar Marteinsson gröfuverktaki: „Það má tala um eins konar þorpsbrag, en annars snýst veran hér mest um vinnuna; þetta er úthald sem stenduryfir í ákveðinn tíma og á meðan er maður hér. í skóia iífsins." Þorpið Sultartangi við Þjórsá erekki á landa- kortum en bráðum búa þar 300 manns. Þarer lífið vinna og aftur vinna og íbúamir veðja hverfærflesta súkkulaðimolana á koddann sinn. Vinnubúðir Sultartangavirkjunar verða áður en langt um líður þorp á stærð við Vík í Mýrdal með um 300 íbúa. Samsetning fbúanna er auðvitað ólík; á Sult- artanga er kvenfólk teljandi á fingrum handanna og börn fyrir- finnast ekki nema í fylgd með aðvífandi gestum. Þorpið Sultar- tangi er heimur fullorðinna karla. Þegar mest verður að gera samsvarar fjöldinn þvf að allir karlmenn frá tvítugu til sextugs í Olafsfirði hafi safnast þar sam- an á „vertíð". Aldrei kvartað vfii' iuatniiin Framkvæmdir verktaka við Sult- artangavirkjun eru komnar vel áleiðis, en íbúar vinnubúðanna eru enn „aðeins“ um 150 til 160 karlar — og átta konur. Þorpslífið er fábreytilegt; vinna er númer eitt, tvö og þijú og síðan koma fátækiegar frístundir. Það á að vígja virkjunina í nóvember 1999 og telst það vera óvenju stuttur framkvæmdatími; vinnu- dagurinn er langur og álagið talsvert. Það er smíðað, grafið, borað, sprengt og reyndar öllu umturnað sem mest má - efnis- flutningur er svo mikill að ýkju- lítið má segja að það sér verið að færa heilt fjall úr stað. Þegar fram líða stundir fer vænt land- svæði undir Ión. Það þarf kannski engan að undra þótt hljóð heyrist úr horni þar sem virkustu náttúruverndarsinnarn- ir eru staddir. Einangrunin er mildl þarna í 270 til 300 metra hæð yfir sjáv- armáli og það eru tæplega 80 Hrafnhildur Valgeirsdóttir inn í. „Þeir þora ekki annað.“ Veðmál um súkkulaði á koddanu En eru karlar virkilega ekki ódælir í nær kvenmannslausu samfélagi - þurfa þær ekki að taka að sér aðhaldshlutverk eig- inkvenna? „Eiginlega ekki. Við erum til dæmis ekki spritt- bremsur á þá. Enda harðbannað að drekka á svæðinu.“ Og hvað kvenmannsleysið varðar er rétt að láta þess getið að karlarnir sýna konunum á staðnum „fyllstu nærgætni og siðprýði." Þrjár konur sjá um að ræsta eftir mannskapinn, um 80 her- bergi á dag auk mötuneytis og annarrar aðstöðu og við náðum tali af einni þeirra, Berglindi Kristinsdóttur. „Þetta er stíf vinna og það þarf að halda uppi góðu plani, en karlarnir eru ofsalega snyrtilegir og fá eigin- lega allir súkkulaði á koddann," segir Berglind. Þegar hún sér spurnarsvip blaðamannsins út- skýrir hún nánar. „Þeir fá súkkulaðimola á koddann ef þeir búa um sig sjálfir. Og það er meira að segja veðmál í gangi um hver fái flesta molana. En flestir hér eru vanir Kampurinn samanstendur afnokkrum rauðum „biokkum", skrifstofum og mötuneyti. ígiiinu rís væntanlegt stöðvarhús Sultartanga- virkjunar. mvndir: fþg. virkjanamenn og þekkja gildi þess að ganga vel um og haga sér skikkanlega í garð þeirra fáu kvenna sem eru hér,“ segir Berg- lind. Það er sem sé agi og aðhald og enginn má vera fullur. Hvað með frístundir karlanna? Einar Marteinsson er verktaki á gröfu, vart hér meira en 10 daga í einu án þess að geta skotist heim.“ Billiardborð, takk Smiðirnir Adólf Pálmason, Gott- skálk Vilhelmsson og Ármann Viðar Sigurðsson eru á sömu Iínu og Einar um mannlífið á staðnum. „Það er góður mórall hérna og mjög góð aðstaða fyrir mannskapinn. Kampurinn er til fyrirmyndar og mötuneytið sömuleiðis. Það vantar kannski örlítið meira upp á frístundirnar, en það kemur.“ Hvað vantar þá? „Það mætti t.d. vera hér billiardborð, fót- boltavöllur og körfuboltaspjald, svo eitthvað sé nefnt. Og þegar framkvæmdirnar ná hámarki verða um 300 manns hér og þá má búast við því að meira verði í boði fyrir mannskapinn. Það verður áreiðanlega skemmtilegt hérna næsta sumar,“ segja smið- irnir hressu. Þegar blaðamaður Dags var á ferð um Sultartangaþorpið var ekld bara afbragðsgott veður heldur voru menn í hátíðarskapi vegna þess að iðnaðarráðherra var á svæðinu til að sprengja fyrsta haftið á 3,4 kílómetra jarðgöngum í gegnum Sandafell. En svo fór ráðherrann og síð- degisnepjan tilkynnti þorpsbú- um að veturinn væri handan hornsins. -FÞG Smiðirnir Adólf, Gottskálk og Ármann: „Kampurinn er til fyrirmyndar og mötuneytið sömuleiðis. Það vantar kannski örlítið meira upp á frístundirnar, en það kemur." en býr í Reykjavík. Hann kvartar ekki. „Mannlífið hér í kampin- um eða vinnubúðunum er mjög gott og menn vinna og standa saman allir sem einn. Vinnan hjá mér er yfirleitt frá sjö til sjö og síðan tekur við kaffi, spjall, skák og spilamennska. Hér er síðan horft á vídeó eða horft á einhverja rásina - við erum með gervihnattadisk og því gott úrval á skjánum. Það má tala um eins konar þorpsbrag, en annars snýst veran hér mest um vinn- una; þetta er úthald sem stend- ur yfir í ákveðinn tíma og á með- an er maður hér. I skóla lífsins." Einar taldi kvenmannsleysið ekki vera hróplegt vandamál. „En það getur komið til tals þeg- ar menn eru búnir að vera mjög lengi á staðnum. Menn eru þó Fimm afellefu konum Suitartangaþorpsins: eldhúsgengið Sigríður Friðriksdóttir, Hrafn- hildur Valgeirsdóttir, Birgitta Gunnarsdóttir og Margrét Þórarinsdóttir og lengst til hægri er fulltrúi ræstitæknanna, Bergiind Kristinsdóttir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.