Dagur - 22.10.1997, Síða 1
Iitið rætt um
sameigin-
legt framboð
Stj ómmálaflokkarnir
á Húsavik eru iariiir
að huga að framboðs-
ináliiin. Sameiginlegt
framboð vinstri flokk-
anna hefur nánast
ekkert verið rætt.
Flokksfélögin á Húsavík eru far-
in að hugsa sér til hreyfings varð-
andi framboðsmál fyrir sveitar-
stjórnarkosningar að vori. Að
sögn Friðriks Sigurðssonar, bæj-
arfulltrúa D-lista Sjálfstæðis-
flokks, er ákveðið að leita eftir
áhugasömu fólki sem er tilbúið
að gefa kost á sér og listar með
nöfnum verða sendir út til fé-
lagsmanna eftir helgi. Uppstill-
ingarnefnd mun síðan raða á
listann að fengnu áliti félags-
manna og hefur nefndin endan-
legt ákvörðunarvald. „Þetta er
lýðræðislegra en fyrir síðustu
kosningar þegar við vorum ein-
göngu með uppstillingarnefnd,
en það fyrirkomulag gafst reynd-
ar mjög vel því þá vann D-Jistinn
sinn stærsta sigur frá upphafi,11
sagði Friðrik.
Stefán Haraldsson, bæjarfull-
trúi B-lista Framsóknarflokks
segir að ákvörðun verði tekin um
fyrirkomulag uppröðunar á lista
á aðalfundi félagsins n.k. sunnu-
dagskvöld. „Fyrir síðustu kosn-
ingar var málið alfarið í höndum
uppstillingarnefndar og spurning
hvort við gerum það sama nú eða
verðum með einhverskonar
skoðanakönnun meðal félags-
manna,“ sagði Stefán.
Tryggvi Jóhannsson, bæjarfull-
trúi af G-lista Alþýðubandalags
og óháðra, sagði að ákvörðun um
framboðsmál yrði tekin í næsta
mánuði. Formaður félagsins er
úti á sjó og verður að sæta lagi til
fundarhalda þegar hann er í
landi. Hvað sameiningarviðræð-
um við A-listann áhrærir, þá
sagði Tryggvi að viðræður um
hugsanlega sameiningu færu
ekki fram milli bæjarfulltrúa list-
anna, heldur myndu stjórnir fé-
laganna ræða þau mál.
Guðrún Kristín Jóhannsdóttir,
sem á sæti í stjórn Alþýðuflokks-
félagsins, sagði að engin ákvörð-
un hefði enn verið tekin um
framboðsmál A-Iista. Og hvað
sameiginlegt framboð A- og G-
lista áhrærði, þá hefðu málin
einfaldlega ekki verið rædd inn-
an stjórnar. Hún gerði hinsvegar
ráð fyrir að stjórnin kæmi saman
innan tíðar og markaði fram-
boðsstefnu krata. — JS
Denni eða hinn?
Steingrímur Hermannsson seðlabankastjóri hefur mjög verið í
fjölmiðlum að undanförnu og menn hafa verið að velta því fyrir
sér hvaða mann Steingrímur hafi að geyma. Hagyrðingurinn hk á
Húsavík hugleiddi þetta eftir að hafa horft á Spaugstofuna á dög-
unum þar sem Pálmi Gestsson fór á kostum við að herma eftir
Steingnmi:
Fullkominn leikari er aldrei í hlutverki hálfur,
þótt holdarfar, vöxtur, rödd eða útlit tálmi.
Pálmi er líkari Denna en Denni sjálfur,
svo Denni veit ekki nema að hann sé Pálmi.
Einbeiting verðandi heimsmeistara? Ungir garóyrkjubændur á Húsavík héldu upp-
skeruhátíd um heigina og skemmtu sér m.a. við leiki. Meira í blaðopnu.
Að blotna i sam-
einingarfætur
Engar líkur eru á að
kosið verði um sam-
einingu sveitarfélaga
í Þingeyjarsýslum
samfara sveitarstjóm-
arkosningum næsta
vor.
„Menn eru nánast búnir að af-
skrifa það að kosið verði um sam-
einingu sveitarfélaga í Þingeyjar-
sýslu samhliöa kosningum til
sveitarstjórna að vori,“ sagði Sig-
urður Rúnar Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri Héraðsnefndar
Þingeyinga. Sveitarfélög á svæð-
inu væru það mörg og málið
þyrfti lengri aðdraganda. Menn
litu svo á að sameining í ein-
hverju formi yrði verkefni næsta
kjörtímabils og nýjar sveitar-
stjórnir fengju þá tóm til að
vinna skipulega að málum frá
upphafi og hugsanlega með
markaða stefnu.
Sigurður Rúnar sagði að sam-
einingarmálin hefðu verið rædd
á fundi héraðsráðs fyrir skömmu
og þau yrðu áfram til umræðu á
fundi Héraðsnefndar um miðjan
næsta mánuð og þá væri e.t.v.
einhverra tíðinda að vænta.
Aðspurður sagði hann að tónn-
inn í sveitarstjórnarmönnum
hefði gjörbreyst frá því kosið var
um sameiningu 1993. „Þá þótti
mörgum þetta fráleit hugmynd
og voru ekki tilbúnir að ræða rök
með eða á móti, voru bara alfar-
ið á móti. En nú er þetta að ger-
ast allt í kringum okkur og kom-
in reynsla á það annarsstaðar
þannig að menn hafa hugsað
sinn gang hér. Þá hefur tilfærsla
á verkefnum frá ríki til sveitarfé-
laga valdið þrýstingi og það ferli
heldur áfram.“ Þannig að Sigurð-
ur taldi að flestir væru komnir á
þá skoðun að sameining væri að-
eins tímaspursmál, væri ekki
lengur spurning um hvort, held-
ur hvenær.
„Það sem ég óttast þó dálítið
fyrir okkar hönd er að menn
standi of lengi við lækinn og seg-
ist ætla að stökkva yfir einhvern
tímann, en verði orðnir svo mátt-
Iausir þegar þeir taka stökkið að
þeir blotni í fæturnar," sagði
framkvæmdastjóri Héraðsnefnd-
ar Þingeyinga að lokum. — js
Fólksflutningar í góðæri
íbúum á Húsavíb hef-
ur fækkað 11111 5 5 það
sem af er árinu, þrátt
fyrir ágætt atvinnu-
ástand.
„Þetta kemur okkur óneitanlega
nokkuð á óvart," sagði Einar
Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík,
um nýbirtar tölur Hagstofunnar
um fólksflutninga á landinu, en
þar kemur fram að íbúum Húsa-
víkur hefur fældtað um 55 á ár-
inu.
Góðæri hefur ríkt á Húsavík
og næga atvinnu hefur verið að
hafa, en Einar bendir á að þekkt
sé að atvinnuástand hafí ekki
nema að hluta áhrif á fólksflutn-
inga, þar komi fleiri þættir inn í
og oft erfitt að átta sig á hvað
ræður ákvörðunum viðkomandi.
„Við höfum ekki kannað það
sérstaklega hvaða einstaklingar
hafa flutt úr bænum í því skyni
að reyna að greina ástæður
flutnings,” segir Einar. Hann
segir þó að í þessum hópi sé ekki
um að ræða sjómenn sem flutt
hafi lögheimili til Raufarhafnar
vegna sölu á skipum þangað.
Hugsanlegt væri að kennarar
sem komu til starfa í stað þeirra
sem fluttu burt í vor væru ekki
búnir að flytja lögheimili.
„En við höfum reyndar séð
svona tölur áður á s.l. 13 árurn,
þetta mikla sveiflu, án þess að
þær væru varanlegar," segir Ein-
ar Njálsson. — JS