Dagur - 24.10.1997, Page 3

Dagur - 24.10.1997, Page 3
FÖSTUDAGUR 24.0KTÓBER 1997 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Þær vlnna í íslenskum fiski og eru stoltar af því. F.h. Laila Childes, Cynthia Evans og Tanja Kilpatrick. J ^181® . í * jy - * * rí M **** - íslenskar sjávarafurðir opnuðu nýja verk- smiðju í Virginíu í Bandaríkjunum á fostudaginn var. Það varhátíðarstund. Dag- ur spjallaði viðfisk- vinnslukonur og hlust- aði ápólitíkusa „Það er fínt að vinna í fiski,“ sagði Laila Childes, fiskvinnslu- kona í Newport News í samtali við Dag, en Laila er að kynnast fiski frá alveg nýjum sjónarhóli í gegnum starf sitt í nýrri fisk- réttaverksmiðju Islenskra sjávar- afurða í Virginíu í Bandaríkjun- um. Laila var að vinna hjá bæn- um áður en hafði ekki fastráðn- ingu þannig að framtíðarafkom- an var heldur ótrygg og hún átti erfitt með að gera framtíð- arplön. Laila var ásamt vinkon- um sínum Tanju Kilpatrick og Cynthiu Evans að fara að hlusta á hátíðardagskrána þegar verk- smiðjan sem þær vinna hjá var formlega opnuð sl. föstudag. „Þetta er náttúrlega ekkert venjulegt starf eða venjulegur dagur,“ sagði Tanja við Dag og brosti sínu breiðasta. „Fyrir það fyrsta er föstudagur, sem er út- borgunardagur og svo bætist við að okkur er boðið að koma á þessa hátíð í vinnutímanum," bætti hún við. Cynthia, þriðja vinkonan, benti á að það væri ekki í rnörgum vinnurn sem fólk- inu gæfist kostur á að heilsa sjálfum ríkisstjóranum með handabandi. „Hann er líka alveg frábær," sagði hún og það duld- ist engurn að George Allen ríkis- stjóri er hennar maður í pólitík- inni. Dags gat allt eins átt von á að hún færi að syngja þjóðsönginn. Skilaboðin voru skýr — „God bless America“!! Yfix 200 ný störf! Eins og áður sagði var vinnu- staður þeirra stallsystra opnaður með viðhöfn sl. föstudag, þó vinnsla og þjálfun starfsfólks haB hafist nokkrum vikum íyrr. Á annað hundrað íslendinga var kominn til Newport News af þessu tilefni, enda um að ræða fullkomnustu fiskréttaverk- smiðju Islendinga í Bandaríkjun- um, fjárfesting upp á 25 milljón- ir dollara, sem veitir um 225 77/ hamingju með opnunina. Hallow Carper tekur við heillaóskum frá borgarstjóra Newport News. Hái maðurinn fyrir miðri mynd er Gorge Allen, rfkisstjóri Virginíu, sem Cynthia Evans fiskvinnslukona er svo hrifin af. Úr vinnslusal nýju verksmiðjunnar. Fegin hvaö allt er snyrtilegt I fiskréttaverksmiðjunni í Newport News eru unnir fisk- réttir tilbúnir í neytendapakkn- ingar, eða pakkningar til veit- ingahúsa og mötuneyta og megnið af hráefninu kemur úr blokk. Yfirbragð vinnunnar er því talsvert annað hjá þeim Lailu, Tönju og Cynthiu, en það sem mætir íslenskum fiskvinnslukon- um. Vinkonurnar sjá t.d. sjaldan heilan fisk og eru nær því að vera að vinna með „mat“ en að „dýr“. Það líkar þeim vel. „Eg var voða fegin þegar ég uppgvötaði hvað þetta er allt snyrtilegt, eng- in lykt og ekki verið að slengja heilu fiskunum til og frá eða svo- leiðis," sagði Laila, sem ekki hef- ur unnið í fiski fyrr, ekki frekar en vinkonur hennar. Hún sagði greinilegt að íslenski fiskurinn væri sá allra besti í heimi og því væri hún stolt af því að vinna úr honum. God bless America! Allar eru þær þokkalega ánægð- ar með launin sín og segja þau í góðu samræmi við það sem þær geti átt von á í Virginíu. Aðal- atriðiö er að við hiifum fasta vinnu og hér er góður andi og aðstaðan fín. Þegar þær eru spurðar um brauðstrit fisk- vinnslukonunnar í Bandaríkjun- um vekur það athygli Islendings- ins að þær átta sig ekki vel á við hvað er átt. Það er greinilega ekki til siðs að kvarta yfir kjör- unum - menn geta verið bú- menn án þess að berja sér í Virg- iníu. „Við höfum það bara gott og Virginía er dásamlegt fylki að búa í,“ segir Tanja af svo rnikl- um sannfæringarkrafti að blm. manns vinnu. Byggingin var reist á mettíma og ekki liðu nema um 6 mánuðir frá því að jarðvinnan hófst þar til tilraunakeyrslan hóft á vinnslulínunum. Það var því kannski ekki furða þótt for- stjóri dótturfyrirtækis 1S í Bandaríkjunum, lceland Sea- food Corporation, Howell Carp- er, væri stórhuga og bjartsýnn þegar hann ávarpaði gesti: „Við höfum einsett okkur að geta boðið yfirburða vöru og þjónustu á bandarískum sjávarréttamark- aði og í þeim tilgangi höfum við nú Ijárfest f frábærri nýrrri verk- smiðju með hátæknibúnaði. En fyrst og fremst höfum við ráðið til okkar fólk sem hefur reynslu, þol og vilja til að stefna fram á við.“ Við þessi orð forstjórans hnipptu þær Laila, Tanja og Cynthia hver í aðra - tóku um- mælin greinilega til sín, allt nema þetta með reynsluna! Fiskréttaver - álver En stjórnmálamennirnir á staðnum Iögðu líka orð í belg. Bíkisstjórinn talaði, borgarstjór- inn og formaður atvinnumála- nefndar líka. Fyrir íslendingana sem hlustuðu, hljómuðu ræður, þeirra kunnuglega. AUir sem einn lofuðu þeir Islenskar sjáv- arafurðir fyrir þá ákvörðun að flytja verksmiðjur sínar til þeirra fylkis. Þeir bentu á (fyrir banda- rísku áheyrendurna og press- una) að þarna væri stefna þeirra að skila árangri, stefna sem mið- aði að því að laða (erlenda) fjár- festa að fylkinu til þess að skapa störf og rjúfa kyrrstöðu. Þeir rifj- uðu upp hvernig þeir hefðu sigrað, í samkeppninni um stað- arval með þvf að bjóða aðstöðu sem væri hentug, skattaívilnanir, þróunaraðstoð upp á 500 þús- und dali frá fylkinu og aðra 500 þúsund dali frá borginni. Þeir sögðust hafa bent íslenskum sjávarafurðum á stöðugt vinnu- afl og frið á vinnumarkaði o.s.frv. o.s.frv. Það fór ekkert á milli mála að þessi fiskréttaverk- smiðja var „álver“ Newport News - bæjar sem er ekki mikið stærri en Reykjavík. Það var kannski táknrænt að austur í Atlantshafi — á Islandi — voru stjórnmálamenn einmitt þennan sama föstudag að halda samskonar ræður um ágæti þess að laða að erlenda fjárfesta inn í landið til að skapa störf. Þeir voru hins vegar við formlega opnun stækkunarinnar í álver- inu í Straumsvík! -BG

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.