Dagur - 24.10.1997, Qupperneq 4

Dagur - 24.10.1997, Qupperneq 4
20-FÖSTUDAGUR 24.0KTÓBER 1997 UMBÚÐALAUST Tkypr Guð býr ekki í Gamla testamentinu ILLUGI JÖKULSSON SKRIFAR Það var fyrir meira en tvö þús- und árum — í sumum tilfellum hallar langleiðina í þriðja árþús- undið — sem duglegir menn í Gyðingalandi fóru að safna sam- an bókmenntum þjóðar sinnar af öllu tagi, bókmenntum sem geymst höfðu munnlega, og skrifa þær niður. Smátt og smátt varð til alveg einstakt safn alveg einstakra bókmennta, þar sem öllu ægði saman: misjafnlega áreiðanlegum sögulegum fróð- leik, ævafornum þjóðsögum, æv- intýrum, grobbsögum og skemmtivaðli af ýmsu tagi, göml- um draugasögum, innblásnum trúarritum, geðvonskulegri þjóð- félagskrítík, ættartölum, laga- boðskap, reglugerðum, hreinlæt- issiðum, almennri mannasiða- kennslu, ljóðum, jafnvel leikrit- um, og þannig beinlínis kennt í skólum, að Gyðingar hafi frá upphafi verið þeirrar skoðunar að aðeins væri til einn sameiginlegur Guð fyrir allt mannkyn. Sérstaða þeirra fólst eingöngu í því, og þá að- eins þegar fram í sótti, að þeir töldu að þeirra eigin prívat og persónulegi Guð væri einn; hann var síðan eins og allir hinir Guðirnir fyrir botni Miðjarðar- hafsins eigingjarn og afskipta- samur um sína útvöldu þjóð en lét sig mannkyn allt engu skipta. Gyðingar höfðu að sjálfsögðu mætur á Guði sínum, þótt raun- ar sé vafasamt að þeir hafi verið öllu trúaðri en ýmsar aðrar þjóð- ir; það var sennilega íyrst og fremst hin sterka bókmennta- hefð í nánum tengslum við siða- boðskap af öllu tagi og öfluga prestastjórn sem hefur fært okk- ur þá hugmynd. En þótt Gyðingar hafi metið Guð sinn mikils og viljað veg hans sem mestan, þá held ég að jafnvel hinir kraftmestu spá- menn hefðu varla trúað því Mérþykir alltafeitt- ef einhver hefði reynt að Ijúga m;etli, ..váfrum hvaðdapurlegtviðþað N' að þeim að telja; pjoöin sem x ° x — þegar maður sér viti byggði Gyðinga- land var mikil sagnaþjóð og fékkst við flestallar greinar bókmennta í meiri eða minni mæli. Það var að vísu ekkert alveg sérstakt við bók- menntaiðju Gyðinga — allar þjóðirnar í kringum þá, í Iöndunum fyrir botni Miðjarðar- hafs, stunduðu samskonar skemmtanir á kvöld- in, en Gyðingar voru þeim að vísu flestum snjallari. Það sem skildi þó milli feigs og ófeigs var hversu duglegir Gyðingar voru við að skrifa bókmenntir sínar niður og varðveita þær, auk þess sem þeir höfðu vit á að vefa inn i alla sína Ijölbreytilegu bók- menntaflík einn og sama þráð- inn; það er að segja Guðinn sinn. Svo líða 2000 ár Það er mikil firra sem margir halda, enda er það ef ég man boma jnenn, eins og mérsýnist Gunnar Þorsteinsson íKrossin- um vera, veifa um sig Gamla testamentinu og nefna það í sama orðinu og Guð. melra en tvö þúsund árum eftir að þeir voru að reyna að tukta örsmáa þjóð sína til með því að hóta henni eldi og brennisteini, þá myndi maður nokkur sitja við píanó eitt þriðjudagskvöld í Sjónvarpinu uppi á Islandi — sem enginn vissi þá að var til — og halda því fram festulegur og góðlegur í fasi að allt þeirra bókmennta- safn, þá kallað Gamla testa- mentið, væri kórrétt orð hans eigin Guðs og hver sá sem ekki tryði hverjum bókstaf væri for- dæmdur að eilífu. I fyrsta lagi þá trúðu nú Gyðingar Gamla testamentisins ekki á eilíft líf, og f öðru lagi held ég að spámenn- irnir úr Gyðingalandi hefðu bara orðið móðgaðir ef þeir hefðu orðið vitni að þessum norræna manni á þessu óþekkta landi eigna sér Guðinn þeirra — sjálf- sagt hefðu þeir skipað mannin- um stranglega að vera ekki að kássast upp á annarra manna jússur. Réttlæting fordóma Mér þykir alltaf eitthvað veru- Iega dapurlegt við það þegar maður sér viti borna menn, eins og mér sýnist Gunnar Þorsteins- son í Krossinum vera, veifa um sig Gamla testamentinu og miðja trúar þeirra, en að þeir skuli enn þann dag í dag vera að dragnast með jukk Gamla testa- mentisins í ofanálag og reyna að láta það passa Guði sínum, það er sem sagt fyrst og fremst ákaf- lega neyðarlegt. Að vísu má fólk auðvitað trúa hverju sem er mín vegna, á stokka og steina, þess vegna, eða draugasögur Gamla testamentisins, og það er í tísku „Gyðingar hefðu vart trúað því efeinhver hefði sagt þeim að 2000 árum síðar myndi maður nokkur sitja við ptanó eitt þriðjudagskvötd í Sjónvarpinu uppi á Islandi og vitna i gamia testamentið sem sinn guð, “ segir lllugi og á þar við Gunnar Þorsteinsson í Krossinum,- nefna það í sama orðinu og Guð. Þetta segi ég ekki af því ég hafi lítið álit á Gamla testa- mentinu, fjarri því — þar eru samankomnar ýmsar af glæsileg- ustu bókmenntum heimsins frá upphafi. En að láta sér detta í hug að kenna þetta yndislega kraðak við Guð, það er satt að segja svo stúpid (ef ég má kom- ast svo dónalega að orði) að maður fyrirverður sig fyrir hönd viðkomandi. Við skulum láta Nýja testamentið og Jesú Krist liggja milli hluta, enda er það allt allt annar handleggur, og vissulega telja kristnir menn að það sé undirstaða og þunga- að líta vinsamlega til trúarof- stækismanna svo fremi þeir fari ekki að drepa fólk eins og í út- löndum — það vottar oftar en ekki fyrir öfund þegar við hund- ingjarnir og trúleysingjarnir fjöllum um hina svokölluðu sér- trúarflokka; „Þetta fólk trúir þó að minnsta kosti einhverju, en hvað það hlýtur að vera gott og þægilegt." En þegar þessi heita trú verður síðan til þess að rétt- læta alls konar fordóma og of- stæki, eins og Gunnar Þor- steinsson opinberaði til dæmis eina ferðina enn í garð samkyn- hneigðra, þá hættir maður smátt og smátt að hera virðingu fyrir Menningarvaktin Immiatur þj óöariimar íslensk matarmenning var þema vikunnar. Mér tókst að ná í síð- ustu kassana af frosnu slátri í Hagkaupum og varði helginni til þjóðlegrar sláturgerðar í góðum félagsskap. Firring nútíma- mannsins í þjóðfélgi hraða og spennu (þetta er handhægur frasi sem grípa má til, jafnt í Iista- og þjóðfélagsumræðu) urðu þess valdandi að ég missti næstum af sláturtíðinni. Þar sem ég hellti rúgmjölinu út í blóðið og vigtaði mörinn, þá fór ég að velta fyrir mér gildi þjóðmenningar fyrir okkur nú- tímafólk. Eg veit ekki hvort það voru blóðið og mörinn sem vöktu með mér þessar hugrenn- ingar; hallast kannski frekar að því að rúgmjölið hafi kveikt þær. Alla vega þá sá ég eitthvert sam- hengi þarna á milli. Kannski liggur það í því að slátur, þessi þjóðlegi réttur, er ekki Iengur ein af uppistöðum fæðunnar, heldur er gaman að hafa þennan rétt öðru hverju á borðum og maður vildi alls ekki sjá hann hverfa úr matarmenn- ingunni. Uppskriftirnar eru líka slípaðar af bragðlaukum kyn- slóðanna, frá móður til dóttur eða tengdadóttur og nú á þess- um síðustu og verstu tímum frá móður til sonar. Slagurinn um uppskriftirnar sem gæti hafa hafist svona: „Lifrarpylsan er ágæt, en það jafnast ekkert á við lifrarpylsuna hennar mömmu." Þannig var slátrið gert eftir upp- skrift sigurvegaranna á sama hátt og saga mannkyns er rituð. Lifrarpylsan frá ömmu og blóð- mörinn úr tengdafjölskyldu föð- urbróður míns (fyrirgefðu amma). Slátrið eins og menningin breytist úr hversdagsmenningu í tyllidagamenningu, rétt eins og bókmenntirnar, verkmenningin þeirri trú, og hún verður varla lengur einkamál hvers og eins — fyrst hún er notuð til að stað- festa og útbreiða alls konar rugl og þvætting, og studd skáldskap Gamla testamentisins. Á hvað trúir þjórtkirkjau? Eg veit ekki almennilega, frekar en aðrir, á hvað íslenska þjóð- kirkjan trúir. Það gæti svo sem verið nógu fróðlegt að komast að því einhvern daginn. En hitt veit ég að íslenska þjóðkirkjan mun ætíð fara eins og köttur kringum heitan graut meðan hún gerir ekki upp sakirnar við Gamla testamentið; meðan hún leyfir fólki að halda að það eigi að trúa á eitthvað af þeim forna skáld- skap sem Gyðingar settu saman sér til hugarhægðar og skemmt- unar. Það er út af fyrir sig rétt hjá Gunnari Þorsteinssyni í Krossinum að ef menn ætla að trúa á eitthvað af Gamla testa- mentinu, þá eiga menn auðvitað að trúa á það allt saman eins og það leggur sig, en ekki velja úr samkvæmt eigin smekk, tepru- skap og tíðaranda. En það er að sjálfsögðu ekki hægt nema leggja alveg til hliðar heilbrigða skynsemi, enda þætti mér gam- an að heyra einhvern höfuðklerk íslensku þjóðkirkjunnar eða trú- fræðiprófessor lýsa því yfir skýrt og skorinort að þeir telji Gamla testamentið vera orð Guðs. Það munu þeir aldrei geta gert; og lágvært muldur um að hlutar þess séu að minnsta kosti inn- blásnir anda Guðs, það dugar ekki, því helmingurinn af öllum besta skáldskap heimsins er hvort sem er innblásinn anda Guðs. Því ætti íslenska þjóð- kirkjan auðvitað að viðurkenna án þess fari milli mála að þótt Gamla testamentið séu dásam- legar bókmenntir, þá komi þær Guði nákvæmlega ekkert við. Ef takast mætti að koma því al- mennilega til skila, þá myndi fólki eins og Gunnari Þorsteins- syni ekki reynast eins auðvelt að nota meir en tvö þúsund ára gamalt þjóðsagnasafn til að út- breiða fordóma þegar hann ætti að einbeita sér að því einu að útbreiða kærleiksboðskapinn, sem líka fer manninum lang- samlega best. Pistill llluga var lesinn í morgitmitvarpi Rúsar 2 ígær. og rímnasöngurinn. Sláturveisla Iaugardagsins var í senn þjóðleg og herleg og ég gekk saddur og sæll til náða. Sunnudagurinn varð svo al- þjóðahyggjunni og póst-módern- ismanum að bráð, þar sem ég afbyggði sýn mína á eðli þind- anna og hakkaði þær ekki eins og mamma, né bjó til lunda- bagga. Þessi í stað voru þær deconstrúerarðar og framand- gervðar í tælenskum karrírétti á sunnudagskvöld. Svo var sest fyrir framan sjónvarpið.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.