Dagur - 24.10.1997, Page 5

Dagur - 24.10.1997, Page 5
FÖSTUDAGUR 2A.OKTÓBER 1997 - 21 LÍFIÐ í LANDINU LEIKHÚS KVIKMYNDIR TÓNLIST SKEMMTANIR Akureyri/Norðurland UMSJÓN Marín G. Hrafnsddttir HHHHH Benedikt Sigurðarson, Eyjólfur Eyvindsson og Gísli Gunnlaugsson Bæjarsjónvarpið álaugardaginn Akureyrskt sjónvarp hejurfæðst í annað sinn, nú heitirþaðAk- sjón og eropnunarút- sendingin á laugardag- inn klukkan 18:00. Benedikt Sigurðarson, sem vill titla sig ritstjóra Aksjón sjón- varpsins, mun vinna við dag- skrárgerð fyrir stöðina ásamt Eyjólfi Eyvindssyni kvikmynda- tökumanni en Páll Sólnes og Gísli Gunnlaugsson eiga hina nýju sjónvarpsstöð. „Eg verð ekki mikið í mynd sjálfur, hef ekki hugsað mér að setja mig í fréttaþulastellingar," segir Benedikt. „Markmiðið er að gefa viðmaelendum fyrst og fremst möguleika til tjáningar." Opnunarútsendingin verður í klukkutíma á laugardaginn og hefst klukkan 18:00. Þá fáum við ávörp og kynningu á fyrir- bærinu og eins mannlífsbrot þar sem Aksjónmenn taka menn tali, fara í heimsóknir á vinnustaði auk þess sem fólki verður boðið á Aksjón kaffi (í varastúdíóið). „Við fáum fólk í spjall um mál- efni Akureyrarbæjar og llest það sem lýtur að daglegu lífi hérna.“ Þegar Sjónvarp Akureyri fór af stað (fyrir um 10 árum) kom Benedikt nærri dagskrárgerð. „En þetta er ekki mitt fag, en ég leit svo á að það væri markmið forvígismanna þessa fyrirtækis að gera þetta með óhefðbundum hætti.“ Utsendingar Aksjón munu einvörðungu miðast við Akur- eyri. „Við munum fyrst og fremst horfa á það sér akureyrska. Okk- ur langar að skapa vettvang fyrir fólk til að tjá sig um málefni staðarins og það líf sem hér þrífst. Hér er ekki um sam- keppni við aðrar sjónvarpsstöðv- ar að ræða, við ætlum okkur að sinna því sem aðrir sinna ekki.“ Eftir opnunarútsendinguna verður sjónvarpað á föstudag og laugardag í næstu víku, hálftíma og klukkutíma í senn. Fastar út- sendingar eru síðan fyrirhugaðar á miðviku-, fimmtu- og föstu- dögum á milli 18-18:30. Sjón- varpsmarkaður kemur inn í dag- skrána og eins hefur verið leitað eftir samkomulagi við bæjar- stjórn Akureyrar um beinar út- sendingar frá fundum. „Annan hvorn þriðjudag, þegar ekki er bæjarstjórnarfundur ætlum við að fjalla um starfsemi bæjarins, þjónustu eða framkvæmdir. Þetta verður unnin dagskrá. Aformin eru svona, en hvað tekst að gera núna á fyrstu vik- unum er ekki alveg ljóst.“ Telurðu að útsendingar frú bæjarstjómarfundum séu fallnar til vinsælda? „Mér kæmi á óvart ef fólk hefði ekki áhuga á að kikja á hvað er að gerast hjá bæjar- stjórninni, ekki síst á kosninga- ári. - En tveggja eða þriggja tíma útsending frá bæjarstjórnarfundi er ekki spennandi enda ekki ætl- uð sem slík en efnið varðar þetta bæjarfélag og ef að miðillinn getur auðveldað fólki að fylgjast með og þannig auðveldað því að hafa áhrif á sitt nánasta samfé- lag þá er það í sjállu sér einhvers virði.“ Hvernig stillir maður Aksjón inn d tækið sitt? „A nýjum tækjum geta menn notað leitarann en á mínu sjón- varpi erum við á efstu rás, rásinni á undan vídeórásinni." Vinsældalisti Frostrásariiinar Framvegis á föstudögum verður vinsældalisti Frostrásarinnar birtur í Degi. Lag Turn my head Tumbthumbing Bailando Di Da Di Sunchyme Avenues Got it til it... Samba de janero Hljómsveit Síðasta vika Live Chumbawamba Paradiso Mario Montell Dario G Refugees Janet Jackson Bellini 9. Drug’s dont work The Verve nýtt 10 Power of love Corona nýtt 11 Friday night 24/7 ásamt Stay C nýtt 12. Wanna by like ... Simone J 20 13. Stay Sash nýtt 14.Joga Björk 15 15. Anybody Seen ... Rolling Stones nýtt 16. Prumpufólkið DR. Gunni nýtt 17. Phenomenon LL cool | nýtt 18. Let it rain Nana nýtt 19. Familiar Incubus .. . grayboy 20 20. Spáðu í mig Kolrassa krókríðandi 16 Kvöldstund með Vigdísi Þann 24. október, á degi Sam- einuðu þjóðanna, stendur jafn- réttisnefnd Akureyrar fyrir opn- um fundi í Deiglunni sem hefst klukkan 20.30. Gestur fundar- ins er Vigdís Finnbogadóttir. Vigdís var fyrsta konan sem var þjóðkjörin forseti og vakti það heimsathygli á sínum tíma. Hún sat á forsetastóli frá 1980 til 1996 og kynntist á þeim tíma mörgum góðum konum víða um heim og ýmsum kvennamálefn- um. Vigdís mun meðal annars segja frá því sem hún fæst við þessa dagana og ræða um konur og kvennamál en á forsetastóli kynntist hún mörgum góðum konum víða um heim og ýmsum kvennamálefnum. Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari og Rósa Kristín Baldursdóttir söngkona sjá um tónlistina. Opið hús í Deiglunni frá klukkan 20:30-22:30, allir vel- komnir. Verk Kristjáns Steingríms Á sunnudaginn klukkan 16:00 verður safnaleiðsögn fyrir sýn- ingargesti Listasafns Akureyrar um sýningu Kristjáns Stein- gríms Jónssonar. Sýning Kristjáns Steingríms nær yfir tæpan áratug af ferli hans og býður upp á gott tæki- færi til umhugsunar og umfjöll- unar. Kristján Steingrímur er fæddur á Akureyri og starfar nú sem skólastjóri Myndlistaskóla Reykjavíkur. Sýning Kristjáns nær yfir 7-8 ára tímabil. „Fyrstu verkin á sýningunni fjalla um virkjaðar ár á lslandi. I þeim eru stærðfræði- tákn, rafmagnstákn og rafrásar- teikningar úr stýrikerfi Raf- magnsveitna ríkisins, því kerfi sem flytur rafmagn á milli landshluta," segir Kristján. Þá má nefna að Þingvallamyndir Kristjáns lýsa gróðurfari með táknum kortagerðarmanna. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.