Dagur - 24.10.1997, Síða 10

Dagur - 24.10.1997, Síða 10
26 - FÖSTUDAGUR 2 4 . OKTÓBER 1997 Xfc^MT' LÍFIÐ í LANDINU HESTAR Angi með afkvæmum. irnio: ej. Heiðursverð- laimahestur seldur úr landi Heiðursverðlaunahest- urinn Angi frá Laugar- vatni hefur verið seld- ur úr landi og fer hann til Danmerkur. Angi sem er undan Ongli frá Kirkjubæ og Sif frá Laugarvatni er af lang- ræktuðum stofnum kominn. Hann er fæddur 1988 og er því 1 5 vetra gamall. Hann var fyrst sýndur á landsmótinu á Gadd- staðaflötum 1986 4ra vetra gamall og hlaut þá 7,94 í einkunn og eftirfarandi umsögn: „Fríður, meðalreistur, mjúk- vaxinn foli með prýðis lundarfar, lipran vilja og hreinan allan gang. 6 vetra gamall fær hann 8,26 bæði fyrir sköpu- lag og hæfileika. Angi hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi 1994 og heiðursverðlaun 1996. Hann hefur verið meðal efstu hesta f kynbótamatinu og er í matinu 1996 með 129 stig og er þar lang efst- ur fyrir fótagerð með 158 stig. Þessi eiginleiki hefur erfst vel frá honum. Angi á marga hátt dæmda syni og dætur og 9 stóðhestar undan honum hafa hlotið 1. verðlaun. Þar er efstur Nökkvi frá Vestra-Geldingaholti með 8,32 í aðaleinkunn. Hrossaræktarsamtök Suðurlands voru eigendur Anga en þau keyptu hann 1 988. S.ú ákvörðun að selja hest- inn er tekin vegna þess að notkun hef- ur verið lítil á honum upp á síðkastið. Það sem sett hefur verið út á hestinn er einkum geðslagið. Þó hann hafi sjálfur verið .geðprúður þá virðist það ekki halu skilað sér nógu vel til afkom- endanna. Það er hins vegar alltaf spurning hvenær rétt er að afsetja hesta og flytja þá úr landi því dæmin sýna að margir hestar hafa vaxið í áliti með auknum afkvæmafjölda og má í því sambandi minna á Gáska frá Hofs- stöðum og Feyki frá Hafsteinsstöðum. Fötagerðm mjög sterk Hestur sem getur af sér jafn stóran hóp af 1. verðlauna hestum og Angi hefur gert hlýtur að búa yfir mörgum kostum sem þörf er fyrir að efla í íslenska hestakyninu. Sérstaklega má í þessu tilfelli benda á sterka fótagerð Anga. En synir hans sem enn eru hérlendis munu væntanlega skila þessum erfðum til afkomenda sinna svo og dæturnar, en það er mikið kappsmál að bæta þennan eiginleika í stofninum. Til þess að stóðhestur hljóti heið- ursverðlaun þarf hann að eiga minnst 50 dæmd afkvæmi og kynbótamat hans þarf að vera 125 stig eða meira. Það þýðir að meðaleinkunn afkomendanna þarf að vera góð. Það er mikið framboð á háttdæmd- um stóðhestum á Islandi og spurning hvort ekki sé komið að því að herða enn skilyrði fyrir því að hestar hljóti 1. eða heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Það breytir því hins vegar ekki að setja verður stórt spurningarmerki við því þegar verið er að selja hest sem er með þeim efstu í dómi fyrir afkvæmi. Angi er fyrsti hesturinn sýndur til heiðursverðlauna sem fluttur hefur verið úr landi. Gassi frá Vorsabæ II var einning búinn að ná þessu marki en hafði ekki verið sýndur til þeirra verð- launa er hann var seldur til Danmerk- ur. Gassi og Angi eru jafn gamlir og komu til dóms fjögurra vetra á sama mótinu. Þeir hafa nú það sameiginlega verkefni að bæta íslenska hrossastofn- inn í Danmörku. Kári Arndrsson skrifar Karlar ráðleggja konum • Aldrei kaupa nýja tegund af bjór bara vegna þess að „það var útsala“. • Ef við erum í garðinum og það er kveikt á sjónvarpinu inni, þá þýðir það samt ekki að við séum ekki að horfa ... • Þegar þið þurfið að segja okkur eitt- hvað, reynið að koma því að á meðan auglýsingarnar eru. • Þó svo þið getið aðeins notað nærfötin einu sinni, merkir það ekki að þið þurfið fleiri nærföt, það segir okkur bara að nærföt séu slæm Ijárfesting. • Gerið svo vel að aka ekki þegar þið eruð ekki að aka. • Reynið ekld að útskýra fyrir okkur hvernig fólkið í sögum ykkar er skylt eða tengt. Við skiljum það ekki og kinkum bara kolli og bíðum eftir loka- línunni. HVAÐ Á É G A Ð GERA Iifsleiði Ég er 45 ára karlmaður, í góðri vinnu, á góða fjölskyldu og ætti að vera alveg full- komlega hamingjusamur með lífið og til- veruna. En það er ég ekki. Það er í mér sífelld óljós þrá eftir einhveiju, sem ég veit ekki hvað er, einskonar lífsleiði. Mér finnst Iífið vera svo tilgangslaust, en veit samt ekki hvernig ég á að bregðast við. Þetta er því miður allt of algengt á meðal fólks, sérstaklega þeirra sem komnir eru um fertugt. Þá fer fólk að endurmeta ýmislegt og skoða líf sitt. Oft er gott að skrifa lista, hvað dreymir mig um? Hvað er ég ósáttur við, hverju myndi ég vilja breyta og svo framvegis. Setja í forgangsröð og vinna svo að hverju fyrir sig. Láta það eftir sér að taka tíma frá í leikfimi eða eitthvað annað sem orsakar hreyfingu, helst daglega. Það dugar oft til að hrista upp í manni nægjanlega til að þessi óljósi leiði hverfi. En umfram allt er nauð- synlegt að vera bjartsýnn, einblína á já- kvæðu hliðamar. Vigdís svarar í simaiui! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símanu kl. 9-12. Simiuu er 563 1626 (beint) eða 800 7080 Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgata 31 Ak. Netfang: ritstjori@dagur.is FLÓAMARKAÐUR Gamalt sófasett gefins Anna Sigga á gamalt furusófasett og furu- sófaborð sem hún vill gjarnan gefa. Sófa- settið samanstendur af þriggja sæta sófa og einum stól. Ef einhver telur sig geta notað þetta sófasett, þá er síminn hjá Önnu Siggu 462 4712. Endunumið Það er mikið hringt út af enduvinnslu og kona ein vildi koma því á framfæri enn og aftur að Rauði krossinn tekur á móti flík- um sem fólk saumar og prjónar og sendir áfram til stríðshrjáðra landa. Verkefnið heitir FÖT SEM FRAMLAG og fást allar uppl. hjá Rauða kross deildunum. Taimvernd , 7.;' ■ . P Til okkar hringdi hjúkrunar- - fræðingur sem vildi vekja at- hygli á því að börn koma í ‘ ungbarnaeftirlit frá 6 vikna aldri og þá strax er lögð mikil áhersla á tannvernd. Einnig á leikskólum og í skólum. Það er stöðug fræðsla í gangi alveg frá fæðingu barnsins og henni finnst að það megi alveg koma fram hvað hjúkrunarfræðingar, Ieikskóla- kennarar og kennarar leggja mikið í þá Iræðslu.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.