Dagur - 24.10.1997, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 2A.OKTÓBRR 1997 - 27
LÍFIÐ í LANDINU
Honda Civic 1600 V-TEC ‘97 rauður
ek. 12. þ. km 160 hö ABS sóll álf. ofl.
Verð: 1.800.000,-
Bflasala •
VW Polo 1000 3. d ‘96 hvítur
ek. 21. þ. km Verð: 800.000,-
VW Vento Grand 1600 i A/T ‘97 blár
ek. 7 þ. km álf spoil ofl.
Verð: 1.500.000,-
Bflaskipti
Toyota Touring 1600 GLI 4x4 ‘91 blár
ek. 91 þ. km áfl Verð: 970.000,-
Bflasala • Bflaskipti
Nissan Terrano V6 3000 5. g ‘93
grænn ek. 74 þ. km 31“ áfl brk ofl.
Verð: 1.950.000,-
Mazda E2200 dísel 4x4 ‘91 hvítur
ek. 130 þ. km VSK-bíll Verð:
900.000,-
Bflasala • Bflaskipti
MMC Pajero V6 3000 A/T ‘93 Toyota 4Runner V6 3000 5. g ‘93
blár/grár ek. 76 þ. km álf sóll ofl. vínr. ek. 43 þ. km sóll
Verð: 2.300.000,- Verð: 1.900.000,-
Cherokee Laredo 4000 A/T ‘88
rauður ek. 140 þ. km
Verð: 1.090.000,-
• Bílasala
MMC L-300 dísel turbo 4x4 ‘96
blár/grár ek. 28 þ. km 8 manna
Verð: 2.000.000,-
• Bflasala
Subaru Domino 4x4 ‘96 silfur
ek. 35 þ. km 6 manna
Verð: 950.000,-
• Bflasala
Shetland 570 120 hö Volvo Penta
inb/outb VHF-stöð ofl. ofl. Verð:
700.000,- Skiþti dýrari bíl
Vantar vélsleða á skrá og á
staðinn strax- Góð inniaðstaða
- - ( BÍLASALINNJ
nöldur ehf.
B í L A S A L A
við Hvannavelli, Akureyri
Simar 461 3019 & 461 3000
Iákamshitinn féli
Klukkan er 21.00 á miðviku-
dagskvöldi. Einn í ellefubíó
svindlar og er einn í níubíó. Oað
er kalt úti. En það sem skiptir
meira máli að það er mjög kalt
inni í kvikmyndasalnum. I hléi
eru gestir Borgarbíós á Akureyri
að berja hita í hvern annað til
að njóta þess sem á tjaidinu er.
Undirritaður notar forláta bak-
poka sem með er í för sem
ábreiðu. Ákveð síðan að láta
myndina sem er til sýningar
þetta kvöld ylja sér. Mynd
kvöldsins var Áddicted to Love
með þeim Meg Ryan og Matt-
hew Broderick í aðalhlutverk-
um. Mynd sem kom þægilega á
óvart. Mynd um þegar allt er
lagt í sölurnar til að „eignast"
hina sönnu ást. Mynd sem náði
að ieiðrétta líkamshita minn
þegar starfsmenn Borgarbíós
gleymdu að skrúfa frá ofnum.
Það má kannski segja að það
hafi verið með ráðum gert að
hafa kalt loft í salnum til kanna
áhrif myndarinnar. Við skulum
hafa það þannig.
Eins og áður sagði kom
myndin mér þægilega á óvart og
var nokkuð skemmtileg. Ágæt-
lega leikin og vel útfærð ástar-
mynd, þar sem allt endar að
sjálfsögðu vel. Myndin fjallar
(eins og alltaf í stuttu máli) um
tvo einstaklinga sem leggja allt f
sölurnar til að endurheimta
hinn „rétta“ lífsförunaut. En
eins og einhver benti á, að það
er ekki hægt að velja einhvern
til að elska sig (þetta var sagt í
myndinni eða var það Valdís
Gunnarsdóttir). Tónlistin var
noldvuð góð og féll vel að sögu
myndarinnar eins og gefur að
skilja þegar ástin er annars veg-
ar. Grínið og glensið var nokkuð
þægilegt og var hægt að skella
vel upp úr nokkuð oft. Þetta er
tveggja og hálfsstjörnu mynd.
Fín mynd lýrir alla sem vilja að-
eins „hlýja“ sér á köldum og
dimmum kvöldum.
Svona í lokin, kæru félagar í
Borgarbíó. Það er farið að kólna
úti. Það er svo notalegt að láta
sér líða vel í bíó. Annað. Ekki
skella hléi á þegar aðalsöguhetj-
ur myndarinnar eru í miðjum
samræðum. Það slítur sögu-
þráðinn illa. Ekki meira að
sinni.
Ein „kuldaskræfa" í níubíói.
SMÁTT OGSTÓRT
Sigurdór
Sigurdórsson
Ljósálfurinn
Það urðu nokkuð líflegar umræður í fyrir-
spurnartíma á Alþingi á miðvikudaginn. Þá var
spurt hvort
hefði
slysum
fækkað á
Reykjanesbraut eftir að lýsingu
var komið upp við brautina.
Ræddu menn þá um nauðsyn
þess að breikka Reykjanesbraut-
ina vegna mikils umferðarálags.
Meðal annarra komu þær
Rannveig Guðmundsdóttir og
Siv Friðleifsdóttir í ræðustól og
sögðu þingmenn Reykjaneskjör-
dæmis hafa staðið vel saman í
málefnum Reykjanesbrautar.
Siv sagði að vísu að einn þing-
maður hefði reynt að leika ein-
leik þegar unnið var að því að fá
lýsingu á Reykjanesbraut. Eftir
það sagði hún hina þingmenn
Reykjaneskjördæmis kalla hann
„ljósálfinn.11 Hún upplýsti ekki
hver þessi þingmaður er. Árni
M. Mathiesen kom í ræðustól
og tilkynnti að það væri ekki átt
við sig. „Ljósálfurinn" sem Siv
talaði um mun vera Kristján
Pálsson, sem manna ötulast
hefur unnið að því að bæta
Reykjanesbrautina.
Rannveig Guðmundsdóttir.
Siv Friðleifsdóttir.
Baltasar Kormákur.
Gullkoriiiii
Nú er prófkjiir Sjálfstæðis-
flokksins brostið á. Undanfarna
daga hefur Morgunblaðið verið
með aukablöð með greinum eft-
ir og um frambjóðendur flokks-
ins í prófkjörinu. Eins og alltaf
fellur þar hvert gullkornið á
fætur öðru bæði frá frambjóð-
endum og þeim sem eru að
mæra þá. Guðlaugur Þór segir:
Reykjavík á að vera útvörður ís-
lendinga! Baltasar Kormákur
segir: Menningin er undirstaða
samfélagsins! Hvað ætli Kristján Ragnarsson hjá LIU segir við
þessari fullyrðingu? Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari í hand-
bolta segir: Eg vil hafa Júlíus Vífil í mínu liði! Spurning hvort
hann myndi styrkja landsliðið. Páll Örn Líndal segir: Svanhild-
ur er manne^kja með skoðanir! Þetta var nauðsynlegt að frá
fram. Anna F. Gunnarsdóttir segir: Eg er með „lykla" í höndun-
um og mig langar að finna dyrnar sem þeir ganga að! Það er
alltaf slæmt að geta ekki opnað útidyrnar sínar. Jóhanna Thor-
steinsson segir: Stjórnmnál snúast alltaf um eitt, þau snúast
um fólk!! Þá vitum við það.
Sheepfold post
Friðbert Herbertsson cand mag.
skrifar skemnmtilegar hugleið-
ingar um hitt og þetta í Stúd-
entablaðið lýrir nokkru. þar á
meðal um íslensku jólasveinana.
Hann segist koma með eina og
eina setningu á ensku til útskýr-
ingar fýrir erlenda stúdenta.
Nafn Stekkjastaurs þýðir hann
Sheepfold post og segir svo:
Hann er um margt merkilegur.
Hann er haltur (he has a limp).
Eg þekkti einu sinni mann sem
var haltur. Hann hafði einn
daginn verið á gangi og ætlað að
fara yfir Hringbrautina við Stúdentaheimilið en gömul Volga
keyrði yfir hann. Fóturinn hálf datt af honum og undir annan
bíl, Mösdu 1987. Þetta var svo sannarlega háskalegt ævintýri
og eftir þetta haltraði aumingja karlinn. En tveimur árum
seinna náði mamma hans að sannfæra hann urn að fara til
Iæknis. Hann brá sér á Borgarspítalann. Halti maðurinn var og
er nískur svo að hann spurði konuna í glerbúrinu: „Borgar spít-
alinn?" og konan í glerbúrinu svaraði: „Borgarspftalinn, já.“ og
með það fór hann inn til læknis sem hafði numið við Háskóla
Islands ...
Kínverjar
Lítill snáði hringdi í afa sinn fyrir nokkru og sagði: „Afi, ég ætla
að segja þér brandara. Veistu hvenær Kínverjar tala íslensku?"
Afinn svaraði neitandi. „Þegar þeir hafa lært hana!“
Friðbert Herbertsson þýðir nafn
Stekkjastraurs „Sheepfold post“.