Dagur - 01.11.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 01.11.1997, Blaðsíða 10
10- LAVGARDAGVR l.NÓVEMBER 1997 D*ffu- ÞJÓÐMÁL Gróska vill þjóðarafkvæði! SVAN- FRÍÐIJR JÓNAS- DÓTTIR ÞINGMAÐUR SKRIFAR Gróska fer nú um landið og kynnir afstöðu hreyfingarinnar til ýmissa mikilvægra mála. Gróska er stjórnmálaafl fólks sem vinnur að samfylkingu og sameiginlegu framboði jafnaðar- manna og félagshyggjufólks, ekki bara við sveitarstjórnarkosningar heldur við næstu alþingiskosn- ingar. Þess vegna eru hugmyndir Grósku áhugaverðar og spenn- andi. I þeim eru lausnir á með- ferð mála sem menn láta böggl- ast fyrir í umræðunni um sam- eiginlegt framboð á Iandsvísu. Einföld og snjöll hugmynd Eitt af því sem gjarnan er nefnt þegar samstarf jafnaðarmanna ber á góma er mismunandi af- staða til Evrópusamvinnunnar. Afstöðu fólks til ESB er hvorki hægt að flokka til vinstri eða hægri. Stjórnmálaleiðtogar reyna að afgreiða ESB með því að gefa út tilskipun um hvort Evrópu- samvinnan sé á dagskrá eða ekki og eiga í erfiðleikum með að veita aðra leiðsögn. Afstaða hagsmunasamtaka og fólks, hvort sem er í flokkunum eða meðal kjósenda flokkanna, er svo mismunandi að þverklýfur stjórnmálafylkingar. Hér er því um dæmigert þjóðaratkvæða- greiðslumál að ræða eins og til- laga Grósku vísar til. I tillögu Grósku er lagt til að fólkið í land- inu fái að segja álit sitt á því hvort sækja eigi um aðild að ESB. Ef niðurstaða úr slíkri at- kvæðagreiðslu yrði jákvæð yrði næsta skref að kanna hvað kæmi út úr samningaviðræðum um að- ild. Niðurstaða samningavið- ræðnanna yrði síðan aftur lögð fyrir þjóðina og ef henni væri niðurstaðan hugnanleg yrði af Þegar stjómmála- flokkamir gefast upp við úrlausn mála af því þau ganga ekki eftir hefðbimdnum línum þá verður hið beina lýðræði að taka við svo vilji fólksins nái fram að ganga. aðild okkar. Semsagt, leyfum þjóðinni að segja sitt álit á því í almennri atkvæðagreiðslu hvort við eigum að vera að hugsa um ESB aðild. Framhaldið ræðst af niðurstöðunni. Nýtum beiut lýðræði við lausn stórmála Fulltrúalýðræði í flokkakerfi dugar prýðilega þegar mál liggja nokkurn veginn eftir flokkslínum eða eru í takti við megnistefnur. Þá takast fylkingar á eftir hefð- bundnum leikreglum og niður- staðan ætti að lýsa meirihluta- vilja. Þegar þannig háttar hins- vegar að mál liggja þvert á flokka er fulltrúalýðræðið ekki eins góð aðferð til að kalla fram meiri- hlutavilja. Og þegar stjórnmála- flokkarnir gefast upp við úrlausn mála af því þau ganga ekki eftir hefðbundnum línum þá verður hið beina lýðræði að taka við svo vilji fólksins nái fram að ganga. Annars er hætt við að sterk hagsmunasamtök fái enn meiru um það ráðið hver verður niður- staðan og ríkisstjórnir endi í fanginu á forystumönnum þeirra. Ég sé það fyrir mér ef leið Grósku yrði farin að þá færi fram löngu þörf umræða um stöðu Is- lands í atvinnu-og menningar- Iegu tilliti við nýjar aðstæður í breyttri veröld. Hvaða möguleika á lítil þjóð í samfélagi þjóðanna? Hvernig nýtum við þá möguleika sem best fyrir okkur og afkom- endur okkar á ókominni tíð? Með hverjum eigum við samleið og hvaða form finnum við því samstarfi sem okkur er hagfelld- ast og eðlilegast? Markviss um- íjöllun um þessi efni væri síðan dýrmætt veganesti fyrir fulltrú- ana, hvort sem væri í samninga- viðræður við ESB eða til að leita annarra leiða. Það var auðvitað að kynslóðin, sem ekki er mörk- uð af hinum hörðu andstæðum kalda stríðsins, kæmi auga á hina augljósu og eðlilegu leið. Við ættum að leggja eyrun vel við þvf sem Gróska hefur að segja á þeim fjölmörgu fundum sem efnt verður til á næstunni. Almerniiugiir og ósýnileg rafeindaáhrif EINAR ÞORSTEINN HÖFUNDUR BÓKARINNAR LÍFSSPURSMÁL SKRIFAR Eins og lesendur Dags hafa fylgst með er nýbúið að taka op- inberlega til skoðunar áhrif raf- segulsviðs, útvarpsbylgja og al- mennrar geislunar á lífverur. Kastljós tók málið lyrir nýlega og síðan buðu Geislavarnir Ríkis- ins, Landlæknisembættið, Raun- vísindastofnun Háskólans, Um- hverfisráðuneytið og Vinnueftir- lit Ríkisins til málþings um þessi mál í Norræna Húsinu fyrir stuttu. Landlæknisembættið hafði forgöngu um málið og bauð einnig ,,tveim utanaðkomandi mönnum" að halda erindi um málið, þ.e. Brynjólfi Snorrasyni frá Rannsóknarsetrinu í Eyjafirði og undirrituðum. Margt bar þarna á góma og var að sjá að fullur salur fólks skemmti sér hið besta við að fylgjast þarna með átökum á milli fulitrúa op- inberu aðilanna, sem telja ekkert samhengi þarna á milli, og svo fulltrúa nýrra viðhorfa til þessa margumdeilda máls. Augljóst var að vísindamenn- irnir vissu hver um sig mikið um sitt fag eins og vera ber. Og gættu flestir að vísindamati sínu, utan einn eðlisfræðingur sem gekk svo langt að fullyrða að eitt eða annað „væri ekki hægt“ sam- kvæmt sínum Iærdómi.'Þá bentu þeir á að væri virkilega eitthvað ókannað svið eftir sem þeir vissu ekki um, þá hefðu þeir eða fræðibræður þeirra, vissulega þann metnað að vilja verða fyrst- ir til að uppgötva það. T.d. vegna frægðarinnar sem því fylgdi. Svo óh'klegt mætti teljast að eitthvað nýtt svið væri til.úrþví að það hefði ekki gerst! Tilefni þess síðasta var það að þeim var bent á, að til er ný fræðigrein sem nefnist lífrafseg- ulfræði, en hún sameinar alla þeirra eðlisfræðivisku um raf- magn og rafbylgjur og einnig líf- eðlisfræðiþekkingu mannsins. Þetta tvennt sameinað gefi nýja og byltingarkennda innsýn í innri starfsemi lifandi vera. Og þar með möguleikann til lækn- inga án þess að nota nein hefð- bundin lyf. - En þar sem við ætt- um ekki enn sérfræðing á því sviði, væri útilokað að komast nú að niðurstöðu um þetta mál. Við andmælendur vísinda- mannanna bentum á að gamla setningin: „þetta er ekki hægt“ eða þetta er „brot á öllum þekkt- um náttúrulögmálum" benti ekki til vísindalegrar hugsunar. Enda hefði það sama verið sagt á und- an notkun járnbrautarinnar, bif- reiðarinnar og ekki síst flugvélar- innar..... Mannsandinn er ávallt að gera hið ómögulega mögu- legt. Og það er enda styrkleiki hans. En hvað snertir metnað vís- indamanna: Þá var nefnt dæmið alkunna frá kvasi-kristallafræð- inni, sem Dan Shechtman, upp- götvandi kvasi-kristallanna í náttúrunni, hefur sagt frá: OIl gögnin um tilveru þeirra höfðu legið íyrir augum vísindamanna í fjörutíu ár, en þar sem að búið var sanna að þeir væru ekki til... leitaði þeirra enginn uns hann gerði það árið 1983. „Markaður vísindakenninganna er galopinn en enginn „fulllærð- ur“ sæll í sinn trú kemur til að versla." Brynjólfur Snorrason, lagði fram niðurstöður sínar með að- stoð Dr. Júlíusar B. Kristinsson- ar. Þær eru frá þrem síðustu árum. En honum hefur tekist að lækka seiðadauða í laxeldisstöð frá 30% seiða niður í 6% með því að Ijarlægja óæskileg áhrif raf- sviðs við stöðina. - I framhaldi af því var Landlækni bent á það að þessi nokkur hundruð þúsund seiði í 24 prósentunum sem Iifðu þetta af væru greinlega haldin „sálsýki". En hann hefur þráfald- lega bent á það að þóknunaráhrif eða „placebo effect" væru orsök- in fyrir því að fólki Iíður betur eftir Iagfæringar á rafsviði í heimahúsum en ekki lífeðlis- fræðileg breyting aðstæðna. Aðspurður um það hvort það gildi þá ekki um allar heimsókn- ir til lækna, svaraði Landlæknir játandi - „að sjálfsögðu". Undir- ritaður mæltist þá til þess við fundinn að koma því áleiðis til hins háa Alþingis að semja ný lyfjalög þar sem þessi þáttur mannlegs eðlis sé tekinn með í reikninginn. Því þannig mætti þá spara mikinn hluta þeirra 6,7 milljarða sem nú eru greiddir ár- lega og sjálfkrafa af þjóðinni til lyfjaframleiðanda og sölumanna þeirra. Þessu er hérmeð komið aftur áleiðis til þings og þjóðar. Á málþinginu komu fram margar tilvitnanir í erlendar rannsóknir, bæði faraldsfræði- legar og klínískar. Báðir skoð- anahópar gátu stutt sinn málstað á þann hátt. Og báðir efuðust um réttmæti hinna. Þrátt fyrir allt er endanleg niðurstaða sem allir sætta sig við ekki komin fram ennþá. Niðurstöður rann- sókna sem borgaðar eru af raf- magnsframleiðendum eru til dæmis ekki sannfærandi. En menn voru samt sammála um það að skilgreining fjölmiðla á niðurstöðum rannsókna sem koma svo hingað í þriðju eða fjórðu útgáfu eru ekki mjög trú- verðugar. Samt móta þær skoð- anir almennings um þetta mál- efni enn í dag. Niðurstöður málþingsins í Norræna Húsinu voru þær, að skoða þyrfti málið mun betur áður en endanlega „útför“ fer fram. Þar á meðal óskaði Land- læknir eftir svörum við skrifleg- um spurningum til Brynjólfs Snorrasonar. Á meðal þeirra er þessi: „Hvernig stendur á því, að riða sem kom hingað um 1876, getur tengst rafsviði, þegar sveit- irnar voru ekki rafvæddar fyrr en um 1924?“ - Eitt svar við því er t.d. að frávik í lágtfðni í segul- sviði jarðarinnar geti þarna haft sín áhrif með öðru. En fleiri rök- rænar skýringar eru til og þær munu verða rannsakaðar. - Það er einmitt tengingin milli lítilla, vart mælanlegra orkusveifla af mismunandi tíðni í umhverfi okkar og samskonar rafsviðs inn- an Iíkamans, sem mælist í millj- örðustu hlutum ampera, sem þarf að skoða betur. Mér bíður í grun að viðhorf manna til þeirra náttúrufyrir- bæra sem ekki sjást og „geti þar af Ieiðandi ekki haft nein áhrif' séu enn mjög við líði. Og gildir þá einu hvort um er að ræða há- skólamenn eða aðra. Opinber heilsufræði og læknismennt í landinu miðast enn í dag ein- göngu við „efnafræðilega mann- inn“. Því er enn verið að selja okkur alls konar kínalífselexíra með mörgum nýjum framandi nöfnum, sem breytast á 17 ára fresti eftir því sem einkaleyfin renna út á þeim. Munurinn er sá að nú er þetta gert í nafni vís- inda, sem eru, þegar betur er að gáð, tengd svo miklum hags- munum að þar er ekki um „akademískt frelsi" lengur að ræða. Árið 1989 var FDA-stofnunin bandaríska - Fæðu- og lyfjaeftir- lit Bandaríkjanna - einn af þeim aðilum sem studdu fyrstu ráð- stefnuna um nýja læknisfræði tengda rafsegulssviðstækni þar í landi. Þar sem FDA-stofnunin er notuð til þess að samþykkja meg- inþorra allra Iyfja notuðum af Is- lendingum, þá má vera að ein- hver sjái að hér stefnir í alvarleg- ar læknismeðhöndlanir. Ætlar þjóðin að vera með eða ekki?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.