Dagur - 05.11.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 05.11.1997, Blaðsíða 4
4- MIÐVIKUDAGUR S .NÓVEMBER 1997 rhyptr FRÉTTIR Kostaði 2.5 milljónir Ögmundur Jónasson, þingmaður Alþýðubandalagsins og óháðra, gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í fyrirspurnartíma á Alþingi l'yrir út- gáfu ritsins „Afangar á réttri leið“, þar sem fjallað er um verk stjórn- arinnar það sem af er kjörtímabilinu og þann tíma sem framundan er. Ögmundur sagði þetta ekki upplýsingar heldur áróður, sem kostaður væri af almannafé. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sagði útgáfuna hafa kostað 2,5 milljónir króna og væri það fé tekið af ráðstöfunarfé ríkistjórnarinnar. Umboðsmaðiir aldraðra Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að ríkisstjórnin kanni for- sendur fyrir stofnun embættis umboðsmanns aldraðra og hafa lagt fram á Alþingi þingsályktun þar um. I greinargerð benda tjórmenn- ingarnir á að íslendingar verði allra þjóða elstir og hlutfall aldraðra af heildaríbúum fari vaxandi. Því sé nauðsynlegt að stjórnvöld taki tillit til hagsmuna aldraðra þegar ákvarðanir séu teknar. Umboðsmanni aldraðra væri ætlað að vinna sérstaklega að hagsmunamálum aldr- aðra og fylgjast með því að fullt tillit sé tekið til þeirra. Guðmundur Hallvarðsson er fyrsti flutningsmaður. íslensk börn fá hlutfallslega mun minni velferðarútgjöld en frændsystkyni þeirra á Nordurlöndum. Hrossabændur styrktir Byggðastofnun lánaði 14 milljónir króna til hrossabúskapar og hesta- leigu á árunum 1993-96. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn frá Gísla Einarssyni, þingmanni Jafnaðarmanna. Hæst lán fengu Anders og Lars Hansen vegna hrossaræktarbús, eða 8 millj- ónir króna árið 1994. Reynir Sigursteinsson, Mýrarhreppi, fékk lán- aðar 4 milljónir 1993 vegna útflutnings á hrossum og Ingimar Páls- son á Sauðárkróki fékk 2 milljónir lánaðar 1994 vegna hestaleigu. Fjórir aðilar fengu samtais tæpa eina og hálfa milljón í styrki á ár- unum 1995 og 1996 til að markaðssetja íslenska hestinn og efla hestaferðir. Burt með forréttindiu Opinberir starfsmenn sem kosnir eru á þing eiga rétt á 5 ára leyfi frá störfum og forgangsrétt að sambærilegu starfi hjá ríkinu í önnur 5 ár, samkvæmt lögum um þingfararkaup og þingfararkostnað. Þetta þykir Kristini H. Gunnarssyni, þingmanni Alþýðubandalagsins, vera mis- munun og hefur því lagt fram frumvarp um að þetta ákvæði laga verði afnumið. I greinargerð segir hann að engin rök réttlæti að veita þing- mönnum sem störfuðu hjá hinu opinbera starfsöryggi í allt að 10 ár. Ekki hafi verið sýnt fram á að þeim sé hættara við að missa þingsæti sitt en þingmönnum, sem áður störfuðu á almennum markaði. Há skólagjöld í tónlistarskóla Stjórn Tónlistarskóla Dalvíkur hefur tekið til umfjöllunar bréf hreppsnefndar Svarfaðardalshrepps þar sem hvatt er til þess að tón- listarskólarnir við Eyjafjörð taki upp viðræður um víðtækt samstarf og samvinnu svo nemendur þurfi ekki að hætta námi vegna hárra skólagjalda. Samþykkt var að aðalkennari viðkomandi nemenda verði ráðínn stundakennari við Tónlistarskóla Dalvíkur. Jafnframt var sam- þykkt að gjaldskrá skólans verði endurskoðuð fyrir næsta skólaár með tilliti til fullorðinna. Enginn sjúkraliði í Hrísey Ákvörðun stjórnar Heilsugæslustöðvarinnar að endurnýja ekki ráðn- ingarsamning við sjúkraliða í Hrísey hefur mætt andstöðu sveitar- stjórnar Hríseyjarhrepps og fer hún fram á endurskoðun þeirrar ákvörðunar. Þjónusta sjúkraliða hefur verið lítið notuð, eða að með- altali 2 til 3 í mánuði frá því í mars, Þórir V. Þórisson læknir hefur farið fram á að stjórn Heilsugæslustöðvarinnar útvegi honum og fjöl- skyldu hans viðunandi leiguhúsnæði á Dalvík þar sem hann hefur selt húseign sína nýverið. Farið er fram á svipuð leigukjör og Bragi Stefánsson læknir býr við. í ljósaskiptimum orðið í norðri Bókasafnsnefnd ræddi framkvæmd og skipulag Norrænnar bóka- safnsviku 10. til 16. nóvember nk. Skipuleggjendur leggja til að bókasafnsvika hefjist og á sama hátt í almenningsbókasöfnum alls staðar á Norðurlöndum undir heitinu: í ljósaskiptunum orðið er í norðri. Ákveðið var að leita liðsveislu nokkurra einstaklinga í bænum og 6. bekkjar Dalvíkurskóla. Óráðstafað 13,6 miUiónum króna Við endurskoðun fjárhagsáætlunar Dalvíkurbæjar fyrir árið 1997 var upplýst á bæjarstjórnarfundi í október að tekjur að frádregnum rekstrargjöldum eru 77.585 þúsund krónur; til ráðstöfunar eftir greiðslur vegna lána eru 55.373 þúsund krónur og óráðstafaðar tekj- ur 13.693 þúsund krónur. — GG „Splæsa“ 100 þús. meira á bam Velferöarútgj öld vegna fjölskyldna og bama eru hlntfalls- lega rúiiium 7 millj- örðum minni á ís- landi enhinumNorð- urlöndunum. Velferðarútgjöld vegna fjöl- skyldu og barna, sem hlutfall af landsframleiðslu, eru hlutfalls- lega um 40% minni hér en á hin- um Norðurlöndunum, þátt fyrir að Islendingar eiga mildu fleiri börn en frændþjóðirnar. Hér á landi jafngiltu þessi útgjöld hátt í 11 milljörðum króna, eða tæp- um 160 þús. kr. að meðaltali á hvert barn (1995). Væru Islend- ingar jafn örlátir við barnaljöl- skyldurnar eins og norrænu frændþjóðirnar hefði þessi upp- hæð numið um 260 þús. kr. á hvert barn. Samkvæmt upplýsingum al- mannatrygginga eru Heilbrigðis- útgjöldin hlutfallslega eins há á Islandi og hinum löndunum, jafnvel töluvert hærri en í Dan- mörku. Þetta er m.a. athyglisvert í ljósi þess að gamalt fólk er enn- þá hlutfallslega miklu færra á Is- landi en hinum Norðurlöndun- um. Til annarra velferðarút- gjalda er varið hlutfallslega margfalt hærri fjárhæðum á hinum löndunum en hérlendis. - HEI Öflugur atvinnu- þróunarsjóður Sveitarstjórnarmenn funduðu með oddvitum atvinnuþróunar á Eyjafjarðarsvæðinu nýverið og virðist mikill áhugi á að einfalda uppbyggingarstarf frá því sem nú er. „Þetta er allt á réttri leið. Málið er enn í tillöguformi en svo virðist sem mikil sátt sé um það,“ segir Daníel Árnason hjá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar. Meðal þess sem rætt er um, er að taka starfsemi Iðnþróunarfé- lagsins í gegn og „spá meira í krónur og aura,“ eins og Daníel orðar það. Hann segir að þjappa þurfi ráðgjafar- eða atvinnu- stuðningsstarfi betur saman en verið hefur og gera atvinnumála- nefndarstarf Akureyrarbæjar markvissara. Þá hefur verið rætt um að Ferðamálamiðstöð Eyja- fjarðar verði innlimuð sem hluti af stærri heild. „Hún er tiltölu- Daníel Árnason. lega nýleg stofnun og nokkurt brambolt fylgdi því að koma henni á fót. Næsta skref er að setja hana inn í öflugra umhverfi þekkingarlega. Hins vegar erum við að tala um stofnun e.k. at- vinnuþróunarsjóðs fyrir svæðið og stuðla að því að hlutafé í at- vinnuskyni í eigu sveitarfélaga á svæðinu, myndi færast inn í einn stóran at\ánnuþróunarsjóð sem e.t.v myndi veita nútímalegri ábyrgðir en áður þekkjast," segir Daníel. Ef þessar hugmyndir ganga upp, er ekki eftir neinu að bíða að vinna ákveðið að málinu og er stefnt að því að því verði lokið fyrir áramót, að sögn Daníels. - BÞ Konur vilja vera satnan Konur í Alþýðuflokki, Alþýðu- bandalagi, Kvennalista og Þjóð- vaka blása til fundar í kvöld um samfylkingu félagshyggjuflokk- anna og hvernig nýta megi þau tækifæri sem þar bjóðist til að auka og bæta hlut kvenna. Athygli vekur að fundurinn er haldinn daginn áður en lands- fundur Alþýðubandalagsins hefst, en þar er búist við hörðum deilum um sameiningarmál. Guðný Aradóttir, fulltrúi Al- þýðubandalagsins í hópnum sem undirbjó fundinn annað kvöld, segir að það hafi alltaf verið stefnt að því að halda hann áður en flokkarnir héldu sína lands- og flokkstjórnarfundi. Það sé hins vegar tilviljun að fundurinn verði daginn fyrir landsfund Al- þýðubandalagsins. Það hafi átt að halda hann fyrr, en það af ýmsum ástæðum ekki orðið. - VJ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.