Dagur - 05.11.1997, Blaðsíða 6
6- MIÐVIKUDAGUR 5 .NÓVEMBER 1997
Dvgur
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Simar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjaid m. vsk.:
Lausasöluverð:
Grænt númer:
Simbréf augiýsingadeiidar:
Símbréf ritstjórnar:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
STEFÁN JÓN HAFSTEIN
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖRU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.680 KR. Á MÁNUÐI
150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
800 7080
460 6161
460 6171CAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Gott fordæmi
í fyrsta lagi
Hafinn er skipulegur áróður fyrir því að leyfa hnefaleika á nýj-
an leik hér á landi. Ahugi á þeirri „íþrótt“ virðist hafa kviknað
hjá einhveijum hópi manna í kjölfar sýninga á einni sjónvarps-
stöðinni af keppni í slíkum slagsmálum erlendis. Sumir
áhugamenn um þessar barsmíðar hafa ögrað stjórnvöldum
með því að skipuleggja keppni og senda hana út í sjónvarpi í
trássi við lög. Skynsamlegra er að ræða málið opinberlega,
boxa með rökum eins og það var orðað í frásögn Dags í gær af
umræðufundi stúdenta þar sem deilt var um hvort afnema
ætti það algjöra bann sem samþykkt var á Alþingi árið 1956 og
leyfa svokallaða ólympíska hnefaleika.
í öðru lagi
Hnefaleikar skera sig úr öllum öðrum íþróttagreinum að því
leyti að markmið þeirra er beinlínis að berja andstæðinginn,
ekki síst í höfuðið, þar til hann missir ráð og rænu. Auðvitað
koma fyrir slys í flestum íþróttagreinum, og þau stundum mjög
alvarleg. En í engri annarri íþrótt er leiðin til að sigra andstæð-
inginn beinlínis sú að berja hann í kássu. Fyrir liggur að fjöldi
manna hefur látið lífið vegna þeirra ofsafengnu barsmíða sem
þeir hafa orðið fyrir í keppnishringnum. Þeir eru auðvitað
margfalt fleiri sem hlotið hafa varanlega líkamlega og andlega
fötlun vegna áverka sem þeir hafa fengið í keppni.
í þriðja lagi
Ætla mætti að flest væri Islendingum þarfara að læra um þess-
ar mundir en nýjar aðferðir til að berja náungann. Það er ekki
eðlismunur á ólympískum hnefaleikum og hefðbundnu fyrir-
komulagi þessara slagsmála, einungis stigsmunur. Bardagaað-
ferðirnar eru þær sömu þótt gerðar séu nokkrar ráðstafanir til
að draga úr hættu á mannslátum. Islendingar eiga að vera
stoltir af því að vera í fararbroddi þeirra sem gert hafa slíka
villimennsku útlæga. Með þeirri ákvörðun sýndu Iandsmenn
öðrum þjóðum gott fordæmi. Höldum því áfram.
Elias Snæland Jónsson.
fitfV
Breyttar línur
Það er mikið um að vera í
auðlindaskattsmálum þjóðar-
innar þessa dagana. Bræður
eru farnir að berjast og fjöl-
skyldur spundrast. Þannig er
ágreiningur útvegsmanna og
Morgunblaðsins orðinn slíkur
að útgerðarmenn eyða hluta
af stórgróða sínum í að kaupa
opnu auglýsingu í Mogga til
að koma sjónarmiðum sínum
þar á framfæri. Þannig standa
auðmenn fslands gráir fyrir
járnum og yggla sig hverjir
framan í aðra.
Sameining sleg-
in af?
En ástandið er engu betra hjá
þeim öflum í þjóðfélaginu
sem kenna sig við blessaða al-
þýðuna. Um langt skeið hafa
þeir sungið mansöngva sam-
einingar jafnaðarmanna,
flokksbroddarnir í A-flokkun-
um. Æskulýðsfélög flokk-
anna hafa hjalað um grósku
og enginn vissi annað en gró-
andi sameiningarinnar stæði
sem allra hæst. Þá ríður
höggið af. Daginn sem út-
gerðarmenn kaupa sér opnu í
Mogganum fyrir kvótagróð-
ann kemur Jóhanna Sigurðar-
dóttir, sjálf Jóhanna af Ork
sameiningarinnar, fram í
þessu sama Morgunblaði og
svo gott sem slær af gróand-
ann og gróskuna í sameining-
unni.
Aiþýöa og auö-
vald
„Því miður er ástæða til að
óttast, a.m.k. þessa stundina,
að þeir í forystu Alþýðubanda-
lagsins sem vilja ekki sameig-
inlegt framboð í næstu kosn-
ingum, séu að ná yfirhönd-
inni,“ segir Jóhanna og er
greinilega áhyggjufull vegna
komandi landsfundar Alla-
balla þar sem til umræðu
verður að fresta ákvörðun um
sameiginlegt framboð. Það
sem veldur vandræðum í Al-
þýðubandalaginu varðandi
sameininguna er hins vegar
gamalkunnur draugur - auð-
lindagjaldið. Margrét Frí-
mannsdóttir
hefur ekki
treyst sér til
að setja fram
þingsálykt-
unartillögu
um þetta mál
vegna and-
stöðu í
flokknum, og það er einmitt
þessi andstaða sem nú
stendur gegn sameiningar-
málunum og Jóhanna óttast
að séu að ná yfirhöndinni í
flokknum. Auðvaldið og al-
þýðan standa því hvort
frammi fyrir öðru, klofin í
herðar niður vegna auðlinda-
gjalds. Mar-
grét er meira
að segja búin
að setja for-
mannsstól-
inn að veði
þannig að
rætist ótti Jó-
hönnu má
búast við nýjum formanni í
Alþýðubandalaginu eftir
helgi. Sú fylking gæti sem
best heitið „auðþýðan" og Iot-
ið forustu Steingríms J. og
Kristjáns Ragnarssonar. Hinir
úr hópi auðvalds og alþýðu
gætu sameinast um auðlinda-
gjald undir heitinu „alvaldið"
og lotið forustu Styrmis
Gunnarssonar og Margrétar
Frímanns. Baráttan í þjóðfé-
laginu hætti þar með að vera
milli auðvalds og alþýðu en
yrði milli auðþýðunnar og al-
valdsins! GARRI
QDDLTR
OLAFSSON
skrifar
Fyrirferð Þjóðkirkjunnar er orðin
með þeim eindæmum að Dóm-
kirkjan er orðin alltof tíkarleg til
að rúma öll þau kristilegu stór-
menni sem tilhlýðilegt þykir að
hljóti að vera viðstödd þegar nýr
kirkjuhöfðingi vígist til valda og
áhrifa. Fjölgunin innan Þjóð-
kirkjunnar hlýtur að vera óskap-
leg og sérstaklega meðal þeirra
sem þar hafa eflst til áhrifa, að
Dómkirkjan rúmar ekki lengur
þann mikla flokk, sem heiðra
þarf almættið með nærveru sinni
þegar nýr biskup tekur við gæslu
hjarða sinna. Skreppa verður upp
á Skólavörðuholt til að vígsla fari
fram á sómasamlegan hátt.
Kirkjan við AusturvöII verður
þar með ekki Iengur kirkja bisk-
upsins yfir Islandi. Flún er enda
orðin tveggja alda gömul og hef-
ur vegur kristninnar vaxið svo, að
ekki dugir minna en tröllaukna
báknið á holtinu til að standa
undir hlutverki dómkirkju.
ObrnMeg ktrkja
ÖIl máttarvöld vinna skipulega
að því að rústa miðborg Reykja-
víkur og gera hana að lágkúru-
legu búlluhverfi og athvarfi fíkla
og dómstóla.
Eðlileg þróun?
Flutningur Dómkirkjunnar er
eðlilegt framhald þeirrar þróun-
ar. Kannski verður
hægt að notast eitt-
hvað Iengur við gömlu
kirkjuna sem sóknar-
kirkju fyrir nágrennið
og svo má hafa þar
yfir gott fyrir alþingis-
menn á þingsetning-
ardegi. En hvenær
röðin kemur að henni
að verða enn eitt
skemmtanahúsið í
miðborginni bíður
vonandi fram á næstu öld. Svo
mætti vel hugsa sér að bæta
henni við húspláss Alþingis, sem
aldrei verður nægilegt,
Innan Þjóðkirkjunnar er allt
breytingum undirorpið, þar sem
þjónar hennar, vígðir sem aðrir
miisíkantar, takast á um messu-
söng og túlkun orðsins og trú-
verðugleik biskupa. Söfnuðir fá
ekki lengur að kjósa sér presta,
enda eru þeir komnir á próventu
hjá ríkinu og kirkjur orðnar að
skrýtnum skúlptúrum með altari
á hjólum, eins og te-
borð í fínni húsum.
Því er það kannski
tímanna tákn að
gamla Dómkirkjan úr-
eldist eins og annað í
guðskristninni og sé
ekki lengur brúkleg
fyrir hinar fínni at-
hafnir, þar sem geist-
legir íklæðast sínu
dýrðlegasta pússi og
blessa hver annan í bak og fyrir.
Útþensla þjóðkirkjuimar
Enn hefur ekki verið birtur gesta-
listi með nöfnum þeirra sem
verða þeirrar náðar aðnjótandi,
að fá að horfa á biskupsvígslu í
Hallgrímskirkju. En gera verður
ráð lýrir að hann verði mun fjöl-
mennari en sá sem orðið hefði ef
aðeins ætti að notast við það hús
sem enn stendur undir því að
kallast Dómkirkja. Fjölgunin
innan Þjóðkirkjunnar krefjist
stærri og veglegri guðshúsa, þar
sem hinir góðu hirðar leiða
hjarðir sínar um grænar grundir
umburðarlyndrar guðskristni.
En það er allur munurinn að
geta boðið sem flestum að vera
viðstaddir biskupsvígslu, þvf það
er ósköp leiðinlegt fyrir áhuga-
fólk um fínar samkomur að vera
sett hjá þegar stórar vígslur fara
fram. Því er um að gera að hrúga
sem flestum inn í guðshúsið þeg-
ar stórt á að ske og er því merkur
Salómónsdómur að gera báknið
að dómkirkju til að spilla ekki
einingu andans innan Þjóðkirkj-
unnar.
Dómkirkjan.
spurtlöi
svairad
Fram hefur komið að
karlmenn eru síður
heima hjá veikum böm-
um sínum. Hefurþú
tekið þérfrí vegna veik-
inda bamaþinna?
Ellert B. Schram
forsetiíSÍ.
Já, ég á svo
mörg börn,
svo ég hef
oft verið
heima vegna
veikinda
þeirra. Ég
tel slíkt al-
veg sjálfsagt.
Jónas Fr. Jónsson
aðstoóarframkvæmdastjóri Verslunar-
ráðs íslands.
Við höfum
verið svo
heppin að
hafa aðgang
að lang-
ömmu sem
hefur getað
passað fyrir
okkur í flest-
um tilvikum,
en annars
reynum við að skipta þessu á
milli okkar.
Pétur Blöndal
alþingismaður.
Já, það hef
ég gert. Það
fer mikið
eftir aðstæð-
um hverju
sinni hvort
okkar sinnir
börnunum í
veikindum.
Einar Sveinsson
forstjóri Sjóvár-Almennra.
Ég þurfti nú
að gera það
hér á árum
áður. Ég var
frá vinnu
vegna þessa,
kannski ekki
allan dag-
inn, því það
var nú
þannig að vinnutími okkar hjóna
skaraðist ekki nema að litlu leyti.
Þau mál voru alltaf Ieyst í góðri
sátt.