Dagur - 05.11.1997, Blaðsíða 10
10 -MIÐVIKVDAGVR S. NÓVEMBER 1997
FRÉTTIR
Þyrlafann
týnda
meim
Víðtæk leit var gerð að tveimur
mönnum sem skiluðu sér ekki
úr jeppaferð í Landmannalaug-
ar. A 10. tímanum í gærmorgun
fann þyrla Landshelgisgæslunn-
ar, TF-SIF, mennina og voru
þeir báðir heilir á húfi.
Þrjár nýjar biíðir jafn-
gilda nokkram
Kringlum í Reykja-
vík.
Mikill uppgangur er í verslunar-
þjónustu í Olafsfirði þar sem
þrjár nýjar búðir verða opnaðar í
bænum. Um síðustu helgi var ný
tískuvöruverslun opnuð, Tíska
og sport, og á næstu dögum
munu tvær nýjar búðir bætast
við. Önnur er ÁB-skálinn en þar
íbúð óskast
SÁÁ óskar eftir að taka á leigu einbýlishús eða
raðhúsaíbúð, helst í Glerárhverfi, fyrir einn af
starfsmönnum sínum.
Upplýsingar í síma: 462 7611 eða 462 6565.
verða seldar skrifstofu- og rekstr-
arvörur auk þess sem boðið verð-
ur upp á fullkomna ljósritunar-
þjónustu. Hinn er hannyrða-
verslun sem heita mun Föndur-
hornið.
Sveinn Magnússon, sem reka
mun AB-skálann og Föndur-
hornið ásamt fjölskyldu, er
bjartsýnn á framtíð verslunar í
Olafsfirði og gerir sér vonir um
að Dalvíkingar og jafnvel Akur-
eyringar muni sjá sér fært að
skipta við Olafsfirðinga. „Því
ætti það ekki að vera hægt. Með
góðri þjónustu og hagstæðu
vöruverði sé ég ekkert því til fyr-
irstöðu. Það tekur enga stund að
renna milli Olafsfjarðar og Akur-
eyrar,“ segir Sveinn.
ÓlafsQörður er aðeins 1200
manna bæjarfélag og má því líkja
þremur nýjum verslunum við
nokkrar Kringlur í Reykjavík.
Sveinn segir að fréttir séu alltof
oft neikvæðar frá Ólafsfirði, bar-
-
7' 1 Bj
/ Ólafsfirði er nú verið að opna þrjár nýjar versianir, um síðustu heigi var opnuð
tískuvöruverslun og fljótlega verða tvær til viðbótar opnaðar.
lómur gagnist engum, en stuðn-
ingur sveitarstjórnaryfirvalda við
nýsköpun mætti þó vera meiri.
Hann vildi koma á framfæri að
Sæunn Axelsdóttir væri nú að
lyfta grettistaki í sjávarútvegin-
um og það efldi hugarþel Ólafs-
firðinga. — BÞ
Vilja aðgerðir gegn
byggðaröskim
Uppbygging vegakerf-
is á landsbyggðmni
mikilvæg, segir kjör-
dæmisþing framsókn-
armanna.
Kjördæmisþing framsóknar-
manna á Norðurlandi eystra,
haldið að Hótel Reynihlíð 1.-2.
nóvember síðastliðinn lýsir
áhyggjum af stöðugri byggða-
röskun og áframhaldandi fólks-
flutningum til höfuðborgarsvæð-
isins. „Til að snúa vörn í sókn
þarf að leita allra tiltækra ráða.
Auka þarf fjölbreytni atvinnulífs
á landsbyggðinni auk þess að
styrkja þá atvinnustarfsemi sem
fyrir er,“ segja framsóknarmenn.
Meðal tillagna er að flytja þurfi
til opinberar stofnanir, staðsetja
nýja opinbera þjónustu utan höf-
uðborgarsvæðisins og tryggja
grunnþjónustu í sessi. Jafnframt
þurfi að stuðla að auknu sam-
starfi og áframhaldandi samein-
ingu sveitarfélaga og flytja fleiri
verkefni frá ríki heim í héruð.
„Athugandi er að beita sértæk-
um, tímabundnum aðgerðum til
að ná árangri svo og að hraða
uppbyggingu vegakerfisins og
treysta samgöngur á landsbyggð-
inni. Þá má minna á hlutverk
Fjárfestingarbankans og Nýsköp-
unarsjóðs í þessu sambandi,"
segir í ályktun framsóknar-
manna.
Framsóknarmenn ályktuðu
ennfremur um heilsugæslu og
telja þeir mikilvægt að auka sam-
starf heilbrigðisstofnana frá því
sem nú er. Þingið lýsir stuðningi
við uppbyggingu Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri. — BÞ
Stóriðja yrrti hvati til
sanu'iningar
Stóridja á Reyðarfirdi
kann að verða hvati
til eins sveitarfélags
frá Neskaupstað suð-
ur á Djúpavog, þ.e.
sameina 8 sveitarfé-
lög á Austurlandi.
þeim stórðiðjufyrirtækjum þann
mannafla og þjónustu sem þau
mundu sækjast eftir.
„Það er töluverður áhugi hér
fyrir því að skoða möguleika á
stærra sveitarfélagi til suðurs ef
af sameiningu Reyðarfjarðar,
Eskifjarðar og Neskaupstaðar
verður. En til þess að þessi þrjú
sveitarfélög sameinuðst Fá-
skrúðsfjarðarhreppi, Búða-
hreppi, Stöðvarhreppi, Breið-
dalshreppi og Djúpavogshreppi
þyrftu að koma til jarðgöng milli
Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar
inn við fjarðarbotn til að skapa
öruggari tengingu milli fbúa
þessa víðfeðma sveitarfélags,"
sagði Þorvaldur Aðalsteinsson,
oddviti Reyðarfjarðarhrepps.— GG
Leiðrétting
Ef stóriðja verður að raunveru-
Ieika á Reyðarfirði kann það að
flýta fyrir sameiningu sveitarfé-
Iaga á Austurlandi. Möguleiki er
á því að eitt sveitarfélag verði á
austanverðu Héraði, annað frá
Neskaupstað og suður að Horna-
firði og aðeins eitt í Austur-
Skaftafellssýslu. Þannig mundu
sveitarfélögin verða færri en
sterkari í atvinnulegu tilliti og
betur undir það búin að skapa
í viðtali við Þorvarð Elíasson,
skólameistara Verslunarskólans,
í gær, var haft eftir honum að
meiningar væri uppi um að nem-
endur Menntaskólans á Akureyri
hefðu sýnt keppinautum sínum í
Verslunarskólanum dónaskap.
Hið rétta er að sumir nemenda
Verslunarskólans eru taldir hafa
brotið háttvísisreglur, en ekki
MA-ingar. Hlutaðeigandi eru
beðnir velvirðingar á þessu og
vill Þorvarður hnykkja á að engin
úlfúð sé milli nemendahópanna
vegna málsins.