Dagur - 05.11.1997, Blaðsíða 2
2 -MIÐVIKUDAGU R S.NÓVEMBER 1997
ro^tr
FRÉTTIR
qðfo3°l
Lífeyrissjóðurinn sagði að Jóhanna ætti ekki rétt á iifeyrinum þar sem hún hefði hafið störf hjá útibúi Tryggingastofnunar eftir að sjúkrasamlagið
hætti. Dómarinn var á öðru máli.
Knésetti kerfið
Sjötug skoraði Jóhauna
Pálmadóttir kerfið á hólm
og krafðist sinna rétt-
inda. Kerfið brást til vam-
ar en tapaði.
Hæstiréttur hefur dæmt að Lífeyris-
sjóður starfsmanna Akureyrarbæjar
skuli greiða Jóhönnu Pálmadóttur, 70
ára, alls tæplega 730 þúsund króna líf-
eyri, ásamt dráttarvöxtum, en Jóhanna
stóð frammi fyrir því að glata þessum
réttindum sem hún taldi sig eiga inni
eftir að Sjúkrasamlag Akureyrar var
lagt niður.
Jóhanna starfaði sem aðalbókari hjá
Sjúkrasamlagi Akureyrar um langt ára-
biJ, en 1. janúar 1990 tóku gildi Iög um
að sjúkratryggingar yrðu eingöngu á
verksviði ríkisins og sjúkrasamlögin
lögð niður. Jóhanna tók við starfi trygg-
ingafulltrúa hjá útibúi Tryggingastofn-
unar ríkisins á Akureyri. Laun hennar
lækkuðu og fékk hún greidd biðlaun
sem skerðingunni nam í eitt ár. Hún
varð 65 ára í ágúst 1992.
Dómarinn sammála Jóhömiu
Agreiningurinn í málinu snérist um
það hvort Jóhanna hefði rétt á að fá
eftirlaun greidd úr lífeyrissjóði Akur-
eyrarbæjar frá 1992, enda hefði hún
verið látin hætta hjá sjúkrasamlaginu
og ekki færst sjálfkrafa til Trygginga-
stofnunar, hvað þá í sambærilegt starf.
Lífeyrissjóður Akureyrar taldi sig ekki
eiga að greiða Jóhönnu eftirlaun, þar
sem hún hefði farið í sömu vinnuna og
nýr vinnuveitandi tekið við réttindum
hennar.
Dómari málsins
komst að þeirri
niðurstöðu að Jó-
hanna hefði rétt
fyrir sér; hún hafði
starfað hjá sjúkra-
samlaginu en var
ráðin til nýrra
starfa, með nýju
starfsheiti og á
nýjum vinnustað.
Engin lagafyrir-
mæli voru um að
starfsmenn færð-
ust sjálfkrafa til
nýja vinnuveitand-
ans við niðurlagningu sjúkrasamlag-
anna.
Jóhanna er að vonum ánægð með
niðurstöðuna. „Á sínum tíma frétti ég
af því fyrir tilviljun að jafnaldrar mínir
karlkyns hefðu fengið eftirlaun úr líf-
eyrissjóðnum er þeir urðu 65 ára og þá
ritaði ég bréf og spurði hvort ég ætti
ekki rétt á þessu líka. Það leið og beið
og svarið kom um að ósk minni væri
hafnað, þar sem ég hefði gegnt áfram
starfi og haldið Iaunum. Það dugði
ekki fyrir mig að benda á fordæmin af
samstarfsfólki mínu, en Jakobína, for-
maður Starfsmannafélags Akureyrar-
bæjar, var allan tímann sannfærð um
að réttur minn væri ótvfræður."
Er ekki alltaf traðkað á konum?
Jóhanna telur að líklega hafi hún legið
vel við höggi sem öldruð kona. „Er ekki
alltaf verið að traðka á konum. Það
hefur stundum verið bryddað á því að
okkur konunum sé ýtt til hliðar. En
málið er gengið og málið er unnið fyrir
mig. Hitt er annað mál að ég hélt að
þetta væri fordæmismál. og að þessi
niðurstaða kæmi sér vel fyrir aðra sem
ætluðu að leita réttar síns. Mér skilst
nú að þetta sé ekki slíkt fordæmismál
og það eru mér mikil v'onbrigði," segir
Jóhanna. Hún tekur fram að sigur
hennar í málinu sé ekki síst Örnu Jak-
obínu Björnsdóttur, formanni STAK,
að þakka.
„Ég er ánægð með niðurstöðuna.
Hún kemur mér ekki á óvart, enda var
málið að mfnu mati augljóst frá byrjun
og þess vegna fór ég af stað,“ segir
Arna Jakobína í samtali við Dag. - FÞG
Arna Jakobína
Björnsdóttir, formaður
STAK: Máiið var aug-
Ijóst frá upphafi.
FRÉTTAVIÐ TALIÐ
í heita pottinum þykir það alltaf tíðindum sæta
þegar menn í góðum stöðum á landsbyggðinni
hætta skyndilega og flytja til Reykjavíkur. Það
kom því á óvart að frétta að Hallur Magnússon,
félagsmálastjóri á Höfn í Hornafirði, væri að
hætta og flytja suður. Höfn hefur sem kunnugt
er verið tilraunasveitarfélag og tekið yfir hæði
fræðslumál og málcfni fatlaðra og gert það með
miklum bravör. Hallur mun hins vegar ætla að
stofna ráðgjafaíyrirtæki í Reykjavík og sérhæfa
sig í ráðgjöf og úrvinnslu sérverkefna íyrir lítil
og meðalstór sveitarfélög. Nema hvað..
Skammir Péturs Reimars-
sonar, stjórnarformanns
Pósts og síma, í gær fóru
ekki framhjá pottverjum.
Pétur skammaðist yfir því
að gjaldskrárhækkunar-
málið hafi verið kynning-
arflopp - málið einfald-
lega ekki verið nægjanlega
vel kyimt. í pottinum fóru
menn á stúfana til að
kanna hvaða kynningar-
fyrirtæki hafi séð um þessa breytingu og ætti
heiðurinn af mistökunum sem stjómarfomiað-
urinn var að tala um. Ekki tókst að hafa upp á
slíkri stofu enda segja flestir enga slíka stofu tU.
Póstur og sími hafi ákveðið að sjá uin þessa við-
kvæmu kymúngu sjálfur og ekki talið sig þurfa
á aðstoð annarra aö halda..
Hafi Póstur og sími talið sig gcta séð uin málið
sjálfur og ekki kallað á utanaðkomandi aðstoð
liggur ljóst fyrir að reiði stjórnarformannsins
beinist að tveimur aðilum sérstaklega. Annars
vegar að Guðmundi Bjömssyni forstjóra og hins
vegar að Hrefnu Ingólfsdóttur upplýsingafull-
trúa sem em þeir aðilar sem ættu að bera ábyrgð
á málinu....
V
Um 4000 fm verslimarhús
Einar Jónsson
í Nóatúni
Spreiiging virðist
framimdan í matvöruversl-
un íReykjavík. Margir
renna hýru auga til Smára-
hvammslands í Kópavogi og
þ.ám. forráðamenn Nóa-
túns, s.s. Einar Jónsson.
— Hvað hyggist þið reisa stórt verslunar-
húsnæði í Sinúrahvammslandinu?
„Um 4000 fermetra. Þá erum við aðeins
að ræða um matvörubúð en ég vil ítreka að
þetta er fyrirhuguð matvöruverslun. Við
höfum enga ákvörðun tekið enn um fram-
haldið þótt hugmyndin sé búin að vera í píp-
unum nokkuð lengi.“
— Ef af verður? Hvaða tímasetning er
fyrirhuguð?
„Enn er ekki tímabært að spá fyrir um
það. Fyrst verður náttúrlega að ákveða
hvort út í þetta verður farið. I kjölfarið kem-
ur svo hitt.“
— Á hvaða stigi er þá málið?
„Það er í undirbúningsvinnu."
— Fleiri fyrirtæhi hyggjast liasla sér völl
á þessu svæði. Eruð þið í e.k. samstarfi
við aðra aðila hvað varðar þessa fyrirhug-
uðu stórbyggingu?
„Nei.“
— Telurðu það styrkja verslunina á
svæðinu ef samkeppni verður milli versl-
ana í hverfinu?
„Já, það myndi ég halda.“
— Heyrst hefur að mikil leynd hafi ríkt
vegna þessara fyrirætlana?
„Engin sérstök leynd hefur ríkt, en menn
vilja náttúrlega ekki ræða það sem ekki er
komið á hreint. Við þurfum bara að fá frið
til að sinna undirbúningi."
— Hvað gefur ykliur tilefni til að skoða
þetta stóra verslun?
„Við höfum kannað markaðinn og höfum
hingað til ekki verið með svona stóra búð.
Við töldum tímabært að taka þetta skref og
þessa staðsetningu töldum við bjóða upp á
bestu möguleikana. Mestu sóknarfærin."
— Vegna þess að Smárahvammsland er
miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu?
„Já. Við metum það svo að þessar lóðir
séu einar þær bestu sem hægt er að fjárfesta
í á höfuðborgarsvæði n u.“
— Er þróunin sú að stærri verslanir
verði æ vinsælli á kostnað litlu búðanna?
„Menn verða einfaldlega að hafa ákveðinn
innkaupamátt til að verða samkeppnishæfir.
Það þarf ákveðnar stærðir til að geta lifað
þessa samkeppni af.“
— Fer stærð verslana saman við lægra
vöruverð?
„Það verður á endanum þannig. Það hef-
ur t.d. hjálpaö okkur mikið að geta verið í
innkaupasamböndum með öðrum. Við höf-
um getað lækkað verðið verulega fyrir vik-
ið.“
— Þið liafið fram til þessa aðeins starf-
rækt verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Er
meiningin að hasla sér einnig völl á
landsbyggðinni ?
„Það er aldrei að vita. Við útilokum ekk-
ert.“
— Hve mörg stöðugildi eru innan fyrir-
tækisins?
„Um 125.“
— Hafið þið reiknað út hve margir
starfsmenn myndu bætast við í nýju búð-
inni?
„Nei."
— Hve margar verslanir staifrækir Nóa-
tún fyrir?
„Þær eru níu talsins.“
— Hvernig hefur reksturinn gengið að
undanförttu?
„Þokkalega. Mjög viðunandi."
— Og bjartsýnin sannarlega fyrir hendi?
„Já. Markaðsrannsóknir sýna það. Langt
og mikið mál er hins vegar að útskýra það
nánar og ég vil ekki fara nánar út í forsend-
ur okkar á þessu stigi.“ — BÞ