Dagur - 06.11.1997, Side 4
é -FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997
OMiyr
FRÉTTIR
Ný sorpmóttökustöð á Akranesi
Ný sorpmóttökustöð íyrir Akurnesinga hefur verið tekin í notkun.
Hún er í Berjadalsnámu, skammt ofan við bæinn og er sú fyrsta sinn-
ar tegundar á Vesturlandi. I frétt frá Akranesbæ segir að með tilkomu
hennar verði bylting í sorpmálum Akurnesinga. Nýjum sorptunnum
hefur verið dreift í bænum og hætt verður að nota plastpoka undir
sorp. Gert er ráð fyrir að allt sorp sem fellur til við heimilishald verði
hirt frá húsum á 10 daga fresti í stað vikulega áður þar sem nýju
sorptunnurnar eru stærri en plastpokar.
Fyrst um sinn verður sorpið flutt til urðunar hjá Sorpu í Reykjavík
en í framtíðinni er gert ráð fyrir að það verði urðað á nýjum urðun-
arstað Vesturlands í Fíflholtum á Mýrum.
Sameiniiigarvidrædiir í Mýrasýslu
Oll sveitarfélög í Mýrasýslu utan Hvítársíðuhrepps taka nú þátt í við-
ræðum um sameiningu sveitarfélaganna. Gert er ráð fyrir að kosið
verði um sameiningu í janúarlok á næsta ári og ef af sameiningu
verði þá verði næstu sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfé-
lagi. Nefnd skipuð tveimur mönnum frá hverju sveitarfélagi er nú að
semja viljayfirlýsingu um ýmis mál sem snerta sveitarfélögin og hef-
ur hún til viðmiðunar það sem gert var þegar Hraunhreppur, Staf-
holtstungur, Norðurárdalshreppur og Borgarnes. sameinuðust í Borg-
arbyggð.
Brákin afhjúpud
Af Búðarkletti blasa viö Brákareyjar úti fyrir Borgarnesi og Brákar-
sund þar sem Þorgerður lagðist til sunds á flótta undan Skalla-Grími
sem „kastaði eftir henni steini miklum og setti mijli herða henni og
kom hvártgi upp síðan,“ eins og segir í Egils sögu.
En á dögunum var afhjúpað minnismerki um Þorgerði Brák, fóstru
Egils Skallagrímssonar, og stendur það á áberandi stað, á kletti neð-
arlega í bænum, skammt frá Brákarsundi. Verkið heitir Brák og er
eftir Bjarna Þór Bjarnason, listamann á Akranesi.
Útsýnisskífa horfin
„Henni hefur verið stolið," sagði Kristján M.
Baldursson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Is-
lands, en útsýnisskífa sem var sett upp á Uxa-
hryggjum í sumar er horfin.
Kristján segir verðmætin sem liggja í skífunni
um sjö til átta hundruð þúsund krónur. „Ferða-
félagið lagði út mest af kostnaðinum en eitthvað
kom frá heimamönnum. Þetta er umtalsvert
tjón. Þeir sem stóðu að því að festa skífuna
undrast það mjög hvernig tekist hafi að ná
henni af,“ segir Kristján.
Riúpnavilliir
Töluvert hefur verið um villur rjúpnaskyttna á Vesturlandi. A upp-
hafsdegi veiðitímans var um tíma óttast um nokkra veiðimenn sem
lentu í villum á Snæfellsnesfjallgarðinum, allt frá Snjófjöllum að
Bröttubrekku. Menn sem áttu bíla sína við möstur skiluðu sér niður
á þjóðveg og einn sem átti bíl sinn uppi á Bröttubrekku skilaði sér
fótgangandi niður í Munaðarnes. Einnig var gerð töluverð leit að
ijúpnaskyttu í nágrenni Hvalvatns fyrir nokkrum dögum.
Samstaða vlimuveitenda nauðsynleg
Á fundi formanna samtaka atvinnurekenda, sem haldinn var mánu-
daginn 3. nóvember 1997, var ákveðið að hefja formlega könnun á
þörf og hagkvæmni þess að breyta uppbyggingu á hagsmunasamtök-
um atvinnurekenda og endurmeta hlutverk þeirra. Fundarmenn voru
sammála um að samstaða og styrkur vinnuveitendasamtakanna hafi
verið grundvallarforsenda þess að tekist hefði að færa starfsumhverfi
íslenskra fyrirtækja í átt til þess sem keppinautar í öðrum Evrópu-
löndum búa við. „Þennan styrk verður að varðveita samhliða því að
starfsemi samtakanna verði aðlöguð fjölbreyttari öflum,“ segir í yfir-
lýsingu atvinnurekenda.
Stofnfimdur Bresk-íslensks
verslunarráðs
Dagana 12.-13. nóvember nk. fara fram stofnfundir Bresk-íslenska
verslunarráðsins í Reykjavík og Lundúnum. Nú þegar hafa um 170
fyrirtæki gengið í ráðið, rúmlega 90 ísiensk og 80 bresk.
Markmið ráðsins verður að efla og viðhalda viðskiptatengslum
milli Bretlands og Islands, en Bretland er stærsta einstaka viðskipta-
Iand íslendinga. Þetta verður fjölmennasta millilandaverslunarráðið
en nú þegar eru starfandi 5 önnur gagnkvæm verslunarráð með
Bandaríkjunum, Frakklandi, Spáni, Svíþjóð og Þýskalandi. Stofn-
fundurinn verður kl. 16.30 í Ársal á Hótel Sögu.
Fj ölskylduþj ón-
usta í fj ár s velti
Fjölskylduþjónusta
kirkjimnar er í hættu.
Forstöðumaduriim
kallar á breytta for-
gaugsröðun kirkjunu-
ar.
„Framtfð Fjölskylduþjónustu
kirkjunnar er vissulega í hættu ef
fram fer sem horfir. Niðurskurð-
ur á framlögum til okkar skapar
þá hættu að fjölskylduþjónustan
leggist af í núverandi mynd,“ seg-
ir Þorvaldur Karl Helgason, for-
stöðumaður Fjölskylduþjónustu
kirkjunnar (FK) og verðandi
biskupsritari, í samtali við Dag.
Þorvaldur Karl lagði fram
skýrslu FK á kirkjuþingi og í
skýrslunni segir hann meðal
annars: „Kannski er ekkert eins
brýnt fyrir [kirkjuna] og stöðu
hennar í samfélaginu í dag og að
dansa ekki með á þeim leiftur-
hraða sem einkennir okkar sam-
tíð. Þess í stað væri það gott for-
dæmi sem hún sýndi með því að
fara sér hægt í stundargleði
framkvæmda og fjárfestinga þar
sem framtíðarsýn skortir. Frekar
ætti hún að einbeita sér að því að
fjárfesta enn meira í fyrirbyggj-
andi starfi, uppbyggilegum gleði-
ríkum samverum, glæða fjöl-
skyldulíf heimila með enn meira
samstarfi og samtali... að fljóta
bara með er ekki í anda þess
kraftmikla boðskapar Krists sem
vitnar um skapandi mátt er líkn-
ar og græðir og vekur von um
nýtt iíf. Að ryðja brautu íyrir þau
lífsgildi er viðfangsefni kirkjunn-
ar á öllum tímum og nauðsyn-
legra en oft áður þegar svo marg-
ur verður fyrir barðinu á kröfu-
hörðum gildum markaðshyggj-
unnar."
FK velti 12 milljónum króna í
fyrra, sem er aðeins um 0,6% af
heildarumsvifum þjóðkirkjunnar.
En bæði er að 700 þúsund króna
framlag Reykjavíkurborgar hefur
verið skorið niður og framlag frá
héraðssjóði Kjalarnesprófasts-
dæmis lækkaði milli ára úr 900 í
500 þúsundir króna og mun það
prófastsdæmi vera að íhuga að
draga sig út úr þessu samstarfi.
200 þúsund króna framlag frá
Héraðssjóði Árnesprófastsdæmis
barst aldrei í fyrra og hefur verið
afskrifað.
„Mér fyndist það herfilegt ef
við neyðumst til að draga saman
seglin. Nú eru 30 fjölskyldur á
biðlista hjá okkur og bara í gær
(fyrradag) komu sex nýjar fjöl-
skyldur inn. Okkur hefur fundist
að misskipting fari vaxandi í
þjóðfélaginu og að samfélagið sé
að verða harðara en það var. Alls
staðar eru skilaboðin um að
menn eigi að bjarga sér sjálfir.
Þau koma frá heilbrigðiskerfinu
jafnt sem annars staðar frá. Und-
ir þessum kringumstæðum ber
að styrkja Fjölskylduþjónustuna,
en ekki draga hana saman," segir
Þorvaldur Karl. — FÞG
Brunaináiastofnuii
niisniuiiaði aðilum
Bnmamálastofnim
virkaði sem umboðs-
aðili slökkviliðsbíla
frá Thoma. Sam-
keppnisráð skipar
stofniminni að mis-
muna ekki samkeppn-
isaðilum.
Brunamálastofnun ríkisins fór
að áliti samkeppnisráðs út fyrir
verksvið sitt með því að mæla
sérstaklega með kaupum sveitar-
félaga á slökkviliðsbifreiðum frá
einum söluaðila, Thoma frá
Þýskalandi. Samkeppnisráð seg-
ir það ekki samrýmast markmiði
samkeppnislaga að opinber
stofnun, sem á að hafa eftirlit
með og samþykkja slökkvibúnað,
bendi jafnframt á tiltekinn selj-
anda slökkvibíla. Með þessum
gjörningi er Brunamálastofnun
talin hafa mismunað þeim sem á
markaðnum starfa.
Álit samkeppnisráðs er tilkom-
ið vegna kvörtunar frá fyrirtæk-
inu Eldvarnamiðstöðinni (Ólaf-
ur Gíslason & co). Fyrirtækið
benti á milligöngu Brunamála-
stofnunar við bifreiðakaupin og
færði fram rök fyrir því að Guð-
mundur L. Bergsson, deildar-
stjóri hjá stofnuninni, væri í
raun umboðsmaður Thoma hér
á landi. Hann hefði meðal ann-
ars farið með fulltrúum sveitar-
félaga erlendis að skoða slökkvi-
liðsbifreiðar. Brunamálastjóri
neitaði harðlega óeðlilegum við-
skiptaháttum og segir Guðmund
hafa farið út með fulltrúum
sveitarfélaga „og þá í eigin tíma
og Brunamálastofnun að kostn-
aðarlausu". Boðaði brunamála-
stjóri að sett verði upp yfirlit
„um alla slökkviliðsbíla keypta
síðustu 10 ár og farið ofan í
hvaða viðskiptahættir hafa
tíðkast á þessu sviði en ýmislegt
orkar þar tvímælis". Þetta síðast
nefnda virðist Eldvarnamiðstöð-
in hafa tekið til sín, þvf fyrirtæk-
ið undrast „dylgjur um vafasama
viðskiptahætti".
Samkeppnisráð taldi að
Brunamálastofnun hefði rýrt
hæfi stofnunarinnar til hlutlægs
eftirlits og leiðbeiningar með því
að koma sér í þá stöðu sem
kvartað var yfir og beindi því til
stofnunarinnar að mismuna ekki
þeim aðilum sem starfa á þess-
um markaði og þá skaða þar með
samkeppnina ekki. — FÞG