Dagur - 06.11.1997, Side 7

Dagur - 06.11.1997, Side 7
FIMMTVDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 - 7 ÞJÓÐMÁL og umhverfismál Í\UR iÖLFS FINJ INGÍ SON IÐNAÐAR- OG VIÐ- SKIPTARÁÐHERRA, SKRIFAR Nærfellt alla þessa öld hafa ís- lendingar gert sér ljósa þá mögu- leika sem felast í nýtingu orku- lindanna, jafnt til einkanota sem nýtingar í atvinnuskyni. Við höf- um verið meðvituð um að með aukinni nýtingu þeirra legðum við grunn að efnahagslegum framförum í landinu, bættum lífskjörum og nú í seinni tíð hreinna umhverfis og bættri um- gengni um náttúruna. Eftir því sem liðið hefur á öld- ina hefur færni okkar og þekking til að beisla orkuna aukist og er nú svo komið að aðrar þjóðir líta til okkar við þekldngaröflun á því sviði. Jafnframt hefur markaður fyrir orkuna aukist, hvort heldur litið er til einkaneyslu eða þarfa atvinnulffsins. I dag státum við af því að vera í fararbroddi þjóða heims hvað varðar hlutdeild endurnýjanlegra orkulinda í heildar orkunotkun og af því megum við sannarlega vera stolt. Umræðan um umhverfismál hefur í seinni tíð orðið æ fyrir- ferðarmeiri í tengslum við orku- öflun og stóriðju. Sú umræða setur okkur þó ekki einungis skorður heldur býður hún einnig upp á tækifæri, sem við hljótum að reyna að nýta, Iandi og þjóð til heilla. ísland og gróðurhúsa- áhrifiii Eftir langt hlé í stóriðjumálum og virkjunarframkvæmdum horf- ir nú vænlega í þeim efnum. A síðastliðnum tveimur árum hafa tekist hér þrír samningar á þessu sviði en á sama tíma er tilkynnt um 1 5 slíka samninga í Evrópu allri. Þeim sem um aukna nýt- ingu orkulindanna fjalla er öll- um Ijóst að umhverfis-málin og verndun náttúrunnar setja okkur verulegar skorður. Einmitt þess vegna höfum við sett okkur leik- reglur að fara eftir, reglur sem tryggja að farið sé fram með fullri gát og af ríkri virðingu fyr- ir ólfkum sjónarmiðum en þar á ég við lögin um mat á umhverf- isáhrifum. Umhverfismál eru hins vegar ekki hundin við Iandamæri, þau eru hnattræn og það skyldum við ætíð hafa í huga við þessa um- ræðu. Við ættum líka að vera þess minnug að umhverfismál og efnahagsmál eru nátengd og verða tæpast sundur slitin, um- það vitnar glöggt sú staðreynd að flestar stærstu fjármálastofnanir heims horfa sérstaklega til þeirra í starfsemi sinni. Að auki er áherslan á umhverfismál nú mjög áberandi í rekstri fyrirtækja og raunar hefur það verið orðað Að nýta sér rammasanmmg Sameinuðu þjóð- anna til að vinna gegn nýtingu end- urnýjanlegra orkulinda væri misnotkun á samningnum og markmiðum hans. svo að nú, þegar stjórnendur flestra fýrirtækja hafa áttað sig á gildi gæðastjórnunar á rekstur- inn, er næsta skrefið að taka upp aðferðir umhverfisstjórnunar. Þessi er þróunin í ríkjunum í kringum okkur og hennar er þegar orðið vart hér á landi enda fara saman markmið um gæði og framleiðni annars vegar og virð- ing fyrir náttúrunni hins vegar. Stóriðjan og umhverfið I Dagskrá 21. aldarinnar, sem er eitt þeirra skjala sem samþykkt var á Ríó-ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun árið 1992, var sérstök áhersla Iögð á • að hlutur endurnýjanlegra orkulinda yrði aukinn í orku- búskap heimsins, • að ríki heims ynnu saman að lausn á hnattrænum vanda- málum, og • að ríki sem hefðu yfir slíkri orku að ráða miðluðu henni til ríkja sem ekki réðu yfir slík- um orkulindum. Á sömu ráðstefnu var ramma- samningur Sameinuðu þjóðanna um Ioftslagsbreytingar sam- þykktur. Lokamarkmið þess samnings er að koma í veg fyrir hættulegar breytingar á loftslag- inu af mannavöldum. Það er í fullu samræmi við ákvæði samn- ingsins að stuðla að því að orku- frek framleiðsla iðnvarnings fari fram þar sem losun gróðurhúsa- lofttegunda er minnst, svo sem á Islandi. Annað væri rökleysa. Þessu til stuðnings má nefna að losun koldíoxíðs vegna ál- framleiðslu hér á landi er ein- ungis um tíundi hluti þess sem yrði ef nýtt væru kol til fram- leiðslunnar. I því sambandi má benda á að koldíoxíð-losun frá einu 180.000 tonna álveri, sem nýtir raforku framleidda með jarðefnaeldsneyti, jafngildir allri losun Islendinga og raunar ríf- lega það! Slíkt hlýtur að vekja menn til umhugsunar um það hvort ekki sé skynsamlegt að nýta endurnýjanlegar orkulindir okkar í þessum tilgangi enda má öllum vera ljóst gildi þess, með tilliti til umhverfismála. Niðuxstaðan í Kyoto Hugmyndir ýmissa ríkja og ríkja- samtaka um landsbundin út- blástursmörk mega ekki einar og sér verða ráðandi um samnings- niðurstöðu í Kyoto í Japan. Slík- ar hugmyndir geta takmarkað möguleika til alþjóðlegs árang- urs, nái þær fram að ganga. Að nýta sér rammasamning Sameinuðu þjóðanna til að vinna gegn nýtingu endurnýjan- legra orkulinda væri misnotkun á samningnum og markmiðum hans. I hve miklum mæli við vilj- um nýta orkulindirnar hlýtur þó að verulegu leyti að ráðast af því hvort virkjanirnar ganga gegn annarri nýtingu landsins, svo sem vegna landbúnaðar, veiði og ferðamennsku. Þegar slíkir hagsmunir rekast á hlýtur arðsemi nýtingar að skipta miklu máli en ennfremur sjónarmið náttúruverndar. Auð- vitað verður hverju sinni að meta verndargildi út frá náttúrufars- legum sjónarmiðum, svo sem vegna jarðmyndana, gróðurs, dýralífs, vatnafars og jarðhita- svæða auk lífríkis þeirra. Orkufrekur iðnaöur Kenneth Peterson, forstjóri Columbia Ventures Corporation, við steinsteypta einingu i kerskálann við álver Norduráls á Grundartanga. Iðnaðarráðherra bendir á i grein sinni að losun koldíoxíðs vegna álframleiðslu hér á landi er einungis um tíundi hluti þess sem yrði ef nýtt væru kol til framleiðslunnar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.