Dagur - 06.11.1997, Page 10
10- FIMMTUDAGUR 6.NÓVEMBER 1997
rD^tr
EFST Á BAUGJ
Sameíningarsiimar
gjörsamlega áttavilltir
„Það er náttúrlega ótrúlega klaufalegt hvernig Pósts og síma málið hefur þróast.
Fyrst er sjálfsögdum upplýsingum neitað og svo hefði þurft að kynna breytingarnar á lengri ttma, “
segir Halldór Ásgrímsson. - mynd: e.ól
Halldór Ásgrímsson segist
ekki geta gert sér grein fyrir
hvemig sameiginlegt
„vinstra afl“ kemur til með
að líta út, en engin samstaða
sé 11 m málefni. Hann segir
klaufalegt hvemig mál Pósts
og síma hefur þróast.
Þingmenn A-flokkanna, Kristinn H. Gunn-
arsson og Sighvatur Björgvinsson, rituðu
nýlega grein í Dag vegna orða Davíðs
Oddssonar í Hðtali við Ðag. Davíð gerði
þar lítið úr hugmyndum vinstri manna um
sameiningu eins og unnið hefði verið að
því máli, og sagði engar líkur á að slíkur
kostur væri hæfur til stjórnarsamstarfs,
hvorki hjá Framsóknarflokki né Sjálfstæð-
isflokki.
Kristinn og Sighvatur lýstu eftir við-
hrögðum forystumanna Framsóknarflokks
og spurðu hvort þeir létu sér vel líka að
Davíð hafnaði fyrir þeirra hönd samstarfi
við A-flokkanna. Þessa spurningu bar blað-
ið upp fyrir Halldór Asgrímsson, formann
Framsóknarflokksins og utanríkisráðherra.
„Þarna er Davíð að velta íyrir sér stöð-
unni en ég sé ekki að hann tali fyrir hönd
Framsóknarflokksins. Það er útúrsnúning-
ur. Hins vegar geri ég mér enga grein fyr-
ir því hvernig sameiginlegt afl vinstri flokk-
anna kemur til með að líta út. Framsókn-
arflokkurinn er ekki í samningarviðræðum
við aðra flokka og stendur ekki til. Það sem
upp úr stendur í sambandi við þessar
samningaviðræður er að engin samstaða er
um mjög stóra málaflokka."
Engin samstaða hjá A-flokkum
— Hvað úttu við?
„Ef ég byrja á Evrópumálunum þá segja
þeir: Þarna er engin samstaða en við skul-
um leysa það með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Mér er spurn: Hvaða afstöðu ætlar fólkið
sem biður um þjóðaratkvæðagreiðslu að
taka? Það er ekki nóg að vísa málunum til
þjóðarinnar.
Annar stór málaflokkur er sjávarútvegs-
stefnan. Þar hafa þingmenn Alþýðubanda-
lagsins lagt til að löggjöfin verði afnumin
árið 2001 en segja ekki eitt orð um hvað
taka eigi við. Það má Iíka hugsa sér að af-
nema umferðarlögin af því að slysum hef-
ur fjölgað! Eins má hugsa sér að afnema
refsilöggjöfina þar sem glæpum hefur
fjölgað. Þjóðin gerir væntanlega kröfu til
að mörkuð verði stefna í málum en löggjöf
ekki afnumin. Ég get ekki sagt til um hvers
konar samstarf gæti orðið í framtíðinni við
flokk sem vinnur svona.“
— Hvað um R-listann?
„Framsóknarflokkurinn hefur átt ágætis
samstarf við þessa flokka í málefnum
Reykjavíkurborgar. Náðst hefur samstaða
um málefni en ekki verið fjallað um utan-
ríkismál, sjávarútvegsmál, landbúnað eða,
varnar- og öryggismál svo einhverjir stórir
flokkar séu nefndir."
Gjörsamlega áttavilltir
— Er þd stefnuleysið algjört í þessum pæl-
ingum A-flokkanna að þtnu viti?
„Þegar menn losa sig undan erfiðum
málum með því að segja: Förum í þjóðarat-
kvæðagreiðslu eða afnemum löggjöfina þá
sýnir það að þeir eru gjörsamlega áttavillt-
ir, enda veit ég að mjög stórir hópar innan
allra þessara flokka eru mjög andvígir sam-
einingu. Menn sameinast ekki bara til að
sameinast. Heildstæða stefnu þarf um
helstu málefni. Það er ekki hægt að bjóða
kjósendum upp á svona vinnubrögð."
— Leggurðu mat á hvort flokkartiir myndu
fá fleiri atkvæði í næstu þingkosningum
sameinaðir eða að óbreyttu?
„Nei, ég geri mér enga grein fyrir þvf.
Það fer sjálfsagt m.a. eftir því hvernig
framboðslistarnir líta út. Eg tel ólíklegt að
mikil breyting yrði þótt núverandi þing-
menn þessara flokka birtust á nýjum lista.
Væntanlegu munu sömu einstaklingar
ráða ferðinni, það er engin vísbending um
annað.“
Afar ósáttur vegna Pósts og sima
— Hvað segir þú um undangengna atburði t
málefnum Pósts og stma? Ertu sáttur við
boðaðar breytingar?
„Við framsóknarmenn erum afar ósáttir
við ganginn í því máli. Við gerum okkur
hins vegar grein fjTÍr að Póstur og sími
verður að takast á við breyttar aðstæður og
nýja tíma í alþjóðlegri samkeppni. Það er
mikið afrek að byggja upp jafngóða síma-
þjónustu í öllu landinu og við búunt við ef
við lítum til stærðar landsins og fámennis.
Afar þýðingarmikið er fyrir tengingu Is-
lands við umheiminn að vel sé á haldið og
grundvallaratriði að fyrirtækið verði rekið á
sem hagkvæmastan hátt til að neytendur
fái ódýra þjónustu og þá ekki síst þeir sem
eru að Ieita þekkingar og menntunar á
þessum nýju upplýsingahraðbrautum nú-
tímans. Þótt ástæða sé til að gagnrýna
margt sem gerst hefur að undanförnu
mega menn ekki gleyma sér alveg í því
heldur huga að framtíðinni. Þarna er um
mjög verðmætt fyrirtæki að ræða sem er í
eigu þjóðarinnar og við þurfum að halda
vel á þeim spilum."
Klaufalegt mál og ómálefnaleg um-
ræða
— Hvað ertu ósáttastur við?
„Það er náttúrlega ótrúlega klaufalegt
hvernig þetta mál hefur þróast. Fyrst er
sjálfsögðum upplýsingum neitað og svo
hefði þurlt að kynna breytingarnar á lengri
tíma áður en gjaldskráin var gefin út. Síð-
an virðist mér sem of hratt hafi verið farið
í breytingarnar en að öðru leyti finnst mér
sem umræðan síðustu daga hafi verið
fremur ómálefnaleg."
— Hvað um þátt samgönguráðherra?
„Eg ætla ekki að tjá mig um hann.“
Veikir ríldsstjórnina
— Er þetta mál af þeirri stærðargráðu að
það veiki ríkisstjórnina?
„Ja, það er alveg ljóst að öll svona mál
valda ríkisstjórnum erfiðleikum, því færri,
því betra. Hins vegar verður aldrei alveg
hjá þeim komist. Við erum að ganga í gegn-
um mikið breytingaskeið í samfélaginu
sem og á alþjóðavettvangi. Þetta virðist
mér dæmi um mál, þar sem sumt er gagn-
rýnivert en það er dæmt í heild sinni vegna
rangrar framsetningar. Hins vegar er það
réttlætismál að Islendingar sitji við sama
borð, hvar sem þeir búa í landinu. Það er
ekki í samræmi við nútímann að fólkið í
Grímsey eigi að borga miklu meira fyrir að-
gang að upplýsingasamfélagi heimsins en
höfuðborgarbúar."
Eölileg viðbrögð
— Forsætisráðherra greip inn t málið á ögur-
stundu. Hefði oddviti Framsóknarflokks
ekki átt að konta óánægju sinni á framfæri
ef hún var sannarlega fyrir hendi?
„Forsætisráðherra er oddviti ríkisstjórn-
arinnar og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins"
hafa að sjálfsögðu samstarf sín í milli um
sín mál. Það gera ráðherrar Framsóknar
jafnframt. Það var leitað til viðskiptaráð-
herra vegna þessa og hann sendi erindið til
athugunar hjá Samkeppnisstofnun i sam-
rærni við hans skyldur. Þannig tel ég að
rétt hafi verið brugðist við.“
Austfirskar sveitarstjómarkosningar
Kosin verður stjórn nýs sveitar-
félags á Norður-Héraði, sem til
varð við sameiningu Tungu-
hrepps, Jökuldalshrepps og Hlíð-
arhrepps 19. júlí í sumar.
Það vekur nokkra athygli að
kosið er til sveitarstjórnar nú en
ekki beðið til loka maímánaðar
þegar sveitarstjórnarkosningar
verða á Islandi. Ibúatala hins
nýja sveitarfélags verður um 220
manns og þar sem það er norðan
megin Lagarfljóts er það stund-
um kallað „Gazasvæðið" af gár-
ungunum, ekki síst eftir þær
væringar sem hafa verið kringum
sameininguna. Arnór Benedikts-
son, oddviti Jökuldalshrepps,
segir að þetta sé Iiður í sam-
komulagi sveitarfélaganna þegar
kosið var í aprílmánuði, en þær
kosningar voru sem kunnugt er
dæmdar ógildar af félagsmála-
ráðuneytinu vegna formgalla og
voru því endurteknar í sumar og
samþykktar í öllum sveitarfélög-
unum. Með þessu er markmið-
inu lokið að sögn Arnórs sem tel-
ur að allt Fljótsdalshérað verði
eitt sveitarfélag innan tiitölulega
fárra ára.
„Þessum sveitarstjórnarkosn-
ingum ætti því að vera lokið fyr-
ir löngu en þeir sem ekki vilja
samþykkja lýðræðisleg úrslit
kosninganna halda áfram að
kæra. Fyrst var kært vegna þess
að kjörskrá hefði ekki verið rétt
auglýst en því hefur verið vísað
frá en nú er kæruefnið það að
við sem höfum staðið í þessu hér
á norðurbakkanum höfum haft
áhrif á félagsmálaráðherrann við
hans úrskurð. Fyrir 15. nóvem-
ber munum við tilnefna fólk í
komandi sveitarstjórn, lista frá-
farandi sveitarstjórna, og ég býst
ekki við öðrum lista svo það
kann að verða sjálfkjörið. Jafn-
framt fer fram skoðanakönnun
um nafn á sveitarfélagið og verði
ekki kosið verður listinn sendur
á hvert heimili í nýja sveitarfé-
laginu. — GG