Dagur - 11.11.1997, Blaðsíða 12

Dagur - 11.11.1997, Blaðsíða 12
12- ÞRIÐJUDAGUR ll.NÓVEMBER 1997 ÍÞRÓTTIR Platt hélt liB 1 toppbaráttunni David Platt, miðju- maöur Arsenal, hélt lífi í toppbaráttu ensku úrvalsdeildar- iniiar í knattspymu, þegar hauu tryggði liði sínu 3:2 sigur gegn meisturum Manchester United. Leikmenn deildarinn- ar voru á skotskónum um helgina, því mörk- in urðu fjörutíu tals- ins á laugardag og sunnudag. „Eg held að við höfum átt marga stuðningsmenn í dag og að með- al þeirra hafi verið flestir fram- kvæmdastjórar deildarinnar. Úr- slitin eru góð þvf þau munu við- halda áhuga á deildarkeppninni," sagði Arsene Wenger, hinn franski. framkvæmdastjóri Arsenal eftir sigurinn á Eng- landsmeisturunum. Það voru samlandar Wenger, U-21 árs Iandsliðsmaðurinn Nicolas An- elka og Patrick Viera, sem skor- uðu með skotum frá vítateig, en Teddy Sheringham svaraðí með tveimur mörkum íyrir hlé. Það dofnaði mjög yfir leiknum í síðari hálfleiknum, en marktækifæri Arsenal voru fleiri og betri, ekki síst vegna þess hve varnarmönn- um Man. Utd. reyndist erfitt að eiga við Ian Wright. Það var Dav- id Platt sem tryggði Arsenal sigur og kom þar með lífi í toppbarátt- una. Leikurinn reyndist Manchest- er United dýr. Gary Pallister tognaði á baki og hefur þegar dregið sig út úr enska landsliðs- hópnum og Paul Scholes fékk að líta gula spjaldið í fimmta skipti í vetur og þarf að taka út þriggja leikja bann. Teddy Sheringham á við smávægileg hnémeiðsl að stríða en verður samt í enska hópnum sem mætir Kamerún um næstu helgi. Þá var einn stuðningsmanna Man. Utd. handtekinn fýrir að kasta smá- hlut í Nigel Winterburn, leik- mann Arsenal, undir lok fyrri hálfleiksins, en stuttu síðar kvartaði Peter Schmeichel mark- vörður Man. Utd. yfir því að hafa fengið „sendingu" frá áhorf- endum. Tottenham var síst verri aðil- inn í fyrri hálfleik þegar liðið lék gegn Liverpool á Anfield, en það sama verður ekki sagt um síðari hálfleikinn, þegar heimamenn skoruðu fjögur mörk. Tottenham lagði árar í bát eftir að Steve McManaman kom gestgjöfunum yfir á 3. mínútu síðari hálfleiks- ins. Eftir það var það aðeins spurning hve mörkin yrðu mörg og hvort Robbie Fowler mundi skora í sínum 200. Ieik með Liverpool. Hann komst næst því þegar skot hans fór í stöng. Dean Sturridge nýtti sér varn- armistök í vörn Leeds til að skora tvö mörk og fiska eina vítaspyrnu þegar brotið var á honum. Derby var 3:0 yfir og virtist vera með leikinn í hendi sér. George Gra- ham, framkvæmdastjóri Leeds, hefur hins vegar aldrei kennt leikmönnum sínum að gefast upp, þeir skoruðu tvívegis fyrir leikhlé. Tvö mörk á lokakaflan- um tryggðu Leeds sætan sigur í leik sem var fullur af mistökum á báða bóga. Fimm í fyrri hálfleik! Arnar Gunnlaugsson var í íyrsta sinn í byrjunarliði Bolton. Enska blaðið Guardian sagði Arnar vera eina Ieikmann liðsins sem náð hefði að skapa hættu við mark heimamanna, en framtak hans dugði skammt. Sheffield tók leik- menn Bolton í bakaríið og sigraði 5:0 og voru öll mörkin skoruð í fyrri hálfleiknum. Sigur Sheffi- eld var nokkuð kaldhæðnislegur í ljósi þess að David Pleat, sem sagt var upp framkvæmdastjóra- stöðu félagsins, hafði sagt á síð- ustu vikum sínum í starfinu að hlutirnir kæmu til með að breyt- ast þegar Ieikmenn næðu sér upp úr meiðslum. Andy Booth stað- festi orð Pleat með því að skora þrennu í sínum fyrsta leik eftir meiðsli. Colin Todd, fram- kvæmdastjóri Bolton, sá þann kost vænstan að skipta út tveim- ur varnarmönnum í Ieikhléi, en þeir Guðni Bergsson og Arnar voru með allan leiktímann. Chelsea bar sigurorð af West Ham í hörðum slag Lundúnalið- anna á sunnudaginn. Barátta lið- anna var gífurlega mikil, oftast á kostnað knattspyrnunnar, en það var ítalinn Gianfranco Zola sem David Platt tryggði liði sínu sigur gegn meisturum Man. United um helgina. tryggði Chelsea stigin þrjú með öðru marki liðsins. Ray Hartford, framkvæmda- stjóri Blackburn, hrósaði sínum mönnum fyrir besta leik sinn á tímabilinu eftir 3:2 heimasigur á Everton á Iaugardaginn. Það voru þá gestirnir sem náðu tví- vegis forystunni með því að nýta tvö af þremur marktækifærum sínum í Ieiknum, en Blackburn, sem var mun betri aðilinn allan leikinn, skoraði tvívegis með íjögurra mínútna millibili í lokin og er nú í 2. sæti deildarinnar. Attilio Lombardo var besti maður Crystal Palace, sem var nálægt því að vinna sinn fyrsta heimasigur á tímabilinu, þegar Iiðið mætti Aston Villa. Hermann Hreiðarsson lék allan tímann með Lundúnaliðinu en ekki var getið um frammistöðu hans í ensku blöðunum. Southampton hefur nú unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum og er á hraðferð upp töfluna. Ný- liðar Barnsley urðu engin hindr- un, staðan var 3:0 í leikhléi. Sig- ur Southampton vár sérstakur fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár sem liðið sigrar í þremur deildarleikjum í röð. Tíu mðrk hj á Ólafi Ólafur Stefánsson var aðalmað- urinn í liði Wuppertal sem lagði Grossvaldstadt, 25:23, í þýsku 1. deildarkeppninni í handknattleik á sunnudaginn. Ólafur skoraði tíu marka Wuppertal og nýlið- arnir eru nú um miðja deild. Geir Sveinsson skoraði þrjú af mörk- um Wuppertal og Dagur Sigurðs- son tvö. Patrekur Jóhannesson skoraði sex af mörkum Essen, sem gerði jafntefli á heimavelli sínum gegn Bayer Dormagen, 27:27. Essen var lengst af með forystuna í leiknum en Róbert Sighvatsson og félagar hjá Dormagen náðu að jafna undir lokin. Konráð Olavson og félagar í Niederwurzbach lögðu Rhein- hausen að velli, 28:25, og lyftu sér þar með upp af fallsvæðinu. Staöan er nú þessi í deild- inni Lið undir stjórn íslenskra þjálf- ara og með íslenska leikmenn eru feitletruð. Úlafur Stefánsson skoraði tíu mörk fyrir Wuppertal. THW Kiel 8 7 1 0 224:193 15 TBV Lemgo 7 5 0 2 187:169 10 Wallau Massenh. 7 5 0 2 178:165 10 Magdeburg 6 3 2 1 151:145 8 TuS Nettelstedt 7 4 0 3 202:185 8 Flensburg 7 4 0 3 186:175 8 SG Hameln 74 0 3 193:187 8 Wuppertal 7 3 13 187:182 7 GWD Minden 7 2 3 2 176:171 7 Niederwurzbach 6 2 1 3 141:144 5 Bayer Dormagen 7 í 3 3 171:183 5 Grossvaldstadt 7 2 1 4 164:176 5 Gummersbach 8 2 15 208:223 5 Rheinhausen 7 2 0 5 177:195 4 Th SV Eisenach 7 2 0 5 168:194 4 Tusem Essen 7 11 5 172:198 3 Sunnudagur Arsenal-Man. LJtd. 3:2 Aneka 7, Vieira 27, Platt 82 - Sher- ingham 33, 41. Chelsea-West Ham 2:1 Ferdinand sjm. 57, Zola 83 - Hart- son vsp. 84. Laugardagur Blackburn-Everton 3:2 Gallacher 37, Duff 81, Sherwood 84 - Speed 7, Ferguson 55. Coventry-Newcastle 2:2 Dublin 4, 82 - Barnes 31, Lee 87 Crystal Palace-Aston Villa 1:1 Shipperley 42 - Joachim 86. Leeds-Derby 4:3 Wallace 37, Kewell 40, Hassel- baink vsp. 82, Bowyer 90 - Sturridge 4,11, Asanovic vsp. 33. Liverpool-Tottenham 4:0 McManaman 48, Leonhardsen 50, Redknapp 65, Owen 86 -. Sheff. Wed-Bolton 5:0 Di Canio 20, Whittingham 26, Booth 29, 33, 44 -. Southampton-Barnsley 4:1 Le Tissier vsp. 3, Palmer 5, Davies 35, Hirst 54 - Bosancic vsp. 37. Staðan er þessi eftir leiki sunnu- dagsins í ensku knattspyrnunni: Man.Utd. Arsenal Blackburn Chelsea Leeds Liverpool Leicester Derby Newcastle Coventry Wimbledon Crystal Pal. Southampton West Ham Aston Villa Tottenham Everton Bolton Sheff. Wed. Barnsley 14 8 4 2 31:10 28 14 7 6 1 30:15 27 14 7 6 1 26:13 27 13 8 1 4 29:16 25 14 7 2 5 20:16 23 13 6 4 3 25:13 22 13 6 4 3 19:13 22 13 6 2 5 25:19 20 11 5 3 3 14:15 18 14 3 8 3 12:16 17 13 4 4 5 15:15 16 13 4 4 5 13:15 16 14 5 18 17:21 16 13 5 17 17:21 16 14 4 3 7 13:20 15 14 3 4 7 11:21 13 13 3 3 7 15:21 12 13 2 6 5 10:21 12 14 3 3 8 23:35 12 14 3 110 1 1:40 10 Hlé verður gert á deildinni frá og með gærdeginum, vegna vináttu- landsleikjar Englendinga og Kamerún. Næsta umferð verður leikin 22. þessa mánaðar. HANDBOLTI Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL KA(ísIandi)-Celje(Slóveníu) 23:26 Generali Trieste (Italíu)- Badel 1862 (Króatíu) 20:22 Næstu leikir: Celje-Generali (15./11.) Badel 1862-KA (16./11.) Generali-KA (3./4.12.) Celje-Badel 1862 (3./4.12.) B-RIÐILL Drammen (Noregi)-Ademar Leon (Spáni) 25:27 Red Star (Júgóslavíu)-Pfadi Winterthur (Sviss) 29:27 ) Næstu leihir: Pros. Adem. Leon-Red Star (15./11.) PfadiWinterthur-Drammen (16./11.) C-RIÐILL ABC Braga (Portúgal)-Barcelona (Spáni) 21:21 Hapoel Rishon (Israel)- Virum Sorgenfri (Danmörku) 30:23 Næstu leikir: Virum-ABCBraga (15./11.) Barcelona-HapoelRishon (15./1 1.) D-RIÐILL Jafa Promet Resen (Makedónfu)- TBV Lemgo (Þýskalandi) 26:25 CS Cabot Zubri (Tékldand)-Fotex Veszprém (Ungverjalandi) 24:30 Næstu leikir: Cabot Zubri-Lemgo (15./11.) Fotex Veszprém-Jafa Promet (16./I1.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.