Dagur - 12.11.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 12.11.1997, Blaðsíða 2
2 - MIÐVIKUDAGUR 12. NÚVEMBER 19 97 'D^jur' VÍKURBLAÐIÐ léku og sungu af hjartans list. Bæjarbúar og fleiri gestir fjöl- menntu í Tónlistarskólann til að skoða húsnæðið og njóta tónlist- arinnar. Við vígsluna sagði Arni Sigur- bjarnarson, skólastjóri Tónlistar- skólans m.a.: „Eg álít að skóli sé og eigi að vera spegill af því sam- félagi sem hann er hluti af, gæði og árangur ráðist að verulegu leyti af samspili heimilis og skóla. Því er okkar draumur að það sem haldi uppi merki Tón- listarskóla Húsavíkur f framtíð- inni sé ekki einungis glæsilegt húsnæði og öll ytri umgjörð, GAMLA MYNDIN Nemenóur í Tónlistarskólanum, Þórunn Harðardóttir og Jóhanna Gunnarsdóttir léku fjórhent á píanó. „í lifandi samspili við uniliverfi sitt“ Hólmfríður Benediktsdóttir og Leifur Baldursson hafa starfað kennara lengst við Tónlistarskólann og fengu blómvönd fyrir vikið. heldur góður skóli þ.e. stofnun sem er í lifandi samspili við um- hvern sitt.“ Sigurjón Jóhannesson rakti sögu tónlistarkennslu á Húsavík og og formaður skólanefndar, Stefán Haraldsson, flutti ávarp. Tónlistarskólanum bárust góðar gjafir, m.a. frá Borgarhólsskóla og Guðrún Björnsdóttir afhenti skólanum peningagjöf í flygil- kaupasjóð frá Kvenfélagi Húsa- víkur. Og síðan tók, eins og vera ber, tónlistin völdin. — JS Eftir 36 ára starf er Tónlistarskóli Husa- víkur loksins komiiui í eigið húsnæði. Því var fagnað með tóna- flóði á dögunum. Árni Sigurbjarnarson, skólastjóri. S.i. laugardag var haldin sérstök vígsluhátíð Tónlistarskóla Húsa- víkur í tilefni af því að skólinn er í fyTsti skipti í 36 ára sögu sinni kominn í eigin húsnæði. I tilefni dagsins var sannkölluð tónlistarhátíð í skólanum allan daginn þar sem fram komu nem- endur og kennarar skólans og Guðrún Björnsdóttir kom færandi hendi. Þessa ágætu mynd tók Oli á Borgarhóli af nokkrum síð- hærðum nem- endum sínum í handavinnu fyrir margt löngu. Þessir kátu pilt- ar eru f.v. Gunn- ar Jóhannsson, Ólafur J. | Straumland, Sig- urður Gunnars- son, Arni Jóns- son, Albert Arn- arson, Börkur Arnviðarson og Hannes Karls- son. Albert er sá eini þeirra sem enn býr á Húsa- vík. Unglingsárm mln og þln Fyrrverandi ungling- ur á Húsavík fjaUar iiin imgliiigsár í hæn- um fyrr og nú í þessu hréfi tU ráðviUtra unglinga á Húsavík. Ég sá í síðasta Víkurblaði grein frá framhaldsskólanema á Húsa- vík sem stakk mig ofurlítið. Og ég fór að bera unglingsárin mín saman við lýsinguna á unglings- árunum nú sem kom fram í greininni. Það virðist hafa orðið mikil breyting á þessu sviði hér í bæ. En hvers vegna? I’alliii spýta Þegar ég vr 12-14 ára var ég að sjálfsögðu í skóla eins og þið eruð í dag. Á sumrin vann ég við línustokkun og í fiskvinnu. Línu- stokkun er nánast enga að hafa í dag og takmarkaða fiskvinnu. En í staðinn er komin allskonar unglingavinna sem Húsavíkur- bær starfrækir á sumrin og margt fleira. Á haustin þegar skólar hófust komu krakkar yfirleitt saman á kvöldin niðri í bæ og fóru í alls- konar leiki, svo sem slábolt, fall- in spýta og ratleiki hvurskonar. Ekki höfðum við neina Keldu þá. Og þegar snjóaði var farið á sleða og skauta á Hjarðarholts- túninu eða skíði. Nóg var við að vera. Slábolt og þessa leiki sé ég ekki hjá unglingum í dag þó ég hafi verið að hyggja eftir því. Og við komum stundum sam- an 3-4 heima hjá einhverju okk- ar og Iærðum saman. Bíó höfð- um við líka til afþreyingar þegar maður átti pening. En það er synd að ekki skuli vera starfrækt bíó í dag. Brenniunejm Seinni partinn í október byrjaði hörku vinna og samkeppni hjá unglingum í útbæ og suðurbæ. Þá var farið safna í áramóta- brennur og allt rusl hirt frá versl- unum og víðar og stundum tekið meira en mátti. Þetta var mest allt flutt af okkkur sjálfum, á sleðum og kerrum og háar brennur byggðar og keppnin snérist um það hvor brennan stæði lengur. Þetta var hörkudjobb og þetta sér maður ekki lengur hjá ung- lingum í dag. Hvers vegna ekki? Það væri gaman að sjá flottar brennur aftur, en ekki eitthvað hrúgald sem ýtt er saman af Payloader. Við þetta gætu ung- lingar dundað sér í nóvember og desember meðan mesta skamm- degið er og fá um leið útivist og smá þreytu í kroppinn, þá sofna þeir betur á eftir. Komast í salinn Á aldrinum 14-16 ára var svipað uppi á teningnum en maður þó aðeins farinn að líta í kringum sig, setja brill í hárið og svoleið- is. Þá voru stofnaðar í þriðja hverju húsi hljómsveitir og spil- að og sungið fram á kvöld af hjartans list. En það þykir kannski of barnalegt í dag. 16 ára var maður kominn á langþráðan aldur. Þá komst maður í „salinn" sem kallað var á gamla hótelinu. Þar gat maður keypt sér kók og samloku og set- ið og spjallað. Og er ég sammála framhaldsskólanemanum að svona stað vantar í dag. Hvað er um að vera í Keldunni og fyrir hverja er hún? Spyr sá sem ekki veit. Það mætti kannski athuga litla salinn á Hótel Húsavík, hvort ekki væri hægt að fá hann fyrir svipaða starfsemi og var á gamla Hótelinu. Og þá gætu unglingarnir komið þar saman og spjallað og Iært þó ég haldi að Iærdómurinn yrði varla mikill þar sem svo margir væru, en hvað um það. Alvara lífsins 17 ára, og þá kom bílprófið og þá var ekki vandi að eyða tímanum. Ég tók mér frí frá námi og fór suður á vertíð. Kom heim um vorið og keypti bíl íyrir vertíðar- peningana. Vann svo hefð- bundna vinnu og settist aftur á skólabekk 19 ára og fór í iðnnám í 4 ár. Um tvítugt byggði ég ein- býlishús meðfram náminu, stofnaði til fjölskyldu og þá voru mín unglingsár liðin og alvara Iífsins tók við. Og í dag er ég 44 ára. Svona eyddu ég og mínir líkar unglingsárunum okkar. Vídeó- og tölvuslenið Jæja, ágætu unglingar 12-18 ára. Hristið nú af ykkur vídeó- og tölvuslenið, sýnið dug og þor og berið ykkur eftir afþreyingunni. Látið ekki aðra gera allt fyrir ykkur. Finnið ykkur eitthvað við hæfi, leitið til réttra aðila, biðjið um aðstoð og fáið leiðsögn. En fyrst og fremst, gerið hlutina sjálf. Kannski getið þið sett á fót bíó og stjórnað myndvalinu sjálf og haft það við ykkar hæfi, þá kann- nski bæri það sig. Er ekki rekin hér áhugamanna útvarpsstöð? Hvernig gengur hún? Stökkvið nú af stað og reisið myndarlega brennu, nóg er til af draslinu og þegar talsvert komið upp á brennustæði. Það vantar bara duglegan hóp til að byggja hana upp. Aldurinn skiptir ekki öllu máli. Jæja, nóg er nú komið af þessu rausi í bili, en ég veit að það sem þið takið ykkur fyrir hendur mun ganga vel. Það er bara að drífa sig. Fyrrverandi unglingur á Húsavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.