Dagur - 12.11.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 12.11.1997, Blaðsíða 1
15 milljónir í Sögu Húsavikur Bæjarstjóm Húsavik- ur liefur samþykkt verkáætlun um loka- vinnu við ritun Sögu Húsavíkur. Stefnt er að því að verkinu ljúki árið 2000. Bæjarstjórn Húsavíkur hefur samþykkt að láta halda áfram að rita Sögu Húsavíkur og gerður hefur verið nákvæmur verk- samningur við Sæmund Rögnvaldsson sagnfræðing um framhaldið. Ennfremur hefur verið gerður samningur við Sig- urjón Jóhannesson um söfnun og val mynda og ritun myndtexta í þrjú fyrirhuguð bindi af Sögu Húsavíkur. Einar Njálsson bæj- arstjóri kynnti þessa framhalds- áætlun á fundi bæjarstjórnar á dögunum. Hann gat þess að málið hafi verið lengi í dagskrá og komið til kasta þriggja bæjarstjórna. 1. bindi Sögunnar, ritað af Karli Kristjánssyni, kom út árið 1981. Aður hafa verið sett tímamörk um „sögulok" sem ekki hafa staðist og síðast var samþykkt að allur texti skyldi vera tilbúinn í prentsmiðju í september s.l. Það gekk ekki eftir. Til tals hefur komið að hætta hreinlega við verkið eða stinga því undir stól í bili. En Sögu- nefnd og bæjarstjóri mátu það svo að verkið væri svo langt kom- ið og það mikill kostnaður fall- inn á það að ekki væri verjandi að hætta á þessu stigi. Og bæjar- stjórn féllst á þetta sjónarmið. Einar sagði að þrátt fyrir tafir væri ekki hægt að ásaka sögurit- ara fyrir að ritunin hefði dregist svo úr hömlu. I ljós hefði komið að verkið var mun yfirgripsmeira en gert var ráð fyrir. Sú áætlun sem bæjarstjórn samþykkti nú gerir ráð fyrir að eitt bindi verði tilbúið á hverju ári næstu þrjú árin og að verkinu ljúki árið 2000. Standist áætlun ekki er samningurinn ógildur og söguritara ber að skila öllu efni til Húsavíkurbæjar, bænum að kostnaðarlausu. Ekki eru tæmandi upplýsingar um heildarkostnað Húsavíkur- bæjar vegna ritunar Sögu Húsa- víkur en endanlegur kostnaður þegar verkið verður komið út, þ.e. launakostnaður og prent- kostnaður, gæti orðið um 15 milljónir. Kostnaður við sögurit- unina frá I. janúar 1990, þegar Sæmundur Rögnvaldsson hóf störf, nemur um 8 milljónum. Nokkur ár þar á undan hafði séra Björn Helgi Jónsson unnið við efnisöflun og ritun. — JS FH vill kaupa í sjálfu sér Á aðalfimdi Fiskiðju- samlags Húsavíkur var samþykkt að heimHa stjóm að kaupa eigin hluti í fé- laginu. A aðalfundi Fiskiðjusamlags Húsavíkur s.l. föstudag voru gerðar þær breytingar í stjórn að Jón Arnar Baldurs kom inn sem aðalmaður í stað Þorgeirs B. Hlöðverssonar, sem verður vara- maður Jóns. Aðrir í stjórn eru eins og áður Sigurjón Benedikts- son formaður, Björg Jónsdóttir, Kristinn Þór Geirsson og Jón Magnússon. A aðalfundinum var samþykkt tillaga frá stjórn FH um heimild stjórnar til að kaupa hlutabréf í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur allt að 60 milljónum króna á nafn- verði á næstu 18 mánuðum. Má kaupverð bréfanna ekki vera hærra en 10% yfir síðast þekktu söluverði áður en kaupin eru gerð. Ekki eru sett lágmörk á heimildina, hvorki hvað varðar kaupverð né stærð hlutar sem keyptur er hverju sinni. Þá var samþykkt lagabreyting um heimild aðalfundar til stjórn- ar félagsins um aukningu á hlutafé þess að Ijárhæð allt að 100 milljónir til ársins 2002. -JS Hin aldna kempa, Vernhardur Bjarnason, fyrrum framkvæmdastjóri Fiskiöjusamiags Húsavíkur, var heiöraður á 50 ára afmælis- hátíd FH. Venni fór ípontu og brýndi menn tii góöra verka og var fagnaö mjög. Margrét Sverrisdóttir fór á kostum í hlutverki „slúbbrandi vangefinnar blondínu sem vinnur í Feröamannafrystihúsi" i leikþættinum Rækjublómarósir, á hálfrar aldar af- mælishófi Fiskiðjusamlags Húsavíkur. Meira um það í blaöopnu. Amgrímur eftirsóttur Kristján Olgeirsson hefur verið ráðinn knatt spymuþ j áHari Völsungs. Leikmanna- mál eru að skýrast en mörg lið eru á höttun- um eftir Amgrími Amarsyni. Kristján Olgeirsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Völsungs í knattspyrnu. Kristján lék með liðinu um árabil og einnig með IA. Hann á 1 lands- leik að baki. Hann hefur áður komið að þjálfun liðsins, þjálfaði með Helga Helgasyni á sínum tíma og náði ágætum árangri. IG'istján er sjómaður að atvinnu en hyggst koma í land í mars og til þess tíma mun Ásgeir Baldurs væntanlega sjá um æfingar. Að sögn Jóns Arnar Baldurs, formanns knattspyrnuráðs, ligg- ur ekki fyrir á þessu stigi hvern- ig leikmannahópurinn verður skipaður. Nánast allir sem léku í fyrrasumar eru tilbúnir að halda áfram. Óvissa er |>ó með Arn- grím Arnarson en hann er mjög eftirsóttur og m.a. hafa Leiftur og Breiðablik verið að bera ví- urnar í hann. Jón Arnar segir að allt kapp verði Iagt á að halda Agga. Þá er öruggt að Róbert Skarp- héðinsson mun snúa heim eftir ársdvöl hjá KA. Og varnarjaxlinn Baldvin Viðarsson er að ná sér eftir langvarandi meiðsli og ætl- ar að spila með í sumar. Mikill styrkur er af endurkomu Balla og Danna. — js

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.