Dagur - 12.11.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 12.11.1997, Blaðsíða 3
MIDVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997 - 3 VÍKURBLAÐIÐ Fyrrum framkvæmdastjórar og fulltrúar stofnenda FH. F.v. Vernharður Bjarnason, Einar Svansson núverandi framkvæmdastjóri, Kristján Eysteinsson, Hólmfríður Sigurðardóttir og Björn Ólafsson. Á fjorða hundrað mamis fagnaði 50 ára afmæli Fiskiðjusam- lags Húsavikur sl. laugardagskvöld. Fiskiðjusamlag Fiúsavíkur var stofnað 19. júlí 1947 og fagnar því 50 ára afmæli á yfirstandandi ári. Þess var minnst sl. laugar- dagskvöld með veglegri afmælis- hátíð á Hótel Húsavík þar sem tæplega 400 manns, starfsfólk, gestir og aðrir áhangendur FH mættu til leiks og nutu matar, ræðuhalda, skemmtiatriða og tónlistar Milljónamæringanna, sem er auðvitað það sem stjórn- endur og starfsfólk FH stefna að því að verða í framtíðinni. Fyrrverandi framkvæmdastjór- ar og fulltrúar stofnenda voru sérstaklega heiðraðir á hátíðinni. Vernharður Bjarnason og Björn Olafsson fyrrum framkvæmda- stjórar FH voru mættir, tveir eru látnir, þeir Jóhann Kr. Jónsson og Eysteinn Sigurjónsson en auk þessara hafa tveir aðrir gegnt stöðunni, Tryggvi Finnsson og Einar Svansson sem nú er við stjórnvölinn. Af 6 stofendum FH er einn á lífi, Helgi Kristjánsson, sem enn býr á Húsavík en sá sér ekki fært að mæta í afmælishófið. Aðrir stofnendur voru Þór Pétursson, Stefán Pétursson, Asgeir Krist- jánsson, Eysteinn Gunnarsson og Jóhannes Guðnason. Hólm- fríður Sigurðardóttir, ekkja Þórs Péturssonar, tók við viðurkenn- ingunni og sömuleiðis Kristján, sonur Eysteins Gunnarssonar. Góðir gestir fluttu ávörp á há- tíðinni og eftir að hin aldna Hrefna Jónsdóttir og Vigfús Sigurðsson i hlutverkum Fríðu flæðilínu og Tryggva Finnssonar í Rækjublómarósum. Afmælishöm dagsins kempa, Vernharður Bjarnason hafði ávarpað viðstadda, stóðu allir „FH-ingar“ á fætur og hylltu heiðursmanninn Venna með lófataki. Séra Sigurður Ægisson á Grenjaðarstað var glaðbeittur veislustjóri og reytti af sér brand- ara. Og félagar í Leikfélagi Húsavíkur fluttu söngleikþátt- inn Rækjublómarósir sem sér- staklega var saminn af þessu til- efni, og heitir raunar „We Love FH“ á útílutningsmálinu. Hátíðin fór hið besta fram, var glæsileg og mikið lostæti á borð- um og flestum sem að komu til sóma. — JS í dag, 12. nóvember, eiga eftir- taldir afmæli á Ilúsavík: Valdi- mar Vigfússon, Hvammi, f. 1914; Þórhallur Hermannsson, Mararbraut 3, f. 1927; Bryndís Alfreðsdóttir, Laugarbrekku 11, f. 1932; Sigurður Arnason, Garðarsbraut 19, f. 1948; Haf- dís Guðrún Hafsteinsdóttir, Brúnagerði 10. f. 1959; Sigrún Arnórsdóttir, Uppsalavegi 2, f. 1961; Kristjana Snædís Bene- diktsdóttir, Baldursbrekku 2, f. 1978. Þá á Natalia Chow, sem nú býr utan Húsavíkur, afmæli í dag, en hún er fædd 1963. Enn- fremur má geta þess að góðvinur Víkurblaðsins, Kristján Roy Phillips, hefði orðið sextugur í dag hefði honum enst aldur, en hann lést 21. mars 1991. 16. nóvember n.k. verður ní- ræður Forni Jakokbsson frá Haga, sem nú dvelur á Sjúkra- húsi Þingeyinga. — BK/jS FH-ingar í afmælisskapi Um Árbók Þingeyinga Árbók Þingeyinga 1996 er kom- in út og að venju full af athyglis- verðu og ljölbreyttu efni. Meðal þess sem vakti mesta athygli undirritaðs má nefna eftirfar- andi: Grein eftir Svein Skorra Höskuldsson um Benedikt frá Auðnum, þar sem höfundur veltir m.a. fyrir sér hvernig Þing- eyingar hafa varðveitt arfinn og hinn góða vilja Benedikts. Sig- ríður Svana Pétursdóttir skrifar fróðlegan þátt um smáskammta- lækningar og hlut séra Magnús- ar Jónssonar á Grenjaðarstað í þeirri sögu. Böðvar Guðmunds- son og Heimir Pálsson rita upp- lýsandi um bréf Aðalbjargar Jónsdóttur frá Mýri til föður síns Jóns Jónssonar í Kanada árið 1917. Eysteinn Tryggvason ritar um „Jarðskjálfta á Norðurlandi" og ætti að vera skyldulesning öllum ibúum á Húsavík og Þingeyjar- sýslu. Geri ég það að tillögu minni að þessi grein verði notuð í skólum bæjarins og nemendur uppfræddir (en ekki hræddir) um jarðskjálftasvæðið sem þeir búa á. Þá má og geta um einstaklega greinargóða og fróðlega frásögn Kristjáns Benediktssonar af „Hestahvarfinu á Þverá“, sem tröllreið öllum fjölmiðlum árið 1987. Og síðast en ekki síst vil ég benda á þáttinn „Eineygða skrímslið,“ eftir Jóhannes Björnsson, en þar má Iesa bráð- skemmtilegt dæmi um hvernig þjóðsögur af af dularfullum at- burðum (sem eiga sér í raun eðlilegar skýringar) geta orðið til. Skyldulesning öllu nýaldar- fólki. Margt fleira fróðlegt og for- vitnilegt er að finna í Árbók Þingeyinga og er þeim sem vilja eignast þetta öndvegisrit bent á Safnahúsið á Húsavík. — JS Tilboð óskast í rekstur á sólarlömpum eða leigu á aðstöðu í kjallara í Sundlauginni á Húsavík. Starfsmenn Sundlaugarinnar munu annast rekstur og afgreiðslu í Ijósalampana. 1. Tilgreina skal hvaða tegund af Ijósalömpum um er að ræða og hve margar perur eru í lömpunum. 2. Hve oft skal skipta um perur og af hvaða tegund þær eru. 3. Hvaða leigu skal greiða fyrir aðstöðuna og Ijósalampana. Tilboð verða opnuð 1. desember kl. 13 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Tilboðum sé skilað á bæjarskrifstofu Húsavfkur, merkt „Sundlaug - tilboð". Sundlaug Húsavíkur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.