Dagur - 12.11.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 12.11.1997, Blaðsíða 4
é - MIÐVIKUDAGU R 12. KÓ VEMBER 1997 rD^tr VÍKURBLAÐIÐ L A 12 imlljóiiir í höfnina Þessa dagana er uimið við að grafa laust efni upp úr iunri höfninni á Húsavík og vonast til að ástandið þar hatni a.m.k. tíma- hundið. Þessa dagana er íyrirtækið Hagtak með pramma og gröfu við Húsavíkurhöfn og vinnur að því að moka upp leðju og lausu efni úr innri höfninni og við endann á þvergarðinun. Að sögn Einars Njálssonar, hafnarstjóra, verður lögð áhersla á að finna og helst fjarlægja mishæð sem hef- ur valdið vandræðum í innsigl- ingunni en erfitt hefur verið að staðsetja hana með dýptarmæl- ingu. Einar gerði ráð fyrir að unnið yrði í 2-3 vikur og fyrir að há- marki um 10-12 milljónir. Og vonand dygði það til að bæta ástandið í innri höfninni a.m.k. tímabundið, þó auðvitað yrði sandurinn alltaf á einhverri hreyfingu. Fyrir nokkrum árum var hreinsað upp úr höfninni með sama hætti og nú og gaf góða raun. Mikil óvissa er um varanlegar hafnarbætur á Húsavík. Á fundi bæjarstjórnar með þingmönnum kjördæmisins kom fram að menn voru ekki of bjartsýnir á fjárveitingar til framkvæmda hér á næstunni og m.a. kom fram í máli samgönguráðherra að hafn- arframkvæmdir á Akureyri hefðu forgang. -JS Retknistofa Húsavíkur lögð niðiir Reiknistofa Húsavíkur, sem starfrækt hefur verið um árabil, hefur lokið hlutverki sínu. Starfsemi Reiknistofu Húsavíkur hefur dregist jafnt og þétt saman á síð- ustu árum og nú er í burðar- liðnum að leysa fyrirtækið UPP °g leggja það niður. Húsavíkurkaupstaður, Fisk- iðjusamlag Húsavíkur og Kaupfélag Þingeyinga eru aðaleigendur Reiknistofunn- ar, með um 32% eignarhlut hvert. Þau fyrirtæki sem aðild áttu að Reiknistofunni hafa sjálf yfirtekið stærstan hluta verkefna hennar og FH og KÞ aðeins verið með launkeyrslur þar inni. Og að sögn Einars Njálssonar bæj- arstjóra, þótti skynsamlegt í þeirri stöðu að bærinn keypti eigin tölvu og mun um áramót fara að vinna þau verkefni sem Reikni- þjónustan annaðist áður. „Það má segja að hlutverki þessa fyrirtækis sé einfald- lega lokið og því eðlilegt að leysa það upp,“ sagði Einar. Síðustu ár hefur einn starfsmaður unnið hjá Reiknistofunni við tölvu- vinnslu og annar í hluta- starfi við ræstingar. — JS Rækjuveið- indræm Það sem af er haustinu hef- ur veiði á innfjarðarrækju í Skjálfanda verið mun dræm- ari en síðustu ár á þessum tíma. Þó virtist hún eitthvað ver að glæðast í síðustu viku. Menn kunna ekki skýring- ar á þessu ástandi en vona að úr rætist. — JS Foreldrar á vaktinni Foreldrax verða á rölt- inu á Húsavík í vetur og bera „ábyrgð tH af- skipta.“ Ákvéðið hefur verið að starf- rækja foreldravakt á Húsavík um helgar í vetur, eins og reyndar var gert í fyrravetur þegar for- eldrar voru á röltinu á föstu- dags- og laugardagskvöldum. Fyrirkomulagið verður þannig að hópur foreldra, minnst þrír, fær sér göngu um bæinn þessi kvöld, fylgist með unglingunum, minnir á útivistartíma og grípur inn í varasamar aðstæður. Foreldravaktin mun starfa í nánu sambandi við lögreglu og lögreglan mun aka um bæinn og minna á útivistartíma. Það eru foreldrar í eldri bekkj- um Borgarhólsskóla sem verða á vaktinni og aðstandendur for- eldravaktar skora á foreldra og aðra uppalendur að „bera ábyrgð til afskipta" unga fólkinu til heilla. — JS Klakakvintettirw vakti hrifningu Húsvíkinga. Norðlensldr fj ölþj óðablásarar Fimm blásarar úr Sin- fóníuhljómsveit Norð- urlands léku fyrir Húsvíkinga í fyrri viku og fengu góðar viðtökur. Hinn stórgóði Klakakvintett hélt tónleika í Safnahúsinu á Húsa- vík s.l. föstudag og lék einnig við vígsluhátfð Tónlistarskóla Húsa- víkur daginn eftir. Klakakvintett- inn er skipaður 5 blásurum sem jafnframt eru tónlistarkennarar á Norðurlandi og spila allir í Sinfóníuhljómsveit Norður- lands. Þetta er fjölþjóðlegur hópur. Fászló Czenek og Pál Barna Szabó sem spila á franskt horn og fagott eru frá Ungverja- landi, þverflautuleikarinn Anton Fournier er Kanadamaðuf, Jacqueline FitzGibbon leikur á óbó og er írsk og Björn Feifsson, sem er bara frá Reykjavík, spilar á klarinett. Kvintettinn vakti mikla hrifn- ingu á Húsavík og sérstaklega var gaman að hlýða á „Hræru" Þorkels Sigurbjörnssonar, þar sem höfundur blandar saman ýmsum kunnum þjóðalagastefj- um í einn hrærigraut. — JS Kaitkvís klerkur Sjá Ijölhæfi þúsundþjala klerkur, séra Sigurður Ægis- son á Grenjaðarstað er með skemmtilegri mönnum og sjaldan hægt að tala um að helgislepjan beinlínis leki af honum. Enda er kall gjarnan til kallaður þegar hefja skal gleði hátt á loft. Þannig var séra Sigurður á dögunum veislustjóri á af- mælishátíð Fiskiðjusamlags Húsavíkur og fór á kostum ofan þindar og neðan. Reynd- ar runnu nokkrar grímur á viðstadda þegar klerkur hóf að rifja upp boðorðinn 10 eins og þau eru skráð í Biblí- unni. En þau voru bara for- málin að sérstaklega frum- sömdum boðorðum kvöldins. Sem voru m.a: Þú skalt ekki aðra veislustjóra hafa en mig hér í kvöld. Og: Þú skalt ekki girnast þjón Hótelsins, þernu eða annað starfsfólk þess. Og reyndar sagði Sigurður að þetta með að girnast þjóninn, væri séstaklega tekið fram vegna þess að Páll Óskar ætti eftir að syngja með Milljóna- mæringunum síðar um kvöld- ið! KviMndm norsk Á þessari afmælishátið var fluttur stórgóður hátíðarbrag- ur sem Sigurður hafði saman sett við þekkt Iag eftir Ed- ward Elgar. Þar var fiskmeti að sjálfsögðu í hávegum haft og hljómaði eitt erindi svo: Bráðimi skammtinn má skera, skella krásum á disk. Allt að borðum si’o bera, bragða gómsætan ftsk: st'ld og löngu og lýsu, lúðu, steinbít og þorsk, karfa ufsa og ýsu. Éta kvikindin norsk! Og síðar í sama brag sagði: Burt með pitsu og pasta! Prófum rækjunnar kjöt! Naggaritari tekur undir þetta matarmat klerks og mælir um leið með neyslu Nagga við flest tækifæri. Ráðherra í sögu- ritun? 1 umræðum um Sögu Húsa- víkur í bæjarstjórn Húsavíkur var m.a. rætt um að síðari bindi yrðu í einhverju sam- ræmi við fyrsta bindið sem Karl Kristjánsson, fyrrum þingmaður Framsóknar- flokksins reit eftir að hann hætti þingmennsku. Tryggvi Jóhannsson, hinn glúrni bæj- arfulltrúi G-lista, stakk þá upp á að réttast væri að fresta ritun sögunnar, þangað til Guðmundur Bjarnason, þingmaður Framsóknar hætti á þingi, og fela honum að klára verkið, þannig að sami háttur yrði á hafður og lagt var upp með.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.