Dagur - 14.11.1997, Qupperneq 5

Dagur - 14.11.1997, Qupperneq 5
F 0 S T U D AGU R 14. NÓVEMBER 1997 - 5 Xk^MT' FRÉTTIR Bjartsým kaupmaima fj árfest í steinsteypu Hátt í 100% fram- leiðmaukning í smá- söluverslun. Betri af- komu hefur ekki gætt í hærri launum. Sjoppur á útleið. „Það litla sem við erum búnir að sjá úr þessari skýrslu er að framleiðniaukning vinnunnar hefur orðið gríðarleg í smásölu- verslun, eða hátt í 100%. Við teljum að launin hafi ekki hækkað í neinu samræmi við það. Aukningin hefur því vænt- anlega skilað sér annars vegar í lægra vöruverði og hins vegar í bættri afkomu fyrirtækja. Eg held að það hafi aukið mönn- um bjartsýni og m.a. til fjárfest- inga í steypu,“ segir Gunnar Páll Pálsson, forstöðumaður Ijármálasviðs Verslunarmanna- félags Reykjavíkur. I næstu viku er von á skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Islands hefur unnið fyrir VR um vinnuafl og fjárfestingar í verslun. Sem kunnugt er þá stefnir í að kaupmenn á höfuð- Hagfræöistofnun Háskóla íslands er ad vinna að skýrs/u fyrir VR um vinnuafl og fjárfestingar í verslun. Niðurstöðurnar verða væntanlega notaðar sem röksemd til að bæta kjör verslunarfólks í Ijósi bættrar afkomu kaupmanna. borgarsvæðinu ætli að fjárfesta auknu verslunarrými, sem yrði Kringlur að meðtöldum bíla- fyrir allt að 7 milljarða króna í álíka að flatarmáli eins og þrjár stæðum. Þessi þróun og sú sem verið hefur með þátttöku bæj- arfélaga í byggingu verslunar- miðstöðva er talin leiða til hærra vöruverðs, hærri skatta og lægri launa. Stjórn VR hyggst síðan nota efni skýrsl- unnar sem röksemd fyrir því að hlutur launafólks í verslun hef- ur verið fyrir borð borinn í bættri afkomu hennar. Samkcppni og tækni Gunnar Páll telur að þessi framleiðniaukning í smásölu- versluninni frá níunda ára- tugnum og fram á þann tfunda sé einkum vegna þeirrar tækni sem felst í strikamerkjavæðing- unni og samkeppninni í mat- vörugeiranum. Hann vekur jafnframt athygli á þeirri breyt- ingu sem er að verða í verslun og þjónustu sem felst í því að sjoppur eru að týna tölunni á sama tíma og verslun eykst á bensínstöðvum. Samhliða þess- um breytingum hefur smásölu- verslunin tekið yfir hluta af starfsemi heilsala með því að flytja sjálf inn þær vörur sem hún hefur á boðstólum. Það hefur síðan leitt til bakslags í stétt heildsala. — GRH Islensk getspá - sala reikningsára 1 dnn 1990-91 1991-92 1992 93 1993-94 ■ Lottó ■ Víkingalottó Áhuginn fyrir laugardagslottóinu er stöðugt niður á við það sem af er áratugnum og Vlkingalottóið hefur verið á sömu leið síðustu árin. Nýr jóker í lottóið Jóker er á leiðmni í laugardagslottóið. Fimm stafa tala sem gefur öUum sem haua fá 1 miUjón í vinning. íslensk getspá verður jafnt og þétt að bjóða upp á nýjungar til að hamla á móti harðri sam- keppni um „spilapeninga“ Iands- manna, einkum við spilakassana. Salan hefur minnkað árlega í þrjú ár, síðast um 6% í fyrra. Vík- ingalottóið reif upp dalandi tekj- ur í b)rjun, en áhuginn á því fór líka fljótt að minnka. Kínó var startað fyrir tveim árum en reyndist „feilskot". Og nú er í hönnun nýr leikur - Jóker - sem tengist laugardagslottóinu, sam- kvæmt ársskýrslu UMFI. Heill Jóker gefur 1 milljón í vinning. Búist er við Jóker fram á sjónar- sviðið að aflokinni jólavertíð, þ.e. snemma á næsta ári. Evrópskur lottóleikur „Jóker er þekktur í Evrópu og virðist evrópskur leikur, því við höfum ekki séð hann annars staðar,“ segir Bolli Valgarðsson hjá Islenskri getspá. Hann segir lottókaupendur ráða því hvort þeir kaupi Jókerinn líka - fyrir 80 kr. - en hann verði ekki fal- ur einn og sér. Fyrir þá sem kjósa Jóker velji sölukassinn eitt 5 stafa númer. Dregið verði á sér- stökum Iukkuhjólum, í tengslum við lottóið. Þeir sem reynist með rétta númerið, einn eða fleiri, fá I milljón hver. Síðustu fjórar töl- ur númersins réttar gefa 100.000 kr., 3 tölur 10.000 og 2 síðustu tölurnar 1.000 kr. Bolli segir fleiri lottó-nýjungar vænt- anlegar um mitt næsta ár. Söluherferð Heildarsala lottóanna var 1.100 milljónir á síðasta reikningsári - um 16.000 kr. á hverja fjölskyldu í landinu. Tekjuafgangur varð 325 milljónir, sem ráðstafað var til eigendanna, þ.a. komu 45 milljónir í hlut UMFÍ. Spilakass- arnir eru sagðir helstu keppi- nautar lottósins og meginskýring minnkandi sölu. „I markaðsstarf- inu var lögð áhersla á að selja lottó til hinna ýmsu hópa með tilheyrandi hópleikjum o.fl. End- urskoðun hefur verið í gangi á sölustöðunum og aukin áhersla lögð á þjálfun og söluhvetjandi aðgerðir gagnvart umboðsmönn- um,“ segir í ársskýrslu UMFI. Nú er spurningin hvort Jóker ríf- ur söluna upp á nýjan leik. - HEI Áratuga barátta í höfn Á fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæjar 6. nóvember sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða:,, Bæjarstjórn Snæfellsbæjar fagnar því að áratuga bárátta landsbyggðarinnar íyrir því að landið verði eitt gjaldsvæði fyrir almenna símanotkun, hafi nú þegar borið árangur." Undir þessi orð hefur bæjarstjórn Isafjarðar einnig tekið, í höfn sé liður í því að jafna aðstöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni. Nýr formaður ÆSÍ Gylfi Þ. Gíslason frá Sambandi ungra jafnaðarmanna Iét af for- mennsku æskulýðssambandsins nýverið eftir fimm ára setu. Nýr for- maður ÆSI er Sigvarður Ari Huldarson frá Verðandi, samtökum ungs alþýðubandlagsfólks og óháðra. Stefáu Pálsson aðalbankastj óri Stjórn Búnaðarbanka Islands hefur ráðið Stefán Pálsson sem aðal- bankastjóra og þá Jón Adolf Guðjónsson og Sólon R. Sigurðsson sem bankastjóra frá nk. áramótum, en þá mun hlutafélagabankinn taka til starfa. Bæði Stefán og Jón Adolf hafa verið bankastjórar frá 1984 en Sólon hefur verið bankastjóri frá 1990. Nýr prófastur í Árnesprófastsdæmi Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráðherra hefur að tillögu biskups skip- að séra Ulfar Guðmundsson sóknarprest á Eyrarbakka til að vera prófast í Árnesprófastdæmi frá 1. desember nk. Skipunin er til fimm ára.. Ulfar var um árabil prestur í Olafsfirði en hefur verið á Eyrar- bakka frá 1980. Hann er kvæntur Herborgu Pálsdóttur. Dagur íslenskrar tungu Dagur íslenskrar tungu verður á sunnudag. Menntamálaráðherra mun mæta til sérstakrar hátíðar í Menntaskólanum á Akureyri þar sem hann mun í annað sinn veita verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, en verðlaunahafi hlýtur 500. 000 kr. Sveitungar Jónasar Hallgríms- sonar úr Oxnadal, en dagurinn er afmælisdagur hans, munu heiðra minningu hans með því að fjalla um íslenska tungu á kvöldvöku í Þelamerkurskóla á sunnudagskvöldið 16. nóv. Vakan hefst kl 20:30 og er öllum opin.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.