Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 22. NOVEMBER - 222. TÖLUBLAÐ Maimskaðinn á Mos- fellsh Fyrr OG SÍÐAR hafa menn lagt upp í feigðarflan og orðið úti á fjöllum, heiðum og jafnvel á túnum sínum. Nú á dögum eru iðulega gerðir út miklir leitar- og björgunarleiðangrar til að leita fólks sem villist eða hrekur af leið. Þrátt fyrir góðan útbún- að og þekkingu á landslagi og veðurfari leynast ferðamönnum víða hættur og enn verða menn úti, þótt flestum sé bjargað af vel þjálfuðum leitarmönnum. Áður fyrr voru hætturnar meiri. Einu samgöngukerfin voru troðningar og öll vötn óbrúuð og leiðarlýsingar tak- markaðar. Slys á ferðamönnum voru því tíð. Geymst hefur í minni og skráðum heimildum ferðasaga hóps manna sem um miðja síðustu öld lenti í miklum hrakningum á Mosfellsheiði. Haft hefur verið á orði hve illa ferðalangar voru búnir og hvers konar flan var á þeim. Fötin fuku af þeim, þeir virðast hafa verið matarlausir og á síðasta næturstað sínum, áður en þeir lögðu á heiðina, hímdu þeir kaldir og blautir og voru látnir bíða langt fram á dag, í skamm- deginu, eftir kaffisopa á Þing- völlum. Til er allgóð lýsing á ferðalaginu sem séra Magnús Helgason skráði, eftir frásögn þeirra sem lifðu það að komast til byggða og fleiri kunnugum. Presturinn sem hýsti nokkra þeirra sem fórust á Mosfellsheiði eða komust naumlega yfir í Bringur var séra Símon Bech. Þessa mynd af honum gerði breskur teiknari 1862, eða sex árum eftir að hann bauð gestum sínum upp á kaffi áður en þeir lögðu heiðina. Biðin eftir kaff inu var löng og afdrifarík, eins og fram kemur í frásögn af feigðarförinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.