Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 6
VI- LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 HÚSIN í BÆNUM L FREYJA JÓNSDÓTTIR SKRIFAR HÚSIÐ BYGGÐI Þorbergur Pétur Sigurjónsson, bifvélavirki og kaupmaður árið 1932. Þorberg- ur keypti Ióðina undir húsið af Guðmundi Gíslasyni, véla- manni, á Lundi í Ytri-Njarðvík. Lóð Guðmundar var erða- festuland úr jörðinni Keflavík. I afsali er lóðin talin sunnan Kirkjuvegar en ekki skráð með götuheiti. Húsið var sfðan skráð við Aðalgötu 31, en lengst af hefur það verið númer 23 við götuna. Eftir þeim skjölum sem liggja fyrir er ekki annað að sjá en Þor- bergur hafi verið búinn að bygg- ja húsið þegar Guðmundur Gíslason fær samþykki hjá Keflavíkurhrepp um að Ióðin verði skráð byggingarlóð. Einnig að hann selji Þorbergi P. Sigur- jónssyni 300 fermetra af lóð- inni. Ekki hefur fundist fyrsta fast- eignamat sem gert var á húsinu né fyrsta brunavirðingin og er því stuðst við frásagnir fólks sem best þekkti til. Húsið sem Þorbergur byggði á lóðinni var einlyft með risi, byggt úr steinsteypu með járn- þaki. A hæðinni var stofa, her- bergi, eldhús og lítil forstofa en úr henni lá stigi upp í risið. Þar uppi geymdi Þorbergur vara- hlutalager til viðgerðar á bifreið- um. I útbyggingu sem Þorbergur byggði úr steinsteypu eins og íbúðarhúsið var bifvélaverkstæði sem hann rak um tíma. A þeim árum voru mikil átök í Keflavík á milli hinna vinnandi stétta og at- vinnurekenda. Þorbergur dró taum verkamannsins, krafðist hærri launa og mannsæmandi vinnuaðstöðu. Þá voru útgerðar- menn helstu atvinnurekendurn- ir í Keflavík og sagt er að sumum þeirra hafi líkað stórilla þegar Verkalýðsfélag Keflavíkur var stofnað haustið 1931. Utgerðar- menn og atvinnurekendur neit- uðu að viðurkenna félagið sem samningsaðila. I bókinni „Ár og dagar" eftir Gunnar M. Magnússon er getið um Þorberg P. Siguijónsson en hann var í fyrstu stjórn verka- lýðsfélags Keflavíkur. Þorbergur P. Sigurjónsson var fæddur 11. október 1904 f Keflavík. Foreldrar hans voru Siguijón Einarsson, sonur Ein- ars Einarssonar, koparsmiðs, og konu hans Þórunnar Jónsdóttur. Móðir Þorbergs var Kristín Olaf- ía Brynjólfsdóttir frá Nýjabæ á Akranesi. Sigurjón var fyrst verkstjóri í Keflavík en flutti síð- an að Litla-Hólmi í Leiru og bjó þar. Þorbergur flutti til Reykjavík- ur og stofnsetti Bílabúðina á Hverfisgötu 50 þar sem nú er kvikmyndahúsið Regnboginn. Þar verslaði hann til margra ára með varahluti fyrir flesta gerðir bifreiða. Hann var þekktur kaupmaður og hafði gott orð á sér. 1938 eftir að Þorbergur var fluttur til Reykjavíkur var húsið selt á uppboði og er þá talið til Aðalgötu 31. Landsbanki Is- Iands var kaupandi að því. Ekki er vitað með vissu hver keypti húsið af Þorbergi þegar hann flutti fyrir fuilt og allt frá Kefla- vík. Þorbergur P. Siguijónsson lést Aðalgata 23, Kellavík Hús hantiónikuspilarans 26. desember 1975. Um 1940 var númeri hússins breytt í 23, en þá var búið að byggja hús beggja megin við það og einsemd hússins lokið. Það hafði áður verið eitt og sér á grónum landskika í nokkurri ijarlægð frá öðrum húsum. Fljótlega eftir að Landsbank- inn eignast húsið kaupir það Ingólfur Magnússon ásamt for- eldrum sínum. Foreldrar Ingólfs voru Magn- ús Grímsson, fæddur 5. ágúst 1867 á Hrauni í Ölvusi og Sig- ríður Jónsdóttir, fædd 29. ágúst 1871 á Melbæ í Leiru. Sigríður og Magnús bjuggu fyrst á Grund í Garði og voru þar með búskap ásamt því að Magnús stundaði sjóinn á bát sem hann átti sjálf- ur. Þau fluttu síðan til Keflavík- ur og bjuggu um tíma á Duus- götu, síðan á Tjarnargötu, eða þar til þau kaupa Aðalgötu 23. Sigríður og Magnús eignuðust níu börn og var Ingólfur yngsta barn þeirra. Ingólfur fór ungur að vinna eins og títt var um fólk í þá daga. Hann lærði að aka bif- reið og var um tíma vörubflstjóri hjá Meyvant sem kenndur var við Eiði á Seltjarnamesi. Hann fór síðan að aka sinni eigin bif- reið, leigubíl, á Aðalbílastöðinni í Keflavík og var um tíma for- maður Fylkis, félags leigubíl- stjóra í Keflavík. Ingólfur var mikill músikkunnandi og spilaði listavel á harmóniku. A sínum yngri árum spilaði hann fyrir dansi á skemmtistöðum í Kefla- vík og víðar á Suðurnesjum. Ingólfur átti að spila í samkomu- húsi Ungmennfélagsins í Kefla- vík á gamlárskvöld 1934, þegar hin myrku örlög gripu í taumana og húsið brann um miðjan dag- inn með þeim hörmulegu afleið- ingum að níu manns fórust í þessum ægilega bruna. Þar hafði verið haldin jólatrés- skemmtun fyrir börn og elds- upptök voru talin þau að logandi kerti féll af trénu á skrautpappír sem vafinn var um fót þess. Síðasta harmónikan sem Ingólfur átti er nú varðveitt í Byggöasafni Suðurnesja á Vatns- nesvegi í Keflavfk og geta þeir sem áhuga hafa séð hana þar ásamt öðrum merkum munum sem safnið geymir. Ingólfur hafði þann sið að skreppa á sjóinn á bát sínum og róa til fiskjar þegar honum Ieiddist aksturinn. Síðasti bátur- inn sem hann átti hét, Erna, sem hann skírði í höfuðið á dótt- ur sinni. Eftir að faðir Ingólfs, Magnús Grímsson, lést bjó Ingólfur áfram í húsinu með móður sinni. Hann innréttaði ris hússins í tvö íbúðarherbergi og lítið framloft. Bifreiðaverk- stæðið var innréttað fyrir íbúð og þar bjuggu í nokkur ár Guð- jón Gunnarsson og Hulda Peter- sen. Guðjón var rakari og hafði stofu á Hafnargötunni. Þau hjón fluttu síðan til Ameríku um 1950. Eftir það kaupa þann hluta hússins Alma Sigurðar- dóttir og Magnús Bergmann Karlsson, vélstjóri, og bjuggu þar í nokkur ár. Somur þeirra er Skúli Þór Magnússon, sagn- fræðingur, fæddist í húsinu, en hann er einn þeirra sem hefur lagt mikla vinnu í að hlúa að Byggðarsafni Suðurnesja. Ingólfur giftist ekki en eignað- ist tvö börn, Ingólf Ingólfsson sem lengi var formaður Frama og leigubílstjóri í Reykjavík. Hann lést um aldur fram 7. ágúst 1997. Dóttur sína Grétu Ernu ól Ingólfur upp á meðan kraftar móður hans entust til að sjá um heimili fyrir þau, en móður sína Sigríði Kjartansdótt- ir, missti Gréta þegar hún var á öðru ári. Um níu ára aldur fór Gréta Erna í fóstur til frænku sinnar í móðuætt, Halldóru Bjamadótt- ur. A meðan Sigríður Jónsdóttir var húsmóðir á Aðalgötu 23, notaði hún kolaeldavél. Hún var ekki nýjungagjörn kona og raf- magnseldavél var henni ekki að skapi og hún notaði sína kola- eldavél hvað sem hver sagði og hélt henni gljáandi svartri. Gréta Erna segir það eina af ljóslifandi æskuminningum sín- um þegar amma hennar sat á stól við eldavélina með prjónana síns. Við hliðina á kolavélinni var fata undir kol og á veggnum til hliðar var útsaumaða puntu- handklæðið. A þessum árum voru íbúðarherbergi hússins með rósóttu veggfóðri og loftin máluð hvít. Eldhúsið var málað, línoleumdúkur var á öllum gólf- um og stiga. Skilrúm í húsinu eru úr tré og einnig loft á milli hæðarinnar og rissins. Við húsið var matjurtagarður þar sem ræktðar voru kartöflur og gulrófur ásamt rabbarbara. Ingólfur Magnússon Iést 16. ágúst 1981. Eftir lát hans var húsið selt og voru nokkur eigendaskipti á því um tíma þar til systkinin Freyja og Bjarki Arnabörn kaupa það fyrir nokkrum árum. Bjarki á norðurenda hússins en Freyja suðurendann eða þeim megin sem Ingólfur og foreldrar hans bjuggu. Núna er búið að klæða húsið að utan með timbur- klæðningu og einnig er búið að gera það upp að innan.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.