Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 2
II- LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 r r SÖGUR OG SAGNIR Madur er nefndur Pétur og var Einarsson; hann var vinnumaður að Múla í Biskupstungum, þegar þessi saga gjörðist. Haustið 1856 var hann haustmaður suður í Reykjavík og reri hjá Geiri Zoega. Þá var það einhverju sinni um haustið, að Geir var nótt að heiman, og lá Pétur í rúmi hans um nóttina; ekki var fleira manna í herberginu. Pétur mátti eigi sofa, og gekk svo lengi nætur, að honum fannst sem eitthvað sveimaði í kringum sig og bann- ( aði sér að sofa, þó gat hann eigi I séð neitt, en bresta þótti honum í f húsinu við og við, og var þó logn r úti og veður gott; lá svo kynlega á honum og svo illa, að við sjálft lá, að hann færi á fætur og burt úr rúminu, en þótti þó minnkunn að því, og varð því kyrr. Undir morg- un sofnaði hann loks; dreymdi hann þá, að hann gengi suður kirkjugarðsstíginn og tíndi upp gullpeninga nokkra af frosinni götunni og mælti í því að hann vaknaði: “Þar hefi ég þá fjórtán.” Síðar um veturin dreymdi Pétur aftur, að hann þóttist úti staddur að Mosfelli (í Mosfellssveit) og sá austur á heiðina; sá hann koma menn og draga sleða sex. Pétur þóttist spyija, hvaða menn þeir færu með. “Samferðamenn þína,” var svarað. Þá var Magnús Grímsson prestur að Mosfelli; þar bar það til nýlundu, að á gam- lárskveld og nýársmorgun hring- du klukkur sér sjálfkrafa sína lík- hringinguna hvort sinn. Var eigi trútt um, að sumir ætluðu það fyrirboða þess, að prestur væri feigur. Nú er að segja frá Pétri, að hann fer heim að Múla, er lokið var haustvertíð, og var heima um veturinn fram til vertíðar. Þar að Múla var sveinn nokkur, er Guð- mundur hét, hann var sautján vetra; hvíldu þeir Pétur saman og voru vinir góðir; ætluðu þeir báð- ir suður um veturinn til róðra. Pétur var þá nær hálf-þrítugur að aldri, fjörmaður mikill, knár og harðgjör. Eina nótt dreymir Pét- ur, að hann þykist sjá kirkju- Idukku hanga yfir höfðinu á Guð- mundi, lagsmanni sínum, þar sem hann hvíldi í rúminu, og var öxi í stað kólfs í klukkunni og sló eitt högg, og hrökk Pétur upp við; varð honum hverfti við draum- inn. Annað sinn drejmdi hann um veturinn, að hann þóttist staddur suður á Mosfellsheiði og var búinn til bardaga og lið nokk- uð með honum; hann var vopn- laus og litaðist um eftir vopni nokkru; sér hann þá, að tekið er að falla lið hans, og í því gengur að honum maður nokkur stórvax- inn og fær honum eitthvað. Pétur leit á og mælti: “Eg kann að geta bjargast við það, en ekki líkar mér það.” Og í því vaknaði hann. Feigdarförin hefst Nú líður fram að vertíð, og kemur dagur sá, er þeir höfðu ráðið heimanför sína félagar; þá kemur maður nokkur, er var sam- mældur þeim og kvaðst eigi geta farið þann dag; vildi Pétur þá bíða hans, þó að áður væri hann tilbúinn. Og verður nú dráttur á förinni til þess á fimmtudaginn þriðja í góu; þá fara þeir af stað og voru sex úr Biskupstungum, þeir lagsmenn báðir frá Múla, Kristján frá Amarholti, er töfinni olli, Þorsteinn frá Kervatnsstöð- um, hann var sautján vetra, Sveinn frá Stritlu og Einar frá Hrauntúni, hann var jafnaldri Péturs og manna röskvastur. Fóru þeir um kvöldið út í Laugar- dal og gistu þar á ýmsum bæjum; var þar von fleiri samferða- manna. Þeir lögðu snemma af stað föstudagsmorguninnn og voru þá níu saman, en í Barma- skarði slógust enn í hópinn fímm Laugdælir; voru nú fjórtán sam- an. Þessir voru úr Laugardalnum: Bjarni frá Böðmóðsstöðum, hann var elstur í förinni og þó hraustur vel, Gísli úr Austurey og annar Gísli Jónsson, ísak og Þiðrik úr Útey, Jón af Ketilvöllum, Guð- mundur frá Hjálmstöðum og Eg- ill frá sama bæ, ungur bóndi; hann hafði ætlað suður í Reykja- vík með fé um haustið áður, en þá dreymdi hann draum þann, að hann þóttist vita það víst, að hann mundi verða úti á Mosfells- heiði ef hann færi, og hætti því við förina. Slyddudrífa var um daginn, og gjörði snjó mikinn og þungfært. Svo var dimm drífan, að þeir félagar fóru afvega áður en birti svo upp, að sá bæinn á Gjábakka; þangað héldu þeir og drukku þar kaffi. Þingvallaavatn lá allt með ísi. Réðust þeir nú um, hvort þeir skyldu halda beint yfír vatnið frá Gjábakka að Heið- arbæ og Skálabrekku eða fara inn með löndum. Þá dró upp dimmt él, og þótti því óráð að leggja á vatnið. Það él kom aldrei. Héldu þeir svo inn með löndum. Fóru þrír til gistingar í Vatnskoti, en hinir allir að Þingvöllum; var fólk flest háttað, er þeir komu þang- að, og varð því minna um beina, en ella mundi; voru þeir látnir setjast í hús undir baðstofulofti og sváfu þeir þar fjórir í rúmi um nóttina, en hinir í baðstofu. Lítið sváfu þeir sumir um nóttina bæði sakir þrengsla og kulda, er þeir voru allir rennvotir eftir slydduna um daginn. Dýrkeypt bið eftir kaffi Voru þeir snemma á fótum um morguninn og ætluðu þegar að halda af stað. Prestur bað þá að bíða eftir kaffi, og svo gjörðu þeir, en þótti biðin helst til löng og iðr- aði hennar mjög síðan. Héldu þeir nú af stað; voru félagar þeir- ra komnir, þeir er gist höfðu í Vatnskoti, og höfðu haft beina góðan. Þá var veður bjart og hið blíðasta, en snjórinn í kné. Þegar þeir komu upp á gjábarminn vest- ari, settust þeir niður og tóku sér árbita. Kristján frá Arnarholti tók til máls: “Illa dreymdi mig í nótt, piltar,” segir hann. “Hvað var það?” segja þeir. “Það dreymdi mig,” segir hann, “að tveir grið- ungar gráir kæmu á móti oss á heiðinni og stönguðu til bana sex af förunautum mínum og blóðg- uðu þann sjöunda.” Fleiri kváðu sig hafa dreymt illa um nóttina. Héldu þeir nú leiðar sinnar út hjá Kárastöðum, var þá svo dátt veðr- ið, að draup af þiljunum, er snjór- inn þiðnaði. Segir eigi af ferðum þeirra, unz þeir komu utarlega í kelduna (Vilborgarkeldu), sjá þeir þá draga upp lítinn skýhnoðra yfír Esjunni, og að vörmu spori var skollin á þá grimmasta norð- anhríð. Réðust þeir nú um, hvað til bragðs skyldi taka; vildu sumir snúa aptur og leita bæja, aðrir töldu það óráð, og þótti lítil von til, að fínna bæi í Þingvallasveit- inni, þar sem þeir eru svo stijálir, en voðalegt að villast út á vatnið eða í hraunið. Þótti þeim meiri von að takast mætti að fínna sæluhúskofann á heiðinni og, ef það brygðist, þá Mosfellsdalinn; mundi hríðin þar vægari og meiri von, að þeir hittu þar einhvern bæinn; var þetta ráð tekið og halda þeir nú á heiðina. Hríðin var svo svört, að ekkert sást frá sér, og sterkviðrið og frostharkan að sama skapi. Fuku höfuðfötin af sumum, og var enginn kostur að elta þau. Það var skömmu fyr- ir hádegi, að hríðin skall á. Frusu skjótt að þeim klæðin, er vot voru frá því daginn áður, og gerðist stirt um ganginn; tóku þá mjög að þreytast og sumir að gefast upp. Guðmund frá Hjálmstöðum þraut fyrstan, og var hann þó hinn gildasti maður að karl- mennsku, en miður göngufær. Hinir, sem færari voru, tóku á sig poka þeirra, er þreyttastir voru, og hjálpuðu þeim áfram eftir megni. Pétur kvaðst einskis þeir- ra poka bera mundu, og skipti það litlu, þó að þeir Iægju eftir. - Egill frá Hjálmstöðum hafði gengið fyrir um hríð; þótti þeim Pétri og Einari sem hann mundi hafa haldið of mikið í veðrið og stefna of norðarlega. Þar á heið- inni er klif nokkurt, er verða átti á leið þeirra, það urðu þeir eigi varir við, en þó fundu þeir einu sinni halla undan fæti, og þótti þeim þá, sem þeir mundu vera fyrir norðan klifíð. Kom þeim Pétri og Einari saman um, að þeir skyldu ganga á undan og ráða stefnunni; sneru þeir þegar und- an veðrinu, svo sem þeir hugðu stefnu vera á Mosfellsdalinn; gengu nú svo um hríð, uns fímm voru svo þrotnir félagar þeirra, að engi var kostur, að þeir mættu lengra komast; vildu sumir halda áfram engu að síður og láta þá hvem þar eftir, er hann mátti eigi lengra komast. Pétur kvaðst

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.