Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 4
IV- LAUGARDAGVR 22. NÓVEMBER 1997 SÖGUR OG SAGNIR L Thypr Leyndardómar Vatnajökuls, eftir Hjörleif Guttormsson og Odd Sigurðsson, er ætluð fólki á öllum aldri sem kynnast vill undraveröld þessa stærsta jökuls Evrópu og afkimunum í skjóli hans. Bókin varpar ljósi á þann hluta íslandssem er í örastri mótun og nú dregur að sér athygli mannanær og fjær. Hér er á ferðinni kjörgripur fyrir alla þá er unna íslenskri náttúru. Fæst í bókaverslunum % umland allt. Verð kr. 5.990,- m. vsk. ynáarmmttr Vatnnjökah ..- HAGYRÐINGAR Sérkort Stöðvar 2 Stöð tvö matar sjálfan Satan siðum glatandi, útbýr flatan eyðsluhvatann okkur platandi. Magnús H. Gíslason skrifar Þrítugur Strandapóstur Strandapósturinn, ársrit Átt- hagafélags Strandamanna, hefur nú komið út í 30 ár. I ávarpi for- manns ritnefndar, Þorsteins Ólafssonar, í síðasta hefti ritsins, greinir hann frá því að aðal hvatamaður að stofnun þess hafi verið Þorsteinn Matthíasson frá Kaldrananesi. Getur þess og, að þeir Jóhannes Jónsson frá Aspar- vík og Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka hafi alla tíð verið ötulir stuðningsmenn ritsins en þeir eru nú báðir látnir. I ávarpi Þorsteins Matthíassonar í fyrsta heftir ritsins segir m.a. svo: „Það er von þeirra, sem að ritinu stan- da, að það geti orðið tengiliður milli fólksins heima og heiman. - Brugðið upp svipmyndum horfinna tíma og líðandi stund- ar.“ Hefur Pósturinn jafnan ver- ið trúr þessu hlutverki. I framhaldi af ávarpi Þorsteins segir Guðrún Steingrímsdóttir, formaður Átthagafélags Strandamanna í Reykjavík, frá starfsemi þess á árinu 1996 en þá fór félagið m.a. til Græn- lands. Margrét G. Sverrisdóttir fræðir okkur um starfsemi kórs Átthagafélagsins á starfsárinu 1995-1996. Að venju segir Stefán Gísla- son, sveitarstjóri á Hólmavík, „Fréttir að heiman 1996“. Þar greinir Stefán frá árferði í hérað- inu, landbúnaði, fiskvinnslu og útgerð, öðrum atvinnumálum, mannfjölda, íþróttum, skólamál- um, vegagerð, byggingum, öðr- um framkvæmdum o.fl. Er yfirlit þetta allt hið fróðlegasta. Georg Jón Jónsson á Kjörseyri rekur sögu Riishússins á borð- eyri, sem Pétur Eggertz lét bygg- ja 1862. Húsið hefur nú góðu heilli verið endurbyggt. Gísli Jónsson, fyrrum mennta- skólakennari á Akureyri, er mik- ill fróðleiksbrunnur um manna- nöfn, svo sem kunnugt er. Hann ritar í Strandapóstinn „Um nöfn Strandamanna frá 1803-1845 og að nokkru leyti til okkar daga". Er þetta fyrri hluti grein- arinnar og vel að verki staðið hjá Gísla svo sem vænta mátti. - Kristján Ólafsson frá Sandhól- um „rekur minningar frá sumr- inu 1952“ en þá bjó Kristján á Þórustöðum og var Jóhannes úr Kötlum nágranni hans um 6 vikna skeið. „... og mikið var notalegt þegar skáldið kom út á tröppurnar og kallaði á okkur í kaffið og heitar pönnukökur. Þá vildi teygjast úr kaffitímanum við skemmtilegar sögur því Jó- hannes var mesti æringi". f skemmtilegri grein, Mennta- veginum, segir Sverrir Guð- brandsson frá Heydalsá frá dvöl sinni í Héraðsskólanum á Reykj- um í Hrútafirði en Sverrir kom í skólann haustið 1939. - Bjöm Björnsson, bóndi og hagyrðingur á Klúku kvæntist hátt á fertugs- aldri Helgu Zakaríasdóttur, sem var 18 árum yngri og átti með henni 17 böm. Geri aðrir betur. Matthildur Sverrisdóttir hefur skráð ýmsn fróðleik um Björn, kryddaðan kveðskap eftir hann, eftir frásögn ömmmu sinnar, Guðrúnar Finnbogadóttur, son- ardóttur björns. - Jakob J. Thorarensen, fæddur 1830, fluttist 16 ára gamall með for- eldrum sínum norðan úr Eyja- firði vestur til Reykjarfjarðar og gerðist þar umsvifamikill at- hafnamaður. Halldór Jónsson frá Asparvík hefur skráð ýmsan ffóðleik um Jakob, eftir Gísla Guðmundssyni frá Gjögri. Haraldur Stígsson frá Horni á tvær greinar í Strandapóstinum. Fjallar hin fyrri þeirra um feð- gana frá Höfn í Hornvík, Betúel Betúelsson, sem bjó í Höfn frá 1895-1934 og syni hans, Sölva og Sumarliða. Þótti Betúel um margt hinn merkasti maður og skemmtilega sérkennilegur. Sölvi var elstur 11 systkina, maður ágæta vel að sér þótt engrar nyti hann skólagöngu. Sumarliði var einsetumaður á Höfn árum saman en fluttist að lokum til Reykjavíkur. I seinni greininni segir Haraldur frá Guðmundi B. Albertssyni (Gumma Ben.), sem fæddur var á Hesteyri 1901. Þegar hann varð að flytja þaðan fór hann til ísafjarðar. Af Gumma Ben. er mikil saga. „Kjörorð hans var að sigra eða falla með sæmd. Upp- gjöf kom ekki til greina," segir Haraldur Stígsson. í apríl 1979 fór Guðmundur G. Jónsson, Munaðarnesi, fót- gangandi úr Hrafnsfirði yfir í Furuíjörð og þaðan að Munað- amesi á Ströndum. Með í för voru Samúel bróðir Guðmundar og Birgir sonur hans. Var þetta hin mesta þrautaganga svo sem ffásögn Guðmundar í Stranda- póstinum ber Ijósastan vott um. - „Það er ekki vandalaust að mæla fyrir minni karla, eins og eg var dæmd til að gera,“ segir Jóna Vigfúsdóttir frá Stóru- Hvalsá. Mér sýnist að henni hafi þó tekist það meira en þokka- lega. - Vilmundur Hansen segir frá þjóðtrú í Árneshreppi og tel- ur „lífsþrótt þjóðtrúarinnar í Ár- neshreppi vera afleiðing ein- angrunar sveitarinnar, hijóstrugrar náttúru og þrjósku Strandamanna." Vilmundur seg- ir okkur einnig nokkrar mergjað- ar veiðisögur af Jóni Jens Guð- mundssyni að Munaðarnesi, sem á níræðisaldri stundar minkaveiðar „af kappi". Ágústa Eiriíksdóttir frá Dröngum rifjar upp minningar um bemskujólin og Guðmundur P. Valgeirsson á Bæ í Trékyllisvík segir frá vin- áttutengslum þeirra Magnúsar Magnússonar bónda í Krossnesi og víðar og Jóns Péturssonar í Stóru-Ávík og hvernig sameigin- legur sjávarháski treysti þau bönd. Ljóð eru í Póstinum eftir þau Jóhannes Jónsson, Inga Karl Jó- hannesson, Jóhannes úr Kötl- um, Harald Stígsson og Jónu Vigfúsdóttur. Myndir eru margar og er þetta á alla grein hinn prýðilegasti Póstur. Strandapóstinum fylgir að þessu sinni höfundatal hans allt frá upphafi, tekið saman af Þóri Daníelssyni, sem ritar aðfaraorð. Skiptist það í þrjá hluta: A) Efn- isyfirlit hvers árgangs. B) Höf- undar í stafrófsröð, og C) Rit- nefndir Strandapóstsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.