Dagur - 25.11.1997, Blaðsíða 1
Vöxtur 1 útgerð og iðnaði
en samdráttur í verslun
„Nýir vendir sópa best.“ Þeir Helgi Jóhannsson, forstödumaöur Kjötiðnaðar KEA, og
Ari Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Snæfells, fylgast með umræðum á fundi Akur-
eyrardeildar KEA nýverið. Rekstur kjötiðnaðar og sjávarútvegs hefur mjög vaxið f
höndum þeirra félaga, og því ávarpaði einn fundarmanna þá félaga réttilega með
áðurnefndu ávarpi. Mynd: GG
Fyrstu átta mánuði
þ.á. nam verslun
Kaupfélags Eyfirð-
inga á Akureyri 2,3
milljörðum króna og
hafði dregist saman
lun 3,7% miðað við
sama tíma árið 1996.
Utan Akureyrar nam verslunin
2,7 milljörðum króna og hafði
degist saman um 3,5% og námu
launagreiðslur um 263 milljón-
um króna, höfðu aukist um
2,6%. A Akureyri námu launa-
greiðslur í verslun 208 milljón-
um króna og höfðu aukist um
4% milli ára. Samdrátturinn varð
einna mestur í Olafsfirði, eða
9%, sem rekja má til fremur bág-
borins atvinnuástands þar fyrri
hluta ársins, en á Siglufirði jókst
salan um 5,4%. í heild varð 2,4%
samdráttur milli ára.
I iðnaði nam veltan 459 millj-
ónum króna sem er 17,4% veltu-
aukning; 184 milljónir króna í
þjónustu sem er 13,5% sam-
dráttur; 805 milljónir í sjávarút-
vegi sem er 26,5% aukning og
liðlega einn milljarður í land-
búnaði, sem er 3,2% aukning, en
af því er hlutur Mjólkursamlags
KEA 820 milljónir króna. Alls
nam rekstur samstæðu KEA 7,4
milljörðum króna, sem er 6,9%
veltuaukning en launakostnaður
jókst um 11,3%.
Rekstur Hótels KEA hefur ver-
ið seldur til Fosshótela eins og
kunnugt er og á sú breyting sér
stað um næstu áramót. Bílaverk-
stæði Dalvíkur verður gert að
hlutafélagi og síðan verða öll
hlutabréf í fyrirtækinu seld til
einstaklinga eða fyrirtækja.
Skipaafgreiðsla KEA á Dalvík
verður einnig aflögð þegar Sam-
skip yfirtekur reksturinn.
Kjötiðnaðarstöð KEA hefur
aukið veltu sina um 36% fyrstu
níu mánuði ársins 1997 miðað
við sama tíma árið 1996. Helgi
Jóhannsson, forstöðumaður
Kjötiðnaðar KEA, segir batnandi
afkomu kjötiðnaðarins þó ekki
ásættanlega en stefnt sé að auk-
inni veltu, en styrkur kjötiðnað-
arins felist þó fyrst og fremst í
framleiðslu gæðavöru en
nettósalan sé 40% til KEA-versl-
ana, 29% til Vöruborgar í
Reykjavík en 31 % til annarra
verslana. I markaðssetningu er
lögð aukin áhersla á umbúða-
hönnun og „lógó“ kjötiðnaðar-
stöðvarinnar, en slagorði er:
„Fyrir landsmenn alla“. Stefnt er
að nýjum vörumerkjum á næstu
misserum.
Unnið er að byggingafram-
kvæmum við lengingu slátur-
hússins á Akureyri og endur-
skipulagningu svæðisins, m.a.
hefur beinamjölsverksmiðjan
verið aflögð og ruslagámamál á
svæðinu tekin betri tökum.
Stefnir að 4 milljarða
ársveltu
Snæfell hf., dótturfyrirtæki
KEA, sem varð til við samein-
ingu allra deilda og fyrirtækja
KEA í sjávarútvegi, stefnir að 4
þúsund milljóna króna ársveltu,
en þorskígildiskvóti fyrirtækisins
er liðlega 11 þúsund tonn auk
hluta í norsk-íslenska síldar-
stofninum, karfanum á Reykja-
neshrygg og rækjunni á Flæm-
ingjagrunni. Starfsemin fer fram
á sex stöðum; þ.e. Dalvík, Ólafs-
vík, Hrísey, Hjalteyri, Stöðvar-
firði og Sandgerði, þar sem tekin
verður í notkun ný fiskimjöls-
verksmiðja 1. febrúar nk. sem
ætti þannig að ná í hluta af
loðnuvertíðinni. Fyrirtækið er
það sjöunda stærsta í sjávarút-
veginum, næst á eftir Samherja,
HB, Þormóði ramma/Sæbergi,
UA, Granda og Básafelli.
Upplausnarvirði Snæfells
(ekki söluvirði) er í dag áætlað
5,9 milljarðar króna, mat 9,2
milljarðar króna en nettó skuldir
3,3 milljarðar króna. — GG
Þrjátíu stærstu hlut-
hafar ÚA eiga 88,12%
Þrjátíu stærstu hlut-
hafar í Útgerðarfélagi
Akureyringa hf. eiga
88,12% að nafnvirði
808,9 milljómr
króna.
Gengi bréfa í ÚA var í lok síð-
ustu viku 3,95 og viðskipti frem-
ur lítil. Heildarverðmæti (mark-
aðsverð) bréfanna samkvæmt því
er því um 3,3 milljarðar króna,
en í marsmánuði 1996 var heild-
arnafnverð bréfanna 767 millj-
ónir króna og markaðsverð 2,9
milljarðar króna. Akureyrarbær
átti þá meirihluta í fyrirtækinu,
eða 53,33% að nafnvirði 409
milljónir króna, en þáverandi
markaðsverð 1,5 milljarðar
króna, en í dag er hlutur Akur-
eyrarbæjar 20% að nafnvirði
183,6 milljónir króna að mark-
aðsverði 734 milljónir króna.
Töluverð tilfærsla hefur einnig
orðið á öðrum eignarhlutum;
t.d. hefur Kaupfélag Eyfirðinga
selt 8,24% hlut sinn, Lífeyris-
sjóður Norðurlands megnið af
3,49% hlut og Verkalýðsfélagið
Eining í Eyjafirði 1,19% hlut.
Stærstir nýrra hluthafa eru
Burðarás (Eimskip) með 19,55%
hlut og Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna með 10,48% hlut, sem
er m.a. liður í áætlunum SH að
tryggja áframhaldandi viðskipti
ÚA við SH. í árslok 1995 áttu
hluthafar á Norðurlandi 67,7%
hlutafjár, en meirihlutaeignin í
þessu óskabarni sem stofnað var
árið 1945 með samstilltu átaki
bæjarbúa og bæjaryfirvalda hef-
ur flust suður yfir heiðar. — GG
Þrjátíu stærstu hlutarhafar í
ÚA 12. nóvember sl.:
Akureyrarbær 20,00%
Burðarás 19,55%
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
10,48%
Útgerðarfélag Akureyringa 7,72%
Hampiðjan 6,29%
Vátryggingafélag íslands 2,54%
Lífeyrissjóður verslunarmanna
2,51%
Hlutabréfasjóðurinn 2,44%
Skeljungur 1,99%
Lífeyrissjóðurinn Framsýn 1,70%
Þróunarfélag íslands 1,67%
Verðbréfamarkaður íslandsbanka
1,16%
VÍB - sjóður 6 - 0,83%
Islenski fjársjóðurinn 0,83%
Lífeyrissjóður Vesturlands 0,82%
Sameinaði lífeyrissjóðurinn 0,77%
Sjóvá-Almennar tryggingar 0,73%
Lífeyrissjóður lækna 0,71%
Eignarhaldsfélag Alþýðubankans
0,62%
Islenski hlutabréfasjóðurinn
0,60%
Lífeyrissjóður Norðurlands 0,50%
Búnaðarbanki íslands 0,49%
Lífeyrissjóður KEA 0,48%
Kaupþing 0,44%
Nesskip 0,44%
Lífeyrissjóður sjómanna 0,41%
Hlutabréfasjóður Búnaðarbankans
0,37%
Tryggingamiðstöðin 0,35%
Lífeyrissjóður Austurlands 0,34%
Lífeyrissjóður Suðurnesja 0,33%
Mæðra-
styrksnefnd
leitar að-
stoðar
Mæðrastyrksnefnd á Akureyri
er til húsa að Dalsbraut 1
(sama húsi og Punkturinn) og
leitar nú aðstoðar bæjarbúa
fyrir jólin.
Mæðrastyrksnefnd hefur
fyrir mörg undanfarin ár
reynt eftir megni að hjálpa
þeim sem lítið hafa milli
handanna fyrir jólahátíðina.
Mæðrastyrksnefnd telur að
þrátt fyrir batnandi atvinnu-
ástand séu enn margir sem
ekki ná endum saman þrátt
fyrir góðan vilja og því er leit-
að aðstoðar þeirra sem betur
eru aflögufærir og verslana.
Helst er falast eftir fatnaði,
búsáhöldum o.fl. sem síðan
verður útdeild til þeirra sem
þiggja \dlja aðstoð gefins, eða
fyrir lítinn pening. Opið er
hjá Mæðrastyrksnefnd á mið-
vikudögum frá klukkan 13.00
til 18.00, hægt er að koma
peningaframlögum inn á
reikning nr. 175063 í Búnað-
arbankanum eða hafa sam-
band við Jónu Bertu í síma
462-1813 eða Hertu í síma
462-3370. - GG
Hús Útgerðarfélags Akureyringa.