Dagur - 25.11.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 25.11.1997, Blaðsíða 3
lC^pr ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 - 3 AKUREYRI NORÐURLAND Þórsarar stefna á 1. deild Lið Þórs í 2. deildinni í hand- knattleik hefur leikið í þeirri deild síðan leiktímabilið 1992/1993 er liðið féll úr 1. deildinni. Síð- ustu tvö árin hefur liðið lent í 3. sæti deildarinnar og í fyrra munaði ekki nema hársbreidd að liðið kæmist upp í 1. deild. Eftir sjö umferðir er liðið í efsta sæti deildar- innar með 13 stig, hefur unnið fimm leiki og gert eitt jafntefli og með markatöluna 197-134. Úrslit einstaka leikja eru sigur gegn IH 31 -19; jafntefli gegn Selfossi 22-22; 36-12 gegn Ármanni; 26-23 gegn Herði frá ísafirði; 21-15 gegn Gróttu/KR, gegn HM 32-22 og gegn Fjölni 30-21. Liðið fékk góðan liðsstyrk í haust er Axel Stefánsson mark- vörður kom aftur til Þórs eftir dvöl í herbúðum Vals, Stjörnunnar og KA og einnig Oskar Bragason frá KA. Páll Gíslason leikstjórn- andi byrjaði aftur að leika með liðinu í haust en hann tók sér árs leyfi frá hand- boltaiðkun. Næsti leikur - er 12. desember nk. gegn Fylki, sem er í öðru sæti, en sig- ur í þeim leik gæti fleytt Þórsur- um langt að því markmiði að leika í 1. deild veturinn 1998/1999. Liðið er skipað ung- um leikmönnum og gömlum „ref- um“ sem vel gætu náð því lang- þráða takmarki. Mynd vantar af Andrési Magnússyni. — GG Mikhail Avbashev þjálfari. Ingólfur Samúelsson. Atli Þór Rúnarsson. Mi nni kjörsókn en meiri vilji í Skagafirði Heildarkjörsókn í Skagafirði í samein- garkosningiun 1993 var heldur minni en 15. ndvember sl. en hugur Skagfirðinga, utan Akrahreppinga, til sameingar hefur gjörhreyst eins og kunnugt er. I kosningunum 1993 var and- staðan gegn sameiningu í Skaga- firði sú að allt frumkvæði að sameiningu kom frá ríkisvaldinu, eða þáverandi félagsmálaráð- herra Jóhönnu Sigurðardóttur, og kosningarnar í Skagafirði sem og annars staðar á landinu voru án alls málaefnaundirbúnings heima í héraði. Sameingarmál hafa fyrr verið á dagskrá í Skaga- firði, en árið 1989 hófust sam- einingarviðræður þriggja hreppa við austanverðan Skagafjörð; Flofshrepps, Fellshrepps og Hofsóshrepps vegna greiðsluerf- iðleika Hofsóshrepps, og þeim lauk með sameiningu 10. júní 1990 sem kunnugt er. Hrepp- arnir höfðu þá þegar mikið sam- starf, ráku t.d. saman félags- heimili og grunnskóla. Sauðárkrókskaupstaður hefur mörg undanfarin ár sótt á um að sameinast Skarðshreppi sem umlykur kaupstaðinn, en sam- ingar ekki tekist þar til nú 15. nóvember sl. er sameining var samþykkt. Kosningaþátttaka nú var 57,1% en 51,2% árið 1993 í þeim 1 1 sveitarfélögum sem nú var kosið í en 48,2% ef Akra- hreppur, sem stóð utan kosning- anna nú, er tekin með. Þá voru 867 með sameiningu en 826 á móti og munar þar mestu að á Sauðárkróki voru 489 með en 359 á móti. Ef Akrahreppur er tekinn með voru 875 með en 941 á móti en þar voru 8 með og 115 á móti. Aðrar hreppar sem samþykktu sameiningu 1993 voru Skefilsstaðahreppur, Stað- arhreppur, Viðvíkurhreppur, Hólahreppur og Hofshreppur. Sveitarfélög á Islandi eru 143 eftir þessa sameiningu en verða 134 ef sameining sveitarfélaga í Vestur-Húnavatnssýslu og Aust- ur-Skaftafellssýslu gengur eftir, en þar verður kosið 29. nóvem- ber nk. Síðan gæti talan haldið áfram að lækka enn frekar, t.d. ef sameining sveitarfélaga í upp- sveitum Árnessýslu gengur eftir. Sveitarfélög á Islandi hafa þá ekki verið færri síðan í byrjun 18. aldar er skráning þeirra hófst en flest voru þau á sjötta og sjö- unda áratug þessarar aldar, eða 229 talsins, en voru orðin 209 árið 1990. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, hefur sagt að ekki sé óeðlilegt að gera ráð fyrir því að sveitarfélögum fækki nið- ur í um 70, slíkt stuðli að vald- dreifingu og sé auk þess byggða- mál, því það auðveldi ríkisvald- inu að færa verkefni út til sveit- arfélaganna og stuðli að aukn- ingu starfa á landsbyggðinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.