Dagur - 25.11.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 25.11.1997, Blaðsíða 2
2 - ÞRIÐJUDAGUR 2 S. NÓVEMBER 1997 Ðagur Leikfélag Akureyrar 4 Hart 5 1 bak Af því ég skemmti mér svo vel. Arthúr Björgvin Bollason í Dagsljósi. Aukasýning fimm- tudagskvöld 27. nóv. kl. 20.30 Laus sæti föstudagskvöld 28. nóv. kl. 20.30 ÖRFÁ SÆTI LAUS laugard. 29. nóv. ki. 16.00 UPPSELT laugardagskvöld 29. nóv. kl. 20.30 ÖRFÁ SÆTI LAUS Allr;a síðustu syningar Missið ekki af þessari bráðskefhmtilegu sýningu. Á ferð með frú Daisy eftir Alfred Uhry í hlutverkunum: Daisy Werthan: Sigurveig Jónsdóttir Hoke Coleburn: Þráinn Karlsson Boolie Werthan: Aðalsteinn Bergdal Þýðing: Elísabet Snorradóttir Lýsing: Ingvar Björnsson Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir Leikstjórn: Ásdís Skúladóttir Frumsýning á Renniverkstæðinu annan í jólum, 26. des. kl. 20.30 2. sýning 27. des. kl. 20.30 3. sýning 28. des. kl. 20.30 4. sýning 30. des. Gjafakort í leikhúsið Jólagjöf sem gleður Til sölu í Blómabúð Akureyrar, versluninni Bókval og Café Karólínu Söngvaseiður Aðalhlutverk: Þóra Einarsdóttir fmmsýning í Samkomuhúsinu 6. mars A Markhúsar- guðspjall Einleikur Aðalsteins Bergdal Frumsýning á Renniverkstæðinu um páska Sími 462 1400 Munið Leikhúsgjuggið FLUGFÉLAG ÍSLANDS sími 570-3600 1 er styrktaraðili Leikfélags Akureyrar AKUREYRI NORÐURLAND Jarðfræðiranns óknir í Eyj aíj aröíirs veit Jarðfræðirannsóknirnar hafa m.a. beinst frá bænum Hóium í Eyjafjardarsveit. Þar er þessi faiiega kirkja, sem tekin var að nýju í notkum sl. sunnudag eftir gagngerar endurbætur er staðið hafa með hiéum i nokkur ár. - mynd: gg Á sl. sumri var haldið áfram með raimsókn- arverkefni á krotlagn- ingn á þeim berglög- um sem mynda iniian verða Eyjafjarðar- sveit. Verkefnið hófst 1995 og stóðu að því Ágúst Guðmundsson jarð- fræðingur við Jarðfræðistofu ÁGVST, Björn S. Harðarson, jarðefnafræðingur við Edinborg- arháskóla, og Leó Kristjánsson, jarðeðlisfræðingur við Raunvís- indastofnun Háskólans. Könnuð er gerð allra hraun- og setlaga í nokkrum fjallshlíðum á svæðinu, og leitast við að afla gagna m.a. um útbreiðslu ganganna, aldur þeirra og uppruna, og virkni eld- stöðva meðan það var að mynd- ast (að líkindum fyrir 5-8 milljón árum). Einnig munu fást úr rann- sóknunum upplýsingar um lofts- lag og jarðsegulmagn á því tíma- bili, sem og um síðari tíma um- myndun, misgengishreyfingar berggrunnsins og fleiri atriði. Verkefnið er í beinu framhaldi af kortlagningu Hauks Jóhannes- sonar, jarðfræðings við Náttúru- fræðistofnun íslands, og Agústs Guðmundssonar á berglögum á stærra svæði í Eyjafjarðarsveit, Öxnadal og Skagafjarðardölum fyrir nokkrum árum. Enn fyrr stóðu Orkustofnun og Raunvís- indastofnun ásamt tveimur er- lendum háskólum að hliðstæðri kortlagningu jarðlagasniða frá Ólafsfjarðarmúla inn eftir Svarf- aðardal og Skagafirði. Rannsóknirnar 1995-97 hafa einkum beinst að austanverðum Eyjafjarðardal frá bænum Hól- um og suður úr, og að innan- verðum Djúpadal. Búið er að safna sýnum úr alls 220 hraun- lögum, flestum til segulstefnu- mælinga. Einnig hafa nú þegar verið gerðar nákvæmar mælingar á aldri nokkurra hraunlaga með svonefndri argon39/argon40 að- ferð, en þær eru afar vandasam- ar og ekki á færi margra rann- sóknarstofa í heiminum. Þessar rannsóknir voru styrkt- ar af Vísindasjóði, Rannsóknar- sjóði HI og breska vísindaráðinu NERC. Vonást er til að hægt verði að halda rannsóknunum áfram á árinu 1998, og stækka þá rannsóknarsvæðið til vesturs. Skipulegar rannsóknir af þessu tagi á hinum eldri svæðum ís- Iands eru víðast hvar skammt á veg komnar, og lega jarð- myndana er nánast alveg ókönn- uð í mörgum allstórum lands- hlutum. Þekktast er e.t.v. starf Bretans G.P.L. Walkers og samverka- manna hans á Austfjörðum á ár- unum kringum 1960, sem veitti alveg nýja innsýn í jarðfræðilega byggingu landsins. Niðurstöður slíkra almennra rannsókna geta í einstökum tilvikum komið að nokkru gagni við t.d. leit að nýt- anlegum jarðefnum og jarðhita, sem og við undirbúning jarð- gangagerðar. - GG Eigendur Handíðar, þær Edda Sigrún Friðgeirsdóttir og Inga J. Pálmadóttir í verslun sinni með foriáta munsturprjónaða peysu. - mynd:gg í LANDNÁMIHELGA MAGRA Land sbyggðaríbúðir Landsbyggðin hefur átt undir högg að sækja allt síðan Viðreisn- arstjórnin féll í byijun 8. áratug- arins og félagshyggjustjórn Ólafs Jóhannessonar tók við með alla félagsmálapakkana. Þá varð það skyndilega vinsælt að flytja frá höfuðborgarsvæðinu og út á land. En nú er öldin önnur, talnaspekingar fullyrða að um 5 þúsund manns muni flytja á suð- vesturhornið til aldamóta og byggja þurfi um 1.500 íbúðir undir þetta þjóðflutningafólk sem allflest á íbúðir á lands- byggðinni, og því er verið að byggja yfir þetta fólk í annað sinn. Ástæður þessarar óheilla- þróunar fyrir íbúa landsbyggðar- innar eru margþættar, en sumar þeirra eru heimatilbúnar, t.d. í formi ósamstöðu um flutning á stofnunum og fyrirtækjum út á landsbyggðina. Á 8. áratugnum stóð til að flytja Byggðastofnun til Akureyrar, en þá lagðist einn þingmaður Norðurlands vestra gegn því, gat ekki unnt Eyfirðing- um þess að fá stofnunina til sfn. Verri var þó afstaða þáverandi bæjarstjóra á Akureyri sem sat hjá! Niðurstaðan varð sú að verið er að setja upp útibú um landið, með takmarkað sjálfstæði, en þingmaðurinn á Norðurlandi vestra hefur væntanlega tekið gleði sína að nýju með tilkomu þróunarseturs stofnunarinnar á Sauðárkróki. Sagan kann að segja okkur í nánustu framtíð að líklega hafi verstu mistökin verið gerð þegar bæjarstjórn Akureyrar skorti pólitískt hugrekki til að fá aðal- stöðvar IS til Akureyrar gegn því að sölumál UA yrðu í þeirra höndum en ekki hjá SH. En hvað er til ráða og hvernig á t.d. að spyrna gegn stöðugri Púðasaumur og munsturprjón Verslunin Handíð hefur opnað að Skipagötu 16 á Akureyri, í húsnæði Pedrómynda, en um sérverslun er að ræða sem m.a. býður viðskiptavinum upp á Ro- wan-prjónagarn frá Storkinum í Kjörgarði í Reykjavík og útsaum frá Kaffe Fasset og bútasaums- vörur frá Virku í Reykjavík. Þeir sem hyggja á ýmislegt föndur fyrir jólin ættu að finna ýmislegt við sitt hæfi. Verslunin er í tengslum við Rowan-klúbbinn og hefur meðal annars sett sig í samband við norðlenska félagsmenn, allt frá Hofsósi austur í Þingeyjarsýslur. Innan tíðar.verður boðið upp á námskeið í púðasaumi og munsturprjóni. Eigendur versl- unarinnar eru Edda Sigrún Frið- geirsdóttir og Inga J. Pálmadótt- ir. - GG á höfuðborgarsvæðið fólksfækkun í Ólafsfirði og fleiri stöðum og er sameining sveitar- félaga kannski töfraorðið? Sam- eining gerir sveitarfélögin öflugri og betur í stakk búin til að veita íbúunum betri þjónustu og nálg- ast það þjónustustig sem er á höfuðborgarsvæðinu. Stórt sveit- arfélag er nú þegar staðreynd í Skagafirði og það verður fróðlegt að sjá hvort Vestur-Húnvetningar verða sama sinnis næsta laugar- dag þegar kosið verður þar. Sam- eining er þó ekki neitt lausnarorð meðan verkalýðsfélögin bera sinn hluta af þeirri ábyrgð að Norður- landskjördæmin tvö eru eitt mesta láglaunasvæði landsins. Það er heldur ekki ýkja traust- vekjandi að tveir af stærstu at- vinnurekendunum í landnámi Helga margra eru reknir með tapi samkvæmt milliuppgjörum, þ.e. ÚA og KEA. Því verður krafa þeirra íbúa í landnámi Helgra margra sem vilja að stóriðjutalið fari af umræðustiginu yfir á fram- kvæmdastigið, sífellt áleitnari. Rétt er að minna á í því sambandi samþykkt íbúa Arnarneshrepps um iðnaðarsvæði á Dysnesi, stórðiðja á því svæði gæti orðið sú vítamínsprauta fyrir svæðið sem lengi hefur verið beðið eftir, en stjórnmálamenn skort hugrekki til að framfylgja því. Samgöngur í lofti og á landi hafa verið að batna en betur má ef duga skal. Þannig hafa hug- myndir Trausta Valssonar arki- teks, hvað varðar vegasamgöngur milli landshluta vakið verðskuld- aða athygli, þær gætu lagt sitt mál á vogarskálarnar og dregið úr fólksstraumnum, og svo spara þær líka dýr jarðgöng. Aðrar hug- myndir Trausta, sem eins og það að leggja niður byggð þar sem hún telst ekki þjóðhagslega hag- kvæm á skiljanlega ekki upp á pallborðið hjá íbúum landsbyggð- arinnar. Eg verð híns vegar að viðurkenna að eg er viss aðdáandi þeirrar spurningar hvort rétt sé að halda við byggð í afskekktustu byggðum landsins, burtséð frá allri hagkvæmni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.