Dagur - 25.11.1997, Qupperneq 4

Dagur - 25.11.1997, Qupperneq 4
4 - ÞRIÐJUDAGUR 2S. NÓVEMBER 1997 AKUREYRI - NORÐURLAND Frá Villlhlaðborði tU jólahlaðborðs Veitingahúsið Bautinn hefur undanfarnar helgar boðið upp á villihlaðborð þar sem gestir hafa m.a. smakkað á kryddjurtagröfn- um silungi, rjúpum í hlaupi, reyktum gæsa- bringum, léttsteiktum svartfuglabringum, hreindýrapaté, gæsapaté, gratíneruðum skel- fisk í humarsósu, önd í brauðkollum með plómusósu og hreindýramedalíum í gráð- ostasósu. A næstunni tekur svo við jólahlað- borð sem ekki síður mun kitla bragðlaukana ef að líkum lætur. Hallgrímur Arason, veitingamaður á Baut- anum, er mikill veiðimaður, og halda margir því fram, bæði í gamni og alvöru, að hann hafi aflað í sveita síns andlits bróðurparts þess hráefnis sem þarna hefur verið á boðstólum. Utan við Bautann er auk mat- seðils stór mynd af grænldæddum veiði- manni sem ýmsir telja að sé auðvitað af Hall- grími. A myndinni er Hallgrímur við hlið myndarinnar, og nú geta lesendur dæmt um hvort þær fullyrðingar eigi við einhver rök að styðjast. Bautinn hefur um áraraðir séð um stórar veislur sem haldnar hafa verið á Akureyri, t.d. í Iþróttahöllinni, og komið sér upp búnaði til þess. 11. desember mun starfslið Bautans leggja land undir fót og halda til Neskaupstaðar þar sem haldin verður 500 manna veisla í íþróttahúsinu vegna 50 ára af- mælis Síldarvinnslunnar. Auk matfanga verða borð og stólar fyrir veislugesti með í för. Það er því ekkert því til trafala að Baut- inn standi fyrir stórveislu á Reykjavíkursvæð- inu, og hver veit nema það verði fyrr en var- ir. - GG Hallgrímur á Bautanum og Hallgrímur á Bautanum, eda hvad?! Arnar Tryggvason og Friðrik Haraldsson, eigendur Elements. Element í auglýsinga- og heimasíðugerð Ungt fólk sem hleypir heimdraganum kem- ur sumt til haka eftir nám og störf, annað ekki. Akureyringarnir Arnar Tryggva- son og Friðrik Haraldsson héldu til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum eftir nám í grafískri hönn- un vorið 1995 við Myndlista- skólann á Akureyri. Arnar starf- aði þar hjá Grafít og Sjöunda himni en Friðrik hjá Hvíta hús- inu og OZ. Þeir félagar segja ástæðuna fyrir heimkomu vera vissa heim- þrá en einnig áhuga á að starfa sjálfstætt, á Akureyri séu nægj- anleg verkefni við auglýsinga- og heimasíðugerð, sem þeir munu til að byrja með leggja aðal- áherslu á en þessi atvinnugrein þekki ekki í dag hin gömlu landamæri viðskiptanna. Fyrir- tæki þeirra félaga heitir Elem- ent. Þannig gæti meirihluti verk- efni þeirra allt eins orðið á Stór- Rey kj a víku rs væ ði n u. Betri Bylgja ISDN-tenging Bylgj- unnar á Akiireyri eyk- ur möguleika á hein- um útsendingum á Bylgjunni í nánustu framtíð. Þessi tenging gefur mun meiri möguleika að tengja saman landshlutana en verið hefur því nú eru beinar útsendingar eins og viðtöl ekki lengur í síma held- ur hljóma þau í eyru hlustenda Bylgjunnar eins og þau fari fram í stúdíói, eru raunar stafrænn sími. Óskar Þór Halldórsson, frétta- maður, segir að þessi tækni sé ekki bundin stúdíói Bylgjunnar og Stöðvar 2 heldur er hægt að vera með útsendingar hvaðan sem er að því gefnu að til staðar sé ISDN-tenging því annar tækjabúnaður er fremur fyrir- ferðarlítill. - GG Sigurður Hlöðversson, tækni- og myndatökumaður, og Óskar Þór Halldórsson, fréttamaður, i stúdíóinu að Glerárgötu á Akureyri. Mynd: GG Dr. Helgi B. Schiöth. Doktorsritgerð umlotu- græðgi, lyst- arstol og offitu Framleiðsla sérstakra boðefna með genatækni vekur vonir um að í framtíðinni verði hægt að að framleiða lyf til þess að ráða bót á lotugræðgi (bulimia), Iystar- stoli (anorexia) og offitu. Þetta var m.a. viðfangsefni Helga B. Schiöth í doktorsrit- gerð sem hann varði við lyfja- deild háskólans í Uppsala í Sví- þjóð £ október sl. Þekkt er að hormónarnir MSH og ACTH hafa m.a. áhrif á minni, náms- getu, efnaskipti og stjórn á lík- amsþunga. Þessir hormónar bindast ákveðnum viðtökum í frumuhimnu, svonefndum melancortin viðtökum. Nýlega er búið að skilgreina þau gen sem stýra myndun fimm teg- unda af þessum viðtökum. Helgi B. Schiöth hefur rann- sakað hvernig og hvar hormón- arnir MSH og ACTH bindast melancortin viðtökum. I ljósi þeirra niðurstaða hefur Helga tekist að framleiða efnasam- bönd (boðefni) sem bindast tveimur af fimm melancortin viðtökum. Annar þessara við- taka, nefndur MC4, hefur hlut- verki að gegna varðandi stjórn á líkamsþyngd. Með því að fram- leiða fleiri slík boðefni má kort- leggja hlutverk melancortin við- takanda nákvæmlega og þannig skapast möguleikar á fram- leiðslu lyfja sem ráða bót á lotu- græðgi, lystastoli og offitu. Helgi hefur fengið styrk til frekari rannsókna á sama sviði við lyfjafræðideildina í Uppsala- háskóla. Hann varð stúdent frá MA 1985 og lauk prófi í lyfja- fræði lyfsala við HI 1991. For- eldrar hans eru Aage R. Schiöth, Iyfsali á Siglufirði, sem nú er lát- inn, og Helga E. Schiöth, bú- fræðingur á Akureyri. — GG Kveniiakórinn Lissý og Karlakór Dalvíkur Kveimákóriim Lissý efndi til tónleika í DalvQairkirkju simnudagiim 16. nóv- ember uudir stjóm Hólmfríðar Bene- diktsdóttur. Á tónleikunum kom einnig fram Karlakór Dalvíkur undir stjórn Jóhanns Olafssonar og einnig nokkrir einsöngvarar úr röðum kvennakórsins. Undirleikari á tónleikunum var Helga Bryndís Magnúsdóttir. Kvennakórinn Lissý býr að góðum röddum. Efstu raddir ná vel upp og einnig eru lægstu raddir vel færar um það að mynda grunn. Hljómur kórsins er jafnan góður og fullur og hann ræður vel við undirleiks- lausan söng. Agi er góður og inn- komur og afslættir jafnan í besta lagi, þó reyndar út af brygði lítil- lega í fáein skipti. Kórinn gerði víða vel í flutn- ingi sínum, svo sem í lögunum Aðeins eitt blóm eftir Hildigunni Rúnarsdóttur við ljóð Þuríðar Guðmundsdóttur, Fingramál eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð ókunns höfundar, Bæn úr verkinu Finlandía eftir Jean Si- belius. Þessi lög og önnur flutti kórinn agað og fallega. Einnig má nefna lagið Can't Help Lov- ing that Man eftir Jerome Kern við ljóð Oscars Hammersteins II, þar sem kórinn kom nokkuð á óvart með talsvert mikið góðri innlifun og sveiflu. Kórinn mætti gjarnan beita sér betur í túlkun, t.d. í notkun styrkbreytinga. Flutningur var yfirleitt á sem næst jöfnum styrk og virtist kórinn of lítil tök hafa á aukningu, veikum söng og áherslum. Undantekning var Sanctus eftir Charles Gounod, þar sem kórinn náði verulegri túlkun með notkun styrkbreyt- inga. Karlakór Dalvíkur söng þrjú lög og tókst best upp í Mansöng, þar sem flutningur var þýður, jafn og öruggur. Einnig söng kór- inn með Kvennakórnum Lissy þrjú lög í lokin og skiptu söng- stjórar kóranna með sér stjórn. Lögin fóru vel. Einsöngvarar á tónleikunum í Dalvíkurkirkju voru Kristín María Hreinsdóttir, Þóra Ólafs- dóttir, Hildur Tryggvadóttir og Hólmfríður Benediktsdóttir. Kristín María og Þóra hafa báð- ar mjög þekkilegar raddir, sem þær beita talsvert vel. Rödd Hildar Tryggvadóttur er þroskuð og liggur vel. Hún gerði verulega vel í þeim lögum, sem hún flutti, og brást sem næst aldrei. Hólm- fríður Benediktsdóttir náði góðri túlkun í lögum þeim, sem hún flutti. Tónleikarnir sýndu gjörla, að Kvennakórinn Lissý er í góðu formi, sem þó mætti bæta. Karlakór Dalvíkur sýndi einnig, að af honum má vænta góðra hluta. Báðir þessir kórar eiga án efa eftir að gleðja eyru unnerrtla kórsöngs, þegar lengra líður á vetur. Tónleikar þeirra eru til- hlökkunarefni.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.