Dagur - 03.12.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 03.12.1997, Blaðsíða 2
2 - MIÐVIKVDAGUR 3. DESEMBER 1997 rD^ar L VÍKURBLAÐIÐ „Heilsugæsla á Húsavík fyiirmynd um skynsamlega og hagkvæma uppbyggingu“ Starfsmenn í heil- hrigðisþjónustu inu- an Verkalýðsfélags Húsavíkur fuuduðu á dögunum og auglýstu þá m.a. eftir afstöðu þiugmanna kjördæm- isius til stöðu og framtíðar Sjúkrahúss Þingeyiuga. Verka- lýðsfélagið hefði sent þingmönnum hréf og óskað eftir afstöðu þeirra en svörun verið léleg sem henti til að þingmenn hefðu enga afstöðu í málinu. Steingrímur J. Sigfússon þing- maður las frétt Víkurblaðsins um málið og taldi ekki sann- gjarnt að setja alla þingmenn undir sama hatt í þessu máli. Þannig hefði hann svarað erind- inu með ítarlegu bréfi þar sem hann gerir grein fyrir sinni af- stöðu. Greinargerð þingmannsins fer hér á eftir: Skiljanlegar og eðlilegar eru þær áhyggjur sem Verkalýðsfélag Húsavíkur hefur vegna stöðu og framtíðar Sjúkrahúss Þingeyinga á Húsavík. Óþarfi er að rífja upp það sem á undan er gengið og áralangar hremmingar sjúkra- hússins eins og fleiri sambæri- legra sjúkrastofnana í því niður- skurðarfári sem gengið hefur yfir málaflokkinn. Segja má að málið sé í grófum dráttum tvíþætt. Það er annars- vegar hin almenna staða í heil- brigðismálum, niðurskurður til heilbrigðismála og skert þjón- usta á fjölmörgum heilbrigðis- Afmæli í dag I dag, 3. desember, eiga þessir Húsvíkingar afmæli: Matthías Konstantin Annisius, Asgarðsvegi 21, f. 1951; Þórunn Ástrós Sig- urðardóttir, Höfðabrekku 23, f. 1951; Freyja Dögg Frímannsdóttir, Sólbrekku 7, f. 1977; Francois Alex- andre Foumier, Grundar- garði 3, f. 1992. 7. desember n.k. verður 55 ára Pétur Pétursson, Holta- gerði 6. BK/js Leiðréttmg Gamla myndin, sem birtist í Víkurblaðinu á dögunum og var sögð vera af Árna Helga- syni í Braut, var reyndar af Árna Ólafssyni. Þetta leiðrétt- ist hér með og er beðist velvirð- ingar á. - JS stofnunum og hinsvegar staða Sjúkrahúss Þingeyinga og heil- brigðismála á svæðinu sérstak- lega. Ef fyrst er vikið aðeins að hin- um almennu aðstæðum sem gilda fyrir heilbrigðismálin sem slík í landinu þá er ljóst að mik- illar tregðu hefur gætt til að við- urkenna vaxandi þörf fyrir fjár- veitingar til að veita þá þjónustu sem gerð er krafa um í dag. Ut- gjöld til heilbrigðismála hafa far- ið vaxandi um allan heim á und- anförnum árum og tengist það framförum í greininni og aukn- um möguleikum á að bjarga mannslífum og bæta líðan sjúk- stöðu. Það helgast af því að Sjúkrahús Þingeyinga á Húsavík er þrátt fyrir allt eitt fárra sjúkra- húsa í landinu utan við stóru sjúkrahúsin á Reykjavíkursvæð- inu og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem haldið hefur verið uppi talsverðri sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu og deildar- skiptri starfsemi með fæðingar- deild, skurðaðgerðum o.s.frv. Það er óþarfi að fjölyrða um hversu mikilvæg þessi starfsemi er vegna þjónustunnar í héraði. Þetta skiptir einfaldlega sköpum fyrir gæði þeirra heilbrigðisþjón- ustu sem í boði er á staðnum og það öryggi sem því fylgir í kaup- brigðismála í okkar landshluta og í raun og veru á landinu öllu. Staðreyndin er sú og um það verður ekki deilt að það er full þörf fyrir alla þá aðstöðu og all- an þann mannafla og öll þau umsvif sem eru fyrir hendi á Húsavík í dag og þau má auka ef litið er til framtíðarþarfa fyrir starfsemi á sviði heilbrigðismála. Spurningiin snýst miklu fremur um að skilgreina og ákveða hlut- verk og stöðu stofnunar eins og Sjúkrahúss Þingeynga í því sam- hengi. Auðvitað koma strax upp í hugann verkefni á sviði þjónustu og umönnunar við aldraða, á sviði endurhæfingar og fleiri Uppbygging og þjónusta fyrir aidraða á Húsavik hefur verið til fyrirmyndar. linga með nýrri tækni við að- gerðir, nýjum lyfjum o.s.frv. Einnig veldur breytt aldurssam- setning í samfélaginu og betri lífsh'kur aldraðra eða hærri með- alaldur aukinni þörf fyrir þjón- ustu og umönnun. Að sjálfsögðu eru sömu lögmál að verki í hejlbrigðismálum hér á Islandi eins og annars staðar, þó að þau séu að hluta til eitthvað seinna á ferðinni. T.d. hefur ald- urssamsetning hins íslenska samfélags breyst minna enn sem komið er heldur en í mörgum nálægum löndum sökum meiri fólksfjölgunar (hærri fæðingar- tölu). í þessu ljósi hefur auðvit- að sá niðurskurður eða tregða til að viðurkenna óumflýjanleg út- gjöld til heilbriðgismála sem sér- staklega hefur verið áberandi hér á landi undanfarin 4 til 6 ár eða svo bitnað óvenju þungt á þess- um málaflokki. Afleiðinganna sér stað í skertri þjónustu, sum- arlokunum, miklu vinnuálagi á starfsfólk og verra andrúmslofti á vinnustað en áður var. Af þessu hefur Sjúkrahús Þingey- inga á Húsavík og heilbrigðismál í okkar landshluta að sjálfsögðu fengið sinn skammt. Að mínu mati er engin önnur lausn en sú að viðurkenna, a.m.k. að því marki sem pólitískur vilji er til og efnahagslegar forsendur leyfa, þá auknu þörf fyrir fjárveitingar til heilbrigðismála sem nútíminn kallar á. Staða Sjúkrahúss Þlngey- inga Ef vikið er síðan að stöðu Sjúkrahúss Þingeyinga sérstak- Iega og heilbrigðismálum í því héraði eða á því svæði hefur sjúkrahúsið að mörgu leyti sér- stað eins og Húsavík og fyrir ná- grannabyggðarlög. Það er einnig enginn vafi á því að sjúkrahús og heilsugæsla hafa stutt mjög vel hvað við annað. Reyndar má að mínu mati taka fyrirkomulagið á Húsavík þar sem samtengt er heilsugæsla, sjúkrahús og um- fangsmikil þjónustu- og umönn- unarstarfsemi við aldraða sem skólabókardæmi um skynsam- lega og hagkvæma uppbyggingu. Einnig kemur berlega í Ijós þessa dagana að þeim heilsugæsluum- dæmum þar sem sjúkrahús er rekið gengur mun betur að manna stöður með læknum og hjúkrunarfólki heldur en hinum þar sem eingöngu er um heilsu- gæslu eða einföldustu læknis- þjónustu að ræða. Mín afstaða er því eindregið sú að það sé brýnt og mikilvægt í öllu tilliti að verja í grófum dráttum þá starf- semi sem á Húsavík hefur verið. Breytinga þörf Ef litið er til framtíðarinnar er hins vegar ekki þar með sagt að allt geti orðið óbreytt. Þvert á móti held ég að einmitt til að tryggja áframhaldandi og um- fangsmikla starfsemi á sviði heil- brigðismála á stað eins og Húsa- vík, sé vegna margvíslegra breyt- tra aðstæðna í samgöngulegu til- liti, breyttra forsenda læknis- fræðilega séð hvað varðar aukna sérhæfingu o.s.frv., nauðsynlegt að horfast í augu við að breyt- inga getur verið þörf. Eg tel þess vegna mjög mikilvægan hluta af varðstöðunni um starfsemina á Sjúkrahúsi Þingeyinga á Húsa- vík að marka sjúkrahúsinu með skýrari hætti en fyrir hendi er í dag framtíðarhlutverk sem sé hluti af víðtækara skipulagi heil- slíkra þátta sem sífellt eru að vaxa í nútíma heilbrigðisþjón- ustu. Að ógleymdu að sjálfsögðu því sem mikilvægast er af öllu; þjónustu við íbúa staðarins og nágrannabyggðarlög. Þetta hlut- verk þyrfti að mínu mati að skil- greina og afmarka betur í góðu samstarfi við eða eftir atvikum beinlínis með samræmingu við þá þjónustu sem veitt er annars staðar á svæðinu, auðvitað og ekki síst við þjónustuna sem Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri veitir. Eg tel í því sambandi ekki vera höfuðatriði með hvaða hætti samstarfi eða stjórnunar- legum tengslum starfseminnar á Húsavík og starfseminnar á Ak- ureyri og eftir atvikum annars staðar í kjördæminu er háttað. Heldur hitt að um skynsamlega og skilmerkilega verkaskiptingu sé að ræða sem gagnist öllum aðilum vel. Verum minnug þess að flæðið getur verið í báðar átt- ir og að sjálfsögðu gæti starfsem- in á Húsavík aukist á grundvelli samvinnu við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri en ekki aðeins minnkað. Jaðarbyggð í vöm Ljóst er að Þingeyingum hefur þótt ganga á sinn hlut í ýmsu til- liti hvað snertir umsvif opinberr- ar þjónustu á undanförnum árum. Gætt befur tilhneigingar til að leggja niður starfsemi sem var fyrir hendi á Húsavík og þjappa henni saman á færri staði og segja má að hvað varðar sér- hæfðari opinbera þjónustu hafi Húsavík verið í hlutverki jaðar- byggðar eða jaðarsvæðis í vörn undanfarin allmörg ár. Mikil- vægt er að bent sé á að þjónust- an og starfsemin á Húsavík og í Suður-Þingeyjarsýslu og að nokkru leyti einnig í Norður- Þingeyjarsýslu er öll samhang- andi. Menn verða að gæta sín að spara ekki eyririnn og kasta krónunni. Þó ná megi einhverj- um sparnaði með minni umsvif- um í rekstri sjúkrahússins þá gæti það hæglega kallað á aukin útgjöld í heilsugæslu og aukna erfiðleika á því sviði, sbr. það sem áður var sagt um erfiðleika við mönnun í fjölmörgum lækn- ishéruðum á landsbyggðinni. Samgöngumálin lykHatriði Að lokum vil ég svo nefna það sem ekki skiptir minnstu máli og það er auðvitað hið miðlæga hlutverk Sjúkrahúss Þingeyinga á Húsavík. Eg hef lengi verið þeirrar skoðunar að það mætti auka með bættum samgöngum innan héraðs og milli héraða mætti stækka upptökusvæði sjúkrahússins og er ég þá auðvit- að einkum og sér í lagi með norðaustursvæðið í huga. Bættar samgöngur á landi myndu að sjálfsögðu greiða fyrir því að fæðingar og minni aðgerðir og innlagnir ykjust frá þeirri 2.500 manna byggð sem liggur austan Húsavíkur austur og til og með Vopnafirði. Þetta svæði hefur hins vegar að lang mestu leyti verið upptökusvæði Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri einnig hvað snertir smærri aðgerðir, fæðingar og annað sem væri til- valið hlutverk sjúkrahússins á Húsavík að annast. Hér á því enn við eins og í svo mörgu öðru tilliti að ein öflugasta varnarað- gerð fyrir Húsavík sem mikil- væga þjónustumiðstöð í víð- lendu héraði sem eigi framtíðina fyrir sér, er að bæta samgöngur, stækka sitt viðskipta- og þjón- ustusvæði og komast frá því jað- arbyggðareðli sem lélegar sam- göngur austur fyrir Húsavík hafa leitt til. Þar kemur auðvitað lega Húsavíkur einnig til sögunnar því upplandið í Suður-Þingeyjar- sýslu hefur tilhneigingu til að klofna nokkuð upp í þessu tilliti milli Húsavíkur og Akureyrar, einfaldlega eftir því á hvorn stað- inn er stytta að sækja. Eg læt þessar vangaveltur um stöðu Sjúkrahúss Þingeyinga á Húsavík nægja að sinni. Þær eru að sjálfsögðu mínar og settar fram meira sem hugleiðingar heldur en einhver endanlegur sannleikur eða fastmótuð stefna af minni hálfu. Fyrst og fremst tel ég mikilvægt að forráðamenn í sveitarstjórnarmálum á Húsa- vík og í nágrenni, við þingmenn og aðrir sem málið varðar, íbúar á staðnum og það starfsfólk sem hér á í hlut þjappi sér saman í málinu. Það er vel við hæfi að Verkalýðsfélag Húsavíkur láti þessi mál til sín taka og ég fagna sérstaklega því frumkvæði sem Verkalýðsfélagið hefur haft að umræðum um þessi mál. Ég er hvenær sem er boðinn og búinn til frekari umræðna og samstarfs um að reyna að treysta stöðu þessarar starfsemi og taka þar höndum saman við alla þá sem vilja leggja málinu lið. Steingrímur J. Sigfússon, alþm. (Fyrirsögn og niillifyrirsagnir eru blaðsins).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.