Dagur - 03.12.1997, Side 3

Dagur - 03.12.1997, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1997 - 3 VÍKURBLAÐIÐ i Formaður Verslunarmannafélags Húsavikur skenkir Erlu Sigurðardóttur aðstoðarhótelstjóra. Ríkisforstjórinn Sigurður Þórarinsson og kona hans Hafdís Jósteinsdóttir. Hiim eini sanni víngerðarniaðiir Sigmar B. HaiLksson leiddi áhugamenn á Húsavík inn í leyndar- dóma vínsmökkunar á námskeiði á dögun- um. Verslunarmannafélag Húsavíkur stóð fyrir þessu námskeiði í vín- smökkun sem var vel sótt. Ekki síst voru starfsemnn veitinga- húsa, í ferðaþjónustu og starfs- fólk ÁTVR duglegt að mæta enda hluti af faginu að kunna skil á vínum og miðla upplýsing- um þar um. Sigmar flutti mikinn og góðan iýrirlestur um sögu víns og vín- gerðar og voru það gríðarleg vís- indi og greinilega að mörgu að hyggja þá framleiða á gott vín. Olga Valdimarsdóttir og Guðrún Helga Hermannsdóttir smakka á veigunum. Sigmar sagði reyndar að hinn eini sanni víngerðarmaður væri Guð almáttugur, því gæði og persónuleiki víns réðist fyrst og fremst af veðri og vindum, lofts- lagi, jarðvegi og síðast en ekki síst birtu sólarljóssins. Hann fjallaði m.a. um hollustu rauð- Vel var mætt til vínafundar. víns sem nú væri viðurkennd af læknum og taldi að öllum væri hollt að fá sér eitt glas af rauð- vfni á dag alla ævi. Að fyrirlestri loknum hófust verldegar æfingar og var mikið þefað og sötrað og bragðlaukar þjálfaðir. „Þetta er íþrótt og ef menn vilja ná árangri verða þeir að æfa mikið og stíft. Og það er miklu skemmtilegra að æfa þessa íþrótt heldur en t.d. að fara út að hlaupa," sagði Sigmar og glotti. - JS Átak í atvinnuniáluni fadaðra Starfshópur á vegum Félagsmálastofnimar og Viniiiiiiiiöliuiar Hiisavíkur hefur uini ið að átaki í atvinnu- málum fatlaðra í hæn- um og orðið vel ágengt. í dag er Alþjóðlegur dagur fatl- aðra og af því tilefni verður fyrir- tækinu Islenskum sjávarréttum ehf. á Húsavík veitt viðurkenn- ing fyrir framlag sitt til atvinnu- mála fatlaðra. Myndaður hefur verið starfs- hópur á vegum Félagsmálastofn- unar og Vinnumiðlunar til að vinna að átaki í atvinnumálum fatlaðra í bænum. Hópinn skipa Lone Jensen, deildarstjóri mál- efna fatlaðra, Sigríður Guðjóns- dóttir starfsmaður Félagsmála- stofnunar, Ágúst Óskarsson frá Vinnumiðlun og Lilja Sæmunds- dóttir forstöðumaður Sambýl- anna á Húsavík. Hópurinn sendi nokkrum fyr- irtækjum bréf þar sem óskað var samstarfs á þessu sviði og voru viðbrögð mjög jákvæð. Fyrirtæk- in eru Leikskólinn Bestibær, Aldin ehf, Islenskir sjávarréttir ehf, Islandsbanki hf og Sana ehf. Verið er að huga að heppilegri atvinnu fyrir 12 einstaklinga á aldrinum 17-47 ára og eru 5 þeirra í forgangshópi. Einn hef- ur eins og áður sagði þegar hafið störf og um áramót byrjar annar hjá Bestabæ. Þetta fólk býr í Sambýlinu í Sólbrekku og í heimahúsum. Miðað er við að fóikið fái starfsþjálfun í 3 mánuði, 4 tíma á dag og ef vel gengur verður reynt að framlengja ráðningar- tímann í 6 mánuði. Mjög mikil- vægt er að finna störf sem henta hverjum og einum. Og það virð- ist hafa tekist mjög vel hjá Is- lenskum sjávarréttum. Þegar Víkurblaðið leit þar við á dögun- um var Anna María Bjarnadóttir að raða hinum rómuðu fiskiboll- um fyrirtækisins á bakka og gerði það mjög vel. Hún sagði að þetta væri mjög skemmilegt starf og hún gerði ýmislegt fleira en að raða fiskibollum. Geirfinnur Svavarsson, framkvæmdastjóri, sagði að engin vandamál hefðu komið upp í þessu samstarfi og Anna María staðið sig mjög vel í vinnunni. Starfsmaður félagsmálastofn- unar mun fylgjast með viðkom- andi fötluðum starfsmanni á hverjum vinnustað og verður í sambandi við vinnuveitanda þannig að leysa megi sem fyrst vandamál ef upp koma svo sam- starf stofnunarinnar og fyrirtæk- isins verði sem best. Lögð er áhersla á að ráðning í starf byggi ekki á samúð vinnuveitenda heldur því hversu vel starfið hentar viðkomandi og fyrirtækið hafi af því hag eins og starfsmað- urinn. — JS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.