Dagur - 03.12.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 03.12.1997, Blaðsíða 4
4 - MIÐVIKUDAGVR 3. DESEMBER 1997 Tkyptr VÍKURBLAÐIÐ Á Húsavík störfuðu lengi frá- bærir bátasmiðir. Þeim hefur reyndar fækkað en í staðinn ris- ið upp snillingar á öðru sviði, sem sé bátamyndasmiðir. Og húsvískir bátamyndasmiðir eiga stórar þátt f nýútkomnu merkjs- riti, Islenskri skipaskrá 97-98 sem Forma ehf. gefur út. Þar er að finna upplýsingar um alla báta á landinu sem eru yfir 20 brúttórúmlestir og myndir af þeim flestum, í kringum 500 myndir. Og það eru Húsvíkingar sem eiga heiðurinn af flestum þessara mjmd, einkum einn, Hafjjór Hreiðarsson, sem var ljósmyndaritstjóri verksins og aflaði flestra myndanna. Hafþór tók sjálfur um 260 myndir, flest- ar átti hann fyrir þegar hann var ráðinn til verksins, en hann hef- ur um árabil tekið myndir af nánast öllu sem flýtur á öldum hafsins. Og svo útvegaði hann Bátamyndasmiöurínn Hafþór Hreiðarsson við höfnina á Húsavfk þar sem hann er iöngum á vappi með myndavélina. myndir hjá öðrum Húsvíking- um, ekki síst innan fjölskyld- unnar. Hreiðar faðir hans á t.d. myndir í bókinni og frændur hans og meira að segja tengda- móðir hans. Meðal Húsvíkinga sem lagt hafa til bátamyndir eru Olgeir Sigurðsson, Þorgeir Bald- ursson, Pétur Helgi Pétursson, Hannes Höskuldsson, Ólafur Sigurðsson, Valdimar Halldórs- son ofl. ofl. Hafþór segir að það hafi kost- að miklar og endurteknar hring- ingar að útvega myndir í verkið. Ennfremur hafi hann notað internetið mikið við upplýsinga- öflun og verið í sambandi við menn á því. Stefnt er að því að bókin komi út árlega og þá verður reynt að afla mynda af þeim bátum sem nú vantar og að sjálfsögðu íylgj- ast með nýjum bátum og breyt- ingum á bátum og endurnýja myndir í samræmi við það. „Mér þykir bara verst að í næstu bók verða Húsavíkurbát- arnir miklu færri en í þessari," sagði Hafþór, og vfsaði til þess að verulega hefur fækkað í flot- anum á Húsavík síðustu mánuð- ina og sér kannski. ekki fyrir endann á því ferli. — JS Bátamyndasmlðir á Húsavík í nýiítkominni ís- lenskri skipaskrá, eru uiii 500 litmyndir af bátum og bróðurpart- inn af þeim tók Haf- þór Hreiðarsson, sem var ljósmyndaritstjóri verksins. Beinagrind búrhvals/ns sem skorínn var á Húsavik i fyrri viku er nú komin undir hrossatað og skal þar hreinsast i vetur. Hvalasafnið á nú von á hauskúpu af steypireyði. Sjómenn á Húsavík hafa nokkuð kvartað yfir mengun i höfninnni eftir dvöl hvalsins hér. Á myndinni er Þorkell Björnsson, heilbrígðisfulltrúi staddur við hvalinn í fjörunni á dögunum. Met í músagangi Að sögn Árna Loga Sigurbjörns- sonar, meindýraeyðis, þá hefur verið mikill músagangur í bæn- um undanfarnar vikur. Mýsnar komast m.a. inn um bílskúrs- hurðir sem illa er gengið frá og áberandi að þær eiga greiðari aðgang inn um glugga á húsum sem eru með hraunaða veggi eða klædda. Þær hlaupa auð- veldlega upp þessa veggi eða undir klæðninguna, en komast ekki upp slétta múrhúð. Einnig segir Árni að mikil brögð hafi verið af því að mýs færu í bíla og gætu þar skemmt rafkerfi og sæti með nagi sínu. -JS Sjö stelpur í Sam- komuhúsiiiu Unglingar á Húsavík frumsýna leikritið Sjö stelpur á föstudags- kvöld. Uppsetning verksins er samstarfs- verkefni félagsmiðstöðvarinnar Keldunnar og Borgarhólsskóla og Ieikendur verksins því allir ungir að árum. Leiklistarklúbbur Fram- haldsskólans setti upp Sjö stelpur fyrir nokkrum árum og vakti sýn- ingin verulega athygli, en þar er m.a. fjallað um fíkniefni, kynlíf og fleira sem unglingar þurfa við að glíma. Það eru Júlía Sigurðardóttir og Kristján Þór Magnússon sem leik- stýra Sjö stelpum að þessu sinni, en æfingar hafa farið fram í Sam- komuhúsinu. Og þar verður verk- ið frumsýnt á föstudagskvöld. — JS Má ví st drepa vargfugl! Meindýraeyðirinn á Húsavík kveðst geta eytt vargfugli í bæn- um án þess að brjóta lög. Árni Logi Sigurbjörnsson hjá Meindýravörnum Islands, segir að það sé ekki rétt sem fram kom í frétt í blaðinu fyrir skömmu að ekki væri hægt að farga vargfugli innan hæjar- marka Húsavíkur nema breyta lögreglusamþykkt, því enginn mætti bera skotvopn innan bæj% armarkanna og ekki heldur brúka eitur. Árni Logi kveðst vera með lullgilt leyfi til að eyða meindýr- um með skotvopnum á Húsavík, hinsvegar teldi hann réttast að gera það með netgildrum til að valda ekki ónæði með skothríð. Hann hefði notað slíkar gildrur með góðum árangri og þá væri hægt að sleppa þeim fuglum sem ekki væri skilgreindir sem vargar. „Ég treysti mér fullkomlega til eyða hér vargfugli án þess að gerast lögbrjótur," segir mein- dýraeyðir Islands. — JS Upp með endur- skinsmerkin! Ökumenn hafa mjög kvartað við blaðið undan gangandi vegfar- endum sunnan og norðan við bæinn sem eru þar á heilsubót- argöngu án endurskinsmerkja. Þegar snjólaust er er að jafnaði ekið hraðar og birtan minni í skammdeginu en þegar snjór er yfir. Hættan er því mun meiri við þessar aðstæður og því lífs- nauðsyn að nota endurskins- merki. — JS Allt er þá þrennt er Ágúst Einarsson er á leið í Alþýðuflokkinn í þriðja sinn. Og hagyrðingurinn hk veltir því fyrir sér hvers þessi flokkur eigi að gjalda og kveður: Ekki er kyn að auminginn, enn í nauðir rati. Þegar hann í þriðja sinn þykist vera krati. Klónað landslið? A mannfagnaði sem haldinn var í tengslum við ársþing KSI á Akureyri um síðustu helgi gekk viðstaddur skemmtikraftur í pontu og fór að velta fyrir sér mögu- leikum íslenska Iandsliðsins í fótbolta ef samþykkt yrði að klóna bestu íslensku leikmenninga og stilla síðan upp algjöru toppliði. Eftir að hafa velt þessu fyrir sér frá ýmsum hliðum var niðurstaðan sú að þetta myndi duga skammt. Guð- jón Þórðarson landsliðs- þjálfari myndi sem sé alls ekki vilja klóna menn á borð við Ásgeir Sigurvinsson og Arnór Guðjohnsen, eins og líklega þorri landsmanna myndi Ieggja til. Guðjón væri nefnilega svipaðrar náttúru og Kristján Jó- hannsson og hefði þá skyn- semi til að bera að sannfæra sjálfan sig um að hann væri sjálfur Iangbestur, enda frumforsenda þess að sann- færa aðra um slíkt hið sama. Guðjón myndi því einfaldlega klóna sjálfan sig og aungvan annan og stilla upp landsliði með 1 1 Guð- jónum Þórðarsonum. Viðstaddir töldu að ekki væri víst að þetta landslið yrði sigursælt, en margir voru minnugir viðureigna við harðjaxlinn Guðjón á leikvellinum og voru því sammála um að liðið yrði ekki árennilegt og ekki endilega gaman að spila á móti því. Sjávarlávaröar Umræðan um kvótann og veiðleyfagjaldið hefur að því Ieyti verið dálítið einhæf að allir kvótaeigendur sem spjót standa á eru titlaðir sama virðingarheitinu, sem sé sægræfar. Nú vita auðvit- að allir að aðalstign er af ýmsum hertoga og þar sem aðall er á annanð borð til staðar, þá dugir ekki að allir beri sömu tignarheiti. Við þurfum að koma skikk á þessi mál. Þannig að ekki einungis verði til á Is- landi sægreifar, heldur einnig sjávarlávarðar, sæj- arlar, hafhertogar og haf- hertogaynjur, bolnvörpu- ofurstar og svo framvegis. Neðstir í goggunarröð sjávaraðalsins yrðu auðvitað haftyrðlar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.