Dagur - 09.12.1997, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 9 .DESEMBER 1997 - 21
MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU
„Bókin byggir á löngum kynnum um árabil, “ segir Hjörleifur. samsétt mynd dagur.
Leyndardómar
Vatnaj ökuls
ÞegarHjörleifur Gutt-
ormsson varfjórtán
ára gangnamaður sá
hann Vatnajökul
fyrsta sinni, og„sú
sýn greiptist í minni
mér“ segir þingmaður-
inn. Síðar áttukynni
hans ogjökulsins eftir
að verða náin.
Nánari verða kynnin tæpast en
liggja í snjóhúsi á jöklinum í
óvæntu aftakaveðri í tvo sólar-
hringa, nema ef vera kynni að
skrifa um hann bók. Hjörleifur
hafði nálgast Vatnajökul úr
þremur áttum með augum nátt-
úruskoðanda og skrásetjara fyrir
árbækur Ferðafélagsins og haft
að auki marga fundi við jökulinn
þegar gosið milda hófst í Gjálp í
fyrra. Hann var því vel húinn
undir verkefnið sem hann vissi
þó ekki að biði sín fyrir rúmu
ári.
Bók uin Vatnajökul
„Hugmyndin að þessari bók varð
til milli goss og hlaups í fyrra-
haust,“ segir Hjörleifur. Hann og
Oddur Sigurðsson, jöklafræðing-
ur hjá Orkustofnun, hafa nú
sent frá sér stórvirki á bók sem
hæfir stærsta jökli Evrópu. Jök-
ullinn birtist sem náttúrufyrir-
brigði, en ritið er líka leiðsögn að
jöklinum fyrir þá sem vilja nálg-
ast hann. Samofnar fræðunum
eru svo mannlýsingar, frásagnir
og tilvitnanir í bókmenntir sem
tengjast svæðinu. Utkoman er
heildstætt verk sem hefst á sög-
unni um gosið, en leiðir lesand-
ann áfram til fundar við eld og ís
og fólkið sem hefur glímt við
hvoru tveggja með ýmsum hætti.
„Eg tel mig vera læsan á
land,“ segir Hjörleifur, en tekur
fram að honum hafi bæst góður
liðsauki í Oddi Sigurðssyni,
vegna fræði-
mennsku hans
og Ijósmynda.
Þeir eru báðir
góðir með vél-
ina og hafa
fangað fegurð
og mikilleik
náttúrunnar.
„Þessir atburðir
urðu í skamm-
degi og oft var
erfitt að
mynda,“ segir
Hjörleifur. En
báðir voru til-
búnir þegar í
ljós kom að gos-
ið í Gjálp var
stórviðburður
og lesandinn
fær heildarsýn yfir framvinduna
í máli og mögnuðum myndum.
Snuðrað við jökul
Hjörleifur segist hafa „snuðrað“
við jökulinn í allmörg ár áður en
þetta verkefni hófst, og síðustu
árin kynnst sérstaklega vestur-
hluta jökulsins og aðkomuna að
honum. Eitthvað átti hann til á
dagbókum um minnisstæðar
ferðir, „einkum á gönguskíðum.
„Eg er ekki jeppamaður," segir
Hjörleifur og brosir. Fer upp fyr-
ir snæh'nu og gengur. „Stundum
í jöklaþýfi," sem hann lýsir sem
kargamó og geti verið tafsamt,
en yfirleitt sé ágætt að ganga á
jöklinum. 1 einni slíkri ferð lenti
hann í með tveimur félögum í
brjáluðu veðri og unnu þeir sér
til lífs að gera snjóhús þar sem
hafst var við í tvo sólarhringa.
Þau neyddust síðan til að snúa
við og komu að búðum sínum í
rúst eftir áhlaupið. „Maður ótt-
ast stundum að jökulfarar átti
sig ekki á því hve skyndilega
vont veður getur brostið á,“ segir
hann. En síðar var ferðin endur-
tekin og þá
samnáttað í
Hjörleifur viðurkennir Snæfeiisskáia
með Svíakóngi
sem var á hrein-
dýraveiðum með
snertiljóðrænartaugarHákoni Aðal-
steinssyni.
og hið rómantíska.
Júslega aðjökullinn
„Það verða sérstök
hughrifsem tengjast
nálægð viðjökulinn,
bæði í nánd við hann
og uppi á honum. “
Æv-
intýrin í
óbyggðum eru
með ýmsu móti.
Land urulir fót
„Bókin byggir á
löngum kynnum
um árabil,“ segir
Hjörleifur. „Eg
verð að þekkja
landið af eigin
raun og helst
hafa gengið um
það - lagt land undir fót - til að
skrifa lýsingu.'1 Og þetta verk
leiddi Iijörleif á vit forfeðranna.
Langafi hans, Sigurður Gunn-
arsson, varð ungur prestlingur
nýútskrifaður frá Bessastaða-
skóla þegar hann var fylgdar-
sveinn Björns Gunnlaugssonar
kortagerðarmanns um Vonar-
skarð árið 1839. Það var líklega
fyrsta ferð þar um síðan um
landnám. Sigurður langaafi
Hjörleifs varð síðan þingmaður
Norðmýlinga og kynntist land-
inu á ferðum sínum til þings -
varð kunnugri miðhálendinu en
nokkur samtíðarmaður hans í
síðustu öld. Vegna bókarinnar
fetaði Hjörleifur tíðum í fótspor
hans. Og móðir Hjörleifs, Guð-
rún M. Pálsdóttir frá Þyldvvabæ
í Landbroti, lenti í háska í stór-
hlaupi í Skeiðará haustið 1922
þegar hún var á ferð yfir sand-
inn 18 ára gömul í fylgd Hann-
esar frá Núpsstað. Lýsing á
þeirri ferð er í bókinni.
Ljóðræn tilfinnfng
Hjörleifur viðurkennir fúslega
að jökullinn snerti ljóðrænar
taugar og hið rómantíska. „Það
verða sérstök hughrif sem tengj-
ast nálægð við jökulinn, bæði í
nánd við hann og uppi á hon-
um. Eg flíka ekki eigin hugsun-
um á ljóðræna sviðinu. En mað-
ur kemst ekki gegnum svona
verk án þess að hafa Jón Helga-
son nálægt." Og annar andans
maður var nálægur: Hjörleifur
kynntist Ragnari Stefánssyni í
Skaftafelli vel þegar hann starf-
aði fyrir Náttúruverndarráð
meðan þjóðgarðurinn var í mót-
un. Hjörleifur segir minnisstætt
og mótandi fyrir sig að kynnast
því hvernig Ragnar leysti úr
þeim átökum sem hann mátti
glíma við sem bóndi annars veg-
ar, og þjóðgarðsvörður hins veg-
ar. „Það var ekki alltaf létt fyrir
hann, en hann leysti það með
prýði. Fáir voru jafn nátengdir
Skeiðará og Ragnar."
Eigin útgáfa
Hjörleifur og Oddur gefa bóldna
út sjálfir. Hann gerir ekki mikið
úr fjárhagsáhættunni sem hlýtur
að vera all nokkur. „En það var
vissulega fróðlegt og ánægjulegt
að fylgja þessu verki alla leið,
allt til útkomu." Safna efni,
skrifa, mynda og koma verkinu
gegnum glæsilega prentun
Odda. Nú er hún komin, bókin
um Vatnajökul. Vatnajökull er
vissulega merkilegur. „Stór-
merkilegur," segir Hjörleifur.
Og það ber bókin með sér. -SJH
Hamingjiiheimt
Óhamingja stafar oftast af
rangri sýn á heiminn, rangri sið-
fræði, röngum Iífsvenjum, sem
eyðileggja hina eðlislægu lífs-
gleði. Þetta segir breski heim-
spekingurinn Bertrand Russel í
bók sinni Að höndla hamingj-
una, sem nú er komin út í þýð-
ingu Skúla Pálssonar.
I bókinni er fjallað um ráð
sem við höfum til að forðast
leiðindi, streitu, sektarkennd,
ótta við almenningsálitið og
fleira sem skemmir fyrir ham-
ingju. Bókin er ætluð almenn-
ingi til lestrar og er skrifuð með
það fyrir augum að allir sæmi-
lega læsir menn hafi af henni
full not.
Sóley gefur út. Verð 2.400 kr.
Veislustjóm
Veislustjórinn eftir Garðar
Sverrisson er fjölskyldusaga,
sem gerist í
afskekktu
sjávar-
þorpi.
Ungur
maður er
kominn á
æskuslóð-
irnar til
að að-
stoða
frænda
sinn við rekstur fyrirtækis. En
þegar til kemur taka verkefnin á
sig aðra mynd en hann ætlaði í
fyrstu.
Smám saman flækist hann inn
í atburðarás sem ekki verður
snúið við og um leið taka að
skýrast ýmis atriði úr fortíðinni.
Iðunn gefur út.
Ofurlaxar og
flugur
Ofurlaxar og aðrir minni er heiti
á nýrri hók
eftir Krist-
ján Gísla-
son, sem
skapað
hefur og
hnýtt
margar
stang-
veiðiflug-
ur.
Þetta er
bók fyrir veiðimenn, þar sem
Kristján miðlar af reynslu sinni,
rifjar upp ævintýri á árbakka og
lýsir heimagerðu laxaflugunum
og gefur uppskriftir um gerð
þeirra. Myndir skýra textann.
Forlagið gefur út.
ísmaðurinn
Út er komið smásagnasafnið Is-
maðurinn eftir
1
MAÐUNnn
nnIRUÐAM
Þorstein
Antonsson.
Útgefandi
bókarinnar
er Sigurjón
Þorbergs-
son. Bókin
ijallar um
ísmann frá
forsögu-
legum
tímum, hvað hann á sam-
eiginlegt með jeppaeiganda í
Reykjavík á okkar tíð eða með
ungum hjónum í hjúskapar-
vanda í Grafar\'ogi. Sögurnar
vísa á þvílík ótímabundin við-
fangsefni hvar sem er.