Dagur - 09.12.1997, Blaðsíða 7

Dagur - 09.12.1997, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 9.DESEMBER 1997 - 23 Vwpttr. LÍFIÐ í LANDINU Ljósin heilla og litlar hendur og forvitinn hugur lætur sér ekki nægja ad líta dýrdina. myndir: gs. Jólin nálgastog Ijósadýrðin gleður sinni lands- manna í svartasta skammdeginu. Jólaljós voru tendruð ájólatrjám víða um land síðastliðna helgi. Jólasveinamir gátu ekki á sérsetið að skreppa til byggða ogjylgjast með dýrðinniþó enn séu nokkrir dagarí að Grýla veiti þeim jyrstafararleyfi. „r Randers i Danmörku hafa pnýtt Réöhús- i.-„r/nc í áraraflil Þessi jólasveinn gladdi bönin á Akureyri með nærveru sinni og dansinn var stiginn kringum jólatréð eft/r að Ijósin höfðu verið tendruð. Hún verður oft löng og erfið biðin eftir jól- unum og hvert tæki- færi til að skemmta sér og stytta biðina er börnunum kærkomið. Jól Reykjavik: Enginn jólasveinn með nokkra sómatilfinningu gat staðist það að mæta við tendrun Ijósa jólatrjánna. Hér eru þeir næstum allir samankomnir bræðurnir við Austurvöll í Reykjavík. Konufjallið Ut er komin sjöunda bók Normu E. Samúelsdóttur, Konufjallið og sumar- blómin smáu, undir- titill: Viktor- ía, Elísabet og Agnes Ögn. Eins og í fyrri bókum Normu er fjallað um tilfinningar, leit að kjarna. Nú er skyggnst inn í sögu þekktra og óþekktra kvenna: Sögu Agnesar Agnar Agnarsdóttur (dulnefni), Elísa- beth Smart, hinnar kanadísku skáldkonu er lést 1986, Viktoríu Beneditksson, sænskrar skáld- konu er lést 1887. Allar elskuðu þær menn sem kærðu sig minna um þær... og þar byrjar drama- tíkin. Bókin er 54 síður í nokk- uð smáu letri, prentuð hjá Stensli á kostnað höfundar. Sagnalist á hljóðbókum Hljóðbókaldúbburinn hefur gef- ið út tjórar nýjar hljóðbækur í heildaútgáfu Islendingasagna. Bækurnar eru Eiríks saga rauða og Grænlendingsaga í lestri dr. Kristjáns Eldjárn og Vigdfsar Finnbogadóttur. Harðar saga og Hólmverja f flutningi Maríu Sigurðardóttur, Ieikkonu. Hávarðar saga Isfirðings, sem Ornólfur Thorsson, íslensku- fræðingur, les. Vatnsdæla saga og Gull-Þór- issaga í lestri Guðmundar Andra Thorssonar og Guðlaugar Maríu Bjarnadóttur Ieikkonu. Nýjasta bók Eiuars Más Fótspor á himnum eftir Einar Má Guð mundsson kemur út á snældum samtímis prentaðri útgáfu. Höfundur les, en hljóðbókin er á fjórum snældum, tekur um 5 klukkustundir í flutningi og kostar 3.680 kr. Vestur í bláiun Þá gefur Hljóðbókaklúbburinn út snældur með bókinni Vestur í bláinn eftir Kristínu Steinsdóttur, en bókin kemur sam- tímis út hjá Vöku-Helga- felli. Sigrún Edda Björnsdóttir les. Ljóðaúrval Jón úr Vör hefur lesið inn úrval ljóða sinna, sem nú koma út á hljóðbók. Aðalsteinn Asberg Sig- urðsson valdi ljóðin og bjó til út- gáfu. Hljóðbókin hefur að geyma Ijóð úr öllum tólf ljóðabókum skáldsins, sem út komu á árun- um 1937-1984. Bókin er á einni snældu og kostar 1.590 kr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.