Dagur - 11.12.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 11.12.1997, Blaðsíða 2
2 -FIMMTUDAGUR ll.DESEMBER 1997 FRÉTTIR Mælingar veöurfræðinga benda ekki til þess að veðrið á Austurlandi sé áberandi betra en í Reykjavík, en engu að síður eru Austfirðingar afar ánægðir með það. SdLWihj 0 f.r MiMð sólski n í sinni Austfirðmga Austftrðingar eru svo ánægðir með veðurfarið að ætla mætti að ]ieir byg- gju í allt öðru landi. Einna fúlastir eru borgar- búar sem eiga þó minnst undir veðri og viiidum. Austfirðíngar eru öllum öðrum lands- mönnum ánægðari með veðurfarið og telja að það hafi farið-batnandi á und- anförnum árum. Næstum allir (92%) segjast þeir ánægðir með veðurfarið sem einkennir byggðarlag þeirra, en á höfuðborgarsvæðinu er einungis rúm- ur helmingur fólks sama sinnis. Meira en þriðjungur Reykvíkinga og Reyknesinga lýsa óánægju sinni með veðurfarið á sínu landsvæði, en slíkt gera örfáir (6%) á Austurlandi. A öðr- um landsvæðum eru menn sýnu sáttari en borgarbúar, einkanlega á Norður- FRÉTTAVIÐ TALIÐ landi, en samt langt frá hinni aust- firsku „alveðursælu". Sól í siimi Þessi afar mismunandi afstaða til veð- urfarsins kom fram í könnun á afstöðu fólks til ýmissa búsetuþátta í nýrri bú- setuskýrslu Félagsvísindastofnunar. Spurningin er hvort veðurfarið er svona mismunandi milli landsvæða, eða hvort þetta er kannski fremur til vitnis um að Austfirðingar beri meiri sól í sinni en höfuðstaðarbúar. Haraldur Olafsson veðurfræðingur segir ekki auðvelt að lesa svo afger- andi mun út úr veðurtöflum sem gjarnan sýna meðaltöl. Urkomudagar yfir sumartímann virðast t.d. síst færri fyrir austan (á Teigarhorni) en í Reykjavík um sumartímann, hitinn ekki oftar yfir 15 stig og sólskinsstund- ir ekki áberandi fleiri. Á hinn bóginn sé ívið lygnara eystra. Ekki meðalhitinn sem máli skiptir „Ég dreg þá ályktun af þessu að það sé ekki meðalhitinn sem máli skiptir, heldur þessir góðu kaflar sem koma stundum á sumrin, sem við þekkjum t.d. frá Egilsstöðum, Reyðarfirði og víðar. Þessi svæði eru í skjóli jökuls og fjalla. Halli Hndurinn sér aðeins vestur fyrir suðrið þá geta komið þarna mjög góðir og langir kaflar, sem eru miklu sjaldgæfari hér sunnanlands. Þarna eru slegin hitametin sem fá umfjöllun í fjölmiðlum á hverju sumri.“ Þótt inn á milli komi svalir dagar á norðaustan, sem draga niður meðalhit- ann, þá lifa þessir góðviðriskaflar ef- laust fremur í huga fólks. Og þeir séu svo góðir að leiðindakaflarnir ná ekki að draga út áhrifum þeirra. Minni vindur hafi líka sjálfsagt sitt að segja. Hér syðra, í t.d. 4-5 vindstigum á norð- an og hálfskýjuðu, þá sé í rauninni öll- um sama þótt hitinn hækki kannski úr 10 stigum upp í 12, segir Haraldur. - HEI í heita pottinum eru menn nú farnir að tala um „órólegu deildina" hjá framsókn, en eins og fratn kom í Degi í gær er þingflokkurinn kiofinn í af- stöðu sinni gagnvart frumvarpi Páls Péturssonar um stjóm- sýslurétt sveitarfélaga á hálend- inu. Benda menn á að í órólegu deildinni séu ein- tómir nýir þingmenn, sem koinu inn í miklum kosningasigmm í síðustu kosningum og því megi túlka þetta sem breytta tíina í flokki þar sein innbyrðis ágrehihigur hefur ekki verið áber- andi. í órólegu deildinni em Siv Friðleifsdóttir og Hjálmar Árnason af Reykjanesi, Gunnlaugur Sigmundsson af Vestfjöröuni og Ólafur Öm úr Reykjavík... í pottinum vex þeirri sögu ás- niegin að Guðmundur Bjarna- son hafi áhuga á að draga sig í hlé og hætta sem ráðherra og stjóminálamaður á nýju ári. Er fullyrt að Valgerður Sverris- dóttir yrði þá kölluð inn iýrir Guðmund í umhveríisráöuneyt- ið, en ekki frekari breytingar gerðar á stjóminni. Menn inunu jafnfraint telja það styrkja ríkisstjómina að bæta við konu... í lieita pottinum ræða menn bæjarstjórakreppuna á ísafirði og fuliyrt er að enginn bæjar- stjóri verði ráðhm það sem eft- ir lifir kjörtímabhs. Þeir Krist- inn Jón Jónsson, forseti bæjar- stjómar, ogjónas Ólafsson, for- inaður bæjarráðs, munu ætla að skipta starfinu með sér... Hins vegar er því hvísiað í heita pottinum að frá- farandi bæjarstjóri, Kristján Þór Júhusson, sé farinn að vinna hjá Sainherja enþar erhann sem kimnugt er stjómarformaður.... Ögmundur Jónasson fomaðurBSRB ogþingmaður Alþýðubandalags og óháðra Bótagreiðslur verði tengd- arlaunaþróun. Enginn at- vinnulaus að eigin frum- kvæði. Ölmusa í stað rétt- indakeifis. Hugsað smáttí ríkisstjóm. Níðst á bótáþegum í góðæri — Af hverju viljið þið tið atvinnuleysis- hætur verði tengdar launaþróun? „Við höfum ætíð verið þeirrar skoðunar að allt bótakerfið verði tengt Iaunaþróun. Það er einfaldlega vegna þess viðurkennda markmiðs sem ber að stefna að sem felst í því að reisa við kaupmátt launataxtans. Það þýðir að launin hækka hraðar en almennt verðlag. Þá er auðvitað fráleitt annað en að atvinnulausir og aðrir bótaþegar njóti þess.“ — Stjórnvöld fullyrða ú móti tið þttð hvetji fólk til að leita sér að vinnu þegar hæturnar eru lágar. Hvað finnst þér um þá röksemd? ,Álmennt má segja að yfirgnæfandi meiri- hluti þess fólks sem er atvinnulaust á ekki annarra kosta völ. Það er enginn atvinnu- laus að eigin vali eða ósk. Það að ætla mönnum slíkt og smíða kerfi með þessa hugsun að Ieíðarljósi er mjög ranglátt. Stað- reyndin er auðvitað sú að sá sem verður fyr- ir því að verða atvinnulaus verður fyrir veru- legri tekjuskerðingu. Hann missir ekki að- eins vinnuna sína og grunnkaup heldur í flestum tilfellum einnig yfirvinnu, bónusa og allt það sem því fylgir. I íslensku yfir- vinnuþjóðfélagi verður tekjuhrapið miklu meira en þelddst víðast annars staðar þegar atvinnuleysið er annarsvegar. Þá er það ekki á bætandi að skerða þessar bætur enn frek- ar.“ — Er ekki við ramman reip að draga þegar félagsmálaráðherra er andvígur því að færa hætur til jafns við launaþróun- ina? „Ríkisstjórnin hefur öll verið þversum í þessu máli. Markmiðið með því að rjúfa þessi tengsl sem voru á milii bótakerfisins og kauptaxtans var að sjálfsögðu það að það átti að skerða þessar bætur. Sem dæmi þá eru ráðherrar farnir að ræða það opinskátt að það verði að vera hvati til að vera í vinnu. Samkvæmt því er það æskilegt að hafa at- vinnuleysisbætur lægri en allra lægstu taxta, eða 55 þúsund krónur á mánuði á sama tfma og Iægstu kauptaxtar stefna í að verða 70 þúsund krónur.“ — Eru einhver líkindi fyrir því að þessu verði hreytt á næstunni? „Það á auðvitað aldrei að segja aldrei. Þetta hefur verið krafa allra samtaka launa- fólks að þessu verði breytt. Á Alþingi hafa einnig komið fram kröfur í þá veru. Þess utan hefði maður haldið að það væri ekki ástæða til að níðast á bótaþegum í öllu þessu bullandi góðæri í efnahagslífinu þeg- ar peningarnir eru til ráðstöfunar." — Finnst þér að stjórnvöld séu meðvitað að reyna að skemma velferðarkerfið? „Það er meðvitað verið að reyna að um- breyta öllu þessu kerfi og á því leikur enginn vafi. Þá er það einnig ljóst að fyrir hönd þessara hópa, þ.e. atvinnulausra, öryrkja og annarra bótaþega, er hugsað alveg afskap- lega smátt. I stað réttindakerfis þar sem stefnt er að því að fólk geti gengið nokkurn veginn upprétt, er verið að færa þetta yfir í svona lágmarks ölmusukerfi þar sem fólk á að vera hokið. Þar virðist fyrirheitna landið vera að mati stjórnvaida." -GRH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.