Dagur - 11.12.1997, Blaðsíða 12

Dagur - 11.12.1997, Blaðsíða 12
12- FIMMTUDAGUR ll.DESEMBER 1997 Tkyftr ÍÞRÓTTIR L A Kristín Rós best hjá fötiuðiun Kristín Rós Hákonardóttir, sundkona úr IFR, varð fyrir val- inu sem íþróttamaður ársins hjá fötluðum, þriðja árið í röð. Krist- ín Rós er 24 ára gömul og hefur sett fjöldann allan af heims- og Evrópumetum í flokki sínum, en hún er spastísk. A myndinni sést hún ásamt þjálfurum sínum, Er- lingi Þ. Jóhannssyni og Kristínu Guðmundsdóttur, taka við viður- kenningunni. — MYND: E.ÓL. Stríð og Mður Dagur gerir sjónvarpsstríð, sem hann kallar svo, að umfjöllunar- efni á íþróttasíðu í gær, miðviku- dag 10. desember. Þar heldur Guðni Þ. Olversson, blaðamað- ur, því fram að Ríkissjónvarpið fái sýningarréttinn frá útnefn- ingu íþróttamanns ársins í lok þessa árs og er rétt að staðfesta að sú fullyrðing er hárrétt. Landsmenn geta því fylgst með því hver hlýtur þessa eftirsóttu nafnbót, í árlegu kjöri Samtaka iþróttafréttamanna, í beinni út- sendingu RÚV, sem hefst kl. 21.00 mánudagskvöldið 29. des- ember. Ymislegt annað í grein GÞÖ er hins vegar ekki alveg sannleikan- um samkvæmt, því miður. Strax skal þó viðurkennt að rétt er hjá honum, að undirritaður, formað- ur Samtaka íþróttafréttamanna (SÍ), var ekki á fundi á vegum þeirra 30. nóvember síðastliðinn. Ástæðan er reyndar sú að enginn fundur var haldinn á vegum SÍ þann sunnudag. Hins vegar var haldinn félagsfundur í SÍ fimmtudaginn 27. nóvember og annar miðvikudaginn 3. desem- ber, báðir í húsnæði Morgun- blaðsins í Kringlunni 1, og virðist mér sem GÞÖ hafi skellt þeim saman í einn við ritsmíð sína. Tilgangur hvorugs fundarins var þó að taka ákvörðun um það hvenær kjörinu yrði lýst (eins og fram kemur í grein GÞÖ) því það hafði þegar verið ákveðið, en til seinni fundarins var boðað til að greiða um það atkvæði hvor sjón- varpsstöðin yrði fyrir valinu að þessu sinni - á hvorri kjörið yrði í beinni útsendingu, vegna ein- dreginna óska Valtýs Björns Val- týssonar, deildarstjóra íþrótta- deildar Stöðvar 2, þar að lútandi. Báðum hefur hingað til verið frjálst að sýna frá kjörinu sam- tímis því þó aðeins RÚV hafi gert það síðustu ár hefur stöðin aldrei haft einkarétt á slíkri sýningu. Iþróttadeild Stöðvar 2, sem Iengi hafði ekki áhuga á að sýna frá kjöri íþróttamanns ársins, hefur eflst og dafnað síðustu misseri og er nú kraftmikil og stórhuga. Eftir að ljóst var að báðar stöðvar höfðu mikinn áhuga á'að sýna frá kjörinu nú, samþykktu bæði Valtýr Björn og Samúel Örn þá tillögu mína að stöðvarnar skiptu þessum árlega atburði á mili sín; að stöðvarnar myndu sem sagt sýna frá honum til skiptis, annað hvert ár. Fagn- aði ég því vitaskuld en hnífurinn stóð í raun enn í kúnni þrátt fyr- ir það, vegna þess að báðar vildu sýna frá kjörinu að þessu sinni. Það vandamál varð því að leysa og vitað mál að báðir myndu varla una glaðir við þá niður- stöðu sem óhjákvæmilega varð að taka og það sem fyrst. Eins og fram hefur komið var niðurstað- an sú að RÚV sýnir frá kjörinu að þessu sinni, en þó ekki á for- sendum áðurnefnds samkomu- lags vegna þess að viðbrögð Val- týs Björns við niðurstöðunni urðu þau að hann kvað Stöð 2 ekki hafa áhuga á að sýna frá kjöri íþróttamanns ársins í fram- tíðinni. Þau orð tel ég þó hafa fallið í hita leiksins; Valtýr er keppnis- maður sem vildi ná þessum „bita“ og ég vona að hægt verði að ganga frá því eftir áramót að Stöð 2 sýni frá kjörinu næsta ár. Eg veit því ekki betur en friður ríki milli mín og Valtýs Björns í dag. Rétt er að taka fram að RÚV hefur ekki einkarétt á sýningunni frekar en endranær og þó svo fyr- irtækið greiði kostnað af upp- setningu sviðs vegna kjörsins í Þingsölum hótels Loftleiða hefur Samúel Örn lýst því yfir að hann sjái því ekkert til fyr- irstöðu að Stöð 2 mæti á staðinn og sýni beint frá kjörinu 29. desember næst- komandi. Undirritaður stjórnaði fyrri fund- inum (27. nóvem- ber) en sat ekki þann seinni, vegna veikinda eins og ft- rekað var í samtali við blaðamann Dags, en kemur þó ekki fram í grein hans. Svo virðist sem það hljómi betur að ég hafi einfaldlega ekki verið á fundinum og viti því „ekki ná- kvæmlega hvað þar fór fram“. Þrátt fyrir að reglugerð Sl um kjör íþróttamanns ársins kveði á um að stjórn samtakanna ákveði hvernig framkvæmd kjörsins sé háttað og skeri úr um vafaatriði sem upp kunni að koma, féllst undirritaður á beiðni Valtýs Björns um að kalla saman félags- fund og fara þess á leit við félaga okkar í SÍ að greiða um það at- kvæði hvor sjónvarpsstöðin yrði fyrir valinu að þessu sinni; vegna áðurnefnds samkomulags um að þær skiptu útsendingunum á milli sín fannst mér rétt að gefa félagsmönnum kost á að fjalla um málið. Þessi fundur fór fram 3. desember. Hefði Stöð 2 fengið fleiri atkvæði í slíkri atkvæða- greiðslu hefði stöðin vitaskuld sýnt beint frá margumræddum atburði en ekki RÚV. Engin fór hins vegar fram atkvæðagreiðsl- an, einfaldlega vegna þess að fundarmenn lýstu þeim vilja sín- um, eftir að hafa rætt málið, að stjórnin fyndi lausn. Fundarstjóri neitaði því ekki beiðni Valtýs Björns um að „láta fara fram lýð- ræðislega atkvæðagreiðslu um Skapti Hallgrímsson. hvor stöðin fengi sýningarrétt- inn“ eins og GÞÖ segir í grein- inni. Eg gerist svo djarfur að upplýsa þetta, þó svo lög SÍ meini mér það í raun og veru. I þeim segir nefnilega m.a. að fundir séu trúnaðarmál þó svo einhverjir virðist hafa gleymt þvf í „stríðinu" svokallaða. GÞÖ segir einnig í stríðsgrein gærdagsins: „Stöð 2, sem tilbúin var til að greiða töluvert meira en RÚV hefur hingað til greitt fyrir sýninguna, kom því aldrei til Jón Arnar Magnússon, iþróttamaður ársins 1996. álita að þessu sinni.“ Hann veit meira en ég varðandi fjárhags- hliðina, vegna þess að fulltrúi Stöðvar 2 var aldrei tilbúinn að nefna neina upphæð í mín eyru, og það er einfaldlega heldur ekki rétt að Stöð 2 hafi aldrei komið til álita, eins og ég Iýsti hér að framan. Eg spyr því eins og GÞÖ f gær: Hvers vegna var fundurinn haldinn? (Reyndar ekki 30. nóv. einsog hann kýs að segja heldur 3. des. en það er vitaskuld ekki aðalatriði málsins). Var það vegna þess að ég var löngu búinn að ákveða, í ágúst, að Ríkissjón- varpið fengi sýningarréttinn? Hafi svo verið hvers vegna í ósköpunum var ég svo vitlaus að taka þá áhættu að verða við ósk Valtýs Björns um atkvæða- greiðslu? Það er hins vegar ekk- ert launungarmál að Samúel Örn Erlingsson, starfandi íþróttastjóri Sjónvarpsins, hafði ákveðið að sýna frá umræddri athöfn og hafði gert ráð fyrir því í dagskrá. Nokkuð er gert úr þeirri stað- reynd í grein GÞÖ svo og að Samúel myndi sýna frá athöfn- inni hvort sem Stöð 2 yrði með beina útsendingu eða ekki. Það er rétt og kemur „stríðinu" í raun ekki við. Þetta var hins vegar, vel að merkja, fyrir umrætt sam- komulag. Aldrei hafði nefnilega staðið til að selja neinni sjón- varpsstöð einkarétt á sýningu frá umræddum atburði, þar til nú að samkomulag náðist við stöðvarn- ar um að sýna frá kjörinu til skiptis - sem kalla má einkarétt þeirra annað hvert ár. Samúel Erni var Ijóst, og það ætti hann að geta staðfest, að RÚV gat orðið undir í atkvæða- greiðslu á áðurnefndum fundi. Þó svo hann hafi verið búinn að gera ráð fyrir því í dagskrá að sýna kjörið, eins og hann er van- ur, gat niðurstaðan orðið sú að hann yrði undir. Það er stað- reynd sem ekki er hægt að Iíta framhjá. Guðni Þ. Ölversson spyr í lok greinar sinnar í gær hvort Mart- einn Mosdal stjórni Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er vita- skuld mjög sniðug spurning en rétt er að upplýsa hann og les- endur Dags um að svo er ekki, enda er Marteinn Mosdal - sá frábæri „liðsmaður" fréttastofu Stöðvar 2 - ekki félagsmaður f samtökunum. Ekki frekar en Guðni Þ. Ölversson. Skapti Hallgrímsson, formaður Samtaka íþróttufréttamanna. Juventus áfram Síðasta umferðin var leikin í riðlakeppni Meistaradeildarinn- ar í gærkvöld. Juventus Iagði Manchester United í Tóríno með marki Filippo Inzaghi seint í síðari hálfleik og varð því síð- asta liðið til að komast inn í 8 liða úrslitin. Rosenborg gerði jafntefli við Olympiakos í Grikk- landi og situr því eftir með sárt ennið. Urslit leikja og lokastaða riðlakeppninnar er eftirfarandi: A-RIÐILL: Sparta Prag-Dortmund 0:3 Galatasaray-Parma 1:1 Lokastaðan: Dortmund 6 5 0 1 14: 3 15* Parma 6 2 3 1 6: 5 9 SpartaP. 6 1 2 3 6:11 5 Galatasaray 6114 4:11 3 B-RIÐILL: Juventus-Man.Utd 1:0 Kosice-Feyenoord 0:1 Lokastaðan: Man.Utd 6 5 0 1 14:5 15* Juventus 6 4 0 2 12:8 12* Feyenoord 6 3 0 3 8:10 9 Kosice 6006 2:13 0 C-RIÐILL: Eindhoven-Barcelona 2:2 Newcastle-Dynamo Kiev 2:0 Lokastaðan: D. Kiev 6 3 2 1 13: 6 11* Eindhoven 6 2 3 1 9: 8 9 Newcastle 6 2 1 3 7: 8 7 Barcelona 6 1 2 3 7:14 5 D-RIÐILL: Real Madrid-Porto 4:0 Olympiakos-Rosenborg 2:2 Lokastaðan: Real Madrid 64 1 1 15: 4 13* Rosenborg 6321 13: 811 Olympiakos 6 1 2 3 6:14 5 Porto 6 114 3:11 4 E-RIÐILL: B. Munchen-Gautaborg 0:1 Paris SG-Besiktas 2:1 Lokastaðan: B. Munchen 6 4 0 2 13: 6 12* ParisSG 6 4 0 2 11:10 12 Besiktas 6 2 0 4 6: 9 6 Gautaborg 6 2 0 4 4:9 6 F-RIÐILL: Lissabon-Lierse 2:1 Leverkusen-Mónako 2:2 Lokastaðan: Mónako 6 4 1115: 8 13* Leverkusen 64 1111: 7 13* Lissabon 6 2 1 3 9:11 7 Lierse 6 0 1 5 3:12 1 *liðin sem komust áfram í 8 liða úrslit: Man.Utd Juventus Real Madrid Leverkusen Monaco B.Munchen D.Kiev Dortmund Valur vaiin Þrír æsispennandi leikir fóru fram í 1. deild kvenna í gær- kvöld. Valsstúlkur unnu góðan sigur á Gróttu/KR, 24:22. ÍBV og FH mættust í Eyjum og Vík- ingur tók á móti Fram. Úrslit leikjanna í gærkvöld: Valur-Grótta/KR 24:22 ÍBV-FH 21:18 Víkingur-Fram 21:20 Staðan er nú bessi eftir leikina í gær: Stjarnan 118 2 Haukar 117 2 Grótta/KR 116 2 FH 12 5 2 ÍBV 115 1 Víkingur 12 5 1 Valur 12 3 2 Fram 12 0 2 1 270:222 18 2 288:254 16 3 199:196 14 5 248:249 12 5 233:237 11 6 283:292 11 7 230:247 8 10 240:282 2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.